Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 6. nóvember 2008 Lögreglufélag Vestmannaeyja 40 ára - Tryggvi Kr. Olafsson formaður: Verðum að sýna gott fordæmi -Ef við förum ekki að lögum, hvernig getum við ætlast til að aðrir geri það FORMAÐURINN og sýslumaður Tryggví Kr. formaður Lögreglufélagsins og Karl Gauti sýslumaður. Um leið og fólk ákveður að fara í ákveðin störf er það að velja sér lífs- stíl. Þetta á ekki sfst við um lög- regluna þar sem lögreglumaðurinn er alltaf tengdur starfi sínu í öllum sínum athöfnum, hvort sem er í starfi eða einkalífí. Á það ekki síst við um lögreglumenn á minni stöðum eins og Vestmannaeyjum þar sem allir þekkja alla. Þegar rætt er við formann Lögreglufélags Vest- mannaeyja, sem fagnaði 40 ára afmæli á laugardaginn, segir hann nálægðina bæði kost og galla. f erfiðum málum geti nálægðin verið þungbær en létt undir þegar leita þarf upplýsinga. í lögreglunni í 20 ár Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglufull- trúi, er formaður Lögreglufélagsins. Hann hefur umsjón með rannsókn sakamála og byrjaði í lögreglunni vorið 1998. „Ég veit ekki,“ svarar hann þegar hann er spurður um hvers vegna hann hafi byrjað í lögreglunni. „Kannski af forvitni," bætir hann við en heldur svo áfram. „Ég var að vinna í Skipalyftunni á þessum tíma og þar var eitthvert millibilsástand. Ég var ekki að öllu leyti sáttur við það sem þar var að gerast og þegar ég sá stöðu í lögreglunni auglýsta ákvað ég að sækja um og fékk.“ Tryggvi segir að sér hafi fundist starfið strax spennandi en auðvitað komi alltaf upp erfið mál sem verði að læra að lifa með. „Maður lenti strax í erfiðum málum en það erfiðasta held ég er morðmál sem kom upp árið 1991. Það lá strax fyrir hvað hafði gerst en þama var maður óharðnaður og upplifði eitt- hvað sem aldrei gleymist. Andlát eru alltaf erfið og það koma fjögur til limm tilfelli til okkar kasta á ein- hvern hátt hér í Eyjum á hverju ári. Það tekur á en maður gerir sér líka grein fyrir því að þetta er alltaf miklu erfiðara fyrir ættingjana. Svo koma alltaf upp mál sem sitja í manni. Ég lenti t.d. í að koma að í bæði skiptin sem kviknaði í Skút- anum. Lengi á eftir fann ég fyrir reykjarlykt þegar ég kom þangað inn án þess að nokkurs staðar væri kviknað í,“ sagði Tryggvi. Afskipti af fólki sem við þekkjum Þegar talið barst að því litla samfé- lagi sem Vestmannaeyjar eru, sagði Tryggvi að það gerði þetta oft erfiðara. „Oft lendum við í því að þurfa að hafa afskipti af fólki sem við þekkjum vel. Það tekur á en kemur sér vel þegar við þurfum að leita upplýsinga um mál eða hafa upp á fólki sem getur gefið okkur upplýsingar um mál eða tengjast þeim á einhvern hátt. En þegar upp er staðið eru kostimir miklu fleiri. Það sér maður á því sem lögreglan þarf að takast á við t.d. í Reykjavík." I spjalli um nálægðina kom Tryggvi inn á þá staðreynd að sem lögreglumaður sé hann alltaf undir eftirliti borgaranna. Það vita jú allir við hvað hann starfar. „Þú verður að sýna gott fordæmi því ef þú ferð ekki að lögum, hvernig getur þú ætlast til að aðrir geri það.“ Tryggvi segir að starfið hafi tvímælalaust sínar björtu hliðar og ekki megi gleyma að eitt af stóru hlutverkum lögreglu er að aðstoða borgarana og hjálpa þeim. „Það er ailtaf gaman að sjá krakka, sem hafa lent vitlausu megin við lögin, ná að komast á rétta braut. Ekki síst þegar maður á dálítinn þátt í því sjálfur. Sem betur fer komast flestir til manns þó þeir eigi sín tímabil en alltaf eru einhverjir sem ekki ná að snúa við blaðinu. Ég fmn ekki mikið fyrir illsku í minn garð frá þessum krökkum enda hef ég alltaf haft það að leiðarljósi að sýna þeim kurteisi og lít á þá sem jafningja. Ég held að krakkarnir kunni að meta það.“ Aukinn réttur sak- borninga Þegar Tryggvi er spurður hvort ekki hafi orðið breyting á lögreglu- starfmu á þeim 20 árum frá því hann hóf störf, segir hann þær gífurlega miklar og það á öllum sviðum. „Það eru gerðar miklu meiri kröfur til lögreglunnar í dag og tæknin er önnur. Hefur lögreglan t.d. nýtt sér tölvutæknina sem er mjög til bóta. Réttindi sakbominga hafa líka auk- ist til mikilla muna og það er eflaust til bóta en oft finnur maður fyrir reiði hjá fórnarlömbum sem finnst alveg nóg um rétt þeirra sem brjóta á þeim,“ sagði Tryggvi. Er þetta harðari heimur sem þið eruð að fást við en áður? „Ég veit ekki. Það er þó vissulega meira um fíkniefni sem gerir þetta miskunn- arlausara. Líkamsárásir eru grófari og meira um beinbrot og alvarlegri áverka. Þegar fólk er í harðari efnum er það oft stjómlaust og gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum þess sem það er að gera. Almennt hefur ofbeldi gegn lögreglu farið vaxandi og það á líka við um Vestmanna- eyjar.“ Fleiri fíkniefnamál Tryggvi segir erfitt að meta hvort meiri fíkniefni séu í umferð í Vestmannaeyjum nú en undanfarin ár. „Það eru fíkniefni í Vestmanna- eyjum og verða það áfram en ég treysti mér ekki til að kasta mæli- kvarða á stöðuna núna. Þetta er sveiflukennt eins og allt annað en reynslan segir að fíkniefni verði meira áberandi þegar kreppir að. I dag em ffkniefnamál orðin 34 á þessu ári. Allt árið í fyrra voru þau 23 en það þarf ekki að segja alla söguna. Auðvitað er þetta alltof mikið en fjölgun mála gæti skýrst af þjóðhátíðinni en meðan á henni stendur er varla hægt að segja að ástandið hér sé eðlilegt.“ Forvamir eru hluti af starfi lög- reglunnar og fer lögreglumaður reglulega í grunnskóla til að kynna krökkunum hættuna sem felst í notkun li'kniefna og hættuna sem fylgir því að vera í umferðinni. „Við förum líka í eldri bekkina og skólinn er sjálfur með forvarnarstarf og það er líka í fermingarfræðslunni. Annars eru forvarnir alltaf í gangi og það eitt að hafa hér fíkniefna- hund er ákveðin forvörn.11 Kostir og gallar breytinga Árið 2007 tóku gildi ný lög um skipan lögreglumála í landinu sem m.a. varð til þess að rannsókn stærri mála fer fram í samstarfi við rannsóknarlögregluna á Selfossi. „Þetta á við stærri fíkniefnamál, kynferðisbrot, alvarlegar líkams- árásir og önnur stærri mál. Þó mál sé unnið í gegnum Selfoss og á þeirra forræði er breytingin ekki svo mikil því rannsóknin fer fram hér. Við reynum að vinna þetta saman og það hefur gengið vel.“ Hvað með framtíðina? „Það eru uppi hugmyndir um að fækka lögregluembættum enn frekar og þá yrði einn lögreglustjóri á Suðurlandi sem er í samræmi við það að þegar er einn dómstóll á Suðurlandi og um áramótin verður til embætti héraðs- saksóknara og verður einn sak- sóknari þá yfir Suðurlandi. Þetta hefur bæði sína kosti og galla en það þarf að gera þetta rétt. Þetta má alls ekki bitna á þjónustu í Vest- Tryggvi segir að starfíð hafi tvímæla- laust sínar björtu hliðar og að eitt af stóru hlutverkum lögreglu er að aðstoða borgarana og hjálpa þeim.. mannaeyjum. Við megum hins vegar ekki vera hrædd við breytingar en við verðum að vanda okkur við þessar breytingar." Lögreglan getur lent í erfiðum málum eins kom fram hjá Tryggva í upphafi viðtalsins. Áður var ekkert til sem heitir áfallahjálp og segir Tryggvi að eiginkonur lögreglu- manna séu í raun sáluhjálparar lögreglumanna. „Okkur stendur til boða sálfræðiþjónusta hjá Ríkislög- reglustjóra ef þörf krefur. Það verður að huga að sálarlífi lög- reglumanna því það getur verið jafn erfitt að vera með sár á sálinni og líkama. Lögreglumaður sem ekki er í jafnvægi er jafn ófær til vinnu og lögreglumaður í fatla,“ sagði Tryggvi að lokum. Samantekt: Omar Garðarsson, Guðbjörg Sigur- geirsdóttir og Júlíus Ingason. Myndir: Oskar Pétur. Lögreglulög - Hlutverk lögreglunnar Ríkið heldur uppi starfsemi lögreglu. Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lög- mæta starfsemi. Að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og rík- isins. Að vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð opinberra mála eða öðrum lögum. Að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að. Að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á. Að starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu. Að sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin í lögum eða leiðir af venju.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.