Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimintudagur 23 október 2008 Vel heppnuð ráðstefna, Sjórán í Norðurhöfum - Ólafur Egilsson og Tyrkjaránið í sögulegu samhengi: Gæti orðið vísir að nýsköpun fyrir menningartengda ferðaþjónustu MATARGANGA Á laugardagskvöldið var boðið upp á svokallaða Matargöngu þar sem boðið var upp á rctti frá þeim löndum sem sr. Olafur Egilsson fór um á leið sinni úr Barbaríinu. Veislan var í Höllinni og voru gestir mjög ánægðir með matinn sem Einar Björn hafði galdrað fram ásamt fólki sínu. RÁÐSTEFNAN fór fram í Alþýðuhúsinu sem er nánast í túnfætinum á Stakkagerði sem var bær Guðríðar Símonardóttur. Ráðstefnan Sjórán í Norðurhöfum - Ólafur Egilsson og Tyrkjaránið í sögulegu samhengi, var haldin um helgina. Var hún vel sótt og fyrir- lestrana á laugardeginum sóttu allt að 50 manns þegar mest var. Þar fluttu alls tólf innlendir og erlendir fyrirlesarar níu erindi. Fyrir hádegi var rætt um menn- ingartengda ferðaþjónustu og sögðu þar m.a. hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir frá reynslu sinni af stofnun og rekstri Landnámssetursins í Borgarnesi. Þá ræddi Þorsteinn Ingi Sigfússon um nýsköpun og mikil- vægi hennar fyrir menningartengda ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Einnig ræddu Sigurður E. Vilhelmsson og Kári Bjarnason frá Sögusetri - 1627, forsögu þess og framtíðarsýn. Ferðaþjónusta sem fullgild atvinnugrein Kjartan lagði gríðarlega áherslu á að bæjaryfirvöld, sem og ríkis- valdið, yrðu að fara að líta á ferða- þjónustu sem fullgilda atvinnugrein og veita henni stuðning í samræmi við það. Hafnargerð, þjónustu- mannvirki og viðhald auk rann- sóknar- og þróunarverkefna ýmis konar þættu sem dæmi eðlilegur stuðningur við sjávarútveg. Kominn væri tími til að ríki og sveitarfélög færu að veita fjármagni á sama hátt til uppbyggingar innviða menn- ingartengdrar ferðaþjónustu. í Borgarnesi hefði sveitarfélagið lagt verulegt fjármagn í uppbyggingu Landnámssýningar, sem nú er eitt helsta aðdráttarafl bæjarins. í Vestmannaeyjum hefðum við gosið og Tyrkjaránið sem gegnt gætu sama hlutverki. Reisubókin mikilvægt framlag Steinunn Jóhannesdóttir, rithöf- undur, hélt svo síðasta erindið á fyrri hluta ráðstefnunnar og ræddi um áreiðanleika Reisubókar séra Ólafs Egilssonar sem heimildar um evrópskt samfélag á fyrri hluta 17. aldar. Rannsóknir hennar benda til að reisubókin sé mikilvægt framlag okkar Islendinga til evrópskrar menningarsögu. Eftir hádegi héldu fræðimennirnir áfram og Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols sögðu frá vinnu sinni við þýðingu reisubókarinnar. Nichols setti séra Ólaf í skemmti- legt sögulegt samhengi þegar hann taldi upp nokkra af samtímamönn- um hans. Á meðal þeirra voru Shakespeare, Galileo Galilei, Rem- brandt, Rubens og Johannes Kepler, svo fáeinir séu nefndir. Þetta voru miklir umbrotatímar, þar sem hin trúarlega og andlega heimssýn mið- alda var hægt og rólega að láta undan fyrir efnis- og vísindahyggju endurreisnarinnar. Stíll og efnistök reisubókarinnar endurspegla þenn- an tíma að þeirra mati mjög vel. Sögulegt samhengi Robert C. Davis, Þorsteinn Helga- son og Torbjörn 0degaard ræddu í kjölfarið um Tyrkjaránið í sögulegu samhengi. Þeir röktu sögu sjórána í Miðjarðarhafínu og hvernig norðurafrísku sjóræningarnir hefðu smám saman fært sig út á Atlants- hafið í landkönnun sinni og leit að herfangi. Þeir herjuðu suður með vestur- strönd Afríku og norður alla Evrópu allt til Islands. Davis lagði áherslu á að Evrópumenn hefðu ekki verið síður stórtækir við sjó- ránin en múslimarnir í Ottóman veldinu. Talið er að alls hafi á bil- inu 1-2 milljónir kristinna manna verið hnepptir í ánauð í N-Afrfku á u.þ.b tveimur öldum, en bent er á að álíka mörgum múslimum hafi verið rænt og þeir hnepptir í þræl- dóm í Evrópu á sama tíma. Mohamed Magani, rithöfundur frá Alsír, flutti síðasta fyrirlesturinn á ráðstefnunni. Hann benti á að stór hluti þeirra sjóræningja sem herj- uðu undir fánum Ottóman veldisins hefðu verið Evrópumenn sem snúist hefðu til íslam og fjölmörg dæmi væru um unga menn sem beinlínis hefðu rifið sig upp úr fátækt og volæði um alla Evrópu og haldið til N-Afríku í von um frægð og frama sem sjóræningjar. Magani líkti þessum „alsírska draumi“ 17. og 18. aldar við hinn fræga „ameríska draum" 19. aldarinnar. Tvö aðskilin félög Á vinnufundum á sunnudeginum var stefnumótun Söguseturs - 1627 rædd. Meðal þess sem lagt var til er að setrið setji upp tvö aðskilin félög. Annað verði alþjóðleg fræða- stofnun um sjórán í Norðurhöfum. Þar muni setrið leiða saman hóp innlendra og erlendra fræðimanna í rannsóknarverkefnum sem miði að því að taka saman og byggja upp þekkingu á því sviði, með áherslu á Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum 1627. Hitt verði félag sem vinni að upp- setningu sögusýninga sem byggi á þeim tveimur einstaklingum sem helst hafa haldið á lofti sögu Tyrkjaránsins, þeim Guðríði Símonardóttur og Ólafi Egilssyni. Stjórn Söguseturs - 1627 mun á næstu dögum og vikum vinna úr niðurstöðum ráðstefnunnar og hefur fengið vilyrði fyrir aðstoð sérfræðinga, m.a. frá Nýsköpunar- miðstöð Islands, við að móta áætl- anir um framtíðarstarf setursins og hrinda þeim í framkvæmd. Óskar í Stórhöfða: Náði fýl í þriðja sinn -Merktur í mars 1983 Óskar Sigurðsson, vitavörður í Stórhöfða, hefur á 56 árum merkt 88.000 fugla og þar af eru lundar 55 þúsund. Óskar er að allt árið og í síðustu viku náði hann fýl sem hann hafði merkt 12. mars 1983. „Ég merkti hann árið 1983 og síðan eru 25 ár. Þá var fýllinn fullvaxinn þannig að hann gæti verið að nálgast þrítugt. Það er talað um að fýllinn geti orðið 50 ára gamall en þetta er elsti fugl sem ég hef náð,“ sagði Óskar. Óskar segir að merkja þurfi marga fugla til að endurheimtur verði að einhverju marki. „En þessum fýl hef ég náð þrisvar. Fyrst í Stórhöfða í mars 1983, aftur 18. júlí 1995 og svo núna 16. október 2008. Eg er ekki hættur í ár, nú bíður maður eftir snjótittlingum.“ Elsti fugl sem Óskar hefur endurheimt er lundinn frægi sem skilaði sér eftir 36 ár. „Hann var merktur fullorðinn þannig að það má bæta við a.m.k. 2 árum. Þetta met var slegið í Noregi þar sem fannst einn 42 ára sem er elsti lundi sem vitað er um,“ sagði Óskar að lokum. Mistök I síðasta tölublaði Frétta urðu þau leiðu mistök að vitlaus formáli var settur við viðtal við Robert C. Davis „Engin tilviljun heldur hápunktur útrásar". Davis hefur sérhæft sig í félags- og efnahagssögu Miðjarðarhafs- ins og hefur birt sex bækur um viðfangsefnið, allt frá bátasmíði í Feneyjum á 17. öld til ofbeldis- fullra hátíða, þrælahalds og ferðamennsku í Feneyjum frá 1400 til dagsins í dag. Á þessu ári kemur út önnur bók hans um þrælahald í Miðjarðarhafi: Holy War and Human Bondage: Tales of Christian-Muslim Slavery in the Early-modem Mediterranean. Leiðrétting 1 síðasta blaði misritaðist nafn Helga Pálmarssonar, verka- manns, sem gaf dúk og skím- arkjól til minningar um Erlu Guðnadóttur konu sína og for- eldra hennar og dóttur hennar. í nógu aö snúast hjó lögregkinni: Tilefnislaus líkamsárás á Vestmannabrautinni Mvítasunnukirkjan: Ljúf stund virka daga Kæru Vestmannaeyingar og allir aðrir. Við í Hvíta- sunnukirkjunni bjóðum ykkur að koma og eiga stund hjá okkur í ró og næði með ljúfri tónlist milli kl. 17.00 og 18.00 virka daga og vera í nærveru Guðs til að leita friðar hans og huggunar í erfiðri tíð. Einnig verður boðið upp á fyrirbæn fyrir þá sem vilja. Allir eru hjartanlega velkomnir. Drottinn blessi ykkur. Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í vikunni sem leið og töluverður erill í kringum skemmtistaði bæjarins. Auk tveggja líkamsárása sem tilkynntar voru til lögreglu var lögreglan í tvígang kölluð að veitingastaðnum Lundanum vegna átaka þar fyrir utan. Hins vegar liggja ekki fyrir kærur í þeim tilvikum en einhver meiðsl voru samt sem áður á þeim sent þarna áttu hlut að máli. Þá þurl'ti lögreglan, að venju, að aðstoða fólk til síns heima vegna ölvunarástands þess. Tvær líkamsárásir voru tilkynntar. Fyrri árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags að talið er fyrir utan Vestmannabraut 62. Þarna hafði karlmaður á þrítugsaldri orðið fyrir árás að því er virðist að tilefnislausu. Maðurinn hlaut áverka á neðri vör en var annars ekki alvarlega slasaður. Seinni árásin átti sér stað aðfaranótt 19. október sl. í heimahúsi en þama hafði stúlka um tvítugt orðið fyrir árás. Stúlkan mun hafa verið slegin í andlit með þeim afleiðingum að hún var bólgin eftir auk þess sem hún hlaut blóðnasir. Lögreglan: Þjófnaður Þjófnaður var kærð- ur til lögreglu í vikunni sem leið. Um er að ræða þjófnað á peningum og sælgæti úr versluninni Miðstöðinni við Strandveg. Er talið að þeir sem þama hafi verið að verki hafi í þrígang farið inn í verslun- ina í þeim tilgangi að ná sér í verðmæti. Ekki er Ijóst hverjir þarna vom að verki. Aðfaranótt laugardags var lögreglu tilkynnt um lausan eld á lausum vörubifreiðarpalli við Fellaveg sunnan Helgafells. Kveikt hafði verið í timbri sem var á pallinum. Ekki var um mikinn eld að ræða og náðu lögreglumenn að slökkva hann með handslökkvitæki. og eldur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.