Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Síða 15
Fréttir / Fimmtudagur 27. nóvember 2008 15 [Knattspyrna Tveir framherjar til ÍBV Um helgina gekk knattspyrnudeild ÍBV frá samningum við tvo nýja leikmenn, þá Viðar Örn Kjartansson og Elías Inga Arnason en báðir skrifuðu undir tveggja ára samninga. Viðar Örn er 18 ára framherji sem spilaði með Selfossi í 1. deildinni á síðasta tímabili. Viðar þótti standa sig frábærlega í sumar en hann skoraði 8 mörk í 22 leikjunr og var fyrir vikið valinn efnilegasti leik- maður deildarinnar. Viðar hefur spilað allan sinn feril með Selfossi en hann hefur einnig spilað fjölda leikja með ungmennalandsliðum Islands. Elías Ingi er 25 ára framherji sem vakti mikla athygli fyrir frammi- stöðu sína í sumar. Elías spilaði með IR sem vann 2. deildina með yfirburðum í sumar en Elías var NÝJU LEIKMENNIRNIR. Viðar Örn Elíasson og Elías Ingi Árnason sem báðir hafa skrifað undir tveggja ára samning við IBV. lykilmaður í liði Guðlaugs Bald- urssonar fyrrverandi þjálfara IBV, skoraði 21 mark í 19 leikjum og varð markakóngur í 2. deild. Meðal annars skoraðþ hann tvö mörk í bikarleik gegn ÍBV síðasta sumar á Hásteinsvelli þegar ÍBV og ÍR mættust en leikurinn fór í fram- lengingu þar sem IBV hafði að lokum betur. Elías hefur leikið með Val, Tindastóli, Núma og IR á ferl- inum. Allt bendir til þess að Atli Heimisson, framherji IBV síðustu tvö tímabil, sé á leið til norska B- deildarliðsins Asker en ÍBV og norska liðið eru að komast að samkomulagi um kaupverð. Enn er þó ósamið við Bjarna Hólm Aðalsteinsson og Pétur Runólfsson, Matt Garner og Heimi Hallgríms- son, þjálfara liðsins. Handbolti yngri flokkar Glæsilegur árangur hjá IBV 5. flokkur kvenna ásamt þjálfara sínum, Þórunni Jörgensdóttur íslandsmót unglinga- sveita í skák: Náðu þriðja sætinu Taflfélag Vestmannaeyja tók þátt í Islandsmóti unglingasveita í skák en mótið fór fram í Sjálandsskóla í Garðabæ um helgina. A-sveit TV gerði sér lítið fyrir og endaði í þriðja sæti, náði að tryggja sér bronsið með dramatískum hætti í lok mótsins. Þetta er jafnframt besti árangur félagsins til þessa á Islandsmóti unglingasveita. B- sveitin var skipuð liðsmönnum sem allir eru að taka þátt í sínu fyrsta móti og stóð sveitin sig vel. A sveitin var þannig skipuð: 1. borð Nökkvi Sverrisson, 2. borð Bjartur Týr Ólafsson, 3. borð Daði Steinn Jónsson, 4. borð Ólafur Freyr Ólafsson. B sveitin var þannig skipuð: 1. borð Sigurður Amar Magnússon, 2. borð Róbert Aron Eysteinsson, 3. borð Jóhann Helgi Gfslason, 4. borð Jörgen Freyr Ólafsson. Um helgina fór 5. flokkur kvenna á sitt annað mót í vetur. Mótið um helgina var í umsjá Selfoss. Tvö lið fóru frá IBV en mótið er deildaskipt og var A-liðið í 2. deild en B-liðið í 3. deild. Stelpurnar stóðu sig frábærlega á mótinu og unnu bæði lið sínar deildir með nokkrum yfirburðum en á köflum þóttu stelpurnar sýna afburða varnarleik og eins og allir vita þá er sókn besta vömin. Góður andi er einnig í flokknum og búa stelpurnar að mikilli og sterkri liðsheild. Liðin færast því upp um eina deild fyrir næsta mót og það verður gaman að sjá hvernig þeim gengur þar. Þjálfari flokksins er Þórunn Jörgensdóttir en tæplega 30 stelpur æfa hjá henni af miklum krafti. 4. flokkur áfram í bikarnum Fjórði flokkur kvenna spilaði tvo leiki í 32ja liða úrslitum bikar- keppninnar um helgina. A-liðið mætti Fram og vann IBV 24:20. B- liðið mætti svo Fylki og vann auðveldþega 17:9. Bæði liðin leika í 1. deild Islandsmótsins og léku liðin einnig í því móti um helgina. B- liðið lagði ÍR að velli 16:10 og vann svo stórsigur á Víkingi 20:10. A- liðið lagði einnig Val 21:16. A-liðið er sem stendur í þriðja sæti 1. deildar og B-liðið í öðru en B-liðið á leik til góða. 6. flokkur karla í síðasta tölublaði var sagt frá ár- angri í 6. flokki kvenna en í umfjöll- uninni láðist að segja frá árangri í 6. flokki karla en liðin tóku þátt í fjöi- liðamóti íslandsmótsins á dögunum. A-liðið varð í þriðja sæti í 1. deild, B-liðið í öðru sæti í 2. deild og C2- liðið varð í þriðja sæti í 2. deild. Cl- lið IBV gerði sér hins vegar lítið fyrir og vann mótið en strákarnir spiluðu í 1. deild og unnu alla sína leiki. lí Körfubolti in Fimleikar Komust upp um deild Minnibolti 11 ára gerði frábæra hluti um helgina þegar flokkurinn lék á öðru móti vetrarins. Á fyrsta mótinu fór flokkurinn á kostum og komst upp um riðil, úr D-riðli í C-riðil. Mótið fór fram í Stykkishólmi og var í umsjá Snæfells. Skemmst er frá því að segja að IBV fór á kostum á mótinu og vann alla sína leiki með miklum yfirburðum. Urslit leikjanna hjá IBV: ÍBV - Fjölnir b 61-27 ÍBV-ÍR 62-28 ÍBV - Snæfell 60-34 ÍBV - Tindastóll 46-37 Allir í liðinu stóðu sig með miklum ágætum, þó var Devon Már fremstur meðal jafningja en hann skoraði hvorki meira né minna en 76 stig. Sigurinn á þessu móti gerir það að verkum að flokkurinn leikur í B-riðli á næsta móti. !§s!$si Glæsilegt í hópfimleikunum Fimleikafélagið Rán tók þátt um helgina í haustmóti í hópfimleikum, en þetta var fyrsta mótið af þremur sem félagið tekur þátt í. Félagið tefldi fram hóp stelpna í 1. deild en tvær deildir eru á mótinu, úrvals- deild og 1. deild. Aldursskipt er í deildunum en Rán tefldi fram 3. flokki sem er elsti aldursflokkur í 1. deild. Keppt er í þremur greinum á mótinu, gólfæfingum, æfingum á dýnu og trampólíni Stelpumar byrjuðu á gólfinu og voru fyrstar í röðinni en í gólf- æfingum felst hópdans. Stelpunum gekk ekki vel en það var líklega eitt- hvert stress í hópnum. Eftir gólf- æfingamar hristu stelpurnar af sér slenið og unnu báðar greinarnar sem eftir voru og sýndu frábæra takta á báðum áhöldum. Svo fór að eftir að samanlagður árangur var tekinn saman fóru stelpurnar með sigur af hólmi. Sannarlega frábær byrjun á tímabilinu og það verður gaman að fylgjast með framhaldinu hjá stelpunum. íþróttir Þrjár á lands- liðsæfingum í fótbolta Um helgina fóru fram lands- liðsæftngar hjá U16 og U19 ára iandsliðum kvenna í knattspyrnu. ÍBV átti þrjá fulltrúa á æfingum en þær bráðefnilegu Berglind Sigurðardóttir og Svava Tara Ólafsdóttir tóku þátt í æfingum hjá U16 ára liðinu og þótlu standa sig með stakri prýði. Marka- maskínan Kristín Erna Sigurlás- dóttir tók hins vegar þátt í æftngum hjá U19 ára landsliðinu og stóð sig vel. Fimm á lands- liðsæfingar í handbolta Seinustu helgi fóru fram æfíngar hjá U-15 ára landsliði kvenna í handknattleik. Þrjár stelpur frá ÍBV tóku þátt í æfingunum, þær Berglind Sigurðardóttir, Drífa Þorvaldsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir. Þær æfa með 4. flokki kvenna undir stjórn Unnar Sigmarsdóttur. Næstu helgi fara hins vegar fram æfingar hjá U-19 ára landsliði kvenna. ÍBV á tvo fulltrúa í þeim hóp en það eru Dröfn Haraldsdóttir og Eva María Káradóttir en þær spila báðar með unglinga- og meistaraflokki. Auðvelt hjá strákunum Um helgina léku bæði Meistara- flokkur karla og kvenna í hand- bolta á íslandsmóti. Meistara- flokkur karla mætti botnliði Þróttar á útivelli og vann auð- veldan sigur 25:36. Markaskorun liðsins dreifðist vel og stóðu markmenn liðsins sig með prýði. Þetta var kærkominn sigur fyrir Eyjamenn sem hafa ekki sýnt sitt rétta andlit í síðustu leikjum. Liðið er sem stendur í 6. sæti með sex stig eftir átta leiki. Meistaraflokkur kvenna mætti hins vegar FH á útivelli í hörku- leik. Staðan í hálfleik var 17:13 FH í vil. FH var hins vegar aldrei í hættu að missa tök á leiknum í seinni hálfleik og vann leikinn 29:26. Eyjastelpur eru því í 11. sæti í 2. deild með tvö stig eftir tvo leiki. Framundan Föstudagur 28. nóvember Kl. 21.30 Hörður-ÍBV 3. flokkur karla, handbolti. Laugardagur 29. nóvember Kl. 12.00 ÍBV-Víkingur, meistaraflokkur kvk, handbolti. Kl. 13.30 Breiðablik B-ÍBV 11. flokkur drengja körfubolti. Kl. 14.00 ÍBV-Grótta meistaraflokkur karla, handbolli. Kl. 16.30 Hörður-ÍBV, 3. flokkur karla, handbolti. Kl. 16.30 HK-ÍBV 2. deild karla, körfubolti. Sunnudagur 30. nóvember Kl. 11.15 IBV-Hörður 3. flokkur karla, handbolti. Kl. 13.00 ÍBV-Selfoss, 4. flokkur karla, handbolti. Kl. 14.00 Þórir-ÍBV 2. deild karla, körfubolti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.