Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 20. nóvember 2008 7 Hugmynd Fríðu Sigurðardóttur að menningarhúsi: Upplifun gesta magnast við innganginn - Elliði Vignisson, bæjarstjóri, hrifinn af hugmyndinni Fríða Sigurðardóttir, arkitekt, kynnti í síðustu viku tillögu að menningarhúsi í Vestmannaeyjum sem hún vill byggja á Pompei- svæðinu. Hugmynd hennar er að húsið að Gerðisbraut 10, sem komið var niður á sumarið 2007, verði grafið upp og verði miðpunktur safnsins. Þarna vill hún líka sjá söfn sem tengjast sögu Vestmannaeyja, bæði sögulega og jarðfræðilega. Um tillöguna segir Fríða: -Ef notast er við innihald minnis sem upp- skrift að arkitektúr, kemur í ljós slóð uppgötvana í gegnum bygg- inguna. Við aðkomu vekur sérstætt útlit byggingarinnar athygli þar sem hún rís upp úr landslaginu. Að- koma að svæðinu er á jarðlaginu sem var fyrir gos en þegar gestir nálgast bygginguna rís landslagið upp í það sem það er í dag. Leið þeirra að húsinu liggur í gegnum fremur þröng og hlykkjótt göng. Uppgötvun gerist þegar gestir átta sig á því að dýpt gang- anna er það magn gosösku sem féll í Heimaeyjargosinu. Upplifunin magnast er jarðlagið hækkar og sprungan dýpkar. Ferlið heldur áfram við innkomu í bygginguna og gestir halda niður á neðri hæð hússins þar sem sýningar menning- arhússins er að finna. Er gestir ganga í gegnum rýmin sjá þeir skugga fólks í ofanljósunum í loft- inu. Gestir menningarhússins upp- götva þá að þeir eru að endurtaka sömu hlykkjóttu leiðina og þeir gerðu við innkomu í húsið og átta sig á tengslunum milli þess sem ofan jarðar er og neðan. I hugan- um fara þeir í gegnum leiðina sem þeir hafa þegar farið og endurtaka leikinn, nú neðanjarðar. Eins og það hafi sjálft lent í hamförum Þegar göngu í gegnum sýningar- rýmin er lokið færa gestirnir sig inn í „tilraunasalinn" sem er salur er sýningarrýmin umlykja. Þar gefst krökkum á öllum aldri kostur á að upplifa náttúruöfl landsins í þar til gerðum hermum, sem og að fræðast um umhverfi sitt og jarð- fræði í gegnum tilraunir og þrautir. Ennfremur bíður gesta þar enn ein uppgötvunin. A veggj- unum eru gluggar út í sýningar- salina sem aðeins er hægt að horfa út um en ekki öfugt. Þá sjá gest- irnir aðra gesti sem eru í sömu sporum og þeir voru í áður. Þar með eru komin fjögur lög af uppgötvunum sem örva heilann og bæta minnið. Afgangurinn af húsinu hýsir upp- grafið hús, Gerðisbraut 10, kaffi- hús, gallerí, samkomusal og skrif- stofur starfsmanna. Byggingin er grafin til hálfs í jörðu og Iítur út fyrir að hafa sjálf gengið í gegnum náttúruhamfarir. Veggirnir halla eilítið út og klæðningin er örlítið skökk, ásamt síðum og mjóum gluggum sem út úr henni eru skomir. Innveggir hal- last einnig og tvístrast að neðan og myndar spmngur sem krakkar geta leikið sér í. Endurheimt gamalt útsýni Mikilvæg útsýni eru „römmuð inn“ og endurheimtir Gerðisbraut 10 út- sýni sitt að Heimakletti, sólsetrinu, LÍKAN af menningarhúsinu, byggt í sneiðingu. Það sýnir legu byggingarinnar í landslaginu, gamla og nýja jarðveginn, ásamt umhverfi. dalnum og Helgafelli, að viðbættu Eldfelli. Þakið er notað sem útsýnispallur en hluti þess er „siginn" sem gerir það að verkum að hægt er að gægj- ast inn í bygginguna og niður á Gerðisbraut 10, sem líklega hefur misst þak sitt undan gjóskuþunga í gosinu. Menningarhúsið býður upp á fjöl- breytta starfsemi sem í senn er ætluð Vestmannaeyingum, gestum þeirra og ferðamönnum. Mannlíf dafnar hvort sem um er að ræða á þeim mörgu sýningum sem í húsinu eru, í tilraunasalnum, á kaffihúsinu, í samkomusalnum, í bakgarði Gerðisbrautar 10 eða hreinlega inni í veggjunum, segir Fríða. Verkefnið vann Fríða á 20 vikum og er það lokaverkefni hennar í mastersnámi í arkitektúr við Savannah College of Art and Design í Bandaríkjunum. Fékk hún hæstu einkunn og verðlaun fyrir tillögu sína að Menningarhúsi í Eyjum. Vönduð vinnubrögð Elliði Vignisson, bæjarstjóri skoðaði hugmyndir Fríðu og þótti mikið til koma. „Hugmyndir Fríðu voru skemmtilegar og vinnan vönd- uð. Hún hugsaði bygginguna greinilega út frá stefnu okkar í safna- og menningarmálum. Við erum af sjálfsögðu stolt af því að Vestmannaeyjar skyidu verða fyrir valinu hjá Fríðu enda er hún greini- lega ein af efnilegustu arkitektum landsins um þessar mundir og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni." AXÓMETRÍSK teikning sem tekin hefur verið í sundur sýnir innra skipulag byggingarinnar. Leið gesta í gegnum húsið er gefin til kynna með bláum lit sem smám saman breytist í gulan þegar nær dregur enda leiðar. Teikningin sýnir ennfremur uppröðun rýma, strúktúr og útsýnisganga. Hún sýnir uppbyggingu þaks og hvernig það er notað sem útsýnispailur og ofanljós sem varpar ljósi á og myndar sjónræn tengsl við hina uppgröfnu Gerðisbraut 10 af þaki hússins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.