Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 11
Frcttir / Fimmtudagur 23. október 2008 11 / Kristín Osk - Skyndibitar fyrir sálina: Jákvæð og neikvæð hugsun Komið þið sæl kæru lesendur! Ég ákvað að deila með ykkur þessum frábæra texta úr bókinni Þú ert það sem þú hugsar, eftir Guðjón Berg- mann. Ég var að lesa þetta núna á sunnudaginn og fannst ég knúin að bera þennan boðskap áfram. Marta Washington, eiginkona George Washington, komst svo að orði: „Ég er ákveðin í að vera já- kvæð og hamingjusöm, hverjar sem aðstæðurnar eru, því ég hef lært af eigin reynslu að stór hluti af ham- ingju okkar og að sama skapi van- sæld byggist á viðhorfí okkar en ekki kringumstæðum." Guðjón Bergmann vinnur út frá eftirfarandi skilgreiningu á já- kvæðni í þessari bók. Hann tekur sérstaklega fram að líkt og með allar skilgreiningar sé hér á ferðinni ákveðin vísbending en ekki endan- leg niðurstaða. „JAKVÆÐNI; er að hugsa um lausnir, möguleika, tæki- færi, markmið og drauma“. Ég er mjög sammála þessari skilgrein- ingu hjá honum. Sérstaklega hlut- anum að hugsa í lausnum. Ég fór á námskeið hjá Kára Eyþórssyni haustið 2006, sem fjallaði í stuttu máli um að vekja snillinginn í sjálf- um sér og að hugsa í lausnum. Éf þið hafið áhuga, sjá nánar á www.ckari.com. Þessi lausnamiðaða hugsun hefur komið mér mjög langt, þá sérstak- lega þegar kemur að veikindunum mínum. Var því kærkomið að fá þessa upprifjun við lesturinn á bókinni. „Þeir sem eru jákvæðir hugsa ein- faldlega meira um lausnir en vanda- mál, möguleika í stað þess að hugsa stöðugt um fyrirstöður, tæki- færi í stað erfiðleika og þeir beina athygli sinni að draumum sínum og markmiðum. Jákvæð manneskja byrjar alltaf að leita lausna eftir að hún hefur skilgreinl fyrirliggjandi vandamál (verkefni). Jákvæð manneskja gerir sitt besta til að frnna möguleika og betri tækifæri. Jákvæð manneskja þarf ekki alltaf að vera brosandi, segj- andi brandara eða horfa framhjá því neikvæða. Hún getur jafnvel verið pirruð og reið, en strax og hún byrjar að hugsa um lausnir og tæki- færi þá er hún orðin jákvæð. Jákvæðni felst ekki í þvf að halda að lífið sé auðvelt, heldur að njóta lífsins þrátt fyrir erfíðleika, takast á við áskoranir, uppfullur af von og sjá möguleika þar sem aðrir sjá enga. Maður verður að geta séð tækifærin þegar á móti blæs.“ Lffið getur verið erfitt en það þýðir ekki að það sé leiðinlegt, hræðilegt eða óttalegt, bara erfitt. Ég kom inn á þennan punkt í pistli nr. 2 sem ég skrifaði, þetta er viðhorf sem ég hef lifað eftir og faðir minn kenndi mér á sínum tíma. „Ef gengið er út frá því að lífið sé erfitt þá kemur fátt á óvart. Hægt er að gera ráð fyrir því að hrasa, detta og jafnvel verða sleginn niður. Jákvæðni felst í viðbrögðum við slíkum viðburðum en ekki viðburð- unum sjálfum. Ef við getum séð upp, þá getum við staðið upp. Jákvæðni felst ekki í afneitun, t.d því að horfast ekki í augu við aug- ljósa skapgerðarbresti eða yfir- þyrmandi vandamál, heldur felst jákvæðni í því að sjá leiðir og tækifæri. Jákvæð manneskja segir; Ég veit að þetta er stórt vandamál, en hvað getum við lært? Hverjir eru möguleikarnir? Hugsum um lausn- ir, hugsum um tækifæri! Jákvæð manneskja hugsar um drauma sína og markmið sín í lífinu til þess að halda sér gangandi, til að finna innblástur og tilgang í heimi þar sem er auðvelt að dragast inn í neikvæða og niðurrífandi hegðun og umræðu. Jákvæðni felst í því að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru, finna bestu mögulegu leið út úr ástandinu og fylgja henni síðan eftir.“ Umfjöllunin í fréttunum hefur ekki beint verið á jákvæðu nót- unum, enda alvarlegt ástand í gangi. Við verðum samt að halda áfram að lifa lífinu, herða beltis- ólina aðeins og einblína á það jákvæða. Ég geri mér grein fyrir að margir hafa misst miklar fjárhæðir og það sé ekki auðvelt að takast á við það. Allt er þó hægt ef viljinn er fyrir hendi! ;) Ég ætla að enda pistilinn á að hrósa þeim á Skjá i fyrir frábært framtak! Þeir eru búnir að birta viðtö! við fullt af fólki sem bendir á jákvæðar hliðar á lífinu undir merkjum þess að það besta í lífinu sé ókeypis. Ég kom inn á þetta í síðasta pistli og vil undirstrika þetta aftur - ÞAÐ BESTA í LÍFINU ER ÓKEYPIS! :) Þessi vísa verður ekki nógu oft kveðin. Njótið þess að vera með þeim sem standa ykkur næst og horfið fram á við. Leiðin liggur bara upp á við núna! Bciráttukveðja til ykkar, Kristín Osk Oskarsdóttir kristino @ vestmannaeyjar. is Vegna mistaka birtist síðasti pistill tvisvar. Er beðist velvirðingar á því. Stöndum vörð um velferðina Grcin Lúðvík Bergvinsson skrifar Höfundur er formaður þing- flokks Samfylkingarinnar. 2 Á síðustu dögum og vikum hafa Islendingar verið rækilega áminntir um hver hin raunverulegu verðmæti eru í lífinu. Alþjóðlega fjármála- kreppan, sem skekið hefur heims- byggðina, hefur leikið litla ísland grátt og í raun má segja að fsland sé fyrsta fómarlamb kreppunnar. Þó er hluti þess vanda, sem við glím- um við, heimatilbúinn. íslensku bönkunum hafði vaxið fiskur um hrygg - svo um rnunaði - án þess að Seðlabankinn hefði fylgt þeirri þróun eftir eða reynt að hægja á henni. Þá var þjóðnýting Glitnis líklega punkturinn yfir i-ið. Þetta olli því að fjárfestar og lán- veitendur víða um heim misstu trúna á íslensku útrásinni og ís- lensku bönkunum. Þegar það gerðist hrundi spilaborgin með eftirminnilegum afleiðingum. Viðskiptabankamir þrír, sem voru einkavæddir fyrir nokkrum árum, hafa verið þjóðnýttir og íslenskur almenningur þarf að borga brúsann vegna skuldsetningar bankanna erlendis og ónógs aðhalds opin- berra aðila. Einnig hefur gengishrun íslensku krónunnar valdið öllum almenningi miklum erfiðleikum og fyrsta skref- ið í átt að bata íslensks efnahagslífs er að ná tökum á gjaldmiðlinum. Lykilatriðið er að fá Alþjóðagjald- eyrissjóðinn til samstarfs um upp- byggingu íslensks efnahagslífs. Það er forsenda þess að sátt náist við alþjóðasamfélagið og fyrsta skrefið í endurreisn á trúverðugleika ís- lensks hagkerfis á alþjóðavettvangi. Þá er augljóst að aðild að ESB er eðlilegt framhald af samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hjól atvinnulífsins haldist gangandi Eitt alvarlegasta vandamálið, sem fylgir fjármálakreppunni, er að atvinnumissir blasir nú við fjölda manns. Þess vegna er eitt mikil- vægasta verkefni stjómvalda á þessum tímapunkti, að koma súrefni til atvinnulífsins. Ríkis- stjómin leggur nú alla áherslu á að blása lífi í bankakerfið þannig að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki. Myndarleg stýrivaxtalækkun af hálfu Seðlabankans er atvinnulífmu einnig bráðnauðsynleg og nú hafa fyrstu skref verið stigin í þá átt. I ástandi, eins og nú hefur skapast, er lykilatriði að þeir aðilar sem fara með velferðarmál í samfélaginu standi vaktina. Leita verður allra leiða til þess að koma til móts við þá einstaklinga sem lenda í greiðsluerfiðleikum vegna vaxandi skuldabyrða. Vinna, sem miðar að því að létta undir með skuldsettum einstaklingum, fer nú fram innan félagsmálaráðuneytisins, undir styrkri forystu félagsmálaráðherra, í nánu samstarfi við undirstofnanir ráðuneytisins. Samstillt átak ríkis og sveitarfélaga Á meðan efnahagslegir erfiðleikar af þessari stærðargráðu ganga yfir þjóðfélagið, er mikilvægt að grunn- þjónustan í samfélaginu skerðist ekki. I þeim efnum leika sveitar- félögin stórt og veigamikið hlut- verk. Á sama tíma er ljóst að tekjur sveitarfélaganna koma til með að dragast saman í efnahagsþrenging- unum. Til þess að tryggja sem best samstarf á milli ríkis og sveitar- félaga hafa samgönguráðherra, sem jafnframt er ráðherra sveitar- stjórnarmála, og Samband íslenskra sveitarfélaga, lýst því yfir að þessir aðilar muni hafa með sér aukið samstarf á þessum umrótstímum. Meginmarkmið þessa aukna sam- starfs verður að treysta velferð landsmanna til framtíðar. Samstaðan dýrmæt Á meðan stöðugar fréttir dynja á okkur um djúpa efnahagslega lægð íslenska hagkerfisins skulum við hafa hugfast, að stoðir íslensks samfélags eru sterkar. Við búum að öflugu og kraftmiklu atvinnulffi, sterku velferðameti, skuldlausum ríkissjóði, verðmætum náttúruauð- lindum, miklum mannauði og síðast en ekki síst heilbrigðu sam- félagi. En nú gefur tímabundið á bátinn. En þegar öldurnar hefur lægt birtist okkur kærkomið tæki- færi til þess að byggja upp sam- félag á forsendum nýrra gilda. Það uppbyggingarstarf verður að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi, þar sem hugmyndir um gegnsæi, réttlæti, sanngirni og jöfn tækifæri verða leiðarljós. Samstaða og samtakamáttur hafa aldrei verið mikilvægari en einmitt núna til þess að koma okkur í gegn- um erfiðleikana. íslendingar hafa áður sýnt samstöðu við erfiðar aðstæður og ég er þess fullviss að við gerum það líka við þessar aðstæður. Sterkar stoðir, samstaða og vinnusemi landans munu sjá til þess að við getum horft fram á bjartari tíma áður en langt um líður. Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar Spurning vikunnar: Hvað er skemmti- legast í skólanum? Fríðrik Egilsson: Mér finnst skemmtilegast í upplýsinga- tækni. flgnes Andrésdóttir: Mér finnst mest gaman í stærðfræði. Theódór Hlöðversson: Skemmtilegast í stærð- fræðinni. Hlaría Magnúsdóttir: Að læra ensku, það er bara gaman. Eyjafréttir.is Fréttir milli Olíuvertíðinni lokið að sinni Garðar Sveinsson, útgerðarmaður og skipstjóri Valbergs VE er að ljúka vertíðinni sem er ekki hefðbundin ef litið er til útgerðar í Vestmannaeyj um. Báturinn kom til heimahafnar í Eyjum á föstudaginn en hann hefur verið í Norðursjónum þar sem hann þjónustaði hollenskan olíuborpali. „Ég gerði samning í aprfl um vinnu fyrir bátinn á hollcnska svæðinu í Norðursjó við framleiðslupall sem dælir olíu í olíuskip. Til þess þarf slöngur, leiðslur og tengi sem ná mflu út frá pallinum. Þarna komu allt að 300.000 tonna skip og var okkar hlutverk að passa svæðið á milli þess að þau komu,“ sagði Garðar. Hann segir Hollendinga eiga miklar gas- og olíulindir undan landi og sé eins og að sigla inn í borg þegar komið er að svæðinu. „Þeir vinna allt árið en samningurinn okkar var útrunninn og ákváðum við að sigla heim og vera með bátinn í Eyjum í vetur.“ Garðar á líka Valberg IIVE 150 sem er á leið í brotajárn. „Ég vildi gefa hann Sjóminjasafninu í Reykjavík. Upphaflega hét hann Guð- bjartur Kristján IS en er best þekktur sem Víkingur III. Smíðaður 1964 í Flekkefjord í Noregi og er sáralítið breyttur,“ sagði Garðar að lokum. GARÐAR lengst til vinstri ásamt Norðmönnum í áhöfn Valbergs.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.