Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 16
ÍFRÉTTIR] Frétta- og auglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 / sun /V invesCments S.L FASTEIGNASALA Á SPÁNI LINDA RÓS (0034) 646 930 757 lindarosg@hotmall.com www.suninvostmentsl.com 4 4 plús f/W <£? ™ M SUmBflF£RÐiR ujvjœJa'iiM fÆJkusilt " Húsasmíði er mitt fag og þjónustu mína veiti. Hringdu í mig strax í dag og húsinu þínu ég breyti. “ Snkkarnn I SigurðurOddur | húsasmiður I I sími: 899-2576 | eyjarl@hotmail.com | RÁÐSTEFNAN Sjórán í Norðurhöfum - Ólafur Egilsson og Tyrkjaránið í sögulegu samhengi, var haldin um helgina. Var hún vel sótt og fyrirlestrana á laugardcginum sóttu allt að 50 manns þegar mest var. Þar tluttu alls tólf innlendir og erlendir fyrirlesarar níu erindi. Sjá bls. 6. Stefnum að því að fá ferjuna á réttum tíma -segir Sigurður Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun sem hefur haft yfirumsjón með samningaviðræðunum vegna smíði á nýju skipi sem á að sigla í Landeyjahöfn Samningaviðræður hins opinbera og þýsku skipasmíðastöðvarinnar Fass- mer eru nú í biðstöðu en áætlað var að þýska stöðin myndi smíða nýja Bakkafjöruferju. Samningaviðræður voru langt komnar þegar bankakerfið á Islandi hrundi sem hafði þau áhrif að ekki var hægt að klára smíðasamningana vegna þess vantrausts sem beinist að íslenskum fjármálamarkaði. Sigurður Áss Grétarsson, hjá Siglingastofnun, hefur haft yfirum- sjón með samningaviðræðunum en hann útilokar ekki að hægt verði að fá nýja ferju á tilsettum tíma. „Okkar áætlanir miðuðust við að skipið hæfi áætlunarferðir í ágúst 2010 og við höfum enn tíma til að standa við þá áætlun. Við vorum í raun nánast búnir að ganga frá öllum smáatriðum í smíðasamn- ingnum þegar bankakerfið hrundi. Staðan á samningaviðræðunum í dag er hins vegar sú að engar viðræður eiga sér stað vegna þeirrar stöðu sem komin er upp á fjármála- markaðinum í landinu. Við sóttum um frest til að ljúka viðræðunum og fengum fjögurra vikna frest sem rennur út 4. nóvember.“ Tilboðið á sínum tíma var upp á rúma þrjá milljarða króna sem í dag stendur í um 4,5 milljörðum vegna gengisbreytinga. Sigurður segir að ekki verði dregið úr framkvæmdum í hafnargerð í Bakkafjöru. „Við erum með varaáætlun og hún er að núverandi Herjólfur sigli inn í Landeyjahöfn. Skipið er hins vegar ekki henlugt til þess, bógskrúfur eru ekki eins ötlugar og á fyrirhuguðu skipi en núverandi Herjólfur á að geta siglt inn í Landeyjahöfn í góðu veðri. Hins vegar má búast við frekari frátöfum ef af þessu yrði en þetta er eingöngu varaáætlun sem enn er á hugmyndastigi enda höfnin ekki tilbúin. Við stefnum enn á að fá nýja ferju í ágúst 2010.“ Vérið að styrkja sjóvörn -Ekki byrjun á stórskipahöfn - Unnið að lagfæringum á neðra tjaldstæðinu inni í Dal Vegfarendur sem hafa átt leið inn á Eiði hafa margir velt fyrir sér hvaða jarðvegsframkvæmdir eigi sér stað undir Klifinu. Búið er að ýta jarð- vegi nokkra metra út í sjó og breyta þannig landslaginu talsvert. Ólafur Þór Snorrason, fram- kvæmdastjóri Umhverfis- og fram- kvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, sagði f samtali við Fréttir að unnið væri að því að styrkja sjóvöm inni á Eiði. „Hún var farin að láta á sjá og við sömdum við Siglingastofnun að stærsta grjótinu í jarðvegsfram- kvæmdunum vegna fjölnota íþrótta- húss yrði ekið þama inn eftir. Eg hef mikið verið spurður út í það hvort við værum að byrja á nýrri stórskipahöfn en því miður er það ekki rétt,“ sagði Ólafur. Það eru fleiri jarðvegsframkvæmdir unnar þessa dagana en heilmiklum jarðvegi hefur verið komið fyrir inni í Herjólfsdal. „Þar erum við að fara p5*-----------TP---------- . ; . HEILMIKLUM jarðvegi hefur verið komið fyrir inni í Herjólfsdal. að laga neðra svæðið á tjaldstæði þjóðhátíðarinnar. Það stendur til að hækka það um 50 til 70 sentímetra en með því fáum við betra dren. Við getum um leið lagað yfirborðið sem var farið að láta verulega á sjá eftir síðustu þjóðhátíð. Þetta er unnið eftir tillögum stýrihóps um málefni þjóðhátíðarinnar en með því að hækka svæðið örlítið fáum við mun fleiri tjaldstæði. Enda kom það í ljós á síðustu þjóðhátíð að það er virkileg þörf á því.“ Ólafur segir að þessar jarðvegs- framkvæmdir í Herjólfsdal séu unn- ar í samstarfi við Landgræðsluna. „Við sáum það eftir síðustu þjóð- hátfð að dalurinn var mjög illa farinn. Það hafði verið skipt um yfirborð á efra tjaldsvæðinu en það virðist ekki hafa dugað til. Líklega dugir að gata svæðið til að hleypa vatninu betur í gegn og ég geri ráð fyrir að við reynum það fyrir næstu verslunarmannahelgi. Við stefnum á að klára neðra svæðið fyrir vet- urinn en sérfræðingar segja að hægt sé að tyrfa í Vestmannaeyjum fram í desember," sagði Ólafur að lokum. VIKUTILBOÐ 23. - 29. október Vínberjaolia u verá nú kr 398/" verð áður kr 498,- Peps/Pepsi Max 12.0,51 verð nú kr 648,- verð dður kr 1536,- Avacado ferskt verð nú kr/kg 379,- verð dður kr/kg 768,- SS Blóðmör ósoðin verð nú kr/kg 468,- verð áður kr/kg 638,- SS Lifrapylsa ósoðin verð nú kr/kg 498,- verð dður kr/kg 698,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.