Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 16
* FRÉTTIR Frétto- og ouglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 & 'Sun Investments S.L FASTEIGNASALA A SPÁNI LINDA RÓS (0034) 646 930 757 llndarosg@hotmall.com www.suninvsstmantsl.com LÍKN GEFUR TIL HSV. Kvenfélagið Líkn kom færandi hendi og afhenti Heilbrigðisstofnun Vestmanna- eyja höfðinglegar gjafir á mánudag. Kvenfélagið sem hefur nánast séð stofnuninni fyrir tækjabúnaði afhenti sjúkranuddbekk til sjúkraþjálfunar, fóstursírita sem fylgist með hjartslætti barns í móður- kviði á fæðingarstofu og tvo hjólastóla til sjúkrahússins. Heildarverðmæti gjafanna er 2.152 þúsund krónur. Líkn stendur fyrir ýmsum fjáröflunum og m.a. kaffisölu sem kennd er við 1. des en verður nú haldin í Höllinni fimmtudaginn 27. nóvember. Allur ágóði af sölunni rennur til sjúkrahússins. Engin ákvörðun liggur fyrir um niðurskurð Undanfarna daga hafa borist fréttir af fyrirhuguðum niðurskurði hjá heilbrigðisstofnunum á landinu og m.a. var sagt frá tilskipun frá heil- brigðisráðuneyti um að loka ætti skurðstofunni á Heilbrigðisstofnun Suðumesja. Gunnar K. Gunnarsson, forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, kannast ekki við slíkar tilskipanir og segir að leitað hafi verið til forstöðumanna og óskað eftir hugmyndum um hvernig skera mætti niður rekstrarkostnað. „Við fengum bréf frá heilbrigðis- ráðuneytinu fyrir um hálfum mánuði og því fylgdi afrit af bréfi frá fjár- málaráðuneytinu þar sem óskað var eftir hugmyndum um hvernig hægt væri að skera rekstrarkostnað niður um 10%. Við fórum í þá vinnu og Volcano Café opnað 4. des. Volcano Café verður opnað 4. desember en staðurinn verður í hjarta miðbæjarins á horni Strand- vegar og Bárustígs þar sem Drífandi var áður til húsa. Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu undanfarnar vikur, staðurinn stækkaður og allar innréttingar endurnýjaðar sem og búnaður. Björgvin Þór Rúnarsson sagði að við opnunina 4. desember yrði Siggi Hlö á staðnum en hann hefur m.a. verið með útvarps- þáttinn „Veistu hvar ég var?" á Bylgjunni á laugardögum. Þátturinn nýtur mikilla vinsælda og Björgvin lofar '80s stemmn- ingu um kvöldið og þá verða leikin öll skemmtilegustu lögin frá diskó tímabilinu. Volcano Café ætlar að standa fyrir tónleikum einu sinni í mánuði og fyrstu tónleikarnir verða þann 18. desember. Þá mun Guns N Roses cover band spila en í bandinu eru úrvals tónlistarmenn eins og Gummi Bjarna, Snorri Idol og fleiri góðir menn. sendum hugmyndir til ráðuneytisins en þetta er allt í vinnslu og engin ákvörðun liggur fyrir. Hvada áhrif hefur það á stofnunina ef þessar hugmyndir ná fram að ganga? „Við vitum að ef um niðurskurð er að ræða þá þarf að draga úr þjónustu. En það liggur ekkert fyrir um þetta ennþá. Það verður fundur með öllum forstöðumönnum heilbrigðisstofn- ana á föstudag þar sem farið verður yfir þessi mál og ég reikna með að þetta skýrist á næstu vikum þar sem fjárlög verða afgreidd fyrir næstu áramót. I raun og veru er ekkert óeðlilegt við að leita til forstöðu- manna til að athuga hvaða stofnanir geta dregið úr útgjöldum. Það vita hins vegar allir að stofnanir hafa verið í svelti og margar farið talsvert fram úr fjárheimildum á undan- förnum árum. Þetta á í raun við um heilbrigðis- og félagsþjónustu þann- ig að niðurskurður fjárheimilda til þessara stofnana er ómögulegur án þess að dregið verði úr þjónustu. Á móti kemur að það hefur aldrei þótt góð latína að draga úr framkvæmd- um á vegum hins opinbera til þess að sporna við kreppu þannig að það er ekkert létt verk hjá rfkisstjóminni að draga úr útgjöldum án þess að at- vinnuleysi aukist. Mér finnst eðlilegt að við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu sé leitað leiða til að draga úr kostnaði. Ég ítreka að það liggur ekkert fyrir um til hvaða aðgerða verður gripið," sagði Gunnar. Eyjabúð hættir Eyjabúð, elsta verslun í Vestmanna- eyjum, er að hætta starfsemi sinni. I Fréttum í dag er auglýsing þar sem kynnt er útsala á öllum vörum verslunarinnar, þar sem verslunin sé að hætta. „Nei, þetta eru ekki kreppuáhrif," segir Friðfínnur Finnbogason, eig- andi Eyjabúðar og þriðji ættliðurinn sem stendur bak við búðarborðið. „Þetta á sér lengri aðdraganda og ég er búinn að vera að pæla í þessu um nokkurn tíma og minnka við mig í ýmsu. Ég verð t.d. ekki með flugelda fyrir þessi áramót." Friðfinnur segir nokkrar ástæður fyrir því að hann hefur ákveðið að hætta en vill ekki nefna þær. „En það er ljóst að þessi verslun virðist ekki henta lengur þessu nútímasam- félagi." Hann segist viss um að fólk muni finna fyrir því þegar verslunin er hætt og ekki verður lengur hægt að fá ýmsa þá smáhluti sem hægt hefur verið að ganga að þar. Gegnum tíðina hefur verið hægt að kaupa í Eyjabúð hluti á borð við skrúfur og bolta í stykkja- tali en nú er sú tíð brátt á enda. „I október sl. héldum við upp á að þá voru 55 ár síðan afi stofnaði verslunina og ég neita því ekki að mér finnst það nokkur viðbrigði að þurfa að hætta. Eftir að hafa unnið hér í tæp 40 ár eru það vissulega erfið skref að verða að gera þetta," segir Friðfinnur. Á útsölunni, sem hefst í dag, er 30 til 50% afsláttur á öllum vörum. Friðfinnur segir að hann vonist til að loka fyrir áramót. Hann bendir á að þama megi finna ýmislegt sem hentað geti til jólagjafa enda vöru- úrvalið mikið eins og þeir vita sem þekkja til í Eyjabúð. „Ég vil t.d. benda á gott úrval af verkfærum, veiðivörur og svo gæti verið hagstætt á þessum þrenginga- tímum að geta keypt garðáhöld á 50% afslætti," segir Friðfinnur og bætir við að þarna sé líka að finna ýmislegt sem engir aðrir séu með. „Það er óvíst enn hvað tekur við hjá mér," segir Friðfinnur. „Eg verð áfram með ferðaþjónustuna sem ég hef verið með undanfarin ár. Það eru vissulega vonbrigði að þurfa að gera þetta en svona er lífið, skin og skúrir á víxl og verður bara að taka því." plú us UHVAL UTSYN SUmflRFERÐIR -j-'j-j^y^-j-'j^ " Húsasmíði er mitt fag og þjónustu mína veiti. Hringdu ímig straxídag og húsinu þínu ég breyti." Sn kkarnn I SigurðurOddur | húsasmiður I | simi:899-2576 | eyjar1@hotmail.com | VIKUTILB0Ð 27. nóv - 3. des -: i m ¥ 8s£f ió S vÆ V, OG -V ^^M £tc Egils Jólaöl wi verá nú kr 118,-veri ááur kr 138,- Gooclfellas Pizzur veri nú kr 578/- verá áiur kr 798,- Heimaeyjarkerti verð nú kr 298/- verð dáur kr 348,- 'mílltffií »» >^i W^» ^na\ y PfefJi/, *"wP£* Er^ PdfL^H jEHÉ^^b W*« 3* -¦<f;jy \ÉÁ ' ¦ gf Hl ^%|| B.D. núðlur verd nú kr 65/- verð óður kr 85,- SS rauðvinl. helgarsteik verá nú kr/kg 1698/- vcrá óáur kr/kg 2098,- éí& Búrf.nautahakk verð nú kr 899/-verðáiurkr 1198,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.