Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2008, Blaðsíða 16
investments S.L FASTEIGNASALA A SPANI LINDA RÓS (0034) 646 930 757 llndarosg@hotmall.tom www.sunlnvtttmtntsl.com plÚS ™ SÍSSi UjVJSOÐ 1 Ei/JÍM . EyjafréttlrJs - fréttir milli Frctta FRÉTTABIKARARNIR voru að venju afhentir á lokahófl knattspyrnudeildar ÍBV sem fram fór í Höllinni á föstudaginn. Þeir eru veittir efnilegustu leikmönnum IBV í yngri flokum. Fréttabikarana þetta árið hlutu Þórarinn Ingi Valdimarsson og Kristín Erna Sigurlásdóttir. Ellert Scheving, blaðamaður Frétta, afhenti bikarana og tók Guðbjörg Lilja Lilju Þórarinsdóttir við bikarnum fyrir hönd sonar síns. Brugðist við breyttum aðstæðum í íslensku þjóðfélagi: Einstaklingum og fyrirtækj- um boðin fjármálaráðgjöf -Stofnanir og félög Vestmannaeyjabær og Sparisjóður Vestmannaeyja ætla í samvinnu við Deloitte að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum upp á fjármálaráðgjöf á fimmtudag og föstudag. Vigdís Sigurðardóttir, viðskipafræðingur hjá Deloitte, ætlar að sinna þjónust- unni og verður til viðtals í Spari- sjóðnum. Þjónustan er í boði fyrir alla bæjarbúa og er þeim að kostn- aðarlausu. „Við förum yfir fjármál einstak- linga og fyrirtækja og leitumst við að svara þeim spurningum sem upp koma. Farið verður yfir möguleika fólks þegar það sér ekki fram úr því að geta greitt af skuldum sínum og einnig farið yfirfjárhagsstöðu fólks sem hefur misst sparnaðartekjur sínar og möguleika þess. Hugmynd- in er að hitta fólk og skoða vanda- málin sem það glímir við. Sumt er hugsanlega hægt að leysa með einu viðtali en svo getur vel verið að við verðum f einhverjum tilfellum að undirbúa aðgerðir hitta fólk aftur og fara yfir stöðuna.“ Vigdís sagði mikla þörf fyrir ráðgjöf á Reykjavíkursvæðinu. „Síminn stoppar ekki og fyrirtæki berjast fyrir lífi sínu. Það er slæmt ástand héma því ef einn fer þá hefur það áhrif á aðra. Mér finnst framtak Vestmannaeyjabæjar, Sparisjóðsins og Deloitte gott og í raun frábært að bregðast við með þessum hætti. Við verðum til taks fimmtudag og föstu- dag og fram í næstu viku ef þörf er á. Ég hvet fólk til að nýta þessa þjónustu," sagði Vigdís. Ymsar stofnanir og félög í bænum undirbúa einnig aðgerðir til að bregðast við breyttum aðstæðum í íslensku þjóðfélagi. Landakirkja mun verða með í samstarfi Vest- mannaeyjabæjar, Fræðslumiðstöðv- arinnar Visku og stéttarfélaganna í Vestmannaeyjum unt viðbrögð við vanda fólks í bankakreppunni. Um er að ræða ráðgjöf, fræðslu og námskeið og á vef Landakirkju er til að bregðast við minnt á vaktsíma prestanna, 488 1508, til að panta viðtal, heimsókn eða vitjun. Þar segir að sálgæsla geti verið góð leið til að ræða til- finningar, hugsanir og vanda sem við stöndum stundum frammi fyrir. Sálgæslan er veitt án tillits til trúarafstöðu og óháð kirkjudeild. Valgerður Guðjónsdóttir hjá Visku sagði að brugðist verði við að- stæðum með námskeiðum sem vinna með áfallaþætti, eins og áfallastreitu og álagseinkenni, sjálf- styrkingu og uppeldi. Afallastreita og álagseinkenni, fræðsluerindi og umræður verður haldið í húsnæði Visku Slrandvegi 50 þriðjudaginn 21. október kl. 18:00. Kristján Bjömsson flytur erindið sem er þátttakendum að kostnaðar- lausu. Eru þeir beðnir að skrá sig í síma 481-1111. Svona er staðan hjá okkur Slæmt ástand í gjaldeyrismálum Utvegsbændafélag Vestmannaeyja hélt fund á þriðjudag um mikla óvissu vegna gjaldeyrisviðskipta íslendinga. Þórður Rafn Sigurðsson, formaður félagsins, sagði menn hafa fundað til að fara yfir stöðuna og hvernig þeir gætu verndað sína hagsmuni. „Menn eru uggandi því ástandið er skelfilegt, sérstaklega þar sem gjald- eyrisviðskipti hafa verið stöðvuð. Menn hafa ekki fengið greitt fyrir afurðir,“ sagði Þórður þegar rætt var við hann á miðvikudag „Það var send prufusending um gjaldeyris- viðskipti frá Bretum í gær og hefði átt að skila sér í dag en ekki komið enn. Það liggja einhvers staðar hundruð milljóna í afurðaverði sem ekki skilar sér og virðist vera fryst í bönkunum úti. Staðan er vægast sagt ömurleg og það er búið að rýja okkur trausti í öllum heiminum," sagði Þórður. Ysa á góðu verði Fiskvinnsla VE býður nú bæjar- búum að kaupa ýsu á góðu verði. Viðar Elíasson, framkvæmdastjóri, sagði að fólk kvartaði yfir því að erfitt væri að fá keyptan fisk og nú væri brugðist við því. „Við viljum sjá hvort grundvöllur er fyrir þessu og ef fólk sýnir þessu áhuga þá getum við ef til vill boðið upp á fleiri tegundir. Við erum að vinna humar, skötusel og saltfisk og getum hugsanlega verið með þessa vöruflokka í boði ef þetta líkar vel. Við viljum prófa þetta og sjá hver viðbrögðin verða,“ sagði Viðar sem er til húsa við Eiði 12. íslenskt já takk Ingimar Georgsson, kaupmaður í Vöruvali, segir aðeins farið að bera á vöruskorti, helst í þurrvöru og inn- fluttum vörum. Segir hann um að kenna skorti á gjaldeyri. „Heildsalar kvarta yfir því að fá ekki gjaldeyri til að leysa út vörur,“ sagði Ingimar sem hefur ekki orðið var við að viðskiptavinir væru að hamstra af ótta við að vörur færi að vanta. „Það kom þó smá titringur þegar ferðir féllu niður hjá St. Ola. Þá fengum við ekki mjólk.“ Ingimar sagðist vissulega hafa orðið var við breytingar á inn- kaupum fólks. Meira sé tekið af slátri nú en undanfarin ár. „SS hefur ekki undan og það er biðlisti hjá mér. Við fmnurn líka að íslenskar vörur ganga betur og íslenskt já takk á vel við í dag. Skora ég á alla að spara gjaldeyri eins og kostur er.“ VIKUTILB0Ð 16. - 22. október Tilboðs franskar 6S0 g verð nú kr 168,- verá óáur kr 258,- Lu Choco Wafers verá nú kr 218,- verá úáur kr 288,- Kuchen meister kökur 5009 verð nú kr 298/" verð áður kr 398,- SS Reykt folaldakjöt verð nú kr/kg 598,- verá uáur kr/kg 768,- siótrið er komið! - 3 stk í kassa, 5 stk i kassa og 3 stk sax/saum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.