Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 23. október 2008 Þ^inn 17. október voru tvö ár frá því lyftan í Skipalyftunni eyðilagðist: Otækt að stærsta verstöðin sé án upptökumannvirkja -Voru skilaboðin sem þingmenn kjördæmisins fengu í heimsókn á þriðjudaginn. Var bent á að það er óhemju dýrt að senda skip út til viðgerða og lagfæringa og við viljum vera tilbúnir til að þjónusta a.m.k. okkar flota, segir Stefán Örn Jónsson FÁTÆKRASLIPPURINN -Við erum með öfluga útgerð og við viljum þjónusta hana vel. Málið er komið í þá stöðu að það þarf að taka ákvörðun um hvort menn vilja fara í þetta eða ekki,“ segir Stefán. Þessi mynd er af Blátindi á búkka við Nausthamarsbryggju sem notaður var á árum áður þegar dytta þurfti að bátum. Var hann kallaður fátækraslippurinn . Nú eru tvö ár liðin frá því upptöku- mannvirki Skipalyftunnar eyði- lögðust og hefur lyftan verið án slíkra mannvirkja síðan. Stefán Jónsson, verkstjóri Skipa- lyftunnar ásamt öðrum fulltrúum Skipalyftunnar, hittu sex af þing- mönnum Suðurlands sl. þriðjudag og fóru yfir stöðu mála en leitað hefur verið allra leiða til að fá tjónið bætt. Málið hefur m.a. tafist því leita hefur þurft til Brússel vegna reglu- gerða á Evrópska efnahagssvæðinu. „Þingmenn eru fullir af áhuga eins og undanfarin tvö ár. Það er ekkert nýtt í þessu en ég benti þeim á, að þó svo að þessi holskefla ríði nú yfir landið þá muni sjávarútvegur halda uppi landinu eins og hann hefur alltaf gert. Það er ekki eðlilegt að stærsta verstöð landsins sé án upp- tökumannverkja. Þegar staðan á genginu er svona þá er óhemju dýrt að senda skip út til viðgerða og lagfæringa og við viljum vera tilbúnir til að þjónusta a.m.k. okkar flota. Við verðum að fá niðurstöðu í þetta mál og getum ekki beðið lengur, annaðhvort verðum við með nokkra karla í vinnu hjá okkur eða hugsum stærra. En það verða að vera forsendur fyrir því og ég vil benda á, að ef við fáum lyftu þá fjölgar störfum líka við rafvirkjun, smíðar og þjónustu." Stefán segir að leitað hafi verið eftir kostnaðaráætlun í lyftu sem er 92x20 og lyftir 3800 tonnum. „Við fengum áætlun frá Kína, Hollandi og Bandaríkjunum en það var áður en breytingar urðu á gengismálum hér á landi. Vestmannaeyjabær hefur stutt okkur dyggilega og setti 350 milljónir til næstu þriggja ára, 250 milljónir eru til í Hafnarbótasjóði sem eru ætlaðar í þurrkví og tjónið hefur verið metið á 270 til 280 milljónir. Það er talan sem er verið að slást um. Bent hefur verið á þann möguleika að þegar ákvörðun hefur verið tekin um byggingu á lyftu- mannvirki þá megi bjóða reksturinn út á Evrópska efnahagsvæðinu." Stefán segir að útgerðarmenn í Eyjum hafi mikinn metnað og hafi látið smíða ný og öflug skip og séu með skip í smíðum. „Við erum með öfluga útgerð og við viljum þjónusta hana vel. Málið er komið í þá stöðu að það þarf að taka ákvörðun um hvort menn vilja fara í þetta eða ekki. Það er fyrst og fremst ákvörðun samgönguráðherra með stuðningi fjármálaráðherra, “ sagði Stefán. Hafdís Kristjánsdóttir sendi þetta ljóð: Það er gryfja í gang- stéttinni -Ævisaga í fímm stutt- um köflum eftir Portia Nelson. 1. Eg geng eftir götunni Það er djúp gryfja í gangstéttinni Ég fell í hana Ég er týnd/ur.. Ég er hjálpar- vana. Það er ekki mér að kenna Það tekur mig heila eillífð að komast upp úr henni. 2. Ég geng eftir sömu götunni Það er djúp gryfja í gangstéttinni Ég læt eins og ég sjái hana ekki Ég fell aftur í hana Ég á erfitt með að trúa því að ég sé á sama stað. En það er ekki mér að kenna. Samt tekur það mig langan tíma að komast upp úr henni. 3. Ég geng eftir sömu götunni Það er djúp gryfja í gangstéttinni Ég sé hana En fell samt í hana.. það er vani..en augu mín eru opin og ég veit hvar ég er. Það er mér að kenna Ég Jtem mér strax upp úr henni. 4. Ég geng eftir sömu götunni Það er djúp gryfja í gangstéttinni Ég j*eng framhjá henni. 5. Eg geng niður aðra götu. Ljóðið sýnir svo vel það ferli sem líf flestra fer eftir. 1 fyrstu erum við ábyrgðarlaus, týnd og hjálparvana og allt er öðrum að kenna. Við gerum mistök, tökum nýja stefnu en endum svo á sama stað því við gerðum sömu mis- tökin aftur. Og það er ekki okkur að kenna! Þegar við förum hins vegar að axla ábyrgð á eigin gjörðum og skilja að við erum þar sem við erum af því að við völdum það eða bara af því að við fylgdum gömlum vana, getum við farið að gera breytingar. Þá getum við valið að gera þær breytingar sem þarf til að líf okkar taki nýja stefnu og við getum gengið niður aðra götu. Hafdís Kristjánsdóttir. EYE blog í fullum gangi Framhaldsskólinn í Vestmanna- eyjum er þátttakandi í Comeni- usarverkefninu The EYEblog project. Auk Framhaldsskólans taka þátt tveir skólar frá Italíu, Tyrklandi, Frakklandi, Póllandi og Svíþjóð. Verkefnið felst aðallega í því að auka tengsl nemenda og kennara skólanna og nota m.a. til þess internetið og bloggið. Þá skiptast skólamir á að heimsækja hver annan og mynda þannig aukin tengsl og efla þau. skoðuð. Fyrr í mánuðinum hittist fjöldi nemenda og kennara í Liskow í Póllandi í tengslum við verkefnið. Verkefninu lýkur síðan í vor með heimsókn til Tyrklands. Útgefandi Byjasýn ehf. 480278-054!) - Vestmannaeyjum. Ritstjórk Ómar Garflarsson. Blaflamenn: Guflbjörg Sigurgeirsdóttir og Júlíus Ingason. Tþróttir: Július Ingason. Ábyrgflarmenn: Ómar Garflarsson & Gisli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aflsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. Simar: 481 1300 & 481 3310. Mvndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstnr: fi-ettir@eyjafrottir.is. Veffang: littp/Avww.eyjafrettir.is FRÉTi'lit koma út alla fimmtudaga. Blaðifl er selt i áskrift og einnig í lansasölu á Klotti, Tvistinmn, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarvorsluniimi, Krónunni, Ísjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Priflarhöfn.. FRÉTi'lR eru prentaðar i 2000 eintökum. FHÉTi'iR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annafl er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.