Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 6
Fréttir / Fimmtudagur 27. nóvember 2008 + Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar: Kynnti Vestmannaeyjar í Karlsruhe -bauð upp á harðfísk úr Godthaab á Islandskynningu í Þýskalandi Á íslandskynningu í Karlsruhe í Þýsklandi fyrr í mánuðinum var sérstök áhersla lögð á Vestmanna- eyjar og m.a. boðið upp á harðfisk frá Godthaab í Nöf. Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi Vestmannaeyja var á staðnum og var spurð út í ferðina og móttökurnar sem Islendingar og Vestmannaeyjar fengu í Þýskalandi. „Það var bæði gagnlegt og áhugavert að fá tækifæri til þess að taka þátt í íslandskynningu erlendis á þessum erfiðu tímum. Þjóðverjar hafa alltaf verið mjög áhugasamir um Island og maður hafði því áhygg- jur af orðspori landsins á þessum mikilvæga markaði í kjölfar fregna af gjaldþroti landsins og óvissu um reikninga Þjóðverja hjá Kaupþingi," sagði Kristín en margir hafa haft áhyggjur af ímynd íslands í kjölfarið á bankahruninu. „Við sem mættum þarna fyrir hönd landshlutanna fórum ekki varhluta af því að Þjóðverjar voru vel inni í ástandinu á Islandi, það hefur mikið verið fjallað um það í þýskum fjölmiðlum rétt eins og í fjölmiðlum margra annarra landa. Engu að síður mættum við einungis velvild og áhuga, vissulega var einnig spurt um ástandið í landinu, hvort við byggj- um við vöruskort og hvort við héld- um að hótel og flugfélög ættu eftir að standa af sér kreppuna. Við lögðum ríka áherslu á að sannfæra fólk um að hér væri allt á sfnum stað. Nú sem aldrei fyrr væri rétta tæki- færið til að skoða ísland, verðlagið hafí jú aldrei verið hagstæðara fyrir handhafa evrunnar. Sem fyrr yrði tekið vel á móti öllum og mikilvægi gjaldeyristekna væri meira en nokkru sinni fyrr." Vestmannaeyjar voru kynntar á sýningarbás Suðurlands. Kristín sagði að það hefði verið bæði skemmtilegt og hvetjandi að tala um Vestmannaeyjar við Þjóðverja. „Þeir eru flestir vel að sér, margir muna eftir gosinu, hafa séð greinar og myndir, tala um hraunið, lundann og fagra náttúru og þó nokkrir höfðu einnig heyrt af Eldheimum eða Pompei Norðursins. Ég kann Godt- haab í Nöf sérstakar þakkir fyrir að gefa harðfisk sem smakkaðist vel og varð til þess að vekja enn frekari athygli á Vestmannaeyjum. Fólk staldraði lengur við í básnum hjá okkur og kynntist betur því sem við höfum fram að færa. Á meðan leiðin að fjölsóttum ferðamannastöðum Suðurlands er greið þarf alltaf að beita miklum sannfæringarkrafti við að kynna leiðina til Eyja. Fólk hefur ákveðna fordóma gagnvart veðrinu og það verður því sífellt að hamra á því að oftar en ekki sé hægt að fljúga á sumrin og að Herjólfsferð sé örugg ferð," sagði Kristín og er sannfærð um að þetta verði miklu einfaldara þegar Bakkafjörusiglingarnar verða farnar að liggja að hringveginum. SYNINGAGESTIR I ÞYSKALANDI BORÐA HARÐFISK FRA GODTHAAB. Kristín segir að harð- fiskurinn hafi vakið enn meiri athygli á Véstmannaeyjum og básnum á sýningunni og að gestir hafi staldrað lengur við. Stúlknaskákmót 2. desember Skákíþróttin er líka fyrir stelpur Taflfélag Vestmannaeyja býður nú stelpum í bænum upp á þá nýjung að mæta á sérstakar skákæfingar. Æfingamar eru á þriðjudögum kl. 17 og hafa heldur betur slegið í gegn, sjö stelpur mættu á fyrstu æfinguna þann 11. nóvember, en þær voru tuttugu og tvær á þriðjudaginn í síðustu viku. Stelpur í Eyjum hafa ekki sinnt skákíþróttinni eins vel og strákar hingað til, en nú virðist það vera að breytast og þær mæta fullar áhuga. Karl Gauti Hjaltason og Björn ívar Karlsson sjá um skákkennsluna, en í vetur hafa börn í Hamarsskóla fengið skákkennslu í skólanum. Krakkamir kunna vel að meta fram- takið og mæta mörg hver líka á æfingar hjá Taflfélaginu. Páll Sigurðsson, stjórnarmaður í Skák- sambandinu heldur jafnvel að aldrei áður hafi jafnmargar stúlkur mætt á eina æfíngu eins og þriðjudaginn 18. nóvember hér í Vestmannaeyjum. Ber þetta vitni um hinn mikla kraft sem er í starfinu hér í Eyjum. Barna- og unglingastarf á vegum TV er til Hópur stúlkna sem æfa skák ásamt þjálfurum sínum. fyrirmyndar og nánast hvergi á land- inu er þátttaka eins góð og hér. I framhaldi af þessari góðu byrjun stendur Taflfélagið fyrir sérstöku stúlknaskákmóti næsta þriðjudag 2. desember, sem hefst kl. 17.00 í hús- næði félagsins. Allar stúlkur, mömmur og konur í bænum eru hvattar til að mæta og verður boðið upp á fjölbreytt verðlaun og góð- gæti. Þær sem ekki treysta sér til að tefla hefðbundna skák keppa bara í peðaskák sem er mun einfaldari. Aðventukaffi og basar Sunnudaginn 30. nóvember 2008 kl. 15.00 heldur Kvenfélag Landakirkju sinn árlega basar og aðventukaffi í Safnaðarheimilinu. Einnig verður hluta- velta í anddyri Safnaðarheimilisins, 100 krónur miðinn, engin núll. Allur ágóði hlutaveltu rennur til hjálparstarfs kirkjunnar. Kvenfélag Landakirkju Vestmannaeyjabær Bæjarstjórnarfundur Almennur fundur verður haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í dag kl. 18.00 í Akógeshúsinu við Hilmisgötu. Útvarpað verðurfrá fundinum á ÚV FM 104,0 Bæjarstjóri Frá manntali Unnið er að gerð nýrrar íbúaskrár 1. des. 2008 og eru þeir, sem eiga eftir að tilkynna um breytt lögheimili, vinsam- legast beðnir að ganga frá skráningu hið fyrsta eða eigi síðar en 5. desember nk. Þeir sem hafa í hyggju að flytja fram til 1. desember eru einnig beðnir um að hafa samband í síma 488 2024 eða líta við í Ráðhúsinu. Ráðhúsinu f 902 Vestmannaeyjum | kt. 690269-0159, sími 488 2000 | fax 488 2001 | www.vestmannaeyiar.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.