Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2008 15 íþróttir Hermann hugsar sér til hreyfings Portsmouth, lið Hermanns Hreið- arsonar, varð fyrr miklu áfalli fyiT í vikunni þegar framkvæmdastjóri liðsins Harry Redknapp sagði af sér og tók við störfum hjá Totten- ham. Hermann hefur fengið afar fá tækifæri með liðiu það sem af er vetri og hefur liann sagt að ef hann fái ekki fleiri tækifæri muni hann hugsa sín mál vandlega þegar leikmannamarkaðurinn opnar á ný í janúar. „Eg nrun ræða mín mál við þann nýja stjóra sem tekur við og ég veit svo sem ekkert hver það verður. Það getur alveg eins verið að Tony Adams og Joe Jordan verði við stjórn- völinn en ég veit jafnmikið og þú. Ef ég held áfram að vera á bekknum þá er ekki spurning að ég mun reyna að komast í burtu í janúarglugganum. Það er hund- leiðinlegt að sitja á bekknum leik eftir leik. Ég hef aldrei kynnst þessu áður og ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að haga mér.“ Þó að það sé farið að síga á seinni hluta ferils Hermanns er hann hvergi banginn og telur að hann sé í nægilega góðu formi til að spila í bestu knattspyrnudeild í heiminum en mörg 1 .deildar félög hafa sýnt Hermanni áhuga undan- farnar vikur. „Ég vil auðvitað helst vera áfram í úrvalsdeildinni. Ég er í fínu líkamlegu ástandi og tel mig nógu góðan til að spila í þeirri deild. Þrátt fyrir að hafa verið mikið á bekknum þá er ég í góðu leikformi enda búinn að spila nokkra leiki með landsliðinu og hef komið við sögu í einum og einum leik með Portsmouth. Það er nú samt miklu alvarlegra sem á sér stað í heiminum urn þessar mundir en að missa af nokkrum fótboltaleikjum. Þetta er bara brot af því sem aðrir þurfa að glíma við þessa dagana," sagði Hermann Hreiðarsson. Framundan Laugardagur 1. nóvember Kl. 14.00, IBV-Selfoss, 4. flokkur kvenna Kl. 15.00, HK-ÍBV, 3. flokkur kvenna. Haukarnir betri á lokasprettinum -Eyjamenn sitja í þriðja neðsta sæti eftir sex leiki Strák- arnir úr D-riðli upp í C-riðil ÍBV í Minnibolta 11 ára byrjaði íslandsmótið á heimavelli með þremur leikjum. Flokkurinn leikur í D-riðli með Ármanni, Skallagrími og Hrunamönnum sem koma frá Flúðum. Strákarnir byrjuðu mótið með leik gegn Ármanni. Leikurinn var frekar auðveldur fyrir Eyjamenn sem fóru hreinlega á kostum. Peyjamir spilðu gríðarlega sterka vörn og voru áræðnir í sóknaraðgerðum. Leikurinn endaði með þrjátíu stiga sigri Eyjapeyja 55:25. Stigaskor: Devon Már 16, Tindur Snær 9, Daníel Öm 8, Ársæll Ingi 7, Kristján Róbert 7, Sölvi 6, Viktoría 2. Aðrir leikmenn komust ekki á blað. Annar leikur strákanna var gegn Skallagrími en sá leikur varð að úrslitaleik því Hrunamenn mættu ekki til leiks og höfðu bæði liðin unnið einn leik þegar að þessum kom. Gestimir frá Borgamesi byrjuðu leikinn betur og leiddu í hálfleik 21:26. Þá tóku Eyjamenn við sér, snéru leiknum sér í vil og litu ekki til baka. Leikurinn endaði með sextán stiga sigri Eyjamanna 59:45. Stigaskor: Devon 26, Tindur 9, Daníel Öm 5, Sölvi 4, Arnar Geir 4, Kristján 4, Viktoría 4, Ársæll 3. Aðrir komust ekki á blað. Eftir þennan flotta árangur mun flokkurinn leika á næsta móti í C- riðli en það býr mikið í þessu liði og þeim mun vafalust ganga vel þar. Meistaraflokkslið ÍBV í karlaflokki sótti Ungmennalið Hauka heim um helgina. Eyjamenn hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit í byrjun leik- tímabilsins og höfðu fyrir leikinn aðeins unnið tvo leiki. Haukar hafa hins vegar leikið framar öllum væntingum og hafa sýnt hvað í þá er spunnið. Það gerðu þeir í þessum leik og unnu 31:28. Haukamenn höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru alltaf skrefmu á undan en þó voru Eyjamenn aldrei langt á eftir. Það var mikil barátta í leiknum og höfðu dómarar leiksins í nógu að snúast en Eyjamenn voru langt frá því að vera ánægðir með þá. Mikill pirr- ingur skapaðist á tímabili í garð dómaranna og í það fór mikil orka. I seinni hálfleik hélt spennan áfram í leiknum, Haukar leiddu en eins og fyrr segir voru Eyjamenn aldrei langt á eftir, en um miðjan seinni hálfleik komust ÍBV svo yfir í leiknum og virtist sem þeir væru að fara innbyrða sigur í leiknum. En Haukastrákamir gáfust ekki upp og náðu að jafna metin þegar rétt rúmlega fimm mínútur voru eftir af leiknum. Á þeim tímapunkti voru leikmenn beggja liða reknir útaf hvað eftir annað og var mönnum orðið ansi heitt í hamsi. En Haukavörnin með Aron Rafn Eðvarðsson fyrir aftan sig hélt vel undir lokins og dýrmæt mörk úr hraðaupphlaupum undir lokin gerðu það að verkurn að Haukar sigruðu 31:28. ÚR LEIK ÍBV OG FRAM. Þar sýndi Svavar ekki síðri takta en í leiknum gegn Haukum. Eins og oft áður átti Sigurður Bragason góðan leik fyrir ÍBV en Svavar Vignisson var einnig sterkur á línunni. Eyjamenn sitja því í þriðja neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig eftir sex leiki. Laugardaginn 8.nóvember mætir liðið Gróttu á heimavelli en Gróttumenn eru á fljúgandi siglingu þessa dagana og eru í efsta sæti deildarinnar. Það er því um að gera að fjölmenna í gamla salinn og styðja strákana okkar til sigurs. FLOTTUR. Baldvin sýndi Jordanska takta í leiknum.. Eyjamenn komu svo sannarlega fram hefndum eftir ófarirnar í gær þegar liðið tapaði óvænt á heimavclli gegn IG frá Grindavík 68:81. Leikmenn ÍBV mættu nijög ákveðnir til leiks í dag, tóku strax öll völd á vellinum og unnu að lokum 125:87 eftir að hafa verið yfir í háltlcik, 61:35. Björn Einarsson, þjálfari ÍBV fór mikinn í fyrri hálfleik, skor- aði 25 stig af 33 í dag en annars dreifðist stigaskor ÍBV-liðsins nokkuð jafnt. Tveir ungir leik- mcnn spiluðu með IBV í dag og stóðu svo sannarlcga fyrir sínu, Alexander Jarl Þorsteinsson skoraði 14 stig og Kristján Tómasson 13. Stig ÍBV: Björn 33, Sigurjón 21, Baldvin 17, Alexander Jarl 14, Brynjar 14, Kristján 13, Þorsteinn 10, Einar Kristinn 2, Jónatan 1. Handbolti 1. deild karla - Haukar 31 - ÍBV 28 Körfubolti - ÍBV lagði ÍG örugglega Virkilega sæt hefnd

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.