Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 16
ÍFRÉTTIR] Frétta- og auglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 / sun 'V invescments S.L FASTEIGNASALA Á SPÁNI LINDA RÓS (0034)646930 757 lindarosg@hotmail.com www.suninvestmentsl.com KREPPUMARKAÐUR Helga Dís og Guðrún Steinunn hafa opnað Kreppumarkaðinn að Kirkjuvegi 19. Þær segjast hafa farið í geymslur hjá vinum og kunningjum og það hafi verið upphafið að markaðinum. Fólki er frjálst að koma með dót á markaðinn og þá rennur 20% sölunnar til Björgunarfélagins. Þær segja nóg að gera en opið er fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. ✓ Ovissa um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju: Gamli Herjólfur not- aður til bráðabirgða? Þýska skipasmíðastöðin vill tryggar greiðslur Allt stefnir í að núverandi Herjólfur verði látinn sigla til að byrja með í Landeyjahöfn, en hún á að verða tilbúin sumarið 2010. Áætlanir hafa miðast við að ný ferja yrði tilbúin um svipað leyti, en nú virðist ljóst að svo verði ekki. Sigurður Áss Grétarsson, hjá Siglingastofnun, opnaði á þennan möguleika í Frétt- um í síðustu viku og er þetta staðfest í Morgunblaðinu í gær, miðvikudag, þar sem rætt var við Sigurð Áss. IJtlit er fyrir að nota verði núver- andi Herjólf til bráðabirgða, þegar siglingar eiga að hefjast milli nýrrar Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, eftir tæp tvö ár. Búast má við að frátafir verði tvöfalt meiri en þegar nýja ferjan kemur. Ovissa er með smíði nýrrar Vest- mannaeyjaferju vegna efnahags- ástandsins. Þýska skipasmíðastöðin Fassmer, sem ákveðið var að semja við eftir útboð, treystir sér ekki til að hefja smíði svo sérhæfðs skips nema greiðslur frá Islandi séu tryggar. Undirbúningsframkvæntdir við Landeyjahöfn eru hafnar og á höfnin að vera tilbúin í ágúst 2010. Vegna dráttar sem orðið hefur á út- boði og samningum um nýja ferju er þegar ljóst að sérsmíðuð Vest- mannaeyjaferja mun ekki hefja sigl- ingar á því ári. Fulltrúar Ríkiskaupa og Siglingastofnunar eru í sambandi við þýsku skipasmíðastöðina. Fram- lengdur frestur til að taka tilboðinu rennur út um miðja næstu viku. Beðið er ákvörðunar ríkisstjórnar- innar um hvað hægt sé að gera. Sigurður Áss Grétarsson, forstöðu- maður hafnasviðs Siglingastofn- unar, segir að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að nota gamla Herjólf áfram, ef ný ferja yrði ekki tilbúin í tæka tíð. Eldra skipið ristir nærri því 90 sentímetrum meira en það nýja og á þess vegna erfiðara með að sigla inn í nýju höfnina í öldugangi en það nýja. Gert er ráð fyrir því að helmingi fleiri ferðir falli úr hjá gamla Herjólfi en ferj- unni sem lyrirhugað er að smíða. Minnka má djúpristu Herjólfs Grímur Gíslason, sem ritað hefur margar greinar um þetta mál og látið sig það miklu varða, sagði í viðtali við Fréttir, að þetta væri döpur niðurstaða og mikill áfellisdómur yfir vinnubrögðunum í þessu máli. Ef sú leið hefði verið farin að semja við heimamenn fyrr á þessu ári, hefði málinu verið landað. Eins hefði mátt í kjölfar útboðs ræða við norsku skipasmíðastöðina og þá hefði samningum löngu verið lokið. Að endingu sagði Grímur, að tækni- menn tjáðu sér að breyta mætli núverandi Herjólfi og minnka djúpristu hans. Gengi það eftir mætti nota skipið á siglingaleiðinni í Bakkafjöru, þess vegna í áratug eða svo, gegn því leggja eitthvert fé í að gera skipið upp. Góð aflabrögð þegar gefið hefur GÆFTIR hafa verið stopular hjá trillunum, en afli góður þegar gefið hefur. Aflabrögð hjá trillum og togskipum hafa verið góð að undanfömu þegar gefið hefur, en veður hefur sett nokkurt strik í reikninginn. Þá hefur verð á Fiskmarkaði Vestmannaeyja verið gott. Að sögn Kára Hrafns Hrafn- kelssonar hjá Fiskmarkaði Vest- mannaeyja var Dala-Rafn að landa í gær sextíu og fimm tonnum af ufsa, sem fór í sölu samdægurs. Alls hefur verið landað 145 tonnum af ufsa hjá Fiskmarkaði Vestmanna- eyja frá miðjum mánuði og meðalverðið verið 111 krónur fyrir hvert kílógramm. Gæftir hafa verið stopular hjá trill- unum, en afli góður þegar gefið hefur. Fjórar trillur eru gerðar út á línu frá Eyjum um þessar mundir. Ágætis fiskirí var á þriðjudag og lönduðu tvær trillur um fjórum tonnum af blóðgaðri ýsu. Meðalverðið var 191 króna, en hæst fór verðið á dögunum upp í 354 krónur fyrir blóðgaða ýsu. Trillurnar koma aðallega með ýsu, en einnig eitthvað af löngu, sem landað er beint hjá Pétursey. plús Hþ ™ mnrn s™“™ Íflúfísíssití j%JijJbi£J££Js5jJjrJ " Húsasmiöi er mitt fag og þjónustu mína veiti. Hringdu í mig strax í dag og húsinu þínu ég breyti. “ Snkkarnn I SigurðurOddur | húsasmiður I I sími: 899-2576 | eyjar1@hotmail.com | VIKUTILBOÐ 29. okt. - 5. nóv CT pizzur verð nú kr 799,- verá óóur kr 928,- Milka súkkulaði 100 g verð nú kr 168,- verð dður kr 248,- Kjarnafæði blandað hakk verð nú kr/kg 799/- verð dður kr/kg 1288,- CT pizzasticks verð nú kr 658,- verð dður kr 898,- SS Cordon Bleu verð nú kr 389/- verð dður kr 470,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.