Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 5
Fréttir / Fimmtudagur 23. október 2008 5 Fræðslu- og menningarráð - Framúrkeyrslur í skólunum: Sterk staða gerir bænum kleift að létta undir með íbúuunum RÁÐIÐ segir að lagðar hafi verið fram metnaðarfullar tillögur í þá átt að lækka leikskólagjöldin og annan daggæslukostnað sem virðast hafa brugðist. Fræðslu- og menningarráð hélt fund á miðvikudag í síðustu viku. Á fundinum kom fram að leikskólar hafa farið verulega fram úr fjárheimildum. Einnig kom fram að Grunnskóli Vestmannaeyja er með framúrkeyrslu í kennslustunda- magni skólans sem kosta bæjar- félagið rúmar 9 milljónir. Ráðið fagnar hins vegar aðgerðaáætlun bæjarstjórnar og lýsir yfir ánægju sinni með sterka fjárhagslega stöðu Vestmannaeyjabæjar. Ráðið fagnar sérstaklega lækkun leikskólagjalda og því að leikskólagjöld í Vest- mannaeyjum séu undir landsmeðal- tali. Leikskólar yfir fjárhags- áætlun Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, gerði grein fyrir fjárhagsstöðu og rekstri leikskóla Vestmannaeyjabæjar. I fundargerð segir að allt bendi til reksturinn verði verulega yfir fjár- heimildum 2008. „Þessar niðurstöð- ur eru óheppilegar, sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélagið hefur lagt fram metnaðarfullar tillögur í þá átt að lækka leikskólagjöldin og annan daggæslukostnað." Fram- kvæmdastjóra og leikskólafulltrúa var falið að leita allra leiða til að draga úr umframkostnaði til að lág- marka hallarekstur miðað við fjárhagsáætlun 2008. Framúrkeyrsla Grunn- skólans Á fundinum gerði Fanney Ásgeirs- dóttir skólastjóri Grunnskóla Vest- mannaeyja grein fyrir framúrkeyrslu á kennslustundamagni skólans. Um er að ræða 60,7 kennslustundir á viku sem kosta bæjarfélagið rúmar 9 milljónir. „Fræðslu- og menningar- ráð vill ítreka skyldu starfsmanna bæjarins að fara með öllu eftir sam- þykktum sveitarstjórnar. Varðandi kennslustundamagn í grunnskól- anum geta ýmsar forsendur legið til grundvallar fyrir breytingu. Mikilvægt er að þær forsendur liggi tímanlega fyrir og að þeir að- ilar sem skipuleggja kennslu og þeir sem hafa eftirlit með að rekstur sé innan marka geti unnið sitt starf. Ráðið mælist til að þær forsendur liggi fyrir ekki síðar en 15. ágúst hvert ár. Fræðslu- og menningarráð felur framkvæmdastjóra sviða að árétta við starfsmenn innan fræðslu- og menningarmála að þeir þurfa að leita fyrirfram eftir heimildum ráðsins ef þeir sjá fram á að víkja þurft frá áður samþykktum heim- ildum sveitarstjórnar,“ segir í bókun ráðsins. Aðgerðaáætlun Vest- mannaeyjabæjar Ráðið fór yfir aðgerðaáætlun Vest- mannaeyjabæjar til að mæta fyrir- séðum þrengingum fjölskyldna og eldri borgara og gildir áætlunin á 6 mánaða tímabili frá 1. nóvember 2008 til 1. maí 2009. „Ráðið tekur undir með bæjarráði um að alvarleg staða er komin upp í íslensku efna- hagslífi og á alþjóðavísu en lýsir yfir ánægju sinni með sterka fjárhags- lega stöðu Vestmannaeyjabæjar sem gerir bænum kleift að bregðast við með aðgerðum sem létta undir með íbúum Vestmannaeyja. Ráðið fagnar sérstaklega lækkun leikskólagjalda og því að leik- skólagjöld í Vestmannaeyjum fara með þessari lækkun undir lands- meðaltal. Ráðið fagnar framan- greindum aðgerðum og telur að þær komi til með að létta undir með fjöl- skyldum nú þegar þrengir að.“ Þokkaleg veiði á innanfélagsmóti SJÓVE: Guðbjartur og Einar Birgir drýgstir Innanfélagsmót SJÓVE fór fram í ágætis veðri á laugardag. Keppendur í mótinu voru sautján á fimm bátum og veiðin þokka- leg. Sigursveitin á mótinu náði í rúm 188 kfló og meðaltalsveiði á stöng var rúm 47 kfló. Sveitina skipuðu þeir Ólafur Hauksson, Guðbjartur Gissurarson, Reynir Brynjólfsson og Sigríður Kjartansdóttir. Frú Magnhildur var afiahæsti báturinn með rúm 194 kfló, meðaltalsveiði á stöng var 48 kfló á stöng. Skipstjóri var Jóhannes Sigurðsson og fiskaði hann sjálf- ur 52 kfló, en auk hans voru um borð Ólafur Hauksson með 49 kfló, Guðbrandur Hauksson með 62 kfló og Jón Ingi Guðjónsson með 30 kfló. Aflahæstu einstaklingar voru Guðbjartur Gissurarson með tæp 62 kfló, Einar Birgir Einarsson með rúm 55 kíló og Árni Karl Ingason með rúm 53 kfló. Einar Birgir og Árni Karl voru sömuieiðis með flesta fiska. Guðbjartur Gissurarson var með flestar tegundir og Hrafn Sævaldsson náði í stærsta fisk mótins sem var langa sem vó 7,35 kfló. Hrafn Sævaldsson dró sömuleiðis stærsta þorskinn, 4,35 kíló og Jóhannes Sigurðsson var með stærstu ýsuna 1,9 kfló. SIGMUND teiknaði síðustu myndina 19. október og hún birtist þann 20. október. Morgunblaðið - Sigmund látinn fjúka: Vildi ekki mjúka lendingu Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á Morgunblaðinu auk þess sem eignarhald hefur breyst. Útgáfu 24 stunda hefur verið hætt og Morgunblaðið komið í eina sæng með Fréttablaðinu. Teikningar eftir Sigmund Jó- hannsson hafa verið fastur liður í blaðinu sl. 44 ár en þeim þætti er nú lokið. Teikningarnar hafa fengið mikla athygli enda margar hverjar hárbeittar og eftirminni- legar þar sem einstaklingar og viðburðir samtímans eru í þrenni- depli. Sigmund vildi ekki tjá sig um starfslokin við Fréttir en var í viðtali við Bylgjuna síðdegis á þriðjudag. Þar sagði hann að hönnuður blaðsins hefði haft samband og borið það undir hann hvort hann gæti ekki haft myndirnar í lit enda væru fyrirhugaðar breyt- ingar á blaðinu. Sigmund fór fram á að myndimar yrðu í svart- hvítu fram að afmælinu á næsta ári [45 ár frá því að fyrsta mynd- in birtist] og spurðist fyrir um hvort ekki mætti stækka mynd- imar í blaðinu. Þegar Sigmund heyrði næst frá Morgunblaðinu var honum hins vegar sagt að blaðið vildi aðeins fá myndir frá honum í blaðið á sunnudögum. Það gæti verið mjúk lending fyrir báða aðila, þ.e. Sigmund og Morgunblaðið en Sigmund kvaðst ekki vilja neina mjúka lendingu. Sigmund sagði að í raun passaði þetta ágætlega. Hann hefði ekki viljað fá eitthvert úr eða svoleiðis eftir áralangt starf fyrir Morgun- blaðið. Hann hefði teiknað síð- ustu myndina 19. október og hún hefði birst þann 20. október. Sigmund sagðist bæði hafa fengið menn upp á upp á móti og með sér vegna myndanna en nú ættu allir að vera góðir, faðmast og borga svo skattinn. Hann sagði vissulega leiðinlegt að fá ekki að klára verstu krísu sem íslendingar hefðu lent í, enda hefur Sigmund haft úr nógu að moða að undanförnu. „Ég vil ekki mjúka lendingu," sagði Sigmund að lokum í viðtalinu en hann dvelur nú á Sjúkrahúsinu í Eyjum. Frazðslu og menningarróð: Lengri viðvera fatlaðra Áætlað framlag Jöfnunarsjóðs vegna lengdrar viðveru fatlaðra grunnskólabama í 5. til 10. bekk á haustönn 2008 nemur allt að 697.403 krónum. Framlagið kemur til greiðslu í janúar 2009 að fenginni stað- festingu frá sveitarfélaginu fyrir veitta þjón- ustu á önninni á grundvelli fyrirliggjandi umsóknar. Hrozringarnar á fjármálamarkaði: Eyjamaður stjórnarformaður Nýja Kaupþings Nýja Kaupþing var stofnað í gær en áætlað er að nýi bankinn verði formlega kominn í gang í fyrramálið. Formaður bráðabirgðastjórnar Nýja Kaupþings^ er Olafur Hjálmarsson, hagstofustjóri en Olafur er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Olafur er sonur Hjálmars Þorleifssonar og Kristínar Bjömsdóttur. Olafur er fæddur árið 1957 og er með próf frá viðskiptadeild Háskóla íslands og MA-gráðu í þjóðhagfræði frá York University í Toronto. Olafur var skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyt- inu frá árinu 1999 en tók við sem hagstofu- stjóri í upphafi þessa árs en ráðið er í starfið til fimm ára í senn. Nýr Glitnir Eyjum: Engar uppsagnir Engar breytingar verða í útibúi Nýja Glitnis í Vestmanna- eyjum. I síðustu viku var um 100 starfsmön- num Nýja Glitnis, sem tekur við af gamla Glitni og er í eigu ríkisins, sagt upp. „Uppsagnirnar náðu ekki til neins í Eyjum og engar breytingar fyrirsjáanlegar svo að ég viti,“ sagði Már Másson í aðalstöðvum bankans í viðtali við Eyjafréttir.is í síðustu viku.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.