Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 4
Fréttir / Fimmtudagur 27. nóvember 2008 ¦€ 3- Ur bloggheimum: Hvaðan koma gjaldeyris- tekjurnar í dag? Þetta kemur kannski ekki á óvart miðað við ástandið í þjóð- félaginu. En það er táknrænt fyrir höfuðborgarríkis- stjórn S flokkanna að fyrsta ákvörðunin um frestun framkvæmda snertir samfélag sem skilar hvað mestum gjaldeyris- tekjum í ríkissjóð þessa dagana. Vestmannaeyjar eru eitt sterkasta vígi sjávarútvegs á íslandi. Hér eru öflugar útgerðir sem hafa byggt upp sín fyrirtæki með því kerfi sem boðið er upp á. Við búum við það að þjóðin er á hausnum út af bankakerfinu, út af útrásinni. Ekki út af fiskveiðikerfinu. Verður næsta krafa að innheimta kvótann og dreifa honum aftur? Svona til að klára byggðir eins og Vestmanna- eyjar? Kannski verður stofnað Útgerðar- félag Reykjavíkur, hætt við bygg- ingu tónlistarhúss á bryggjunni og bátar og skip boðin velkomin aftur, með sína lykt og starfsmenn í sjó- stökkum frekar en jakkafötum? Nú er nefnilega í tísku að vera á sjó. Kíkið á Moggann síðustu vikur, nú eru myndir af sjómönnum og bændum... Kannski Auðlindin fari að byrja aftur á RÚV http://svenko. blog. is Trúverðug- leiki Lárusar Welding ...er í einu orði sagt lítill. Ég var að lesa þessa grein í Mogganum og ég held að Agnes Bragadóttir fari með rétt mál í þessari grein. Auðvitað vitum við sauðsvartur almúginn ósköp lítið enda hefur okkur hingað til verið sagt að halda kjafti og hlutirnir komi okkur barasta ekki við. En miðað við framgöngu, sið- gæði, ofurlaun og annað sem þessir menn hafa verið að brasa í með fé almennings, þá eru þeir fyrir löngu búnir að tapa trausti þjóðarinnar. Þessir menn eiga bara að hypja sig. Þeir eru búnir að gera nóg. Burt með spillingarliðið. http://bukollabaular.blog.is Fjölmiðlar og pólitíkusar í sama liðinu? Kerfið er rotið á alla kanta og á meðan menn eins og Björn Bjarnason og félagar taka ekki til í kringum sig eru þeir álíka marklausir í mínum huga og fjólmiðlarnir í huga Björns. Ég er hálfpartinn farinn að vorkenna Birni, eins og við höfum stundum verið sammála. http://fosterinn. blog. is Eyjamaður vikunnar: Er alveg að ná strákunum Eins og sagt er frá í blaðinu í dag bar ívar Örn Bergsson sigur úr býtum í vaxtarræktarkeppni í Háskólabíói um helgina. I sömu grein kemur fram að bróðir hans, Sturla, gerði sér lítið fyrir og setti íslandsmet í lyftingum sama dag en hann ætlaði í upphafi ekki einu sinni að taka þátt í keppninni. Þeir bræður teljast því bera afburðagen. Þess vegna er Bergur Magnús Sigmundsson, faðir þeirra, Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Bergur Magnús Sigmunds- son. Fæðingardagur: 5. des.1947. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Ég á fjögur börn, Magnús, Ingibjörgu, Sturlu og Ivar Örn. Draumabfllinn: Það er náttúrulega Mercedes Benz 500. Uppáhaldsmatur: Það er svína- læri. Það er fjölskyldumaturinn á jólunum hjá okkur, stórt og mikið svínalæri. Versti matur: Ég borða allan mat og fínnst enginn matur vondur. Uppáhalds vefsíða: Ég kíki oft inn á www.youtube.com og skoða allt sem þar er að finna. Bergur Magnús Sigmundsson er Eyjamaður vikunnar Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bítlarnir, það er ekki spurn- ing. Aðaláhugamál: Það er golfið á sumrin og snóker á veturna. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég hefði verið til í að hitta Hitler. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Þegar ég var yngri í sveit í Öræfum, þá var farið með mig upp á Breiðamerkurfjall. Það er fallegasti staður sem ég hef farið á. Reyndi einu sinni að fara þangað aftur en komst því miður ekki alla leið. Uppáhalds fþróttamaður og íþróttafélag: Strákarnir mínir, Sturla og ívar Örn eru mínir uppáhalds íþróttamenn. Golf- klúbbur Vestmannaeyja er mitt félag. Ertu hjátrúarfullur: Já, geng aldrei undir stiga og mér fínnst vont ef svartur kóttur hleypur fyrir mig. Ef mér gengur vel í golfinu þá fer ég í sömu föt næst þegar ég spila. Stundar þú einhverja fþrótt: Golf og snóker. Uppáhaldssjónvarpsefni: Horfi mest á íþróttir og fréttir. Er algjör fréttaffkill. Hvernig fer maður að því að búa til aflraunamenn: Það get ég alveg sagt þér. Maður verður að vera í köflóttum buxum meðan deigið er hnoðað. Rífurðu í lóðin sjálfur: Já, já. Fer þrisvar til fjórum sinnum í viku og er alveg að ná strákunum. Var þér boðið pláss í hrúta- bókinni: Ég fékk ekki pláss af því að ég var ekki markaður og hafði ekki ættbók. Matgazðingur vikunnar: Sýslumannssúpa og sykursjokk Ég þakka Stellu fyrir útnefning- una og varð hugsað til þess að þegar maður á svona vini þá þarf maður ekki að eiga óvini. Var satt að segja búinn að bíða eftir því að verða útnefndur matgæð- ingur lengi. Ég hef komið í eld- húsið hjá henni Stellu og verð að segja það að allar áætlanir um megrun fara þar fljótt út um þúfur og raunar rannsóknarefni hversu Ola tekst þó að halda sér léttum. Eg var satt best að segja búinn að bíða lengi eftir því að vera útnefndur matgæðingur, en mun þó ekki upplýsa fleiri fjölskyldu- leyndarmál á sviði matargerðar en ég gerði þegar ég glopraði út úr mér uppskriftinni af ættar- ísiumi hér um árið. Fékk þá bágt fyrir og nú er mér ekki lengur hleypt í neinar uppskriftir. Fyrst er hér uppskrift að Mexíkóskri súpu með kjúklingi og síðan sykursjokk - uppskrift sem undirbýr kroppinn fyrir jólaátið. Mexíkósksúpa 2 dósir niðursoðnir tómatar 1 flaska Granini tómatsafi 1 teningur kjúklingasoð Vi - 1 tsk. Chili krydd '/2 - 1 tsk. Cayenne pipar 2 tsk. Worchester sósa Karl Gauti Hjaltason er matgœðingur vikunnar 1 chili pipar (ferskur) 3 laukar kjúklingur vatn (Byrja á 3 dl af vatni en pru- far þig áfram fer eftir því hversu sterk súpan á að vera) svartur pipar og salt Meðlæti: Sýrður rjómi Rifinn ostur Santa Maria tortilla flögur Guacamole Byrja á því að steikja kjúklinginn og skella svo öllu í pottinn. Þetta er bara betra eftir því sem þetta fær að sjóða lengur, gott að hafa laukinn mauksoðinn. Þegar kjúklingasúpan er tilbúin, er sett út í hana tortilía flögur, guacamole, sýrður rjómi og rifinn ostur. Sykursjokk 1 hvítur marengsbotn 1 púðursykurs marengsbotn 2 eggjarauður 3 msk. flórsykur 1 peli þeyttur rjómi 200 gr Toblerone jarðarber, vínber, bláber (eftir smekk) 4 msk. rjómi Marengsbotnar muldir niður í djúpt form/fat, eggjarauður hrærðar saman við flórsykurinn Rjóminn og 100 gr saxað Toblerone hrært varlega saman við blönduna og hellt yfir marengsbotnana og hrært saman. Berjunum raðað yfir. 100 gr Toblerone og 4 msk. rjómi hitað í potti, hellt yfir ! Kælt eða fryst og svo borið fram. Þá er komið að matgœðingi nœstu viku sem verður uppáhalds köku- gerðarmanneskjan mín, hún Guðrún, samstarfskona min á skrif- stofunni. Hún gerir þœr bestu mórauðu kökur sem ég hef smakkað. Nýfazddir Vestmannaeyingar: Þann 10. júlí sl. eignuðust þau Elísa Sigurðardóttir og Sigurður Bragason stúlku sem skírð hefur verið Lilja. Hún var 3245 grömm og 51,5 cm við fæðingu. Þann 5. febrúar sl. eignuðust þau Eydís Ósk Sig- urðardóttir og Sigursveinn Þórðarson son sem skírður hefur verið Sigurður Valur. Hann var 3195 grömm og 50 cm við fæðingu. Hann er á myndinni með stóru systkinum sínum, Þórði Yngva og Selmu Björt. Kirkjur bozjarins: Landakirkja Fimmtudagur 27. nóvember Kl. 10.00. Foreldramorgunn. Kaffi, spjall og bókakynning. Kl. 20.00. Fundur hjá æskulýðs- félaginu í KFUM&K-húsinu. Föstudagur 28. nóvember Kl. 13.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, eldri hópur. Sunnudagur 30. nóvember 1. sunnudagur í aðventu Kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta. Söngur og gleði eru allsráðandi. Skoðað verður í fjarsjóðskistuna, saga sögð o.fl. Litlu lærisveinarnir syngja inn nýtt kirkjuár og kveikt verður á 1. kerti aðventukransins, Spádómakertinu. Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Kveikt verður á 1. kerti aðventukransins, Spádómakertinu. Kirkjudagur Kiwanis. Kór Landakirkju syngur aðventusálma. Sr. Guðmundur Örn Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisala, basar og hlutavelta hjá Kvenfélagi Landakirkju í Safn- aðarheimilinu eftir messu. Kl. 15.30. NTT-starf í fræðslu- stofunni. Kl. 17.00. ETT-starf í fræðslu- stofunni. Kl. 20.00. Fundur hjá æskulýðs- félagi Landakirkju. Mánudagur 1. desember Kl. 16.00. Kirkjustarf fatlaðra, yngri hópur. Kl. 17.00. Kirkjustarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 19.30. Vinir í bata, andlegt ferðalag fyrir konur og karla á öllum aldri. Kl. 20.00. Vinnufundur hjá Kvenfélagi Landakirkju. Þriðjudagur 2. desember Kl. 14.30. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Kl. 20.00. Fundur hjá æskulýðs- félagi Landakirkju. Kl. 20.00. Fundur í Gídeon- félaginu. Miðvikudagur 3. desember Kl. 11.00. Helgistundá Hraunbúðum. Kl. 13.00, 13.45 og 14.30. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Kl. 20.00. Jólafundur hjá Aglow í Safnaðarheimilinu. Karlmenn sérstaklega velkomnir. Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 27. nóvember Kl: 20.30 biblíulestur um „Ezekíel" með leikrænu ívafi. Laugardagur 29. nóvember Kl: 20.30 Bænastund fyrir landi og þjóð. Sunnudagur 30. nóvember Kl: 13.00 Samkoma, ræðumaður Þóranna Sigurbergsdóttir. Komdu og kíktu. Alla virka daga kl: 7.15 - 7. 45 morgunbœnastundir og kyrrðarstundir kl: 17.00-18.00 Verið ávallt hjartanlega velkomin. Aðventkirkjan Laugardagur Samkoma verður á laugardag að Brekastíg 17 og hefst með biblíufræðslu kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 11.30. Halldór Ö. Engilbertsson prédikar. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.