Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 16. október 2008 15 ií Handbolti Tap í bikarnum en sigur í deildinni - Unnu Fjölni á útivelli með 14 mörkum I síðustu viku mættu Eyjamenn Fram í 32ja liða úrslitum í bikar- keppni HSI. Fram hefur verið á góðri siglingu í Nl deildinni og hafði fyrir ieikinn aðeins tapað einum leik. Framarar voru því mun líklegri til að fara með sigur af hólmi en jafnræði var þó með liðunum framan af leik. Eyjamenn börðust allir sem einn og spiluðu fínan sóknarleik á köflum. Um miðjan fyrri hálfleik stigu gestimir hins vegar upp og leiddu með sex mörkum í hálfleik. í seinni hálfleik komu Eyjamenn baráttuglaðir til leiks og náðu að minnka muninn í tvö mörk, á þeim kafla átti Friðrik Sigmarsson frá- bæra innkomu í mark Eyjamanna en þá tók dómarapar leiksins til sinna ráða og dæmdi hvern rangan dóminn á fætur öðrum. Gestirnir gengu á lagið og náðu að auka forystu sína og unnu að lokum tíu marka sigur 27:37. Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 8, Sindri Haraldsson 8, Svavar Vignis- son 5, Vignir Stefánsson 2, Leifur Jóhannesson 2, Benedikt Stein- grímsson l og Sindri Ólafsson l. Varin skot: Friðrik Sigmarsson 11 , Kolbeinn Amarsson 3. Ekki í vandræöum meö Fjölni Á laugardaginn héldu Eyjamenn í SINDRI ÓLAFSSON reynir hér að koma holtanum á nafna sinn Haraldsson en þjálfnrinn Svavar Vignisson er með í baráttunni. Grafarvoginn og mættu Fjölni. Fjölnismenn eru að tefla fram meistaraflokksliði í fyrsta skipti í sex ár. Meðal leikmanna liðsins eru tveir Eyjamenn, Halldór Sævar Gnmsson markvörður og Ingibjörn Þórarinn Jónsson línumaður. Þeir munu leika með liðinu þetta tímabil en Halldór Sævar var valinn í lið seinustu umferðar á vefsíðunni Handbolti.is. Eyjamenn mættu ákveðnir til leiks á laugardaginn og náðu strax þriggja marka forystu en ÍBV hafði yfirhöndina allan leikinn. Eyjamenn leiddu með sjö mörkum í hálfleik 10:17. í seinni hálfleik komu Eyjamenn vel stefndir til leiks og staðráðnir í því að klára leikinn sem þeir gerðu. Eyjamenn unnu að lokum fjórtán marka sigur 22:36. Sigurður Bragason fór mikinn í liði IBV sem og Vignir Stefánsson sem átti frábæran leik. Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 11, Vignir Stefánsson 8, Ingólfur Jóhannesson 5, Sindri Ólafsson 3, Bragi Magnússon 3, Grétar Eyþórs- son 2, Brynjar Óskarsson 2, Sindri Haraldsson l og Leifur Jóhannes- son l. Selfoss á laugardag Á laugardaginn taka Eyjamenn svo á móti Selfyssingum í Suður- landsslag I. deildarinnar. Selfyss- ingar hafa byrjað tímabilið vel, unnið þrjá leiki af fjórum, unnu m.a. Aftureldingu í síðustu umferð og eru í efsta sæti deildarinnar. Leikur liðanna hefst klukkan 14.00 í gamla sal íþróttamiðstöðvarinnar. Staðan Selfoss 4 3 0 1 126:101 6 ÍR 4 3 0 1 132:124 6 Grótta 4 3 0 1 120:105 6 Afturelding 4 3 0 1 115:92 6 ÍBV 4 2 0 2 115:116 4 Haukar U 4 2 0 2 111:93 4 Fjölnir 4 0 0 4 85:135 0 Þróttur 4 0 0 4 83:121 0 [Körfubolti: ÍBV - HK 80:78 Höfðu betur í æsispennandi leik - Fyrsti leikurinn að baki hjá liði skipuðu heimamönnum Karlalið ÍBV í körfuknattleik mætti HK í fyrsta leik tímabilsins. IBV leikur í A-riðli 2. deildar í vetur en þar eru lið á borð við IG, Leikni, Álftanes og KKF Þóri. Eyjamenn eiga gott tækifæri á að fara upp í l. deildina en liðið var grátlega nálægt því að fara upp í fyrra. Eyjamenn byrjuðu leikinn mjög vel og komust í 13:2 og allt stefndi í stórsigur heimamanna en gestirnir búa yfir mörgum leikreyndum ein- staklingum sem gáfust ekki auðveld- lega upp. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 23:20 fyrir ÍBV en þá hafði Bjöm Einarsson. spilandi þjálfari Eyja- manna, skorað I7 stig. Eyjamenn börðust vel í vöminni í 2. leikhluta og leiddu í hálfleik 43:33. Heimamenn slökuðu hins vegar aðeins á í þriðja leikhluta og hleyptu gestunum frá Kópavogi aftur inn í leikinn en staðan fyrir seinasta leikhluta var 60:60. Seinasti leikhluti var afar spennandi en að lokum sigmðu Eyjamenn 80:78 en úrslitin ARNSTEINN INGI JÓHANNESSON leggur boltann í körfuna en leik- menn HK horfa svekktir á. réðust ekki fyrr en á seinustu sekúndunum. Ólafur Sigurðsson og Kristján Tómasson voru drjúgir á lokamínútunum en þeir skoruðu 8 af síðustu 13 stigum liðsins. Dómarapar leiksins komst aldrei í takt við leikinn og sleppti oft aug- ljósustu villum en dæmdi svo á lítið sem ekkert. Villur í leiknum voru 38 talsins. Eyjamenn eru með nokkuð breytt- an hóp frá því í fyrra en þetta tímabil mun liðið að mestu leyti byggjast á leikmönnum sem búsettir eru í Vestmannaeyjum. Mikið er af ungum og efnilegum leikmönnum hér í Eyjum og ljóst er að þeir munu fá nóg af tækifærum í vetur. Stig ÍBV: Björn Einarsson 29, Sigurjón Örn Lárusson 16, Ólafur Sigurðsson 14, Baldvin Johnsen 11, Kristján Tómasson 4, Arnsteinn Ingi Jóhannesson 4, Brynjar Ólafsson 4. Kvennahand boltinn af stað á ný ÍBV teflir í vetur fram að nýju meistaraflokki kvenna í hand- bolta en stelpumar taka þátt í 2. deild í vetur. 2. deildin er nokkurs konar utandeild þar sem sigur- vegari þar vinnur sér ekki sjálfkrafa Jaátttökurétt í efstu deild. Á laugardag sækja Eyjastelpur Víking 2 heim en fyrsti heimaleikur ÍBV verður ekki fyrr en 8. nóvember. Alls eru tólf lið í deildinni en það em auk ÍBV og Víkings 2, Fjölnir, Stjarnan, ÍR, Valur, Haukar, Haukar2, Þróttur, KA, FH, Völsungur. iKynning á fimleikakrökkum Nafn og aldur: Svala Björk, 10 ára. Nafn foreldra: Jóhanna og Hólmgeir. Hversu lengi hefur þú æft: I sex ár. Uppáhalds grein: Trampólín og stökk. Leiðinlegasta grein: Slá. Hvert er markmið þitt í fimleikum: Að komast í 1. þrep. Uppáhalds fimleikastjarna: Nastia Lukin. Önnur áhugamál: Fótbolti. Nafn og aldur: Margrét Lára Hauksdóttir, 11 ára. Nafn foreldra: Haukur og Eygló. Hversu lengi hefur þú æft: Sjö ár. Uppáhalds grein: Plankar, tvíslá og gólfæfmgar. Leiðinlegasta grein: Slá. Hvert er markmið þitt í fímleikum: Að komast í 1. þrep. Uppáhalds fimleikastjarna: Svetlana Khorkina. Önnur áhugamál: Fótbolti. I íþróttir Hemmi næst leikjahæstur Hermann Hreið- arsson, fyrirliði [ íslenska lands- liðsins í knatt- spyrnu, lék um helgina sinn 80. landsleik þegar líslendingar mættu Hollend- ingum á De Kuip leikvanginum í Rotterdam í undankeppni heims- meistaramótsins. Hermann lék svo væntanlega 81. leik sinn í gærkvöldi gegn Makedóníu og er því einn í öðru sæti yfir leikja- hæstu leikmenn íslenska liðsins. Rúnar Kristinsson er sá leikja- hæsti með 104 leiki. Hermann hefur í leikjunum 80 skorað fimm mörk og verið fyrirliði í tíu leikjum. Hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Kýpur í júní- mánuði árið 1996. Bíða með samninga Eins og áður hefur komið fram voru nokkrir leikmenn karlaliðs ÍBV í knattspyrnu með lausa samninga fyrir næsta tímabil. Búið er að semja við úgönsku leikmennina Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba en enn er ósamið við Pétur Runólfsson, Bjarna Hólm Aðalsteinsson og fyrirliðann Matt Garner. Sigur- sveinn Þórðarson, formaður knatlspyrnudeildar, segir deildina halda að sér höndum á meðan ástandið sé eins og það er. „Auðvilað viljum við semja sem fyrst við þá leikmenn sem eru með lausa samninga en eins og staðan er í dag, þá er allt í biðstöðu," sagði Sigursveinn. Sigurður Ari með eitt í sigri Elverum Sigurður Ari Stef- ánsson skoraði eitt mark þegar Noregsmeistarar Elverum unnu fyrri viðureign sína gegn tyrk- neska liðinu Izmir í Tyrklandi í vikunni. Elverum er því svo gott sem komið áfram en næsti leikur mun fara fram á heimavelli Elverum í Noregi. Framundan Föstudagur 17. oktúber Kl. 21.30 FH2-ÍBV 3. Bokkur karla. Laugardagur 18. oktúber Kl. 14.00, IBV-Selfoss, meistara- flokkur karla, 1. deild. Sunnudagur 19. oktúber Kl. 12.00, Víkingur 2-ÍBV, meist- araflokkur kvenna, 2. deild. Kl. 15.00 ÍBV-Selfoss 4. flokkur karla. Um hclgina: 9. flokkur karla í körfubolta leikur í íjölliðamóti í Smáranum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.