Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 1
BÍLi BRAGGINNs, Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 47. tbl. I Vestmannaeyjum 20. nóvember 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is Þorgerður fékk nesti í Nýsköpunar- miðstöðinni Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, menntamálaráðherra, kom við í Vestmannaeyjum í upphafi vikunnar. Hún að- stoðaði m.a. við fyrstu skóflu- stunguna að nýju útisvæði við Iþróttamiðstöðina en þegar hún kom við í útibúi Ný- sköpunarmiðstöðinni fékk hún óvæntan glaðning. Frosti Gíslason og félagar hans í útibúinu höfðu útbúið nesti fyrir ráðherrann, sérmerkt samlokubrauð með merki Sjálfstæðisflokksins. Uppá- tækið vakti mikla kátínu meðal viðstaddra og tók ráðherrann brauðið með sér í höfuð- borgina. Aðaltilgangur ferðarinnar var hins vegar að kynna nýja menntastefnu í Eyjum en það gerði Þorgerður í sal FIV. Fundurinn þótti takast vel og var ágætlega sóttur en nánar er fjallað um kynningu nýrrar menntastefnu á síðu 13. Ályktun stýrihóps vegna ferjusiglinga: Leita að skipi sem hentar - Gamli Herjólfur notaður áfram, fínnist slíkt skip ekki. - Jafnvel inni í dæminu að sigla í Landeyjahöfn á sumrin en til Þorlákshafnar yfir vetrartímann Eins og fram hefur komið í fréttum, ákvað ríkisstjórnin í síðustu viku að hætta samningaviðræðum um smíði nýs Herjólfs. Málinu verði frestað fram í mars á næsta ári en þá verði það endurmetið. Þetta er gert vegna aðstæðna í efnahagslífi landsins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, lýsti því yfir, þegar þetta lá ljóst fyrir, að þetta væru vonbrigði. Haft var eftir honum að ríkið hlyti að halda úti grunnþjónustu eins og samgöngum, sama hvað á bjátaði í efnahags- málum. Þá óskaði hann eftir því að stýrihópurinn, sem hann situr í vegna ferjusamgangna, yrði kallaður saman í þessari viku. Og stýrihópurinn fundaði á þriðju- dagsmorgun. Elliði segir að þar hafi verið farið yfir málin og hann hafi lýst yfir vonbrigðum sínum fyrir hönd samfélagsins í Eyjum með þessa niðurstöðu. Hópurinn hafi reifað hvaða möguleikar -væru í stöðunni. Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundi stýrihópsins:- Ferja í nýja Landeyjahöfn „Efnahagsástandið á Islandi hefur nú sett smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju í uppnám og hefur ráðuneyti sam- göngumála fallið frá því að ferja verði keypt á meðan gjaldeyris- kreppa ríkir hér á landi. Málið verður tekið upp að nýju þegar betur árar í fjármálum þjóðarinnar í Ijósi þeirra forsendna sem þá verða uppi. Ráðgert var að Landeyjahöfn yrði tilbúin síðla sumars 2010 og enn er stefnt að því að sú áætlun haldi. En þar sem nú liggur fyrir að ný ferja verður ekki tilbúin á þeim tíma er nauðsynlegt að leita annarra leiða. Stýrihópur um Landeyjahöfn hefur einkum rætt tvo möguleika: Annars vegar að nota gamla Herjólf eða hins vegar að leigja tímabundið annars staðar frá ferju sem hentar aðstæðum betur. Herjólfur ristir rúma 4 metra á meðan gengið var út frá því að heppileg ferja risti ekki dýpra en 3,3 metra. Vegna djúpristu Herjólfs eru frátafir áætlaðar 5-10% af tímanum og yfir vetramánuðina jafnvel upp í 20%. Svo miklar frátafir eru ekki ásættanlegur kostur. Því er ætlunin að hefja Ieit að leiguferju þar sem frátafir væru svipaðar eins og upphaflega var lagt af stað með, 3%. Ef sú leit skilar ekki viðunandi ár- angri verður reynt að nota gamla Herjólf. Til að lágmarka óhjákvæmi- legar frátafir myndi hann sigla til Landeyjahafnar frá apríl fram í nóvember en yfir vetrarmánuðina til Þorlákshafnar þegar tíðarfar er rysjóttara. Markmiðið með Landeyjahöfn og nýrri Vestmannaeyjaferju hefur ávallt verið að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar. Þó nú hafi komið bakslag í smíði á nýrri ferju vegna efnahagsástandsins munum við halda ótrauð áfram. Að baki þeim áföngum sem þegar hafa náðst liggur gríðarlegt starf fjölmargra og þar liggja verðmæti sem ekki mega tapast. Sá þröskuldur sem erfitt efna- hagsástand er þessari framkvæmd og þjóðmálum flestum, er ekki óyfir- stíganlegur og stýrihópurinn stefnir að því að sigla málinu í höfn." I stýrihópnum eiga sæti, auk Elliða, þeir Eirfkur Bjarnason og Róbert Marshall frá samgönguráðuneytinu, Sigurður Ass Grétarsson frá Sigl- ingastofnun, Kristín Haraldsdóttir frá Vegagerðinni og Unnur Brá Kon- ráðsdóttir, sveitarstjóri í Landeyjum. Fastlega má reikna með að sam- gönguráðuneytið sé samþykkt þess- ari niðurstöðu stýrihópsins þar sem tveir fulltrúar ráðuneytisins eru í hópnum. Bilun Herjólfs: Hægt að taka skipið upp fyrir norðan Nú hefur komið í ljós að það tekur rúmt hálft ár eða 34 vikur að fá varahluti í Herjólf en eins og áður hefur komið fram bilaði annar af jafnvægisuggum skipsins í sfðustu viku. Einn uggi hefur þó 60% virkni miðað við fulla ferð skipsins en ugginn hefur ekkert verið notaður síðan hinn bilaði. Hins vegar er hætt við að fleiri ferðir falli úr, nú þegar versta vetrarveðrið gengur yfir. Ekki þarf að sigla skipinu utan til viðgerðar þar sem hægt er að taka uggann út í flotkvínni á Akureyri. Bæjarráð tekur undir með stýri- hópnum Bæjarráð fjallaði um ferjumálið á fundi sínum á þriðjudag. Þar lýsti ráðið yfir vonbrigðum sínum með að samningaviðræðum um smíði skipsins hafi verið hætt. Bæjarráð bendir einnig á að í umfjöllun um efnahagsvanda hafi ríkisstjómin lýst því yfir að staðinn verði vörður um grunnþjónustu. Því bendir bæjarráð á að samgöngur teljast til grunnþjónustu rfkisins og á það jafnt við um Vestmanna- eyjar og aðra staði. Síðan er tekið undir ályktanir stýrihópsins og segir orðrétt í bókun bæjarráðs: „Bæjarráð hvetur samgönguráð- herra til að leita sem fyrst allra leiða til að bjóða út smíði skipsins á ný og verður það þá í þriðja skipti sem sú smíði verður boðin út. I ljósi efnahagsástandsins hvetur bæjarráð ennfremur til þess að allra leiða verði leitað til að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að bjóða í nýsmíðina. Að lokum leggur bæjarráð þunga áherslu á að haldið verði áfram með framkvæmdir í Landeyja- höfn sem hófust í haust með vega- gerð og verður í vetur unnið að gerð grjótvarnargarða. Næstu skref stýrihóps um framkvæmd- ina hljóta að verða kortlagning á millileiðum til að tryggja að hægt verði að nýta Landeyjahöfn til að bæta samgöngur til Vestmanna- eyja eigi síðar en 1. júlí 2010, til dæmis með leigu á skipi eða breytingum á núverandi Herjólfi." SMURSTÖÐOGALHLIÐA VÉLA-OGBÍLAVIÐGERÐIR <3JEí> ÞJÓNUSTUAÐIUTOYOTAÍEYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI. ne amar VÉLA-OGBlLAVERKSTÆÐI FLATIR21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.