Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Síða 13
Frcttir / Fimmtudagur 27. nóvember 2008 13 Agi er það sem skiptir mestu -segir ívar Orn Bergsson, sem vann bikarkeppni IFBB í vaxtarækt ívar Öm Bergsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í vaxtarrækt í bikar- móti IFBB, alþjóðasambands lík- amsræktarmanna um síðustu helgi. Keppt var í fitness, vaxtarrækt og svonefndu módelfitness kvenna. Ivar Örn Bergsson og Hrönn Sigurðardóttir urðu bikarmeistarar í vaxtarrækt. ívar hafði áður keppt einu sinni á Islandsmeistaramóti í vaxtarrækt og varð þá í 3. sæti. „Stefnan var tekin á 1. sætið þannig að ég er mjög ánægður því ég var ekki sáttur við árangurinn á Islands- meistaramótinu," sagði Ivar þegar hann var spurður út í mótið. En hvernig nœr maður þesswn ár- angri ? „Agi er það sem mestu máli skiptir. Ef ég skipti þessu upp þá má segja 30% af árangrinum megi rekja til æfmga og 70% má rekja til matar- æðis sem er langstærsti hlutinn og erfiðastur. Það er ekkert mál að mæta í salinn og æfa en svo eru 23 tímar eftir af sólarhringnum. Ég æfi á hverjum degi, hita aðeins upp og lyfti og æfingin tekur á milli 60 til 80 mínútur. Síðan hjóla ég á hverj- um degi til og frá í vinnu“ Hvernig undirbýrð þii þig fyrir svona mót? „Ég byrjaði að undirbúa mig fyrir 10 vikum en þá var ég 107 kíló og endaði í 94,5 kílóum. Vikan fyrir mót er erfiðust því þá er verið að leggja lokahönd á verkið. Þá er nauðsynlegt að minnka saltneyslu, auka fitu og sleppa kolvetnum alveg. Þetta fæst með því að taka inn lýsi, borða lax og mikið af grænmeti og ávöxtum Þessi vika tekur veru- lega á en er þess virði þegar tak- markinu er náð. I rauninni er ég að borða meira en venjulega þessa síðustu viku og þetta er allt hollur matur.“ Ivar Örn var sá eini í Eyjum sem æfði fyrir mótið og segir að það sé mælt með því að keppendur hafi félaga til að hvetja þá áfram. „Það endast fáir í þessu en ég er með yndislega aðstöðu hjá Nautilus í Iþróttamiðstöðinni og þjónustan er alveg frábær. Ég er mjög sáttur við aðstöðuna ogjjarna eru fyrsta flokks tæki, “ sagði Ivar Örn en bróðir hans Sturla Bergsson hefur verið dug- legur að æfa en býr nú á Selfossi. „Sturla hefur nokkrum sinnum tekið þátt í fitnesskeppni en var ekki með núna. Hann tók hins vegar alveg óvænt þátt í lyftingamóti á Selfossi um helgina og gerði sér lítið fyrir og setti Islandsmet í réttstöðu." ívar segir að það sé mjög skemmti- legt að taka þátt í svona keppni. „Maður nær eins langt og konan og fjölskyldan leyfir," segir Ivar og brosir og er greinilega ánægður með stuðninginn sem hann fær heima fyrir. „Það taka allir þátt í þessu og auðvitað er mataræðið öðruvísi á heimilinu en strákarnir eru duglegir að borða hollan mat. Hugarfarið breytist og það að komast alla leið reynir á, og sýnir andlegan styrk. Ég stefni á Islandsmeistaramótið um næstu páska og ætla að gera eins vel og ég gerði núna. Þá verð ég sáttur eins og ég er núna. Ég vil þakka Þórunni Kristínu, konunni minni, fyrir allan stuðninginn. Hún er ein- stök, tekur fullan þátt í þessu og sýnir þessu jafnvel meiri áhuga en ég sjálfur “ sagði ívar Örn ánægður með mótið og stuðninginn. Félagsstarf á Suðurlandi Suðurglugginn ehf safnar nú upplýsingum um hvers kyns félags- og menningarstarf sem er í boði á Suðurlandi og opið er öllum almenningi. Ljóst er að félagslíf á Suðurlandi er blómlegt, en nokkuð skortir á að upplýsingar um það félagsstarf sem er í boði séu aðgengilegar almenningi. Stjórnir félagasamtaka eru hvattar til að senda eftirtaldar upplýsingar fyrir 1. desember til skráningar í gagna- grunninn á netfangið glugginn@sudurglugginn.is: • Heiti félagsskapar • Stutt lýsing á starfssemi • Starfssvæði • Fundarstaður og tími • Heimasíða og /eða veffang umsjónaraðila • Símanúmer tengiliðar. Gert er ráð fyrir að gagnagrunnurinn verði þýddur á ensku og á þriðja mál. Listinn verður birtur í héraðsfréttablaðinu Glugganum en til framtíðar vistaður rafrænt á vegum opinbers aðila á Suðurlandi og þar með aðgengilegur fyrir almenning. Gagnagrunnurinn mun ná til félagsstarfs i Ámessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og I Vestmannaeyjum. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Suðurlands OPIЄHEIMA" - HÚS Arnardrangi að Hilmisgötu 11,2. des. kl 13-15 :: Jólin - undirbúningur sálarinnar Gestur: Sr. Kristján Björnsson flLLT FYRIR GÆLUDÝRIN HÓLAGOTU 22 | S. 481-3153 Tónfundir Tónlistarskólans Þetta er síðasti tónfundur fyrirjól. Næstu tónleikar verða jólatónleikar 16. til 19. des- ember á sama tíma 17.30. Allirvelkomnir AA fundir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: sun. kl. 11.00 mán. kl. 20.30 Sporafundur þri. kl. 18.00 mið. kl. 20.30 fim. kl. 12.10 fim. kl. 20.30 fös. kl. 19.00 lau. kl. 20.30 Opinn fundur Atliuyið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath. símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 ' mf* ■■ÉHMyy jh jflja W / : -J Grétar Mar Jónsson, Hanna Birna Jóhannsdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson á fundinum í sfðustu viku. Fundur Frjálslyndra í síðustu viku: Staðan grafalvarleg Frjálslyndi flokkurinn hélt opinn stjórnmálafund á Kaffi Kró sl. fimmtudagskvöld. Grétar Mar Jónsson, alþingismaður og Magnús Þór Hafsteinsson, framkvæmdastjóri flokksins, héldu framsögur og sfðan var fundargestum gefinn kostur á fyrirspurnum en fundurinn var fámennur. Grétar Mar sagði stöðu þjóðarinnar grafalvarlega og þó svo að aðstæður á landsbyggðinni virtust ekki eins alvarlegar og á höfuðborgarsvæðinu væru ýmsar blikur á lofti varðandi sjávarútveginn. Hann væri mjög skuldsettur og m.a. hefði LÍÚ beðið um sérmeðferð ríkisstjórnarinnar en Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra hafi gefið það út að fyrirtæki í landinu fengju ekki sérmeðferð umfram húsnæðiseigendur. Grétar Mar sagði stöðuna í Vestmanna- eyjum því ekki góða og taldi að rekja mætti upphafið að vanda þjóðarinnar til þess að frjálst framsal á veiðiheimildum var heimilað. Grétar Mar sagðist vita til þess að útgerðarmenn þyrðu ekki að flytja gjaldeyri heim þó svo að þeir hefðu verið hvattir til þess af samtökum útvegsmanna. Hann varaði við því að krónan yrði sett á flot því hætta væri á að jöklabréfm færu út og þar með mest af þeim peningum sem gjaldeyrissjóðurinn hefði lánað til að rétta við fjárhag þjóðarinnar. f máli Grétars og Magnúsar kom fram að þeir vildu auka við fiskveiðiheimildir, flýta virkjunar- framkvæmdum og styrkja velferð- arkerfið nú þegar illa áraði en fresta samgöngumálum eins og í Bakka- fjöru. Eins vilja þeir breyta fisk- veiðistjórnunarkerfinu og lögðu áherslu á að mikilvægt væri að ganga til kosninga fljótlega. Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 Nudd er heilsurækt! Nudd er lífsstíll! Erla Gísladóttir nuddari Faxastíg 2a Sími: 481 1612 Vilhjálmur Bergsteinsson % 481-2943 % 897-1178 Happdrætti Handknattleiksdeildar gengió verður í hús á fösudag og seldir miðar. Veglegir vinningar í boði, b.á.m. 200 evrur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.