Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 6
6 Frcttir / Fimmtudagur 20. nóvember 2008 Loks hægt að fá fisk í Eyjum Eitt af því sem aðkomufólk hefur oft velt fyrir sér í sambandi við Vest- mannaeyjar, er að hér skuli ekki vera starfrækt fiskbúð. Á stað, sem stærir sig af því að vera stærsta ver- stöð landsins, með besta aðgengi að fiskimiðum landsins og íbúafjölda yfir 4000 manns, skuli ekki vera hægt að kaupa ferskan fisk. Sá fiskur, sem í boði hefur verið í kæli- borðum matvöruverslana í Eyjum, er frystur og það sem mörgum hefur þótt hvað furðulegast af öllu, honum er pakkað uppi á landi. Hér áður fyrr, fyrir hálfri öld eða svo voru fiskbúðir í Eyjum, jafnvel fleiri en ein. Þar var yfirleitt nóg að gera en líklega stæðust þær verslanir ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag, t.d. um þrifnað og aðbúnað. Þá var vöruúrvalið ekki mikið og ein- skorðaðist yfírleitt við nýja ýsu, nætursaltaðan fisk og saltftsk. Um- búðirnar voru svo gömul dagblöð sem fiskinum var pakkað í. Þetta var sem sagt allt upp á einfaldasta máta en virtist bara ganga þokkalega enda ekki mikil yfirbygging sem fylgdi þessum rekstri. Síðast mun hafa verið reynt að reka fiskbúð í Vestmannaeyjum fyrir u.þ.b. fimmtán árum. Það var Berg- ur bakari í félagi við Björgvin Jó- hannsson og voru þeir með verslun- ina við Herjólfsgötu í húsinu þar sem Tölvun er nú með sitt aðsetur. Sú verslun gekk ekki lengi og gáfust þeir félagar upp á rekstrinum. Síðan hefur ekki verið fiskbúð í Eyjum, nema það sem fengist hefur í frysti- skápum í matvöruverslunum og þá sjaldnast um fisk frá Eyjum að ræða heldur innfluttan. En nú hefur orðið nokkur breyting á. Tveir aðilar, báðir í fiskverkun, bjóða nú bæjarbúum upp á að kaupa nýjan fisk og reyndar saltaðan lika. Og meira að segja er boðið upp á heimsendingarþjónustu. Viðbrögðin hafa verið góð Þau Viðar og Guðmunda, hjá Fisk- vinnslu VE, byrjuðu fyrir nokkrum vikum þegar þau auglýstu fisk til sölu og gat fólk komið inn á Eiði og keypt fisk hjá þeim. Viðar segir að þetta tengist ekki kreppunni á neinn hátt. „Við vorum byrjuð á þessu áður en kreppan hófst og málið var ein- faldlega það að fólki fannst vanta aðgengi að fiski í útgerðarbænum Vestmannaeyjum. Við ákváðum að prófa þetta og þau viðbrögð sem við fengum urðu til þess að við ákváð- um að halda áfram.“ Það úrval, sem boðið er upp á hjá þeim, er ný línuýsa, beinlaus með roði, á 600 kr. kílóið og svo er hægt að fá hana roðlausa líka á 700 kr. kg. Þá er hægt að fá saltfisk, útvatnaðan eða óútvatnaðan á 600 kr. kg, sem verða að teljast góð kaup. Þá er einnig hægt að fá keyptan humar, fyrir þá sem vilja hafa meira við, en hann er að sjálfsögðu nokkuð dýrari. Viðar segir að þó svo að fasta úrvalið miðist við þessar tegundir, þá sé oft hægt að útvega aðrar teg- undir. „Ef t.d. einhvern langar í þorsk eða skötusel, þá er jafnvel hægt að bjarga því þó að ekki sé hægt að lofa því að það sé til á VIÐAR: Það úrval, sem boðið er upp á hjá þeim, er ný línuýsa, beinlaus með roði, á 600 kr. kílóið og svo er hægt að fá hana roðlausa líka á 700 kr. kg. hverjum degi,“ segir Viðar og bætir því við að fólk geti komið og keypt fiskinn hjá þeim inni á Eiði en einn- ig sé mögulegt að senda heim til þeirra sem þess óska. Viðar segir að ekki sé ólíklegt að fólk hugi meira að fiskneyslu þegar kreppir að og velta þarf því meira fyrir sér hvað pyngjan þolir. „Við ætlum að halda þessu áfram. Þegar fólk veit að hér fæst nýr fiskur, á viðráðanlegu verði, þá sjálfsagt eykst þetta enn frekar. Nú, og svo er þetta bæði hollur og góður matur,“ sagði Viðar Elíasson. Hægt að panta fisk og fá hann heimsendan Fiskvinnslan Godthaab í Nöf hefur einnig hafið sölu á neyslufiski, eins konar fjarsölu. Þóra Hrönn Sigur- jónsdóttir, hjá Godthaab í Nöf, segist hafa fengið hugmyndina fyrir tveimur mánuðum. „Þá var ég á sóknarbrautarnámskeiði hjá Frosta Gísla og ætlaði að gera áætlun um fiskbúð í Eyjum. Mér varð fljótlega ÞÓRA: Það sem Godthaab býður upp á er ný ýsa, roðlaus og beinlaus eða með roði, reykt ýsa, saltfiskhnakkar, tillnínir í pottinn og svo harðfiskur. Ijóst að þar var of mikið í fang færst en út frá því spratt þessi hugmynd, að bjóða upp á fisk, þar sem fólk getur verið í áskrift eða farið, þegar því hentar, inn á síðuna okkar, pant- að fisk og fengið heimsendan Eg hafði allt sem til þurfti, fiskinn og aðstöðuna og vatt mér í það að láta útbúa heimasíðuna okkar sem er www.godthaab.is og er í raun þungamiðjan íþessu. Þarerhægtað sjá allt sem á boðstólum er, verð og annað og hægt að ganga frá pönt- unum. Eg hef fengið þau viðbrögð að heimasíðan sé mjög notendavæn og því þarf enginn að vera hræddur við að panta á netinu þó að hann hafi ekki gert það áður, svo má alltaf hringja ef viðkomandi hefur ekki aðgang að tölvu.“ Það sem Godthaab býður upp á er ný ýsa, roðlaus og beinlaus eða með roði, reykt ýsa, saltfiskhnakkar, roð- lausir og beinlausir, tilbúnir í pott- inn og svo harðfiskur. Þóra Hrönn segir að viðbrögðin hafi verið alveg frábær, bæði við heimasíðunni og hugmyndinni. „Meira að segja var hringt í mig ofan af landi í síðustu viku og spurt hvort við sendum ekki upp á land. Eg svaraði um hæl að það væri ekkert mál, bætti því sem snöggvast inn á heimasíðuna og við erum búin að fá nokkrar pantanir ofan af landi í kjölfarið." Aðspurð, hvernig sé að reka fiskbúð f plássi þar sem nokkur hluti íbúanna býr að því að þurfa ekki að kaupa fisk, þ.e.a.s. fjölskyldur sjó- manna, segir Þóra Hrönn að þeir aðilar geti þurft á þeim að halda. „Ég veit að sumar konur segja: -Ég fæ alltaf físk. En við erum með ýmislegt sem þær fá ekki hjá sínum körlum, t.d. reykta ýsu, saltaða þorskhnakka og svo harðfisk sem er hollt og gott nesti handa krökkunum í skólann. Þó svo að mörg heimili séu sjálfum sér nóg með það sem við köllum soðningu, þá getur þetta verið góð viðbót.“ Þóra Hrönn segir að strax eftir að heimasíðan var opnuð, hafi einn haft samband sem vildi frekar fá þorsk en ýsuna sem boðið er upp á á síðunni. „Það er næsta skref hjá okkur að græja það, auðvitað bætum við úr því. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi Svo vil ég benda á að það er hægt að koma niður í Godthaab og kaupa fiskinn beint þar. Það er líka hægt að nota heima- síðuna og vera í áskrift eða bara panta og fá sent heim þegar manni hentar. Við erum enn að þróa þetta og stefnum að því að bjóða upp á fleira í framtíðinni. En viðtökurnar í byrjun lofa mjög góðu og við vonum að fólk nýti sér þessa þjón- ustu okkar, bæði hér í Eyjum og uppi á landi. Við bara berjumst áfram í þessu og ef fólk hefur einhverjar sérstakar óskir þá er bara að koma þeim á framfæri við okkur. -Þeir fiska nefnilega sem róa, sagði afi, Óskar Matt, alltaf og það hef ég haft að leiðarljósi," sagði Þóra Hrönn að lokum. Sigurg. Asókn í að búa í Eyjum „Síðustu vikur höfum við fundið fyrir miklum áhuga fólks á búsetu í Vestmannaeyjum. Margar fyrir- spumir hafa borist, bæði til mín og atvinnurekenda," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. Efnahagsástandið hefur gert það að verkum að margir höfuðborg- arbúar líta til landsbyggðarinnar í von um atvinnu. Bæjarstjóri í Snæfellsbæ og sveitarstjóri í Skagafnði taka í sama streng og segja umleitanir um atvinnu hafa aukist töluvert upp á síðkastið, og von sé á að enn bætist við. Spurður um atvinnuhorfur þeirra sem kjósa að flytja til Vestmannaeyja, segir Elliði að góðir hlutir gerist hægt. „Við erum kannski ekki alveg tilbúin til að útvega atvinnu fyrir alla einn, tveir og þrír. Hér er hins vegar nægt húsnæði og feikilega mikil þjónusta. Við höfum hér stórt sjúkrahús, dvalarheimili aldraðra, framhaldsskóla, tvo bamaskóla og þrjá leikskóla og gætum auðveldlega, og með mjög litlum breytingum, þjón- ustað um 7.000 manns, þótt hér búi einungis um 4.000 manns.“ í fyrsta sinn í átján ár mældist fjölgun á íbúum bæjarins fyrri hluta ársins. Elliði segir þar mestu ráða væntingar fólks um stórbreyttar samgöngur með ferju í Landeyjahöfn. „En fólk er líka að flytja hingað vegna þess að á næstu árum verða lífsgæðin á stöðum eins og þessum meiri en annars staðar. Hér er fólk ekki að missa vinnuna, stór hluti sam- félagsins er tekjuhár og með tiltölulega trygga atvinnu. Hinn mikli samfélagslegi vilji til að lifa af sjávarútvegi og gera það besta úr auðlindinni breyttist ekkert í þensluumhverfinu. Við erum fiskveiðisamfélag og það eina sem getur breytt því eru misvitrar ákvarðanir og vanhugsuð örþrifa- ráð stjómmálamanna," segir Elliði. www.visir.is Landakirkja: Helgi Hróbjartsson, kristniboði, í heimsókn Sr. Helgi Hróbjartsson, kristniboði, kemur í heimsókn til Vestmannaeyja um helgina. Hann prédikar við messu í Landakirkju á sunnudag kl. 14 og efnir síðan til samverustundar í KFUM&K heimilinu við Vest- mannabraut kl. 17. Margir Eyja- menn þekkja Helga mætavel og hans löngu og farsælu þjónustu. Lengstan hluta starfsævinnar hefur hann verið kristniboði í Eþíópíu í Afríku og hefur frá mörgu að segja, enda þekkir hann fólkið sitt mjög vel þar og heima. Hann hefur verið kennari víða og þjónað sem prestur í Hrísey. Hann hefur opnað tugi skóla fyrir börn og fullorðna í Eþíópíu, flogið þar um allt og boðað kristna trú. Allir eru velkomnir til kirkju og í samveruna síðar um daginn. Knattspyrnuhúsið: Hafa allt að sex vikur til að svara [ — - “f •- — — -r L » r Afstöðumynd úr einu tilboðanna sem bárust í síðustu viku. Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Frétta voru tilboð í nýtt fjölnota íþróttahús opnuð í síðustu viku. Steini og Olli ehf. átti lægsta aðaltilboðið að upphæð rúmar 347 milljónir króna en lægsta fráviks- tilboðið átti Smíðandi eða upp á um 340 milljónir. Samkvæmt heimildum Frétta eru tilboðin jafn fjölbreytt og þau eru mörg en Vestmannaeyjabær bauð upp á aðra valmöguleika en þá sem fjallað var um í útboðinu. Sömu heimildir herma að í það minnsta eitt tilboðanna sé í stækkanlegt hús og er tilboðið undir kostnaðar- áætlun bæjarins. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fengust hjá Vestmannaeyjabæ, hafa starfsmenn sex vikur til að svara tilboðunum. Tilboðin sem bárust voru fjölmörg og eins og gefur að skilja tekur talsverðan tíma að fara yfir þau, reikna út kostn- aðaráætlanir og þar fram eftir götunum en engu að síður hefur stefnan verið sett á að svara tilboðunum sem allra fyrst, jafnvel á næstu vikum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.