Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 2
Frcttif / Fimmtudagur 27. nóvember 2008 Landssamband íslenskra útvegsmanna vill úr Samtökum atvinnulífsins vegna vilja SA til að ganga í ESB Skiptar skoðanir um Evrópu- sambandsaðild meðal Eyjamanna Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur samþykkt einróma að verði Samtökum atvinnulífsins beitt fyrir inngöngu Islands í Evrópu- sambandið þá muni stjórn LÍÚ leggja til við félagsmenn að LÍÚ segi sig úr Samtökum atvinnulífsins. I fjölmiðlaumræðu á undanförnum vikum hefur greinilega komið fram að hugur margra innan Samtaka atvinnulífsins stendur til inngöngu í ESB. Forystumenn samtakanna hafa t.d. lýst vilja sínum til samninga- viðræðna um inngöngu. Ljóst er að samtökin eru klofín í afstöðu sinni til ESB. Þeir félagsmenn sem tengjast útgerð og fiskvinnslu eru flestir mót- fallnir aðild en aðrir virðast flestir vera því hlynntir að hefja samninga- viðræður. Bréf til félagsmanna A mánudag var eftirfarandi bréf sent út til félagsmanna LIÚ og SF: „Frá því að Samtök atvinnulífsins voru stofnuð hefur það legið fyrir að samtökin beiti sér ekki í málefnum sem ganga gegn grundvallarhags- munun einstakra aðildarsamtaka. Þess vegna hafa Samtök atvinnulífs- ins ekki tekið afstöðu með eða á móti inngöngu Islands í Evrópusam- bandið. Mikil breyting hefur orðið á málflutningi fyrirsvarsmanna Sam- taka atvinnulífsins á síðustu mánuð- um án þess að formlegri afstöðu samtakanna hafi verið breytt. Stjórnarmenn í Samtókum atvinnu- lífsins frá aðildarsamtökum í sjávar- útvegi hafa eindregið farið þess á leit að Samtökum atvinnulífsins verði ekki beitt í málinu, heldur verði það verkefni einstakra aðildarsamtaka að halda skoðun sinni á lofti. Málið var til umfjöllunar á síðasta stjórnar- fundi Samtaka atvinnulífsins og þar var stefnu samtakanna ekki breytt. Stjórn LIÚ hefur fjallað um málið og samþykkt einróma að verði Samtökum atvinnulífsins beitt fyrir inngöngu Islands í Evrópusam- bandið þá muni stjórnin leggja það til við félagsmenn að LIÚ segi sig úr Samtökum atvinnulífsins. Nú hefur framkvæmdastjórn Sam- taka atvinnulífsins, þrátt fyrir að við höfum óskað eftir að málið verði áfram á vettvangi stjórnar samtak- anna, ákveðið að fram fari skoðana- könnun meðal aðildarfyrirtækja um það hvort fyrirtækin vilja að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir aðild Islands að Evrópusambandinu. Við fórum þess á leit þegar ljóst var að ekki var stuðningur fyrir því í framkvæmdastjórn Samtaka at- vinnulífsins að halda óbreyttri stefnu að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnu- lífsins verði spurð um það hvort þau vilji að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru þrátt fyrir að því fylgi afsal á yfirráðum yfir fiski- miðunum við ísland og að forræði á samningum um sameiginlega fiski- stofna færist til ESB. Þessari ósk okkar var hafnað. Þá fórum við þess einnig á leit að spurt verði hvort að- ildarfyrirtæki Samtaka atvinnulffsins séu hlynnt eða andvíg því að taka upp annan gjaldmiðil á íslandi í stað krónu án inngöngu í ESB. Þessari ósk okkar var einnig hafnað. Undir þetta bréf rita, fyrir hönd Landssambands íslenskra útvegs- manna og Samtaka fiskvinnslustöð- va, Adolf Guðmundsson formaður LIU, Eiríkur Tómasson varafor- maður LIÚ, Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LIU, Arnar Sigurmundsson formaður SF og Gunnar Tómasson varaformaður SF Útvegsbændafélagið sammála LÍÚ Þórður Rafn Sigurðsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, segir félagsmenn í Eyjum mjög svo sammála þessu. „Allir þeir sem hafa atvinnu af sjósókn og fiskverkun hljóta að vera þessu sammála. Ef við göngum í ESB þá missum við yfirráð yfir fiskimiðunum sem og samningsréttinn. Menn eru að tala um undanþágur en það er vitað að slfkar undanþágur eru aðeins gefnar til skamms tíma og gilda yfirleitt í eitt ár. Skotar og Irar í þessum at- vinnugreinum, menn sem vita um hvað málið snýst, hafa sagt við okkur að við skulum ekki láta okkur detta þetta í hug. Við tökum því heils hugar undir það sem segir í þessu bréfi," sagði Þórður Rafn Sigurðsson. í lagi að kanna hvað er í boði Stefán Friðriksson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að hjá Vinnslustöðinni séu menn mjög á sömu nótum og stjórn LÍÚ. „Persónulega finnst mér reyndar að athuga megi hvað er í boði. Ef aftur á móti verður ekki tekið tillit til okkar sjónarmiða og við fáum ekki að stjórna okkar auðlindum, þá höfum við ekkert þangað að gera. Eins og umræðan er í dag þá virðist það eiga að bjarga öllu að ganga í ESB. Ég sé það ekki fyrir mér sem einhverja allsherjar lausn enda er ástandið ekki beysið í öllum þeim Evrópulöndum sem eru í ESB," sagði Stefán Friðriksson. Einar Bjarnason, hjá Godthaab í Nöf, segist telja að skoða þurfi bæði kosti og galla þess að sækja um aðild að ESB. „Þetta umhverfi, sem við erum að vinna í, er frekar óþægilegt um þessar mundir og ljóst að eitt- hvað verður að gera. Eg veit ekki með vissu hvað í þessu felst og hvernig sjávarútvegurinn mun koma út úr þessu en ég tel að það sé allt í lagi að skoða málið." Flamingó í nýtt og glæsilegt húsnæði Verslunin Flamingo flytur í nýtt hús- næði í dag. Gunnhildur Jónasdóttir, kaupmaður, hefur rekið verslunina í nítján ár við Heiðarveg en verslunin verður nú staðsett í nýja húsinu við Vesturveg, þar sem Baldurshagi stóð áður. I Flamingo fæst nýtísku dömu- fatnaður, skór og herrafatnaður og nóg að gera því Gunnhildur á marga góða viðskiptavini. „Við opnum í dag klukkan tíu," sagði Gunnhildur sem hefur haft í nógu að snúast undanfarið því unnið hefur verið að því að innrétta nýja húsnæðið síðastliðnar sex vikur. „Það hefur gengið mjög vel og við hófum unnið þetta mikið sjálf. Óðinn tengdasonur minn og Trausti vinur hans, hafa séð um smíði á innréttingum og svo notum við sumt af því sem við áttum fyrir. Það er auðvitað gaman að byrja með verslun í glænýju húsnæði. Við erum með tvö hundruð fermetra sem er nánast helmingi stærra en við höfum verið í og þar af leiðandi erum við með miklu betri lageraðstöðu." Gunnhildur verður með sömu vörumerki og hún hefur verið með en hefur tekið inn stærri stærðir og viðskiptavinir eru mjög ánægðir með það. Hún merkir ekki samdrátt Gunnhildur ásamt þeim Önnu Huldu Long og Ólöfu Helgadóttur vegna efnahagsástandsins en segir að verslunarmenn hafi verið syolítið á tánum og farið varlega. „Eg hef reyndar alltaf keypt svolítið inn eftir hendinni og geri ekki stórar pantanir. Þeir sem ég versla við úti eru allir skilningsrfkir og ég verð ekki vör við annað en vinsemd í okkar garð erlendis og það eru allir virkilega hjálpsamir." Gunnhildur er að byrja að taka inn vörur fyrir jólin enda mikil verslun framundan í desember. „Við erum að taka upp nýjar vörur og svo koma þær jafnt og þétt inn í verslunina. Flamingo verður með tískusýningu á konukvöldinu á laugardag þannig að það er nóg að gera, " sagði Gunn- hildur og var í framhaldinu spurð hvort hún eigi von á meiri verslun í Eyjum en undanfarin ár. „Fólk hefur verið að tala um að það ætli að versla hér heima og það væri auðvitað skemmtilegt. Ég á mjög góða við- skiptavini og fólk er almennt mjög jákvætt hérna." Hefur tískan ekki breyst mikiðfrá því þú byrjaöir með Flamingo? „Tískan hefur breyst mjög mikið frá því ég byrjaði með verslunina 1989 og maður getur ekki annað en flissað þegar myndir frá þeim tíma eru skoðaðar. Þá voru herðapúðarnir og viscos dressin allsráðandi. Nú er mikið um kjóla og leggings, fjólu- blár er mjög vinsæll og svart er alltaf vinsælt fyrir jólin. EMAMI kjóllinn er lfka mjög vinsæll núna en honum er hægt að breyta á marga vegu. Ef eitthvað er þá er meira um stutta kjóla núna en það er engin ein lína í gangi og hver og einn fínnur sinn eigin stfl," sagði Gunnhildur sem hlakkar til að hefja verslun á nýja staðnum. „Það má segja að lang- þráður draumur sé að rætast með því að flytjast í eigið húsnæði. Mér leið vel í húsnæðinu við Heiðarveg, byr- jaði með hárgreiðslustofu 1985 og setti svo upp verslun í húsnæði við hliðina 1989. Mér finnst hins vegar mikilvægt að miðbærinn er að þéttast og þar er að myndast góður miðbæjarkjarni. Þó við búum ekki á stórum stað þá skiptir það samt máli," sagði Gunnhildur og býður viðskiptavini velkomna á nýja staðinn. STOÐTÆKJAFRÆÐINGUR Guðmundur R. Magnússon, stoðtækjafræðingur verður með móttöku á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 19. nóvember. Tímapantanir í síma 565-2885 i Leiðrétting Á gömlu myndinni, sem birtist í síðasta blaði, af Eykyndilskonum við undirbúning á sjómanna- kaffi í KFUM húsinu, voru tvær kvennanna rangt tilgreindar. Hið rétta er að konan í efri röð, þriðja frá vinstri, er Sigurbjörg Magnúsdóttir, eiginkona Axels Halldórssonar og sú sem er önnur frá hægri í neðri röð er Elín Halldórsdóttir, eiginkona Agústs Sigfússonar og amma Guðbjargar, blaðamanns á Fréttum. l.des kaffi í Höllinni ídag Kvenfélagið Lfkn stendur fyrir árlegri kaffisölu í Höllinni í dag, fimmtudaginn 27. nóvember. Mikill undirbúningur hefur staðið yfir og t.d. voru 180 tertu- botnar bakaðir í eldhúsi Heil- brigðisstofnunar Vestmannaeyja en þar fá Lfknarkonur aðstöðu endar rennur allur ágóði af sölunni óskiptur til stofnunar- innar. Auk þess sjá milli fimm- tíu og sextíu félagskonur um að útbúa brauðtertur, heita brauð- rétti, kleinur og annað bakkelsi. Drífa Kristjánsdóttir, formaður Líknar, sagði að um þrjátíu konur ynnu við kaffisöluna í Höllinni og að dætur félags- kvenna kæmu sterkar inn enda mikilvægt að kynslóðirnar vinni saman að þessu verkefni. „Kaffisalan er fastur liður og mörg fyrirtæki koma á hverju ári með allt sitt starfsfólk. Styrkur félagsins liggur í þessum mikla stuðningi og við erum afar þakklátar öllum sem hafa komið að þessu mikilvæga starfi, " sagði Drífa og vonast til að sjá sem flesta í Höllinni í dag. Takk fyrir Við strákarnir í 5. flokki karla í handbolta fórum í góða ferð til Akureyrar og unnum við 5 af 7 leikjum okkar. Langar okkur að koma á framfæri þókkum til þeirra sem styrktu okkur: Vinnslustöð Vestmannaeyja, Kaupás / 11-11, Heildverslun Karls Kristmans, Arnór bakari og þá viljum við þakka öllum þeim bæjarbúum sem keyptu af okkur. Takk kærlega fyrir okkur. Strákarnir í 5. fl í handbolta Vantar festingar Lesandi Frétta hafði samband og vill hvetja verslunareigendur til að setja upp króka eða festingar fyrir utan verslanir sínar svo hægt sé að festa hunda f taumi meðan eigandinn skeppur inn og verslar. Lesandinn benti á að slfk festing væri fyrir utan Eyjatölvur og vonast til að aðrir taki það til fyrirmyndar. „Ef maður er að labba í bænum og vill skreppa inn í búð þá vantar festingar til að það sé mögulegt að binda hundinn. Ekki vill maður vera að þvælast með hundana inn í búðir, það er ekki viðeigandi," sagði hundaeigandinn og er annars mjög sáttur og ánægður með verslunareigendur í bænum enda vöruúrval og þjónusta til fyrir- myndar. Haustsmölun Tómstundabændur í Eyjum ætla að smala heimalandið næsta sunnudag Allir þeir sem hafa áhuga á útiveru og góðum félagsskap eru velkomnir til að hjálpa við smölunina. Mæting er við réttina suður á eyju klukkan 10.00. Féð verður nú sett í hús og fóðrað enda vetur genginn í garð. Útgefandi: Eyjasýn ohf'. á80378-0549 - Vestinaiinaoyjiini. Ritstjóri: Omai' Garðaissoa lUaiiaini'iin: Gudbjórg Sigurgcirsdóttir og .lúlíiis [ngasoa íþróttir: Ellert Sclieving. Ábyrgdarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Byjasýn/ Byjaprent. Vostinaiinaeyjiiiii. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar: 481 i:)00&481 3310. Myndriti: 481-i:íí)á Netfang^afpóstur Erettii@eyjafrettir.iB. Veffang: http/Avww.oyjal'i'ottir.is FRÉTTER koma út alla t'iniintiidaga. Blaðið er solt í áskrift og einnig i lansasölu á Klotti, Tvistinuni, Toppnum, Vöruval, Horjólfi, Mugliufnarvcrslunimii, Ki'ónuiiiii, Isjukanum, veralun 11-11 og Skýlinu i Fridurliöfn.. ERÉTEIR oru prentaðai i 2000 oiiitökmn. ERÉJITLK eru aðUar ad Samtökum bæjar- og héraSsfréttablada. EftLrprontun, hljóðritun, notkuii ljósniynda og annad er óbciinilt ncnia licimilda sc gctid.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.