Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 23. október 2008 Fréttir leituðu til fulltrúa fjögurra kynslóða og könnuðu vi< • • lensku þjóðina - Oll gera þau sér grein fyrir því að staðan er Eyjamenn hafa komið standandi niður, segir Kristján Óskarsson fyrrum útgerðarmaður: Varð hárlaus í einni lægðinni -en það var svo mikill léttir að sleppa út úr þessu að hárið fór að vaxa aftur KRISTJÁN Ofurlaun komu til sögunnar en það sem nú er að gerast er að fullorðið fólk er að tapa áratuga sparnaði og unga fólkið situr uppi með skuldir sem það getur ekki staðið undir. „Ég vil ekki hafa þetta eitthvert svartsýnisspjall þó staðan sé ekki góð. Þann 23. janúar 1973 löbb- uðum við Emma með krakkana ásamt rúmlega 5000 Vestmanna- eyingum út úr húsum okkar og vissum ekkert hvort við ættum eftir að koma aftur eða ekki. Það var byrjað að gjósa austur á eyju og á næstu vikum fóru um 400 hús, einn þriðji bæjarins, undir hraun og eigendur misstu þar allt sitt. Ef maður horfir á það sem nú er að gerast í fjármálum þjóðarinnar eru það smámunir í samanburði við það sem gerðist í Vestmannaeyjum veturinn 1973,“sagði Kristján Óskarsson, fyrrum útgerðarmaður og skipstjóri á Emmu VE, þegar hann var beðinn um að fara yfir farinn veg í ljósi hremminga á fjár- málamörkuðum í dag. Húsið sem hann yfirgaf þessa örlaganótt 1973 er við Ulugagötuna og þar býr hann enn með henni Emmu sinni, Pálsdóttur frá Þing- holti. Börnin þrjú, Óskar, Hafdís og Berglind eru flogin úr hreiðrinu en öll búa þau í Eyjum. Kristján er fæddur 13. maí 1946 og segist vissulega hafa marga fjör- una sopið, ekki síst í útgerð sem hann hóf árið 1971 með félaga sínum, Arnóri Páli Valdimarssyni vélstjóra. Áttu þeir bátinn Emmu VE sem þeir gerðu út til ársins 1999. „Ég byrjaði á sjó upp úr 1960 og rétt náði í síldina sem skipti svo miklu máli á þessum árum. Þetta hrundi svo allt árið 1968 og þá hófst fyrsta kreppan sem ég man eftir. Ég minnist þess ekki að margir hafi farið á hausinn hérna í Eyjum á þessum árum en margir urðu að sækja vinnu upp á land og einhverjir fluttu til út- landa." Dýfan 1968 var mikil, á einu ári minnkuðu tekjur þjóðarinnar um 45 prósent með tilheyrandi gjaldþrot- um, atvinnuleysi og landflótta. „En Vestmannaeyjar risu fljótt upp og bjartsýni var mikil því nokkuð var um að menn færu í útgerð um leið og við. Annar skellur kom 1974 þegar verðbólgan mældist i þriggja stafa tölum. Þá urðu margir gjald- þrota og árin 1977 og 1978 var ástandið orðið það slæmt hér í Eyjum að útgerðin var að komast í þrot. Hafði ég forgöngu um að allur Eyjaflotinn var auglýstur í þremur dagblöðum, Mogganum, Tímanum og Þjóðviljanum. Þetta vakti mikla athygli en ástandið var mjög erfitt og urðu menn að standa í eilífum skuldbreytingum til að lifa þetta af,“ sagði Kristján með áherslu. Þeir félagar þreyðu þorrann og góuna með því að leggja bátnum á haustin og fara á sfld á stærri bátum. Ekki var Kristján sáttur við kvótakerfið en þeir spiluðu með, létu smíða nýjan bát sem þeir seldu árið 1999. „Svona hefur þetta alltaf gengið, upp og niður en alltaf komum við Eyjamenn samt stand- andi niður. Ég varð hárlaus í einni lægðinni en það var svo mikill léttir að sleppa út úr þessu að hárið fór að vaxa aftur þegar ég hætti í útgerðinni," segir Kristján og hlær. Hann sagði það grafalvarlegt að útgerðarmenn fái ekki gjaldeyri heim fyrir fisk sem þeir eru að selja í Bretlandi. „Ég hvet þá til að byrja siglingar aftur því breskir bankar treysta ekki íslenskum bönkum. Ég veit um útgerðir sem eiga allt að þrjár sölur ógreiddar í Bretlandi." Þegar talið berst að ástandinu í dag og því sem hefur verið að gerast undanfarin ár bendir Kristján á að mörgum hafi þótt þeir Amór Páll vera orðnir rfkir þegar þeir seldu útgerðina. „En það urðu fljótt smáaurar því allt í einu var farið að tala um einstaklinga sem stóðu fyrir milljörðum og tugum milljarða. Ofurlaun komu til sög- unnar en það sem nú er að gerast er að fullorðið fólk er að tapa áratuga sparnaði og unga fólkið situr uppi með skuldir sem það getur ekki staðið undir. Það er eðlilegt að fólk sé hrætt um afkomu sína en það bætir ekki ástandið að leggjast í eitthvert volæði." Kiistján segir að mörg mistök hafi verið gerð í stjórn fjármála á Is- landi undanfarin ár sem við sitjum uppi með núna. „Það sem hefur farið einna mest í taugarnar á mér undanfama daga er hvað stjóm- málamennirnir vinna hægt þó þeir segist vinna allan sólarhringinn. Ég hefði t.d. byrjað á að frysta eignir allra þessara auðmanna og hefði haft þyrluna hans Magga Kristins inni í þeim pakka. Núna er líka tíminn til að búa til einn lífeyris- sjóð fyrir alla landsmenn. Eignir auðmannanna ættu að fara í þennan sameiginlega sjóð. Peningahyggjan hefur ráðið öllu hjá okkur og þar eru stjómmálamenn ekki undan- skildir. Þeir eiga ekki að fá krónu meira í lífeyri en aðrir því þeir em búnir að kroppa nóg út úr kerfinu.“ Að lokum lét Kristján fylgja með eina sögu úr daglega lífinu sem kannski lýsir best því ástandi og hugsunarhætti sem farið hefur með ferðina hjá alltof mörgum. „Á árinu hringdi í mig maður og spurði hvort ég hefði átti jeppann AA-364 og játti ég því. Ég hafði selt hann á 1200 þúsund til bflasala á Selfossi sem borgaði hann út í hönd. Maðurinn sagðist hafa verið að skoða bflinn og voru settar á hann 2 milljónir og 190 þúsund eða rétt tæplega milljón meira en ég fékk fyrir hann. Ég verð ekki oft orðlaus en það varð ég þegar maðurinn sagði að 1800 þúsund króna lán hvíldi á bflnum." Kristján sagðist hafa farið að kanna þetta og helsta skýringin sem hann fékk var að bflasalinn sem keypti bflinn hefði leyfi frá fjár- málafyrirtækjum, Glitni eða Lýsingu, til að verðmeta bfla. Sennilega hefði þessi sjö ára bíll verið metinn á 2 milljónir og 400 þúsund. „Ut á þetta hefur fengist 1800 þúsunda bílalán sem verður að skoðast sem hrein og klár svik. Það er því ekki nema von að menn hafi staldrað við ef ástarbréfin sem Glitnir bauð Seðlabankanum hafa ekki verið merkilegri pappírar en þetta," sagði Kristján sem endingu vildi nota tækifærið til að hvetja fólk til dáða. „Hér í Eyjum eru tækifærin." omar@eyjafretir.is Afram Island, Stórasta landið í heimi ✓ -segir Einar Gauti Olafsson, framhaldsskólanemi I umræðunni hefur alltof oft verið litið framhjá unga fólkinu sem að öllum líkindum mun finna mest fyrir þessu hræðilega ástandi. Fólkið sem er á leiðinni út í lífið, fólkið sem er í námi og unga fólkið sem enga atvinnu hefur. Einar Gauti Ólafsson er fæddur árið 1991, sonur Ólafs Einarssonar skipstjóra og Höllu Svavarsdóttur kennara. Hann er nemandi við Framhaldsskólann í Vestmanna- eyjum. Islenska útrásin var á sínum tíma stolt okkar Islendinga og við horfðum á þessa snyrtipinna bros- andi Colgate-brosum hringinn þegar sátu við borð og skrifuðu undir hvem samninginn á fætur öðrum. En þegar öllu er á botninn hvolft settu þeir okkur á hausinn og létu sig síðan hverfa en Einar hafði á sínum tíma trú, eins og allir Is- lendingar, á útrásinni. „Já, til að byrja með gerði ég það og taldi hana byggða á traustum grunni og hélt að þessum mönnum væri treystandir til að taka ekki of mikla áhættu." Á útrásarárunum varð gríðarleg þensla sem myndaðist í góðærinu en telur Einar að hann hafi eitthvað hagnast á henni. „Nei, það gerði ég EINAR GAUTI: Ofurlaun komu til sögunnar en það sem nú er að gerast er að fullorðið fólk er að tapa áratuga sparnaði og unga fúlkið situr uppi með skuldir sem það getur ekki staðið undir. ekki enda tel ég að þenslan hafi verið fyrst og fremst verið á höfuðborgarsvæðinu." Fjármálakreppan mun hafa gríðarlega áhrif á Island en ennþá virðist þjóðin í afneitun. Einar segist ekki farinn að finna fyrir kreppunni ennþá. „ Ofurlaun komu til sögunnar en það sem nú er að gerast er að fullorðið fólk er að tapa áratuga spamaði og unga fólk- ið situr uppi með skuldir sem það getur ekki staðið undir. Þá fer maður að íhuga vandlega í hvað maður notar peningana sína.“ Utrásarhópurinn mikli, sem tröll- reið viðskiptaheiminum fyrir nokkmm ámm, er kominn niður á jörðina eftir langt fyllerí. Öll fyllerí taka enda en þegar partýið er búið og búið að skutla Elton John heim fá menn að finna fyrir þynnkunni. Þessi gríðarlega þynnka lagðist hins vegar yfir allt landið og snyrti- pinnamir með Colgate-brosin flúnir út í heim. En er þetta allt útrásar- víkingunum að kenna? „Já, að mestu leyti en að sjálf- sögðu hefur fjármálaeftirlit ekki verið nægilegt og menn hafa sofið á verðinum. Auðvitað bera stjórn- málamenn líka mikla ábyrgð á því hvemig staðan er í dag. Ráðamenn þjóðarinnar voru ekkert lítið ánægðir þegar íslend- ingar tóku viðskiptaheiminn í nefið og urðu aðaltöffaramir í heiminum. Ráðamenn þjóðarinnar hefðu átt að vera með öflugt reglukerfl," segir Einar Gauti sem telur að það hefði mátt grípa fyrr inn í. „Við hefðum aldrei verið í þessari stöðu hefði öflugt reglukerfi verið virkt. Þá hefði löngu fyrr verið komið í Ijós hvert stefndi og við hefðum aldrei sokkið jafn djúpt og við höfum gert núna.“ Nú stefnir í nauðlendingu ef ekki semst við Rússa, aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hvemig líst Einari á það? „Það er ekki spum- ing um hvað okkur líst á, þetta er bláköld staðreynd. Við verðum að þiggja alþjóðahjálp til þess að komast upp úr mestu skuldunum." Ljóst er að breytingar verða á íslensku samfélagi í náinni framtíð en hvernig sér Einar breytingamar fyrir sér, verða miklar breytingar á samfélaginu? „Nei, alls ekki. Ég tel þetta taka um tvö ár að ná jafnvægi og þá getum við byrjað að byggja upp öflugt efnahagskerfi. Við eigum ntikið af vel menntuðu fólki sem er fært um að sýna kjark og dug til þess að vera í fremstu röð á meðal þjóða heimsins." En hvar liggur hundurinn grafrnn, hver em stærstu mistök Islendinga í öllu þessu ferli sem leiddi af sér eina verstu efnahagskreppu sem þjóðin hefur gengið í gegnum? „Stærstu mistökin tel ég vera að eignarhaldsreifmg hefði þurft að vera meiri, bæði á bönkunum og stóru fjárfestingafélögunum. Þannig fór fyrir íslendingum að of fáir stórir fjárfestar fengu að kaupa og eiga of stóra hluti í bönkum okkar íslendinga." Einar Gauti er hins vegar bjart- sýnn á betri tíma og vitnar í fleyg orð forsetafrúarinnar Dorrit Moussaieff svona rétt í lokin.” Áfram ísland, Stórasta landið í heimi” Ellert@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.