Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Qupperneq 9

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Qupperneq 9
Fréttir / Fimmtudagur 27. nóvember 2008 9 Og hvað ætlarðu að gera við peningana? Meðal efnis í afmælisriti Verðandi eru nokkrar sögur úr safni Sigur- geirs Jónssonar og tengjast því þegar skipverjar, fyrr á tíð, þurftu að ganga á fund útgerðarmanna og biðja um peninga. Sá háttur, að leggja reglulega inn fé á reikninga skipverja, var ekki tekinn upp fyrr en seint á síðustu öld. Margir úr hópi útgerðarmanna voru lítt hrifnir af þessu kvabbi skipverja sinna, auk þess sem þeir vildu ævinlega fá að vita til hvers ætti að verja peningunum. Við birtum hér tvær af þessum sögum. Ertu ekki í buxum! Utgerðarmaður einn og skipstjóri í Eyjum þótti nokkuð grimmur við háseta sína, ekki síst þá sem voru óvanir. Hann var lítt hrifinn af því þegar skipverjar hans voru að banka upp á og biðja um aura. Eina vertíð var með honum sem háseti ungur sveitamaður. Hann hugðist í næstu landlegu gera sér glaðan dag með skipsfélögum sínum og reiknaðist til að sú gleði gæti kostað allt að fimmhundruð krónum. Hann kveið því nokkuð að þurfa að ganga á fund útgerðar- mannsins til að fá peninga. Skipsfélagar hans sögðu honum að hann yrði að biðja um tvöfalda þá upphæð sem hann þyrfti, útgerðar- maðurinn hefði þann sið að láta menn aldrei hafa nema helminginn af því sem þeir báðu um. Sögðu þeir honum að biðja um tólf- hundruð krónur til að vera öruggur með að fá fimmhundruðkallinn. Nú hélt sveitamaðurinn heim til útgerðarmannsins og barði þar að dyrum, heldur uppburðarlítill. Utgerðarmaðurinn kom til dyra og ekkert sérstakt gleðibros þegar hann sá hver þar var, grunaði sjálf- sagt erindið. „Hvað er þér á höndum,“ hreytti hann út úr sér. Hásetinn stundi því upp að sig vantaði smávegis af peningum. „Og hvað mikið?" sagði útgerðar- maðurinn. Nú hafði hugrekkið dalað svo hjá sveitamanninum að hann kom sér ekki til að biðja um tólfhundruð krónur og stamaði út úr sér að sig vantaði fimmhundruð krónur. „Fimmhundruð krónur," endurtók útgerðarmaðurinn. „Og hvað ætlarðu að gera við þetta?“ Auðvitað kom ekki til greina að fara að segja frá því að þetta fé ætti að fara í brennivín, svo sveita- Hvað er maðurinn að FISKIMANNASAMBANDS ISLANDS. Halldór Guðbjörnsson, Andrés Sigurðsson og Bergur Páll Kristinsson. meina Á sömu vertíð var sami skipstjóri einhverju sinni að ræsa skipverja sína á sjó. Á þeim árum voru ekki allir með síma þannig að skip- stjórinn varð að ganga milli húsa og ræsa skipverja þannig. Nú bjuggu allir hásetar þessa skipstjóra í sama húsinu, enda aðkomumenn, leigðu þar herbergi saman og var því auðvelt um vik að ræsa þá. Nema hvað einn þeirra tilkynnir skipstjóranum að einn hásetanna sé ekki á staðnum, hann hafi gist hjá ungri stúlku sem hann átti vingott við og sé væntanlega þar. „Og hvað í ósköpunum er hann að gera þar?“ spurði skipstjórinn. Nú var þetta einkar ógáfuleg spuming en hásetinn svaraði því til að hann hefði líklega farið til að fá sér einn léttan. Þá hellti skip- stjórinn úr eyrum sér af vandlæt- ingu og sagði síðan: „Hvað er maðurinn eiginlega að meina. Það er hávertíð!“ Merki skipstjóra- og stýriniannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum sem má finna á minnismerki um Guðlaugssundið. A ÞINGI FARMANNA- OG maðurinn stundi því upp að hann ætlaði að kaupa sér buxur. „Buxur!“ endurtók útgerðar- maðurinn með vandlætingarsvip. Gaut síðan augunum niður eftir gestinum og bætti við: „Hva, ertu ekki í buxurn?" A W ¥ W >5 ¥ i 1 j Vr ■ í sjj ^ 2 f JLj FÉLAGAR f VERÐANDI á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Reykjanesbæ jólin 2007. Formenn Verðandi frá upphafi I afmælisriti Verðandi sem kemur út í tilefni 70 ára afmælisins, er meðal annars efnis stutt æviágrip allra þeirra er gegnt hafa for- mennsku í félaginu. Til gamans birtum við hér æviágrip feðganna Kristins Pálssonar og Bergs Páls Kristinssonar en þeir eru einu feðgamir sem gegnt hafa for- mennsku í Verðandi. Vissulega hafa feðgar oftar en einu sinni setið í stjórn félagsins en þeir Kristinn og Bergur Páll eru þeir einu sem verið hafa formenn. Kristinn Pálsson. Formaður 1959- 1961. Kristinn fæddist í Vestmannaeyjum 20. ágúst 1926. Foreldrar hans voru Páll Sigur- geir Jónasson og Þorsteina Jóhannsdóttir í Þingholti. Krist- inn lauk prófí frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1948 og stundaði sjómennsku megnið af sinni starfsævi, lengst af sem skipstjóri. Hann hóf útgerð 1948 með föður sínum en keypti 1956 Berg VE 44 og var hluthaft í útgerðarfyrirtækinu Berg Hugin hf. Eftir að Kristinn hætti á sjónum stjórnaði hann fyrir- tækjum sínum en tók jafnframt að sér formennsku í Utvegs- bændafélagi Vestmannaeyja og Lífeyrissjóði Vestmannaeyja auk þess sem hann var lengi í stjóm Isfélags Vestmannaeyja. Kristinn var kvæntur Þóru Magnúsdóttur. Kristinn lést 4. október árið 2000. Bergur Páll Kristinsson. Formaður frá 2002. Bergur Páll er fæddur í Vest- mannaeyjum 6. janúar 1960, sonur Kristins Pálssonar, út- gerðarmanns og Þóru Magn- úsdóttur, hjúkrunarfræðings. Kristinn og Bergur Páll eru einu feðgarnir sem verið hafa formenn Verðandi. Bergur Páll hóf sjó- mennsku sína árið 1975 á Vestmannaey VE 54 og var á skipum Bergs Hugins í 17 ár, átta ár hjá Stíganda og síðan sjö ár sem stýrimaður á Herjólfi. Hann lauk 2. stigi frá Stýrimanna- skólanum í Vestmannaeyjum árið 1980 og 3. stigi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík árið 2001. Bergur Páll er kvæntur Huldu Karen Róbertsdóttur, kennara.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.