Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 8
FíCttÍr / Fimmtudagur 27. nóvember 2008 * BERGUR PÁLL Verðandi hefur komið mörgu góðu til leiðar á þessum 70 árum og við erum ekki hættir. Meðan menn sækja sjó í Vestmannaeyjum, þá er það bjargföst skoðun mín að við þurfum á sterku og góðu félagi skipstjórnarmanna að halda. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi 70 ára Erum ekki að sameinast öðrum -segir Bergur Páll Kristinsson, formaður félagsins á þessum tímamótum Samantekt Sigurgeir Jónsson Sigurge @ internet. is Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum heldur á þessu ári upp á 70 ára afmæli sitt. Afmælisdagurinn er einmitt í dag, en þann 27. nóvember 1938 var félagið stofnað og voru stofnend- urnir 60 talsins, allt starfandi skip- stjórnarmenn í Eyjum. Fyrsti for- maður félagsins var Arni Þórarins- son frá Oddsstöðum en í dag er Bergur Páll Kristinsson formaður. Fréttir ræddu við Berg Pál um félagið og þau tímamót sem það nú stendur á. Vitinn á Þrídröngum kveikjan að stofnuninni „Félagið var á sínum tíma stofnað til að ýta á um byggingu vitans á Þrídröngum og koma því máli áfram," segir Bergur Páll. „Þetta er í upphafí frekar framfarafélag en stéttarfélag og fyrirferðarmestu málin í upphafi snúast öll um fram- farir og endurbætur. Svo þegar félagið verður aðili að Farmanna- og fiskimannasambandi Islands, árið 1943, þá fara kjaramálin að koma meira til sögunnar þó svo að hitt hafi alltaf verið til staðar líka." Bergur Páll segir að Þrídranga- vitinn hafi verið fyrsta baráttumál félagsins, eins og áður er sagt. I afmælisblaði félagsins, sem út kom á 50 ára afmælinu árið 1988, voru því gerð góð skil. En fleiri mál fylgdu á eftir, svo sem tryggingar sjómanna, merkingar veiðarfæra og svo björgunar- og öryggismál. Félagið studdi t.d. mjög við gúm- björgunarbátana sem og björgunar- búnað Sigmunds. Félögum skipstjórnarmanna á Islandi hefur fækkað mjög á síð- ustu áratugum. Fyrir ekki svo mörgum árum voru þau fjölmörg og voru um allt land. Nú eru þau aðeins þrjú talsins, Verðandi, Vísir á Suðurnesjum og svo Félag skip- stjórnarmanna sem hefur aðsetur í Reykjavík. „Félagið í Reykjavík er langstærst," segir Bergur Páll. „Við í hinum tveimur erum bara hálfgerðir dvergar, samanborið við það félag." Hann segir að félögin á landsbyggðinni hafi sameinast Reykjavíkurfélaginu hvert af öðru. „Við beittum okkur á sínum tíma fyrir því að landsbyggðarfélögin kæmu í samflot með okkur en því miður varð þróunin ekki sú. Höf- uðástæðan fyrir allri þessari sam- einingu á sínum tíma, var sú hversu veikburða sjúkrasjóðir félaganna voru, þau höfðu ekki bolmagn til að standa straum af útgjöldum vegna þess. Og þar sem félagið á höfuðborgarsvæðinu stóð sterkast að vígi á því sviði, þá tóku lands- byggðarfélögin þá ákvörðun að sameinast undir merkjum þeirra." Bergur Páll segir að þessi þrjú félög myndi sameiginlega Far- manna- og fiskimannasamband íslands (FFSÍ) en auk þeirra séu aðilar að því sambandi Félag loft- skeytamanna og Félag matsveina sem bæði séu mjög lítil félög. Ákveðinn félagsþroski Sú sérkennilega staða kom stundum upp í félaginu að félagar þar sátu beggja vegna borðs í kjaraviðræð- um. Skipstjórnarmenn í Vest- mannaeyjum voru nefnilega oftar en ekki útgerðarmenn líka og því einnig félagar í Útvegsbændafé- laginu. Bergur Páll segist ekki minnast þess að nokkurn tíma hafi skapast einhver vandræði vegna þess. „Þeir félagsmenn, sem voru í útgerð, ákváðu flestir hverjir að skipta sér ekki af þeim hlutum í félaginu sem snertu kjaramál og ég veit um að minnsta kosti tvö tilfelli þar sem menn ákváðu að gegna ekki lengur formennsku í félaginu þar sem þeir höfðu farið út í útgerð. Þetta er svona ákveðinn félags- þroski og ég veit ekki til þess að þetta hafi nokkurn tíma verið vandamál í félaginu. Þeir útgerðar- menn, sem eru í félaginu í dag, skipta sér ekkert af því sem við- kemur kjaramálum, enda fara samningar að mestu leyti fram í Reykjavík núorðið." Að verða sá sem lengst hefur setið Bergur Páll tók við formennsku í Verðandi af Magnúsi Guðmunds- syni árið 2002 og er í hópi þeirra sem lengst hafa gegnt formennsku í félaginu, aðeins fyrsti formaður félagsins sem hefur setið lengur í formannsembættinu. Algengast er að menn hafi setið í tvö til fjögur ár sem formenn og Bergur Páll stefnir hraðbyri f að verða sá sem lengst hefur setið. „Þetta er talsverð vinna oft og tíðum og lítið greitt fyrir hana, enda er þetta starf eitt af mínum áhugamálum," segir Bergur Páll. „Baráttumálin eru færri núna en áður var og bendir til þess að við höfum í áranna rás komið málum okkar nokkuð vel í gegn. Reyndar erum við samningslausir þessa stundina og væntanlega verður farið í það á næstunni að vinna að samningum. Svo erum við alltaf með augun opin fyrir því að styðja við það sem lýtur að björgunarstörfum og styrkja það." Bergur Páll segir að skilyrði fyrir félagsaðild í Verðandi sé einungis það að menn hafi réttindi til skip- stjórnar. „Pungaprófið dugir, enda voru líklega fæstir stofnendanna með meiri réttindi en það. Og menn þurfa ekki að vera starfandi sjómenn til að vera félagar, t.d. eru nokkrir sem eru komnir í land en eru áfram í Verðandi og viðhalda réttindum sínum þar. Nú eru skráðir félagar 127 að tölu." Enginn áhugi fyrir sam- einingu „Nei," segir Bergur Páll og kveður fast að orði, þegar hann er spurður hvort ekki hafi komið til greina að sameinast stóra félaginu í Reykja- vík. „Reyndar hafa tillögur þess efnis verið bornar upp í félaginu á undanfömum árum en alltaf felldar. Við einfaldlega viljum það ekki og fínnst það út í bláinn að eiga að fara að sækja allt okkar til Reykja- víkur. I fyrra voru t.d. samþykkt lög eða reglugerð á Alþingi sem heimilar einungis Siglingamála- stofnun að gefa út skírteini fyrir skipstjórnarmenn og það var sam- þykkt, meira segja af okkar þing- mönnum. Kannski sváfu þessir blessuðu menn, en í dag er mikil fyrirhöfn að fá skírteini og ef menn ætla að nálgast það f Kópavoginum, þarf helst að fjárfesta í GPS tæki til að rata á staðinn. Bara svona bull aðgerð um vantraust á fólk sem vinnur á landsbyggðinni kostar ríkissjóð sennilega 10 til 15 milljónir á ári og jafnframt mikla fyrirhöfn fyrir mína félagsmenn til að redda sér atvinnuskírteini. Loftskeytastöðin var lógð af og við Eyjasjómenn misstum röddina hans Kjartans á Múla sem hafði vakað yfir okkur sjómönnunum dag og nótt, þar sem það var flottara að hafa eftirhermu Kjartans í Reykjavík. Svona er þetta bara. Við reynum það sem við getum til að halda niðri kostnaði og til að mynda greiða okkar félagsmenn helmingi lægri félagsgjöld en þeir sem eru á Reykjavíkursvæðinu. Ég hugsa að meðalfélagsmaðurinn spari sér 60 til 70 þúsund krónur á þessu ári í félagsgjöld. Það munar drjúgt um það, ekki síst ef nú fer að kreppa að okkur á efnahagssviðinu. Svo er félagið fjárhagslega sterkt. Við eigum stóra íbúð að Granda- vegi 1, sumarbústað í Grímsnesinu og 30% hlut í Básum og við, sem betur fer, skuldum engum neitt. Reyndar er óvíst um ca. 10 millj- ónir sem félagið átti inni í banka- stofnunum áður en bankakerfið hrundi en það kemur ekki til með að setja okkur á hausinn." Myndarlegt afmælisblað Bergur Páll segir að ýmislegt verði gert til að minnast 70 ára afmælis félagsins. „Við gefum út myndar- legt afmælisblað sem er verið að vinna núna. Af efni þess má nefna stórmerkilega grein eftir Gísla Eyjólfsson frá Bessastöðum þar sem fjallað er um veiðarfæramerk- ingarnar sem félagið beitti sér fyrir fljótlega eftir stofnun þess. Þá skrifar Vilhelm G. Kristinsson um veiðar Vestmannaeyinga eftir að kvótakerfinu var komið á, Friðrik Asmundsson ræðir við þrjá aldraða sjómenn og Sigurgeir Jónsson hefur tekið saman stutt æviágrip allra þeirra er gegnt hafa formennsku í félaginu." Þá segir Bergur Páll að efnt verði til afmælisfagnaðar í Höllinni þann 27. desember og sé stefnt að því að það hóf verði hið veglegasta og vissulega sé vonast til þess að félagsmenn, útgerðarmenn og velunnarar félagsins mæti á metnaðarfulla dagskrá. „Verðandi hefur komið mörgu góðu til leiðar á þessum 70 árum og við erum ekki hættir. Meðan menn sækja sjó í Vestmannaeyjum, þá er það bjargföst skoðun mín að við þurfum á sterku og góðu félagi skipstjórnarmanna að halda," sagði Bergur Páll Kristinsson að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.