Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2008 Lifnar yfir menningarlífinu í Vestmannaeyjum: Monkies og Guitar með tónleika um helgina FOREIGN MONKIES Þannig var sveitin skipuð þegar hún vann Músíktilraunir, Bogi, Gísli, Bjarki sem er hættur í hljómsveitinni og Víðir. Tríóið Guitar Islancio, Gunnar, Jón og Björn. Foreign Islancio Menningarlífið tekur góðan kipp um helgina þegar tvær hljómsveitir, Foreign Monkies og Tríóið Guitar Islancio halda tónieika hér. Plata væntanleg Foreign Monkies verður með tón- leika á Conero, annað kvöld, föstu- dagskvöldið 31. október. Húsið verður opnað klukkan níu og það kostar 500 krónur inn. I samtali við Fréttir sagði Gísli Stefánsson, gítarleikari FM, að framundan væri að skipuleggja hljómleika í skólum. „Þá ætlum við að nota til fjáröflunar sem og til að vekja athygli á okkur og koma okkur aftur í sviðsljósið," sagði Gísli en FM unnu Músíktilraunir 2006. „Einnig stendur til að reyna að koma okkur á framfæri á fleiri stöðum. Það er byrjað að spila lög með okkur í útvarpi og erum við nú þegar, eftir aðeins eina og hálfa viku í spilun, komnir í 16. sætið á X-Domínoslistanum á X-inu. Er lagið bara rétt byrjað að klífa list- ann ef marka má strákana á X-inu.“ Undanfarna mánuði hafa strák- arnir verið með plötu í vinnslu og segir Gísli að mikil vinna hafi verið lögð í hana. „í desember fer platan í „mastering" í Ameríku, nánar tiltekið í Hollywood í Bemie Grundman Mastering Studios. Þar mun mikill meistari, Brian Gardner mastera plötuna ef gengi krón- unnar leyfir. Gardner hefur unnið fyrir mikinn fjölda listamanna. Þar á meðal eru Queen, Barry White, Bob Marley, David Bowie, David Hasselhoff, Depeche Mode og svo mætti lengi telja. Það sem gerði þó útslagið með það að við báðum hann um að vinna fyrir okkur var það að hann vann eina af plötum Queens, Of The Stone Age, Songs For The Deaf,“ sagði Gísli. Það verður gaman að fá þetta tækifæri lil að heyra í FM því lítið hefur verið um alvörurokk í Vest- mannaeyjum Það er tveir fyrir einn tilboð á barnum til miðnættis. Það er engin kreppa í Stefáni og Helenu á Conero og hvet ég fólk til að mæta,“ sagði Gísli sem lofar hörku hljómleikum. í fyrsta skipti í Eyjum Tríóið Guitar Islancio heldur tón- leika í Vestmannaeyjum helgina og eftir helgi leika þeir í Grunnskól- anum á vegum verkefnisins, Tónlist fyrir alla. Guilar Islancio heldur tónleikana í Akóges á sunnudagskvöldið og hefjast þeir klukkan átta. Guitar Islancio, sem Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen sem leika á gítara og Jón Rafnsson kontra- bassaleikari skipa, hefur undanfarið leikið vfða um landið í tilefni af tíu ára afmæli sínu. Þetta er í fyrsta skipti sem Guitar Islancio leikur í Vestmannaeyjum. „Við höfum endumýjað efnisskrá- na að hluta í tilefni af þessari af- mælisferð. íslensku þjóðlögin sem við höfum leikið síðustu tíu ár eru mörg hver á sínum stað sem og lögin eftir Björn. Bæst hafa við eru lög eftir Gunnar sem hafa heyrst áður, en ekki í flutningi Guitar Islancio, lög eins og Gaggó Vest, Astarsæla og Harðsnúna Hanna,' sagði Jón. Tríóið mun einnig leika fyrir nem- endur grunnskóla Vestmannaeyja á mánudag og þriðjudag, á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Jöfnunarsjóður sveitar- félaga greiðir út: Framlag til Vest- manna- eyja 387 milljónir Jöfnunarsjóður sveitarfélaga er að ljúka greiðslu framlaga að fjárhæð rúmlega tveir milljarðar til sveitarfélaga í landinu. Fram- lögin áttu að berast sveitarfé- lögunum um næstu mánaðamót en þeim var flýtt til að bæta fjárhagsstöðu sveitarfélaga. I hlut Vestmannaeyja koma 387.010. 668 krónur og er þá allt meðtalið. Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra boðaði á fyrsta ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 17. október síðastliðinn að flýtt yrði greiðslu umræddra framlaga Jöfnunarsjóðs og hafa starfsmenn sjóðsins og samgönguráðu- neytisins unnið hörðum höndum að útreikningi og greiðslu fram- laganna síðustu daga. Þetta kom fram í frétt frá Samgönguráðu- neytinu en einnig sagði ráðherra á fundinum að stefnt yrði að því að greiða í nóvember 250 milljónir króna af eftirstöðvum vegna 1.400 milljóna króna aukafram- lags í Jöfnunarsjóð á árinu en nú þegar er búið að greiða 900 millj- ónir. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sagði að framlag til Vestmanna- eyjabæjar skiptist þannig; fast- eignaframlag er 96.844.718 krónur, þjónustuframlag 178.971. 536 krónur og grunnskólaframlag 111.194.414 krónur. „Þetta er mjög í takt við það sem er al- mennt hjá sveitarfélögum,“ sagði Elliði og sagði að ekki mætta rugla þessu framlagi sjóðsins saman við framlög sem veitt eru byggðarlögum sem eiga í vök að verjast. I því sambandi má nefna að í samgönguráðuneytinu er verið að vinna að reglum fyrir úthlutun 250 milljóna króna framlags til sveitarfélaga vegna skerðingar á aflamarki og verða reglurnar kynntar fljótlega. Lögrcglan: Þrír slitnuðu frá Það var öllu rólegra hjá lögreglu í vikunni sem leið en undanfarnar vikur. Lögreglan þurfti þó að sinna nokkrum útköllum vegna þess óveðurs sem gekk yfir landið aðfaranótt 24. október sl„ en m.a. höfðu þrjú skip losnað en í öllum tilvikum tókst að koma í veg fyrir tjón. Auk þess aðstoðaði lögreglan, að vanda, gesti skemmtistaða bæjarins sem í einhverjum tilvikum höfðu fengið sér heldur duglega neðan í því. IÖGREGUW Sjórinn sœkir ó viö Orðavita: Bæjaryfirvöld vara við umgengni á svæðinu Austur á Nýja hrauni hefur sjórinn brotið land við Urðarvita. Skapast hefur talsverð hætta á svæðinu að mati bæjaryfirvalda enda er erfitt að sjá hættuna því sprungur eru jafnvel undir vikri. Hafa borist fréttir af því að einn hafi lent í að stíga í sprungu sem ekki sást og sökk hann upp að mitti. Sjórinn vinnur stöðugt á berginu og byrjar neðan frá. Af því skapast hættan og er fólk því vinsamlegast beðið um að vera ekki á ferli á svæðinu eins og myndin hér sýnir. Unnið er að því að setja upp skilti á svæðinu til að vara við hættunni. Eins og sjá má á myn- dinni hafa myndast rennur í gegnum bergið þar sem sandurinn fer niður og út í sjó. Lögreglan: Líkamsárás og kærur Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helg- arinnar. Atti hún sér stað á veitingastaðnum Lundanum aðfaranótt laugardags. Þarna hafði orðið ágreiningur á milli tveggja manna sem endaði með því að annar sló hinn með þeim afleiðingum að sá er fyrir högginu varð hlaut sár af. Ekki var um alvarlega áverka að ræða. Tvær kærur ligga fyrir vegna brota á um- ferðarlögum en um er að ræða ólöglega lagn- ingu bifreiða í Skvísusundi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.