Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 1
BÍLAVERKSTÆÐIÐ BrAGGINNsf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. I 43. tbl. I Vestmannaeyjum 23. október 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is Z Færandi ¦¦ björgina heim Huginn VE kom til Vest- mannaeyja á mánudaginn með afla úr norsk-íslenska sfldar- stofninum. Aflinn var um 500 tonn af frystri sfld og svipað fór í bræðslu. Páll Guðmundsson, útgerðarstjóri, segir árið hafa verið gott hjá þeim fram að þessu og er aflaverðmæti nálægt 1300 þúsund krónum. Síðustu þrjá túra var Huginn á veiðum við Noreg þar sem hann landaði þremur túrum. „Við eigum Iítið eftir af kvótanum okkar í norsk-íslensku sfldinni og ætlum að hvfla okkur á henni í bili. Þeir stoppa ein- hverja daga og næsta verkefni er íslenska sfldin þar sem við eigum um 3000 tonn. Þeir eru byrjaðir að fá sfld í Breiðafirðinum. Veiði byrjaði þar um þetta leyti í fyrra og ef allt gengur að óskum verða þetta þrír túrar hjá okkur," sagði Páll. Myndina tók Óskar Pétur þegar Huginn kom á mánu- daginn. HUGINN VE kemur til hafnar í Eyjum á mánudaginn. Greiðslur fyrir fisk- afurðir skila sér ekki Talsmenn útgerða taka ástandinu með mikilli ró og vonast eftir að það lagist þegar líður á vikuna Gjaldeyrisviðskipti hafa gengið illa við útlönd undanfarnar þrjár vikur og peningagreiðslur fyrir fískafurðir ekki skilað sér. Talsmenn útgerða virðast þó taka ástandinu með mik- illi ró og vonast eftir að ástandið lagist þegar líður á vikuna. Þórður Rafn Sigurðsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, sagði stöðuna óbreytta frá því í síðustu viku en illa hefur gengið að senda greiðslur milli landa. „Það er annað verra að greiðslur hafa farið inn á vitlausa kennitölu eins og gamla bankann hjá Glitni," sagði Þórður og vildi ekki meina að menn væru stressaðir vegna ástandsins. „Ríkisstjórnin er búin að ábyrgjast allar greiðslur og menn eru slakir yfir þessu. Þetta ástand gengur yfir á einhverjum árum." Bergur - Huginn hf. hefur ekki fengið gjaldeyrisgreiðslur vegna útflutnings á fiski frekar en aðrir sem standa í útflutningi á íslandi í dag. „Þetta er þriðja vikan sem við fáum engar greiðslur," sagði Þor- steinn Ingólfsson, skrifstofustjóri fyrirtækisins. „Við höfum látið geyma greiðslur fyrir okkur því það er allt frosið. Seðlabankinn er að setja upp hjáleiðir og ég hef heyrt að ein og ein greiðsla komist í gegn en svo eru miklu fleiri sem eru týndar í kerfinu. Við bíðum meðan við getum, þetta hlýtur að leysast og það er orðið lífsspursmál fyrir mörg fyrirtæki." Asdís Sævaldsdóttir, útgerðarstjóri Bergs ehf., segir að ekkert hafi gengið með gjaldeyrisviðskipi frá útlöndum. „Við frystum allt úti og þeir geyma greiðslurnar fyrir okkur því við höfum heyrt sögur af pen- ingum sem eru fastir í kerfinu. Við erum að fara aftur um 20 til 30 ár í gjaldeyrisviðskiptum," sagði Asdís og var í framhaldinu spurð hvort útgerðin þyldi þetta öllu lengur. „Við þolum þetta illa, við höfum fengið greiðslur vikulega og þurfum að borga mannskap o.fl. Við feng- um samt þær fréttir í gær að þetta liti eitthvað betur út. Við verðum að vona það besta." Guðjón Rögnvaldsson, fram- kvæmdastjóri Péturseyjar ehf., segir gjaldeyrisgreiðslur ekki skila sér og séu í raun fastar í kerfinu. „Það var bæði lagt inn á okkur í banka í Frakklandi og á Spáni og það hefur ekki skilað sér. Vandamálið felst m.a. í því að ef greiðslur hafa verið lagðar inn á okkur hafa þær ratað inn í gömlu bankana og erfitt að fá þær milli- færðar inn á nýju bankana. Viðskiptavinur okkar f Frakklandi hefur ekki náð að taka þessa peninga út til að geta sent aftur. Eg veit um peninga sem voru sendir frá Bandaríkjunum inn á reikning í Kaupþingi og þeir voru sendir til baka. Okkur er sagt að þetta komist í lag á næstu dögum en þetta er afleit staða. Við verðum að vona að þetta bjargist," sagði Guðjón Góður túr hjá Guð- mundi VE -Álsey tilbúin um mánaðamót Júpíter, nótaskip ísfélagsins, fór á þriðjudagskvöldið áleiðis til veiða á Islandssíldinni í Breiðafirði. Guðmundur landaði í Noregi í vikunni fullfermi, 840 tonnum, af frosnum síldarafurðum úr norsk- íslenska sfldarstofninum. Þor- steinn hefur nú lokið uppsjáv- arveiðum að sinni og er að skipta yfir á bolfiskveiðar með botn- vörpu. Alsey varð fyrir alvarlegri vélar- bilun í síðustu viku suðaustur af landinu og dró Hoffellið hana til Vestmannaeyja. I ljós kom að stimpill í vélinni hafði gefið sig og er nú beðið eftir varahlutum. Skipið verður væntanlega tilbúið um mánaðamótin og fer þá til veiða á Islandssíldinni, að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðar- stjóra Isfélags Vestmannaeyja. Veruleg hækkun á fiskverði Á þriðjudag varð veruleg hækkun á fiskverði á fiskmörkuðunum. Selt var 51 tonn af óslægðum þorski og var meðalverð 317 kr/kg. Þá voru boðin upp 6,7 tonn af slægðum þorski og þar var meðalverðið 348. Ýsan var einnig á góðu flugi. Meðalverð á 84,7 tonnum var 240 kr. Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda og því bætt við að þetta séu afar góðar fréttir þar sem menn hafi verið farnir að sjá þorskverðið í sömu tölu og það var fyrir ári. Fjármálaráð- gjöf áfram Vestmannaeyjabær og Sparisjóður Vestmannaeyja í samvinnu við Deloitte bauð einstaklingum og fyrirtækjum upp á fjármálaráðgjöf á fimmtudag og föstudag. Ólafur Elísson, sparisjóðsstjóri sagði að ráðgjöf yrði veitt áfram á næstunni ef þörf væri á því. Fólk getur pantað tíma hjá ráðgjafa í gegnum Sparisjóðum. í framhaldinu verður endurmetið hvort þörf er fyrir frekari þjón- ustu. VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ...SVOÞÚÞURFIRÞESSEKKI amar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐOGALHLIÐABÍLAVIÐGEÐIR / ® ÞJÓNUSTUAÐILI ÍEYJUM FLATIR21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.