Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2008 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - Dráttur á afhendingu nýrrar ferju: Reiðubúin að standa að stofnun félags um kaup og rekstur nýs Herjólfs Á fundi bæjarstjórnar Vest- mannaeyja á fimmtudaginn 23. október, var samþykkt ályktun þar sem harmaður er sá dráttur sem orðið hefur á endanlegum frágangi við samninga um nýsmíði á Vestmannaeyjaferju. Nú sé svo komið að fátt virðist geta komið í veg fyrir að verulegur dráttur verði á afhendingu nýrrar ferju. I ályktuninni, sem samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum, segir ennfremur: -Bæjarstjórn skorar á Kristján Möller samgönguráðherra að sjá til þess að staðið verði við ítrekuð loforð um að ný ferja hefji siglingar í Landeyjahöfn eigi sfðar en 1. júlí 2010. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur skilning á erfiðri stöðu efna- hags- og peningamála en minnir á að ákvörðun um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og gerð l’erju- hafnar í Bakkafjöru var tekin löngu áður en umrótið hófst á fjármála- mörkuðum og er hluti af gildandi samgönguáætlun Alþingis. Illu heilli valdi ríkið að hafna tilboði heimamanna í eignarhald og rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju í maí síðastliðnum. Hefði því tilboði verið tekið hefði smíði á nýju skipi þegar hafist og fullvíst að hægt hefði verið að standa við tímaáætlun þá sem nú er í uppnámi. Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir sig nú reiðubú- na til að standa að stofnun félags um kaup og rekstur Herjólfs eins og unnið var að í útboðsferli fyrr á árinu með það að markmiði að hefja siglingar í júlí 2010, enda náist samningar við ríkið, fjárfesta og lánastofnanir um fjármögnun verkefnisins. Ákvörðun þessi er tekin í þeirri vissu að farsælast er að rekstur Vestmannaeyjaferju sé á for- ræði heimamanna sem þekkja mikil- vægi hennar fyrir samfélagið. HERJÓLFUR eins og Eyjamenn og Vinnslustöðin ætluðu að bjóða upp á. .... - ] ÍHfilfr s Safnahelgin aðra helgi - Ovenju fjölbreytt dagskrá: Landslið rithöfunda les úr verkum sínum -Hjálmar og Lúðrasveitin - Bækur fást metnar - Myndlist og sögusýningar Um aðra helgi, sjöunda, áttunda og níunda nóvember, verður efnt til Safnahelgar þar sem í boði verður upp á ýmislegt sem tengist sögu Vestmannaeyja og safnastarfi auk menningarviðburða. Fyrsta safna- helgin var haldin í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum en nú hefur framtakið breiðst út og er boðið upp á Safnahelgi í Reykjavík og þetta árið er allt Suðurland í samfloti með Vestmannaeyjum. Dagskráin í Eyjum er bæði fjölbreytt og athyglisverð. Dagskráin í Eyjum hefst í Staf- kirkjunni klukkan 18.00 á föstu- daginn sjöunda þar sem séra Kristján Björnsson setur hátíðina og Gerður Bolladóttir syngur. Á sama tíma verður „Stíll 2008 - Framtíðin“ undankeppni í sal Barnaskólans. Er þetta liður í keppni félagsmiðstöðva í fatahönn- un, förðun og hárgreiðslu. Klukkan 20:00 verður opnuð sýn- ing í Fiska- og náttúrugripasafni, „Sambýli manns og lunda“. Sama kvöld verða Hjálmar með tónleika í Höllinni. Húsið verður opnað klukkan 20.00 en Hjálmarnir byrja að spila klukkan 21.00. Um leið verður afhending verðlauna í hug- myndasamkeppni um pysjuhótel. Á laugardaginn hefst dagskráin MUGISON tróð upp á nótt safnunnu í fyrra en nú mæta Hjálmar. klukkan 12.00 með verðmætamati þar sem fólk getur látið verðmeta merkar bækur. Ari Gísli Bragason, mætir ásamt föður sínum, Braga Kristjónssyni sem á og rekur forn- bókasöluna Bókina, og Valdimar Tómasson sérfræðingur og safnari munu ásamt forstöðumanni Bóka- safnsins meta bækur til fjár og til verðmæta. Þetta stendur til klukkan 18.00 og um leið verður haldinn bókamarkaður þar sem allar bækur eru á 100 kr. Hefja á samstarfsverkefni fimm almenningsbókasafna á Suðurlandi um verkefnið Book Space. Verkefnið hefst á Safnahelgi og felst í því að hvert bókasafn, þ.m.t. Bókasafn Vestmannaeyja, fær 200 bækur sem unnt er að fá léðar til útláns. Bækurnar eru ólíkar venju- bundnum bókum að því leyti að þær eru auðar og notendur mega skrifa, teikna, líma eða hvað annað inn í bækurnar. Verkefnið stendur til áramóta, þá verða bækurnar sendar til síns heima sem vitnisburður sam- tímans. Klukkan 13.00 opnar Sigurdís Arnardóttir myndlistarýningu á verkum sínum í andyri Safnahúss og Guðrún Eva Mínervudóttir les úr nýrri bók sinni. Kári Bjarnason og Guðjón Hjör- leifsson kynna í samstarfi við ætt- ingja og vini Ingólfs Guðjónssonar, stofnun sérstakrar Ingólfsstofu á Bókasafninu. Þar verður bókasafn Ingólfs vistað ásamt öðrum munum úr eigu hans. Klukkan 14.00 á Bókasafninu lesa Guðjón Friðriksson úr Ævisögu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, Ólaf- ur Gunnarsson úr skáldsögu sinni, Dimmar rósir og Auður Jónsdóttir úr skáldsögu sinni, Vetrarsól. Klukkan 16.00 verður Lúðrasveit Vestmannaeyja með styrktartónleika í Hvítasunnukirkjunni. Klukkan 18.00 verða sagðar sjómannasögur í Sjóminjasafni Þórðar Rafns á Flötum. Klukkan 21.00 í Herjólfsbæ lesa Hallgrímur Helgason og Einar Kárason úr nýjum bókum sínum og klukkan 22.00 verður tónlistarkvöld á Kaffi Kró frá kl. 22:00. Á sunnudeginum mun Ásmundur Jónsson framkvæmdastjóri Smekk- leysu kynnir nýja diska sem eru að koma út. Jafnframt verður sýning á eldri diskum Smekkleysu í anddyri Safnahússins. Samstarfsverkefni Bókasafnsins og Söguseturs heitir Skáldskapur 17. aldar. Ulfar Þormóðsson kynnir og les úr nýrri skáldsögu sinni sem byggir á ævi sr. Hallgríms Péturs- sonar. Sjón kynnir og les úr nýrri skáldsögu sinni sem byggir á ævi Jóns lærða. Þá verður sett upp sýn- ing og smádagskrá umfram það sem að ofan getur að líta. Klukkan 16.00 flytur Erpur Snær Hansen erindi um vöktun fugla í Fiska- og náttúrugripasafninu. Söfnin verða öllum opin og veitin- gastaðir bjóða upp á glæsilegan mat- seðil í tilefni safnahelgarinnar. Smábátaeigendur álykta: Þorskkvóti verði aukinn Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda (LS) var haldinn dagana 23. og 24. október 2008 í Turninum í Kópavogi. Fundur- inn ályktaði eftirfarandi: Eftir gengishrun krónunnar með fyrirsjáanlegu atvinnuleysi og hraðvaxandi verðbólgu stendur smábátaútgerðin í fullkominni óvissu um framtíð sína, líkt og sjávarútvegurinn í heild og flestar atvinnugreinar í landinu. Ofan á bætist að vísindamenn Hafrannsóknastofnunarinnar harðneita að taka minnsta mark á þeirri eindregnu skoðun veiði- manna, hringinn í kringum landið, að ástand þorskstofnins gefi ekkert tilefni til að skera veiðiheimildir niður fyrir öll söguleg lágmörk. Ekki einu sinni gögn stofnunar- innar sjálfrar réttlæta þennan niðurskurð. Alþjóðahafrann- sóknaráðið lagði til 160 þúsund tonna hámarksafla þorsks fyrir síðasta fiskveiðiár. Sú stofnun er þekkt af öllu öðru en frjálslynd- um tillögum varðandi veiðiheim- ildir. Þetta mun í eina skiptið sem farið er undir hennar tillögur um aflamörk. Hafrannsóknastofnunin skuldar þjóðinni skýringar á því hvaða vitneskju hún bjó yfir varðandi íslenska þorskstofna, sem Alþjóðahafrannsóknaráðinu var ókunnugt um. Fundurinn krefst þess að þorsk- kvóti verði aukinn nú þegar og það verulega. Kaupendur íslenskra sjávar- afurða gera sífellt harðari kröfur um hvemig fiskur er veiddur og að hann sé umhverfismerktur. Áhugi kaupenda beinist í vaxan- di mæli að kyrrstæðum veiðar- færum. Það skýtur því herfilega skökku við að dragnótaveiðar eru í stórauknum mæli stundaðar inná flóum og fjörðum á skipum sem eru jafnvel fullvaxnir toga- rar. Þá hefur orðið mikil fjölgun öflugra togara sem geta samkvæmt núgildandi reglum veitt upp að 3 mfium. Við tillögugerð sína um aflamörk segist Hafrannsókna- stofnunin verða að sýna fyllstu varkámi til að halda trúverðug- leika. Framangreind þróun virð- ist hins vegar valda stofnuninni litlum áhyggjum. Þessu mótmælir LS harðlega og krefst þess að dragnótaveiðar verði færðar út fyrir 3 mílur frá ströndum landsins sem og að færa togveiðar umsvifalaust út fyrir 12 mflur. Fyrirsjáanlegir em miklir erfið- leikar í smábátaútgerð. Hrikaleg hækkun erlendra lána og allra aðdrátta hafa gert rekstrar- umhverfi stórs hluta hennar með öllu vonlausa. Smábátaútgerðin er lífæð fjölmargra sjávarþorpa, allt í kringum landið. Það er skilyrðislaus krafa fundarins að stjórnvöld tryggi að svo verði áfram. Aðalfundur LS beinir því til stjórnvalda að þau geri umsvif- alaust ráðstafanir um raunhæfa aðlögun lána að því rek- strarumhverfi sem framundan er í smábátaútgerðinni. Frysting lána er skref í áttina, en aðeins skammtímalausn. Útgefandi: Eyjasýn elif. 480378-0549 - Vestniannaeyjiun. Ritstjóri: Óinar Garðarsson. Blaðamenn: Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Jiilius Ingason. íþróttír: Jiilius lngason. Ábyrgdarmenn: Ómar Gai-darsson & GrísH Valtýsson. Prentííinna: Evjasýn/ Eyjaprent. Vestniannaeyjmn. Adsetur ritstjómar: Strandvegi 47. Simar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1393. Netfang/rafpóstur frettii-@ey jafrettir.is. Veffang: http/Avww.eyjafrettir.is FRÉ'ITIR koma ót alla fiiiimtiidaga. Blaðiðer selt i áskriftogeinnig í lausasölu á lvletti, Tvistiniim, Toppnum, Vöruval, Ilerjólfi, nnghafnarvei-sluninni, Krónnnni, lsjakanum, vershm 11-11 og Skýlinu í Fridarliöfn.. FRÉTTEB eru preutadar í 3000 eintökum. FRÉTTiK eru aöilar ad Samtökum bœjar- og liéradsl'réttablada. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annad er óheimilt nema lieinnlda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.