Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 06.11.2008, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 06.11.2008, Qupperneq 1
Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 45. tbl. I Vestmannaeyjum 6. nóvember 2008 I Verð kr. 250 I Sími48l-l300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is GLÆSILEGAR Þær tóku sig vel út á Verslunarballinu, Gígja og Kolla, skörtuðu sínu fegursta eins og aðrir gestir. Nánar á bls. 14. Lögreglan gómaði fíkniefnasala sem kom með Herjólfi: Átján ára með 50 grömm af amfetamíni -Auk 120 gramma af íblöndunarefnum - Söluverðmætið hátt í milljón EFNIN sem lögreglan gerði upptæk á mánudaginn. Á mánudagskvöldið var 18 ára maður tekinn með umtalsvert magn af amfetamíni og ætluðum íblönd- unarefnum. Maðurinn var gripinn þegar hann kom upp úr Herjólfi og að sögn lögreglu hafði hún ekki fengið ábendingu um maðurinn ungi væri með fíkniefni í fórum sínum heldur uppgötvuðust efnin við venjubundið eftirlit. Áætlað sölu- verð efnanna á götunni er tæplega milljón. Að sögn lögreglu fundust efnin við leit í farangri en maðurinn var far- þegi með seinni ferð Herjólfs á mánudaginn. Er magnið 50 grömm af amfetamíni og 120 grömm af íblöndunarefnum sem ætluð eru til að drýgja amfetamínið áður en það selt. „Við yfirheyrslu viðurkenndi maðurinn að eiga efnin og að þau væru ætluð til sölu. Var honum sleppt þegar játning lá fyrir,“ sagði Jóhannes Ólafsson, yfirlögreglu- þjónn í samtali við Fréttir. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu en ekki í alvarlegum málum og ekki í tengslum við ffkniefni. Jóhannes sagði að vissu- lega sé þetta ansi brött byrjun hjá unga manninum. „Þetta er með stærri málum hjá okkur og ánægju- legt að allt þetta magn skuli ekki hafa komist í umferð hér í Eyjum. Við reynum að hafa sem mest eftir- lit með þeim sem koma til Eyja og þetta er afraksturinn. Verðið á grammi af amfetamíni er um 5000 krónur á götunni og þegar búið er að bæta þessum 120 grömmum af íblöndunarefnum við 50 grömm af amfetamíni er söluverðið hátt í milljón." Jóhannes sagði að maðurinn hefði viðurkennt að hafa keypt efnin í Reykjavfk en ekki fékkst upp úr honum hver sölumaðurinn er. Á þessu ári hafa komið upp 34 fíkni- efnamál í Eyjum sem er nokkur fjölgun frá því í fyrra. „Eftirlitið með Herjólfi er einn liðurinn í að berjast gegn þessunt vágesti sent fíkniefnin eru. Hvetjum við borg- arana til að ganga í lið með okkur og láta vita ef fólk fréttir af annaðhvort sölu eða kaupum á efnum. Við heit- um fullum trúnaði." Ekki sagðist Jóhannes treysta sér til að segja til um hvort notkunin sé meiri og almennari nú en verið hefur. „En við verðum að vera stanslaust á verði og við njótum velvildar fólks í okkar störfum. Gott dæmi er að Kiwanismenn hafa létt undir með okkur með því að gefa embættinu fíkniefnahundinn Lunu.“ Hljóðmælingar á Höllinni: Ekki hægt að taka afgerandi afstöðu Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur staðið fyrir hljóðmælingum frá Höllinni undanfarið en starfs- leyfi Hallarinnar hefur takmarkast við skemmtanahald til klukkan eitt eftir miðnætti. Ástæðan er að of mikill hávaði hefur mælst frá staðnum og ekki talist viðunandi. Eigendur Hallarinnar hafa staðið fyrir breytingum og hljóðein- angrun á húsnæðinu og Höllin fékk undanþágu til dansleikja- halds gagngert til að mælingar gætu farið fram. Elsa Ingjaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, sagði að úrbætur hefðu verið gerðar á húsnæði Hallarinnar og því hefðu verið gerðar tvær undanþágur til dansleikjahalds til þess að gera mælingar. „Niðurstöður voru þess eðlis að ekki var hægt að taka afgerandi afstöðu af eða á. Við ákváðum því að mæla enn frekar, m.a. umhverfishljóð og upplýs- ingarnar um niðurstöðu mæling- anna verða lagðar fyrir fund heil- brigðisnefndar þann 20. nóvem- ber. Þá verður tekin ákvörðun um framhaldið,“ sagði Elsa þegar hún var spurð út í málið. Smíðin í uppnámi Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju er nú í talsverðu uppnámi þar sem ekki hefur tekist að ganga frá samningum við þýsku skipa- smíðastöðina Fassmer sem ákveðið var að semja við, eftir að útboð um smíði nýrrar ferju fór fram. Nú treystir skipasmíðastöðin sér ekki til að hefja smíðina nema að greiðslur frá íslandi séu tryggar. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra og situr í stýri- hópi um Landeyjahöfn, sagði að frestur til undirritunar samninga hefði verið framlengdur til 14. nóvember. „Við erum ekki búin að missa þetta frá okkur en höfum ekki haft tækifæri til að ganga frá málinu meðan þessa mikla óvissa ríkir. Vonandi verðum við í betri aðstöðu í næstu viku,“ sagði Róbert og benti á að fulltrúar Ríkiskaupa og Siglingastofnunar kæmu að málinu. Sjá bls. 2 VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM nelÉhamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐ! SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMU FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM. 864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.