Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 13
Frcttir / Fimmtudagur 6. nóvember 2008 13 Mæðgurnar, Sólrún og dæturnar Sóldís Eva, í fangi móður sinnar, og Sigrún Bryndís, allar klæddar í viðeigandi búninga. ' V > { 'msmt ÉlK Jóhanna og Sóley tóku sig vel út. -Við vorum með nokkurs konar sælkerakvöld þar sem allir komu með rétti og krakkarnir voru með skemmtiatriði, segir Bylgja. Bylgja heldur Hrekkjavökuna hátíðlega: Krakkarnir taka fullan þátt í þessu Halloween eða Hrekkjavaka er hátíðisdagur ættaður úr keltneskri trú og er haldin 31. október. Hrekkjavöku fylgdu ýmsar hefðir og leifar sumra þeirra lifa í hrekkjavöku nútí- mans þar sem fólk klæðist grímubúningum og sjá má drauga og aðra óvætti í skreyting- um. Bylgja Guðjónsdóttir heldur upp á Hrekkja- vökuna með öllu tilheyrandi og bauð fjöl- skyldu og vinum til Hrekkjavöku síðasta föstudag. „Þetta er í fimmta skiptið sem ég stend fyrir Hrekkjavöku, byrjaði á því að föndra skreytingar en nú á ég orðið heilmikið af dóti til að skreyta húsið og búin að ýta föndur- dótinu til hliðar. Eg býð fjölskyldu og vinum og krakkamir taka fullan þátt í þessu. Við vorum með nokkurs konar sælkerakvöld þar sem allir komu með rétti og krakkamir vom með skemmtiatriði. Það fær enginn að koma öðruvísi en að vera í búning og hér vom um fimmtíu manns, böm, unglingar og fullorðnir. Það komust reyndar ekki allir sem við buðum og svo er fullt af fólki sem mig langar að bjóða þannig að ég hugsa að ég verði með þetta í salnum hans Stjána á næsta ári.“ Bylgja segir að það myndist skemmtileg stemmning þegar allir eru komnir í búninga og þar sem hátíðin var haldin á heimili fjöl- skyldunnar hafi unglingurinn á heimilinu boðið vinum og kunningjum til Hrekkjavöku á laugardagskvöldinu. „Krakkarnir vom mjög ánægðir enda er þetta bara skemmtilegt," sagði Bylgja og var í framhaldinu spurð hvort ekki færi mikill tími í undirbúning. „Jú, ég var alla síðustu viku að skreyta, byrjaði að setja upp á mánudeginum. Nú er ég að taka niður og búin að fylla fjóra kassa,“ sagði Bylgja og hló og hvetur fleiri til að taka upp þennan skemmtilega sið. STARFSFÓLKIÐ Guðjón og Páley ásamt starfsfólkí sínu. Silja Rós, Fjóla, Guðjón, Páley, Svanhildur, Þórunn og Ágústa. Heimaey ehf,- þjónustuver kaupir Domus fasteignasölu í Eyjum: Frekar fjölgun en fækkun starfa Heimaey ehf.- þjónustuver hefur keypt Domus fasteignasölu t Vest- mannaeyjum og mun sameina rekstur Domus rekstri fasteignasöl- unnar Heimaeyjar ehf. Guðjón Hjör- leifsson, löggiltur fasteignasali, sagði að fmmkvæðið hafi komið frá Domus þar sem þeir vildu leggja áherslu á aðra þætti starfseminnar og selja fasteignahlutann. „Við Páley Borgþórsdóttir vomm sammála því í viðræðunum að mikilvægast væri að ekki fækkaði stöðugildum hér í Eyjum. Þeir munu starfa undir merkjum Pacta lög- manna og innheimtustarfsemi undir Intrum og Lögheimtunnar. Þar munu umsvif aukast og það kæmi mér ekki á óvart að jafnvel yrði störfum fjölgað til framtíðar litið. Þessi kaup styrkja mig og það er hreyfing á markaðnum hér þó ástandið sé ekki gott í Reykjavík. Þar stefnir í lækkun á fasteigna- verði, sérstaklega á höfuðborgar- svæðinu en hér mun áhrifanna ekki gæta eins mikið þar sem fast- eignaverð hefur verið stöðugra. Það er allt önnur umræða hér í bænum á þessum erfiðu tímum. Eg hef t.d. aldrei fundið eins jákvæða afstöðu um sterkan sjávarútveg í Eyjum, og stöðugleika í atvinnulífi, meðan miklar uppsagnir eru á höfuð- borgarsvæðinu. Eg horfi líka í bætt- ar samgöngur sem munu styrkja atvinnu- og mannlíf hér í Eyjum og hefur margfeldisáhrif á flesta þætti samfélagsins. Eyjamenn njóta góðs af því að Heimaey ehf. býður upp á lægstu einkasöluþóknun á íslandi, sem er 1,1%. Hún er upp í 2,9% á höfuðborgarsvæðinu auk ýmissa umsýslugjalda sem ekki eru til í gjaldskrá Heimaeyjar. Þessi kaup gengu mjög vel fyrir sig og gagnkvæmt traust rikti á milli aðila við þessi kaup,“ sagði Guðjón en það er alltaf mikilvægt að báðir aðilar fari sáttir frá þessu. Áherslubreytingar Astæðan fyrir sölu Domus fast- eignasölu er vegna áherslubreytinga rekstraraðila sem ætla að einbeita sér að lögmanns- og innheimtu- þjónustu í framtíðinni. Páley Borgþórsdóttir hdl. sagði að fyrst og fremst væri um áherslubreytingu að ræða þar sem megináherslan verði lögð á PACTA Lögmannsþjónustu og innheimtustarfsemi undir merkj- um INTRUM og Lögheimtunnar. „Stjóm fyrirtækisins tók ákvörðun um að selja fasteignasölumar frá rekstrinum sl. sumar og er ákvörð- unin alveg óháð efnahagsástandinu sem nú er ríkjandi. Þetta gildir um allar skrifstofur okkar á landinu og unnið hefur verið að þessu síðan í sumar. Fyrirtækið er í ömm vexti, við emm lrka með starfsemi í Færeyjum og Kanada sem gengur mjög vel og var því ákveðið að vera ekki að dreifa kröftunum frekar,“ sagði Páley og var í framhaldinu spurð hvort breytingar verði á starfs- mannahaldi í Vestmannaeyjum. „Starfsmannahaldið er óbreytt og við höfum stefnt að því að fjölga starfsfólki ennfremur sem fyrirtækið hefur þá stefnu að dreifa starf- seminni um landið. Við bjóðum upp á lögfræðiþjónustu og lággjalda innheimtu sem er að skila miklum árangri og emm með einu milliinn- heimtuþjónustuna í Vestmannaeyj- um,“ sagði Páley og tók fram að hún fagnaði því að Guðjón Hjörleifsson hafi keypt fasteignasöluhlutann og er sannfærð um að hann muni sinna þeim þætti vel.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.