Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Side 11
Frcttir / Fimmtudagur 27. nóvember 2008 11 Hin árlega sælgætissala Kiwanis fer fram um helgina urein fff- I Kristleifur Guðmundsson skrifar V--TÍ Kæm Eyjamenn Nú er komið að árlegri sölu jóla- sælgætis Kiwanis. Með von í hjarta við örkum hús úr húsi og óskum eftir aðstoð bæjarbúa við að hjálpa þeim sem um sárt eiga að binda í okkar dásamlega bæjar- félagi. Við Kiwanisfélagar erum í stór- kostlegum félagskap þar sem gleði og bræðralag er haft í fyrirrúmi en okkar flaggskip og stolt er líknar- starf það er við vinnum á hverju ári. Jólasælgætisaskja Kiwanis er okkar mikilvægasti sjóður og rennur ágóði allur óskiptur til líknarmála innanbæjar. Á síðasta ári vom styrktarverkefni mikil og góð og ber þar hæst að nefna umferðarljósin við Heiðar- veg til handa grunnskólabömum á leið sinni á milli Barnaskóla og Iþróttamiðstöðvar og fylgjum þar með eftir gangbrautarljósum sem við settum á Illugagötuna fyrir all- nokkrum ámm síðan. Einnig gáfum við nýjan fíkni- efnahund gegn þeirri vá er eiturlyf em. Luna sem er komin í hendur lögreglu og leysir Tönju af sem Kiwanis gaf einnig fyrir talsverðum tíma síðan. Að vera í Kiwanis er meira en bara að hitta karla og spjalla eins og margir halda. Á fundum em öll heimsins mál leyst og stundum ekki. Allir geta eitthvað, enginn getur allt, em kjörorð okkar og eiga sannarlega við þegar kemur að söfnun sem þessari. Við erum til vegna samfélagsverkefna í þágu Vestmannaeyja. Um næstu helgi verður bankað heima hjá þér og þér verður boðið að taka þátt í að gera eyjuna okkar betri með því einu að kaupa fullan kassa af sælgæti fyrir 900 krónur. Kiwaniskveðja Krístleifur Guðmundsson Forseti Kiwanisklúbbsins Helgafells UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Heiðarvegur 3, 218-3720, þingl. eig. Hvassafell ehf, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf, Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær, miðvikudaginn 3. desember 2008 kl. 14:15. Heiðarvegur 3, 224-7951, þingl. eig. Hvassafell ehf, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf og Vestmannaeyjabær, miðvikudaginn 3. desember 2008 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 25. nóvember 2008. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum fimmtudaginn 4. desember 2008 kl. 09:30 á eftir- farandi eignum: Ásavegur 30, 218-2406, þingl. eig. Ásta Steinunn Ástþórsdóttir, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf. Bárustígur 11, 218-2625, þingl. eig. Dominik Lipnik, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður. Bárustígur 2, 218-2610, þingl. eig. Þröstur Bjamhéðinsson, gerðar- beiðandi Vestmannaeyjabær. Bárustígur 2, 218-2612, þingl. eig. Þröstur Bjamhéðinsson, gerðar- beiðandi Vestmannaeyjabær. Bárustígur 2, 218-2613, þingl. eig. Þröstur Bjamhéðinsson, gerðar- beiðandi Vestmannaeyjabær. Bárustígur 2, 218-2615, þingl. eig. Áslaug Rut Áslaugsdóttir, gerðar- beiðandi Vestmannaeyjabær. Bárustígur 2, 224-4492, þingl. eig. Þröstur Bjamhéðinsson, gerðar- beiðandi Vestmannaeyjabær. Brekastígur 5a, 218-2850, þingl. eig. Jólína Bjamason, gerðarbeið- endur íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Brekastígur 7a, 218 2853, þingl. eig. Jón Ingvi Hilmarsson, gerðar- beiðandi Vátryggingafélag íslands hf. Foldahraun 39, 218-3446, þingl. eig. Gunnar Jónsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag íslands hf. Hásteinsvegur 11, 218-3580, þingl. eig. Guðrún Linda Atladóttir og Sverrir Þór Guðmundsson, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður. Heiðarvegur 43, 218-3781, samkvæmt kaupsamningi, þingl. eig. Sigurður Einar Gíslason og Gerhard Guðmundsson, gerðarbeiðendur Sigurður Einar Gíslason og Vestmannaeyjabær. Kirkjuvegur 21, 218-4385, þingl. eig. Lundinn-veitingahús ehf og Hvassafell ehf, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær. Kirkjuvegur 53, 218-4418, samkvæmt þinglýstum kaupsamningi, þingl. eig. Jóhann Baldursson og Kristín Halla Stefánsdóttír, gerðar- beiðendur Glitnir banki hf og Vörður tryggingar hf. Kirkjuvegur 86, 218-4444, þingl. eig. Þórir Þorsteinsson, gerðar- beiðandi Sparisjóðurinn í Keflavík. Sólhlíð 17, 218-4693, þingl. eig. Þröstur Bjamhéðinsson, gerðarbeið- andi Vestmannaeyjabær. Vestmannabraut 37, 218-4990, samkvæmt kaupsamningi, afsal Sigmundur Andrésson, þingl. eig. Hvassafell ehf, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Vesturvegur 19, 218-5078, þingl. eig. Gylft Valberg Óskarsson, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 25. nóvember 2008. Ragnar Oskarsson segir: „Við getum!“ Grein Ragnar Oskarsson skrifar Atburðir síðustu vikna á íslandi hafa eðlilega valdið miklu umróti í samfélaginu. Fólk veit varla sitt rjúkandi ráð og til að bæta gráu ofan á svart fær almenningur vægast sagt afar misjafnar upp- lýsingar um það ástand sem skapast hefur og framundan er. Hvað svo sem um íslensk stjómvöld má segja er þó tvímælalaust hægt að fullyrða að þau hafa illilega brugðist í upphafi þeirrar kreppu sem nú er illu heilli hafin á íslandi og em að mestum hluta heimatilbúin. Stjómvöld hafa sýnt ótrúlegan hroka, logið að almenningi og gefið misvísandi yftrlýsingar á sama tíma og þau ættu að sýna ábyrgð og samstöðu með þjóðinni og grípa til aðgerða sem duga til að draga úr áhrifum kreppunnar. Hér ætla ég ekki að rekja þá raunasögu sem valdið hefur því ástandi sem nú blasir við. Raunar nægir aðeins að nefna örfá dæmi: * Ekki alls fyrir löngu leiddi Sjálf- stœðisflokkurinn Nýfrjálshyggjuna til vegs og virðingar á íslandi. Þá hófst hér óheft og vœgðarlaus markaðshyggja og hin illrœmda einkavinavœðing. Bankarnir voru teknir afþjóðinni og gefnir útvöld- um gœðingum og sama gilti um ýmis fyrirtœki í eigu almennings í landinu svo sem Símann. * Islensk stjómvöld fóru ekkert eftir viðvörunarorðum þeirra sem höfðu þekkingu og kunnáttu til að sjá að íslenska „ efnahagsundrið “ gœti ekki staðist til lengdar og hlyti að hrynja með ómœldum fómarkostn- aði. Allir þeir sem reyndu aftur og aftur að vara við voru flokkaðir sem nöldrarar og að vera á móti framþróuninni. * Fjármálakerfi íslenska ríkisins var sett í hendur flokksgœðingum sem skorti kunnáttu og þekkingu til að stjórna. Þannig mætti áfram telja og sýna fram á hvemig gerðir íslenskra stjómvalda hafa smám saman orðið til þess að skapa það ástand sem nú ríkir í landinu. Það að missa atvinnu sína, geta ekki staðið við fjárhagslegar skuld- bindingar og missa húsnæði sitt er eitt það versta sem fyrir nokkum mann getur komið. Það ástand skapar mörg alvarleg og jafnvel óyfírstíganleg vandamál. Því er í raun er ekki að undra þótt fólk sé reitt um þessar mundir og enn reiðara verður fólk þegar stjómvöld sýna tómlæti, hroka og lygar eins Það að missa atvinnu sína, geta ekki staðið við fjárhagslegar skuld- bindingar og missa hús- næði sitt er eitt það ver- sta sem fyrir nokkurn mann getur komið. Það ástand skapar mörg alvarleg og jafnvel óyfirstíganleg vandamál. og nú hefur gerst. Við þær aðstæður sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni er verður hver og einn að meta við- brögð sín. Það getur enginn krafist þess að þessi eða hinn eigi bara að vera jákvæður og þá muni allt lagast. Eða hvað? Er kannski ein leið út úr vandanum sú að vera jákvæður og taka að fullu þátt í allsherjar endurreisn, rífa sig upp úr kreppunni og endurvinna orðstír íslands sem um þessar mundir er nánast enginn? Já, auðvitað er það ein leiðin og örugglega sú sem borið getur árangur. En eigi hún að vera fær þarf að skapa skilyrði til þess að jákvæðni fái dafnað og geti borið ávöxt. Þar þarf að vanda til verka og þar þarf að stíga skynsam- leg skref. Til þess að skapa jákvæð viðhorf til endurreisnar þarf meðal annars að ganga út frá þeim grunn- forsendum: * Að öllum Nýfrjálshyggjuhug- myndum verði endanlega kastað fyrir róða. Þœr hafa þegar skaðað íslenskan almenning nóg og meira en það. * Að eignir þjóðarinnar verði ekki miskunnarlaust gefnar útvöldum gœðingum sem nota þœr til eigin hagnaðar en til skaða fyrír þjóðina. * Að grunnstoðir samfélagsins, svo sem velferðarkerfið verði efldar til öryggis og hagsbóta fyrir almenn- ing og einkavinavœðing þeirra stoða komi þar hvergi við sögu. * Að heimili og atvinnulíf verði ekki gerð gjaldþrota í því ástandi sem nú ríkir. * Að boðað verði til kosninga svo þjóðin fái að fella sinn dóm um það sem gerst hefur og með hvaða hœtti hún telur framtíðinni best borgið. Ég er þess fullviss að ef farið verður af stað með þessi og önnur áþekk og jákvæð markmið í far- teskinu mun íslenska þjóðin á undraskömmum tíma ná áttum og byggja réttlátara þjóðfélag en það sem nú er okkur flestum svo mikil byrði. Ragnar Oskarsson Spurning vikcinnar: Viltu kosningar? Hrafn Sæualdsson - Ég hef aldrei kosið, jú reyndar einu sinni og það var í nem- endaráð í 10. bekk. Ég er hlutlaus. Kjartan Bergsteinsson - Nei, ekki strax. Ekki fyrr en þeir eru búnir að rétta skútuna aðeins við. Kannski í sumar eða haust. Grétar Þórarinsson - Ekki núna. Mér fmnst að það eigi að gefa þeim tíma til að gyrða upp um sig. Ég er fyrst og fremst að hugsa um hag þjóðarinnar. Magnús Sveinsson - Nei, ég vil ekki sjá kosn- ingar. Alls ekki. Góð kerra til sölu. Til sýnis að Ægisgötu 2. Bílverk ehf.s. 481-2782. Einbýlishús til ieigu Einbýlishús er til leigu, fjögur svefnherbergi auk þess tvær stofur og stórt tölvuherbergi. Um 200 fm og er laust strax. Leigist á 80 þúsund og greiðist fyrirfram. Upplýsingar í síma 820-1665. íbúð óskast í höfuðborginni Ég er 20 ára stelpa sem er að fara í nám í Reykjavík eftir áramót. Óska eftir íbúð til leigu á viðráðanlegu verði. Er reglusöm og reyklaus og lofa skilvísum greiðslum. Hægt er að ná í mig í síma 868-4378. Bíll til sölu Toyota 4 Runner árgerð 1996, 3L, turbo diesel. Skoðaður 10.09. í góðu lagi. Uppl. í s. 847 2056.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.