Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Page 1
Bílaverkstæðio BrAGGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Réttingar og sprautun - Sími 481 3235 Sími 481 1535 35. árg. I 44. tbl. I Vestmannaeyjum 30. október 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is Síldarvertíð byrjar vel I vikunni hefur verið iandað síld úr Júpíter ÞH hjá ísfélaginu. Aflinn var um 850 tonn sem fékkst í Breiðafirðinum og er síldin mjög góð og fer nánast öll í vinnslu til manneldis. Síldin fékkst í Breiðafirðinum eins og undanfarin ár. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Isféla- gins, er ánægður með síldina. „Þetta er fyrsti farmurinn sem við fáum af Íslandssíldinni en kvóti okkar er um 20 þúsund tonn. Sfldin úr Júpíter er mjög góð, meðalstærðin um 33 sm sem er það stærsta sem við fáum úr vorgotssíldinni íslensku. Hún fer öll í vinnslu lil manneldis og fara nálægt 100 prósent inn í frystihús sem er alveg ótrúlega góð nýting." Eyþór sagði sfldarverð í jafn- vægi miðað við það sem fékkst fyrir afurðir úr norsk-íslensku síldinni í sumar. „Við erum þó viðbúnir einhverri lækkun í þessu árferði. Við seljum aðal- lega til gömlu austantjaldsland- anna og eitthvað fer á Japan. Við flökum mest af sfldinni en lítils- háttar er heilfryst," sagði Eyþór. Auk ísfélagsins gera Vinnslu- stöðin og Huginn VE út á sfld og samanlagður sfldarkvóti Eyjamanna er á bilinu 35 til 40 þúsund tonn. Kap VE, skip Vinnslustöðvarinnar er farið til veiða og Huginn fer út í vikunni. EIN VÖN Iwona Spera, frá Póllandi með sýnishorn af síldinni úr Júpíter sem er mjögstór og góð. Iwona hefur unnið í Isféalginu í þrjú ár. Elliði Vignisson bæjarstjóri um Skipalyftuna: Ráðherra svari -Bærinn tilbúinn með áætlun og fjármuni Málefni Skipalyftunnar í Vest- mannaeyjum situr fast í kerftnu, vegna einhverra hugsanlegra umvandana frá Brussel, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra, en bærinn er tilbúinn með áætiun og fjármuni til verksins. Nú verði að fást svar af eða á frá samgöngu- ráðherra. í samtali við Fréttir sagði Elliði, að málið væri alfarið inni á borði hjá Norska strandgæslan stóð á sunnu- daginn var þrjú íslensk síld- veiðiskip, Guðmund VE, Hákon EA og Vilhelm Þorsteinsson EA og eitt færeyskt skip, Kronborgina, að meintum ólöglegum veiðum- undan Norður-Noregi. Svæðinu, þar sem skipin voru að veiðum, var lokað með reglugerð fyrir sfldveiðum eftir 15. október. Skipin héldu í var á Fuglafirði og fóru fulltrúar norsku strandgæsl- samgönguráðherra. Það gerðist í raun ekkert fyrr en ákvörðun kæmi þaðan. -Við höfum lagt það til að farið verði í framkvæmdina tafarlaust, enda ljóst að sjávarútvegur hefur nú aukið vægi í þjóðarbúinu, sagði Elliði og bætti við: -Áætlun okkar gerir ráð fyrir að Vestmannaeyja- höfn verði framkvæmdaaðili, en fé komi annars vegar frá sveitarfélag- unnar um borð í skipin, ræddu við skipstjórnarmenn og fóru yfir afladagbækur. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri ísfélagsins, sem gerir Guðmund VE út, sagði í samtali við Fréttir að skipstjórunum hefði verið ókunnugt um áðurnefnda reglugerð. Beðið var niðurstöðu yftrvalda í Tromsö í málinu og lauk því með dómssátt í gær, miðvikudag. inu og hins vegar frá ríkinu. Að því loknu yrði reksturinn boðinn út á evrópska efnahagssvæðinu og því hvergi farið á skjön við það bölvaða bákn. Elliði sagði ennfremur að þá væri vert að halda því til haga sem sér fróðari menn teldu, að skipaiðnaður á Islandi ætti sér talsverð sóknarfæri í núverandi umhverfi og þá sérstak- lega með hækkandi starfsmanna- kostnaði í Póllandi og víðar. -Hér í Eyjum á að vera upptöku- mannvirki og grábölvað að þetta skuli sitja fast f kerfmu vegna ein- hverra hugsanlegra umvandana frá Brussel. Þetta mál strandar hvergi á sveitarfélaginu. Nú er svo komið að við verðum að fá svar af eða á frá samgönguráðherra. Við hjá bænum höfum tekið frá fé til að ráðast í þetta og værum klár á morgun ef samgönguráðherra stæði við að- komu ríkisins. Þetta er mikið hags- munamál fyrir sjávarútveginn og Eyjamenn alla, sagði Elliði Vignis- son, bæjarstjóri, að lokum í samtali við Fréttir. Guðmundur VE tekinn í norskri landhelgi Dómsátt og skipið á veiðar Gott at- vinnu- ástand í Eyjum -síldarvinnsla að komast á fullt Atvinnuástand í Vestmannaeyjum er almennt gott um þessar mundir. Eitthvað hefur verið um það að verkafólk ofan af landi leiti eftir vinnu hjá fiskvinnslufyrirtækj- unum hér. Sfldarvinnsla er hafin hjá Isfélaginu og unt það bil að hefjast í Vinnslustöðinni. í Godthaab í Nöf vinna á milli sex- tíu og sjötíu ntanns í ufsavinnslu þessa dagana. Gunnar Geir Gústafsson hjá ísfélaginu sagði að vel hefði gengið að fá fólk til starfa í sfld- inni. Síldarvinnsla er nú hafin af fullum krafti hjá Isfélaginu og starfa á milli fjörutíu og fimmtíu manns við hana. Gunnar Geir sagði að meira hefði verið spurt um vinnu hjá Isfélaginu nú en áður á síldarvertíðum. Þór Vilhjálmsson hjá Vinnslu- stöðinni sagði að vel hefði gengið að fá fólk til starfa. Ráðgert var að Kapin færi í gærkvöld á síld- armiðin í Breiðaftrði og gangi allt vel ætti vinnsla að geta hafist hjá Vinnslustöðinni síðar í þessari viku. Arnar Hjaltalín, formaður Verkalýðsfélagsins Drífanda, sagði í samtali við Fréttir að ýmsar forsendur væru til þess að Vestmannaeyingar gætu haft það gott áfram, þrátt fyrir að illa áraði í efnahagsmálum. Ef tækist að verja kvótann og fyrirtækin ætti atvinnustig að vera gott áfram og veik króna gæfi fiskvinnslu- fyrirtækjunum meira fyrir afurðirnar en ella. Að vísu gæti kreppa erlendis haft áhrif á fiskverð til lækkunar. Almennt kvaðst Arnar ekki vera svartsýnn, þó vissulega hafðu menn áhyggjur af heimilunum í landinu. SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA VÉLA- OG BÍLAVIÐGERÐIR netáhamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI & ÞJÓNUSTUAÐILI í EYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! FLATIR2I / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.