Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 20. nóvember 2008 15 |Handbolti: ÍBV-ÍR 28:38 Oþarflega stórt tap á heimavelli - allt of margt sem fór úrskeiðis hjá Eyjamönnum Eyjamenn geta nagað sig í handar- bökin eftir leik sinn gegn IR um helgina en lokatölur urðu 28:38. Lokatölumar gefa þó engan veginn rétta mynd af gangi mála enda gáfust Eyjamenn hreinlega upp á lokamínútunum, eitthvað sem lið ÍBV hafa ekki verið þekkt fyrir í gegnum tíðina. ÍR-ingar eru á toppi I. deildar á meðan IBV er í neðri hlutanum en þó var enginn sjáan- legur getumunur á liðunum tveimur. Mistök heimamanna og á köflun ótrúlegt einbeitingarleysi gerði það hins vegar að verkum að gestirnir fóru burt með tvö stig í farteskinu. Leikurinn var í jámum til að byrja með, liðin skiptust á að skora en fljótlega náðu IR-ingar undir- tökunum. Þeir náðu mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik en Eyjamenn náðu að laga stöðuna í 15:17. I raun hefðu heimamenn átt að gera mun betur en mistök á mis- tök ofan, bæði í vörn og sókn, gerðu möguleikaþeirraaðengu. Kolbeinn Amarson, markvörður IBV, var hins vegar öflugur í fyrri hálfleik, varði 13 skot og hélt sínum mönnum lengi vel inni í leiknum. Síðari hálfleikur var jafn framan af, liðin skiptust á að skora og mun- urinn hélst í þremur til fjórum mörkum. Svavar Vignisson, þjálfari IBV kom inn á í síðari hálfleik, og hefði að ósekju mátt spila meira enda enn einn af öflugustu línu- mönnum landsins. En undir lokin datt botninn úr leik ÍBV, gestirnir gengu á lagið og skoruðu hvert markið á fætur öðru og unnu að FYRIRLIÐINN Sigurður Bragason ásamt hornamanninum Grétari Eyþórssyni en þeir félagar voru ekki sáttir í leikslok. lokum með tíu marka mun. upp á vantaði í leik ÍBV að þessu Það var í raun ekkert eitt atriði sem sinni, heldur voru það mörg smá- atriði sem urðu til þess að leikur liðsins komst aldrei á flug. Eyja- menn sýndu ágætis rispur en þess á milli sáust ótrúleg mistök og ein- beitingarleysi. Sem dæmi komu aðeins tvö mörk úr homunum þrátt fyrir fjölmörg góð færi og verður að nýta þau mun betur. Þá verða leik- menn ÍB V að gera sér grein fyrir því að þeir leika í næstefstu deild og dómgæslan verður alltaf eftir því. Bestu dómarar landsins koma ekki til að dæma í 1. deild í Vestmanna- eyjurn þannig að tuð í dómurum skilar engu, sama hversu góðir eða lélegir dómaramir eru. Það er hins vegar á nógu að byggja og algjör óþarfi að vera með einhverja minnimáttarkennd gagnvart öðrum liðum í deildinni enda á ÍBV að geta mun rneira en liðið sýndi í dag. Mörk IBV: Sigurður Bragason 13, Sindri Haraldsson 7, Vignir Stefánsson 3, Davíð Oskarsson 1, Leifur Jóhannesson I, Sindri Olafs- son 1, Svavar Vignisson I. Davíö Oskarsson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 16. Staðan ÍR 8 7 0 1 256:208 14 Grótta 7 6 0 1 226:169 12 Selfoss 8 6 0 2 264:204 12 Haukar U 8 5 0 3 225:200 10 Afturelding 8 4 0 4 223:198 8 ÍBV 7 2 0 5 205:227 4 Fjölnir 8 1 0 7 159:258 2 Þróttur 8 0 0 8 162:256 0 Fimleikar Glæsilegur árangur hjá Eyjakrökkunum Fimleikafélagið Rán fór um helgina með glæsilegan hóp af fim- leikakrökkum sem tók þátt í Haust- móti í þrepum íslenska fimleikastig- ans en mótið fór fram í Laugarbóli, íþróttahúsi Armenninga. A þrepa- mótum reyna keppendur við nýtt þrep meðan aðrir fullkomna æfrngar sínar í sama þrepi og síðast. Keppendur Ránar náðu frábærum árangri um helgina. Allir keppendur bættu sig töluvert og tók félagið ellefu verðlaunapeninga heim. Flestir keppendur Ránar voru að reyna við nýtt þrep eða að keppa í fyrsta skipti. Verðlaunahafar f drengjaflokki voru: Daníel Smári Víkingsson sem keppti í 1. þrepi drengja en hann fékk silfurverðlaun í gólfæfmgum. Hjálmar Karl Guðnason og Tindur Snær Sigurbjörnsson kepptu báðir í 2. þrepi. Hjálmar fékk brons- verðlaun í stökki en Tindur nældi sér í tvenn silfurverðlaun, trampólín- Hópurinn sem keppti á íslandsmótinu fyrir hönd Ránar. æfingum og stökki. Gunnar Þór Stefánsson vann fyrstu verðlaun með samanlögðum árangri í 3. þrepi drengja. Verðlaunahafar í stúlkna- flokki voru: Guðrún Kristín Vil- hjálmsdóttir sem keppti í 1. þrepi stúlkna 14 ára og eldri en hún vann til tvennra silfurverðlauna í tramp- óh'næfmgum og var í öðru sæti með samanlögðum árangri. Gígja Sunneva Bjarnadóttir keppti í 1. þrepi 10 ára stúlkna en hún vann til gullverðlauna í gólfæfingum og varð í öðru sæti með samanlögðum árangri. Asta Lilja Gunnarsdóttir og Guðrún Svanlaug Gunnarsdóttir kepptu báðar í 2. þrepi 14 ára og eldri. Asta vann til silfurverðlauna í æftngum á dýnu og Guðrún vann einnig til silfurverðlauna í gólf- æftngum. Arangur Ránar er frábær og ljóst er að þjálfarar félagsins eru að vinna gott starf. ■ Handbolti, yngri flokkar Þriðji flokkur karla byrjar íslandsmótið á sigri - góður árangur yngri flokka á íslandsmótinu um helgina Strákamir í 3. flokki karla hófu leik á Islandsmótinu um helgina þegar flokkurinn fékk Gróttu í heimsókn. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að hafa forystuna en staðan var þó jöfn í hálfleik 12:12. I seinni hálfleik sýndu Eyjamenn síðan hvers þeir eru megnugir, keyrðu yfir gestina frá Reykjavík og unnu leikinn með fimm mörkum 28:23. Strákamir leika í A2 deildinni í vetur og það verður gaman að fylgjast með gengi þessa efnilega flokks. 3. flokkur kvenna spilaði annan leik sinn á Islandsmótinu um helgina en flokkurinn tók á móti Haukum. Leikurinn var allan tímann í höndum ÍBV en staðan í hálfleik var 17:7. í seinni hálfleik var það sama uppi á teningnum en Eyjastelpur gjör- sigruðu Hauka með tíu mörkum 30:20. Flokkurinn leikur í 1. deild í vetur. Stelpumar í 4. flokki tóku á móti Haukum um helgina en 4. flokkur spilar í 1. deild í vetur. Fyrir þennan leik hafði flokkurinn spilað tvo leiki, unnið einn og tapað einum, það var því við spennandi leik að búast. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eitt mark skildi liðin íhálfleik 14:13. í seinni hálfleik tóku Eyjastelpur öll völd á vellinum og kaffærðu gestina frá Hafnarfirði. Lokatölur í leiknum urðu 30:21 ÍBV x vil. Peyjamir í 4. flokki hófu leik á fslandsmóti með þremur leikjum um helgina. Fyrsti leikur strákanna var gegn KR. ÍBV vann leikinn með fjóram mörkum en jafnt var á með liðunum alveg til loka leiks. Næst sóttu strákarnir IR-inga heim. Eyjamenn sýnd ekki sitt rétta andlit og töpuðu leiknum með sextán mörkum 34:18 en spurning er hvort leikurinn gegn KR hafi eitthvað staðið í okkar mönnum en báðir leikimir fóru fram sama dag. Þriðji leikurinn var gegn Aftureldingu en jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik rúllaði Afturelding yfir peyjana og vann leikinn 21:30. Strákamir eiga þó enn mikið inni en flokkurinn leikur í 2. deild í vetur. íþróttir Töpuðu öllum leikjunum Um helgina fór 11. fiokkur karla í körfubolta til ísafjarðar að keppa á sínu öðru móti í vetur. Einungis löm sjö leikmenn með en fjórir sterkir leikmenn komust ekki sökum veikinda og meiðsla. Þess vegna var ljóst að þetta mót myndi reynast flokknum erfitt. Svo fór að flokkurinn tapaði öllum leikjum sínum. ÍBV-UMFN 48-69 KFÍ-ÍBV 100-69 ÍBV-Fjölnir 50-97 ÍBV-Breiðablik 68-102 í síðuslu viku léku 7. og 10. flokkur karla á öðru móti sfnu í vetur. Skemmst er frá því að segja að árangur flokkanna var frábær. 7. fiokkur varð í fyrsta sæti í sínum riðli og 10. flokkur lenti í 3. sæti í sínum riðli. Steini Gunn aftur í þjálfun Þorsteinn Gunnarsson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari allra flokka hjá Grindavík og hann mun einnig verða til aðstoðar í meist- arafiokki. Þorsteini var sagt upp störfum hjá Stöð 2 Sport um síðustu mánaðamót og nú mun hann koma að fótboltanum á annan hátt, en hann verður í hluta- starfi hjá Grindavík. Þorsteinn er enginn nýgræðingur í þjálfun því að hann var á sínum tíma þjálfari hjá ÍBV. Þorsteinn er búinn með tvö þjálfarastig og ætlar að halda áfram að afia sér þjálfaramennt- unar á næstunni. Margréti líst vel á riðilinn fslenska kvennalandsliðið er í sannkölluðum dauðariðli á Evrópumólinu sem fram fer í Finnlandi sumarið 2009. ísland lenti í riðli með Heims- og Evrópumeisturum Þjóðverja, Frökkum og Norðmönnum þegar dregið var í hádeginu á þriðju- daginn. Eyjapæjan Margrét Lára Viðarsdóttir, framherji íslenska landsliðsins, hafði þetta um drátt- inn að segja. „Mér líst stórvel á þetta, þetta er verðugt verkefni og okkar frumraun verður heldur betur spennandi og erfið. Við hefðuin ekki getað lent í erfiðari riðli, við erum komnar í þessa keppni á þeim forsendum að við erum eitt af tólf bestu liðum Evrópu og nú er bara að fara enn ofar,“ sagði Margrét Lára. „Þetta verður verðugt verkelni, en líka gaman. Við eigum ágætis mögu- leika og förum með það fyrir stafni að sjálfsögðu." Framundan Föstudagur 21. nóvember Kl. 16.45 FylkirB-ÍBVB 4. II kv. Kl. 19.00 Fram-ÍBV 4. fl. kv. Kl. 20.00 FH2-ÍBV 3. II. karla. KI. 21.00 Haukar-ÍBV 3. fl. karla. Laugardagur 22. nóvember Kl. 12.15 FH-ÍBV 3. fl. kv. Kl. 13.00 ÍR-ÍBV 4. fl. kv. Kl. 14.00 Þróttur-ÍBV l.deildkk. Ki. 16.00 FH-ÍBV 2. deild kvk. Kl. 16.00 Valur-ÍBV 4. fl. kvenna. Kl. 20.00 Selfoss2-ÍBV 3. fl. kk. Sunnudagur 23. nóvember Kl. 10.00 Víkingur-ÍBV 4. fl. kvk. Kl. 13.00 ÍBV-IR 4. fl. karla. Kl. 13.30 ÍR2-ÍBV 3. fl. karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.