Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 6. nóvember 2008 Úr bloggheimum: Hvað gerir gjaldþrota þjóð? — Ef einhvern tíma ■■ifeö ' ^ spáraði svolítið við sig þá er það núna, fc’fKÍrfl þegar hún er nánast ^haus og snillingar þjóðarinnar einbeita sér að því að slá lán um allar koppagrundir. Ég efast ekkert um að það kunna þeir, enda hefur komið í Ijós að það var eitt af því sem kom okkur á kaldan klaka. Gott og vel, það getur verið nauðsynlegt að bjarga þjóðinni úl úr þessari gjaldeyriskreppu með lánum, sem munu sliga okkur á næstu árum ef ekki áratugum. En hvað gera menn sem eru skuldsettir upp fyrir haus? Það hefur þótt góð latína fyrir svoleiðis fólk að draga saman seglin og reyna að rétta úr kútnum sem allra fyrst. Almenn- ingur neyðist til þess. En eru ráða- menn byrjaðir á að spara? Jú, þeir hafa hætt við nokkrar framkvæmdir, l.d. Vaðlaheiðargöng og smíði á nýrri ferju til Vestmannaeyja (eins og fólkið þar hafi bruðlað mest!) Fólkið, sem flest á enga sök á hvernig komið er fyrir þjóðinni, er nógu gott til að taka á sig byrð- arnar? Og er tilbúið til þess, en er þá ekki bara almenn kurteisi að fleiri skelli á sig byrðum? Ég heyri ekki betur en að gler- minnisvarðar uppgangstímans haldi áfram að rísa í Reykjavík (t.d. Tón- listarhús). Og ráðamenn aka áfram um í rándýrum glæsivögnum. Ekki einn einasti maður hefur staðið upp úr stól sínum vegna þjóðargjald- þrots okkar! Blóð þjóðarinnar frýs undan ægiskilyrðuin IMF og þjóðin er hvorki spurð né upplýst um þessi skilyrði! Svo töluðu menn um þjóðaratkvæði við inngönguna í EES! Hvort er alvarlegra fyrir þjóðina, þetta sem nú hefur gerst eða þá? Hvað er í gangi? Er þjóðin jafn andlega gjaldþrota og við erum það efnislega? http.V/eyjapeyji. blog. is Munum aldrei gleyma þér voru u'Vhihl’u Iiliii þurftu þær báðar nauðsynlega að pissa. Þær voru hjá kirkjugarðinum og ákváðu að pissa bakvið legstein. Sú sem fyrst pissaði þurrkaði sér á nærbuxunum sínum og henti þeim eitthvað út í loftið að því loknu. Vinkona hennar var aftur á móti í rokdýrum nærum sem hún vildi ekki tapa, en var svo heppin að hún gat teygt sig í borða af kransi á næsta leiði og þurrkað sér á honum. Vinkonurnar gátu nú haldið ferð sinni áfram og komust heim heilar á húft. Daginn eftir hringdi eiginmaður annarrar þeirra i hinn og sagði; „Þessum kvennakvöldum þarf að fara að Ijúka. Konan mín kom nær- buxnalaus heim í nótt.“ „Algjörlega sammála," sagði hinn. „Mfn kom heim með samúðarkort á milli rasskinnanna og á því stóð; Frá okkur öllum á Slökkvistöðinni, við munum aldrei gleyma þér.“ http://georg. blog. is Eyjamaðcir vikunnar: Æfi Moonwalk með FBF Um næstu helgi verður Safnahelgin þar sem tónlist, myndlist og ritlist verða í aðalhlutverki. Lúðrasveit Vestmannaeyja hefur þar stórt hlutverk og verður með sína árlegu styrktarfélagatónleika í Hvíta- sunnukirkjunni á laugardag kl. 16.00. Tónleikarnir hafa verið vel sóttir undanfarin ár enda sveitin ein öflugasta lúðrasveit á landinu. Olafur Þór Snorrason leikur á trompet með sveitinni og er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Ólafur Þór Snorrason Fæðingardagur: 23. ágúst 1968 Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar Fjölskylda: Kvæntur Þórunni Jörgensdóttur og á 3 börn Draumabíllinn: Þeir eru margir en einhver flottur FERRARI kemur sterkur inn (held samt með Mclaren í formúlunni) Uppáhaldsmatur: Góð nautasteik með ALVÖRU bemaise sósu. Versti matur: Saltkjöt og baunir em allavega ofarlega á þessum lista. Uppáhalds vefsíða: Eyjafréttir eru upphafssíðan mín og svo er face- book síðan mín að koma sterk inn Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Ég hlusta á nánast alla tónlist (nema óperur) Aðaláhugamál: Tónlist. Hvaða mann/konu myndir þú Ólafur Þór Snorrason er Eyjamaður vikunnar vilja hitta úr mannkynssögunni: Það eru nokkrar persónur sem ég vildi hafa hitt. Ein af þeim er Oddgeir Kristjánsson. Ég er búinn að vera að spila lögin hans síðan ég var 10 ára gamall og þau eru orðin stór partur af mínu lífi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Heijólfsdalur þegar kveikt er á blysunum. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Arna Þyrí og Jörgen Freyr og IBV. Svo er Gerrard ágætur. Ertu hjátrúarfullur: Geri alltaf það sem Rúnar Birgis segir mér að gera, annars fer illa fyrir mér Stundar þú einhverja íþrótt: Moonwalking með FBF. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðir spennuþættir. Hvers vegna lúðrasveit: Ég er búinn að vera í Lúðrasveit Vest- mannaeyja síðan 1978 þannig að hjá mér er þetta bara hluti af mínu lífi. Það er gaman að spila á hljóðfæri og svo skemmir ekki félagsskapurinn. Hvað eru margir hljóðfæra- leikarar í sveitinni: Nú erum við 26 í sveitinni hér í Eyjum og svo fáum við gamla félaga ofan af landi eins og Palla Páls sem alltaf kemur og spilar með okkur á tónleikum. Þú situr í stjórn lúðrasveitarinn- ar, er ekki mikill undirbúningur fyrir tónleikana: Að sjálfsögðu fylgja þessu miklar æfingar og undirbúningur alls kyns en við fáum það venjulega margfalt til baka með ánægðum tónleika- gestum. Vil ég að lokum hvetja fólk til að mæta og get lofað góðri skemmtun. Matgazðingcir vikunnar: Þjóðlegt á síðustu og verstu Hólmgeir Austfjörð er matgœðingur vikunnar Ég er að hugsa um að skella fram fiskrétti sem ég reikna með að fá- ir hafi prufað. Þetta er sáraein- falt en alveg vandræðalega gott. BBQ fiskréttur I þetta notar maður ýsuflök, hveiti, BBQ, rjóma og smá kjötkraft. Best er að byrja á að velta ýsunni upp úr hveiti á meðan pannan er að hitna, með smá olíu á. Því næst er bara að skella flökunum á pönnuna og sulla BBQ sósunni yfir, snúa svo og gera það sama hinu megin. Þegar þetta er búið að malla í smá stund á báðum hliðum er best að bæta meiri BBQ sósu yfir, hella svo rjómanum yfir allt og láta þetta blandast allt vel. Það er fínt að taka fiskinn af á meðan sósan er að krauma, bæta smá kjötkrafti út í og skella svo fiskinum aftur út í. Þá er þetta bara klárt, með þessu er gott að hafa hrísgrjón og ferskt salat. Sjúkley skyrkaka I eftirrétt mæli ég með skyrköku. 1 pakki Hobnobs gróft súkku- laðikex KEA vanilluskyr Smá smjörklípa Smjörklípan er brædd á pönnu, á meðan er fínt að mylja kexið niður í góða skál, smjörinu er svo hellt yfir kexið til að halda því saman. Þetta er svo sett í viðeigandi mót og skyrinu smellt yfir, málið dautt. Hversu þjóðlegt getur þetta orðið núna á síðustu og verstu, ýsa og skyr. Nú ef fólk treystir sér ekki í þetta þá mæli ég með að það hringi bara í 482-1000 og panti sér pizzu, Ég er að hugsa um að skora á Fjólu Björk Jónsdóttur, einfaldlega vegna þess að Jóhanna segir að hún sé meistarakokkur. Viðburðcir: Guitar Islancio skemmti ungum sem öldnum Tríóið Guitar Islancio var í Vestmannaeyjum í vikubyrjun. Tríóið skipa þeir Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson en sveitin nýtur mikillar virðingar enda sannkallaðir snillingar á sínu sviði. Tríóið byrjað á almennum tón- leikum í Akóges á sunnudag en lék svo fyrir börnin í Grunnskóla Vestmannaeyja á mánudag og þriðjudag. Krakkarni létu vel að heimsókninni og skemmtu sér vel. Kirkjur bazjarins: landakirkia Fimmtudagur 6. nóvember Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Samvera for- eldra með ungum börnum sínum. Kaffi og spjall. Gíslína. Kl. 14.30. Helgistund á Sjúkra- húsinu, dagstofu 2. hæð. Kl. 20.00. Biblíulestur í Safnaðar- heimilinu, uppi. Matteusarguð- spjall. Sr. Kristján og Steinunn Einars. Kl. 20.00. Opið hús í KFUM&K heimilinu. Æskulýðsfélag Landa- kirkju-KFUM&K. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landa- kirkju. Organisti. Föstudagur 7. nóvember, aftökudagur herra Jóns Ara- sonar Kl. 13.00. Bamakórinn Litlir lærisveinar, yngri hópur. Kl. 14.00. Litlir lærisveinar, eldri hópur. Védís og Ami. Kl. 18.00. Setning Nátta safnanna í Stafkirkjunni. Gerður Bolladóttir syngur sálma og ljóð herra Jóns Arasonar. Bæn og blessun. Laugardagur 8. nóvember Kl. 14.00. Utför Esterar Óskarsdóttur. Sunnudagur 9. nóvember, Kristniboðsdagurinn Kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta. 6-8 ára starfið hefst með barnaguðs- þjónustunni en heldur áfram í Fræðslustofu. Barnafræðarar. Kl. 14.00. Messa á Kristniboðsdegi. Fermingarbörn lesa úr ritningunni. Altarisganga. Sr. Kristján Bjöms- son prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju. Organisti Guðmundur Hafliði Guðjónsson. Kaffisopi eftir messu. Kl. 15.30. NTT kirkjustarf 9-10 ára krakka í fræðslustofunni (Gengið inn uppi, nýja Safnaðarheimilið). Kl. 17.00. ETT kirkjustarf 11-12 ára krakka í fræðslustofunni. Leiðtogamir. Kl. 20.00. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju-KFUM&K í Safnaðar- heimilinu. Leiðtogarnir. Mánudagur 10. nóvember Kl. 19.30. Vinir í bata, 12 spora andlegt ferðalag. Leiðtogamir. Kl. 20.00. Vinnufundur hjá Kvenfélagi Landakirkju. Þriðjudagur 11. nóvember Kl. 11-12.00. Viðtalstímar prestanna f safnaðarheimilinu alla virka daga og í síma 488 1508. Kl. 14.30. Fermingarfræðsla. Kl. 20.00. Æfing Kórs Landakirkju. Kl. 20.00. Samvera í Æskulýðs- félaginu í KFUM&K heimilinu. Miðvikudagur 12. nóvember Kl. 11.00. Helgistund á Hraunþúðum. Allir velkomnir. Kl. 13.00 og 13.45. Fermingar- fræðsla. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 6. nóvember Kl. 20.30 Biblíulestur. Nafn Drottins er sterkur turn. Laugardagur 8. nóvember Kl. 20.30 Brauðsbrotning. Sunnudagur 9. nóvember Kl. 13.00 Samkoma. Ræðumaður Steingrímur Á. Jónsson. Allir hjartanlega velkomnir. Kveðjum vini okkar. Alla virka daga, bænastundir kl. 7.30 og kyrrðarstundir kl. 17.00. Komdu og vertu með. Aðventkirkjan Laugardagur Kl. 10.00 Biblíurannsókn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.