Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 4. desember 2008 Eyjamenn kunna að meta það þegar vel er gert -Segir Björgvin Rúnarsson sem á laugardaginn opnar kaffihúsið og skemmtistaðinn Volcano Café ásamt konu sinni Margréti ardaginn. „Það mun hafast en þá ætlum við að opna staðinn formlega með sýningu á verkum Berglindar Kristjánsdóttur klukkan tólf á laug- ardaginn. Frá klukkan fimm til hálf ellefu verður einkasamkvæmi og eftir það byrjar fjörið. Þá mun hinn landsþekkti Kiddi Bigfoot þeyta skífum til klukkan þrjú um nóttina. A aðventunni ætla snillingarnir Sæ- þór Vídó og Þórir Olafsson að halda uppi jólastemmningu. Fimmtu- daginn átjánda desember verður ábreiðusveit sem helgar sig Guns and Roses og á Þorláksmessu ætlum við að leggja okkar af mörkum til að skapa réttu stemmninguna í bænum,“ sagði Björgvin. En er hann bjartsýnn á að dæmið gangi upp? „Er maður ekki alltaf bjartsýnn,“ svarar Björgvin og hlær. „Annars værum við ekki að standa í þessu. Við lítum á Volcano Café sem góða viðbót við það sem fyrir er í bænum og vonandi eiga Vest- mannaeyingar og gestir eftir að nýta þá þjónustu sem ætlum að bjóða upp á. Við leggjum upp af miklum metnaði og það er mín reynsla að Eyjamenn svara kallinu þegar vel er gert enda annálaðir gleðimenn,“ sagði Björgvin að endingu. BJÖRGVIN: Við lítum á Volcano Café sem góða viðbót við það sem fyrir er. Hjónin Björgvin Rúnarsson og Margrét Hildur Ríkharðsdóttir róa á móti straumnum nú þegar íslenskt samfélag siglir inn í verstu kreppu í áratugi. A laugardaginn opna þau kaffihúsið og skemmtistaðinn Volcano Café í Drífanda sem er á horni Bárustígs og Strandvegar. Framkvæmdir voru í fullum gangi þegar Fréttir litu þar við á þriðju- dagsmorguninn. Þarna voru áður skemmtistaður og verslun sem hafa verið sameinuð og verður Volcano Café á tæplega 300 fermetrum þann- ig að rúmt verður um gesti. Þó ýmis- legt hafi verið óklárað á þriðju- daginn var ekki annað að sjá en að þarna verði bjart og skemmtilegt kaffihús og veitingastaður sem yrði góð viðbót við það sem fyrir er í Eyjum. „Okkar metnaður stendur til að starfrækja í Vestmannaeyjum kaffi- hús og skemmtistað sem stenst samanburð við það besta sem við þekkjum annars staðar,“ sagði Björgvin þegar hann var spurður um áherslur sem þau hjón ætla að hafa að leiðarljósi í rekstrinum. „A daginn verður þetta kaffihús með aðgang að þráðlausri tengingu fyrir tölvur og einnig verður hægt að koma og glugga í blöðin. Til að byrja með ætlum við að bjóða upp á alvöru kafft og kakó og vöfflur með rjóma, samlokur og létta pastarétti. Við verðum með fjölbreytt úrval af kaffi sem bæði er hægt að drekka á staðnum eða taka með sér, „take away cup“. A kvöldin og um helgar verður Volcano Café skemmtistaður og verður opið til klukkan 11:30 frá sunnudegi til miðvikudags, til eitt á frmmtudögum og til klukkan þrjú á föstudögum og laugardögum. Aðgangur miðast við átján ára og verður gengið stíft eftir nafn- skírteinum og gerð krafa um snyrti- legan klæðnað." Boðið verður upp á lifandi tónlist og í framtíðinni ætla Björgvin og Margrét að auka fjölbreytni í mat í samstarfi við Einsa kalda veislu- þjónustu. „Við getum boðið upp á veislusal fyrir 60 til 80 manns og á kvöldin verðum við ýmist með plötusnúða, trúbadora eða hljóm- sveitir.“ Þó eitthvað virðist í land með að framkvæmdum ljúki er Björgvin bjartsýnn á að það hafist fyrir laug- Dagmæður í barnvænu húsnæði Tvær nýjar dagmæður hafa tekið til starfa í Vestmannaeyjunr og hafa komið upp aðstöðu við Brekastíg þar sem skóladagheimilið var áður til húsa. Asa Sif Tryggvadóttir og Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir hófu starfsemina 1. desember og þær hafa lagt metnað í að gera aðstöðuna aðlaðandi, auk þess er góð aðstaða fyrir útiveru sunnan við húsið. „Við sáum auglýsingu þar sem óskað var eftir dagforeldrum og ákváðum að slá til,“ segir Ása Sif en hún og Dagný Sjöfn eru báðar með börn á fyrsta ári. Þær hafa lagt alúð við að mála húsnæðið, á veggjum eru barnvænar myndir og það er búið húsgögnum sem hæfa litlum börn- um. Dúkkukrókur og hvíldarhorn eru á sínum stað og í öðrum endanum á salnum er fullbúið eldhús með góðri aðstöðu til að matast. „Börnin eru í aðlögun hjá okkur núna og flest þeirra eru hjá okkur frá klukkan 08.00 til 16.00 en það er líka hægt að fá pláss hálfan daginn. Börnin hjá okkur eru frá því að vera 6 mánaða og fram að leikskólaaldri. Við megum vera með átta börn hjá DAGMÆÐURNAR Dagný Sjöfn og Ása Sif. okkur,“ segir Ása Sif og nú þegar eru nokkur börn komin inn og þeir sem hafa hug á að fá pláss fyrir börn sín ættu að hafa samband sem fyrst. Dagný Sjöfn segir að þær leggi mikla áherslu á að hafa starfsemina sem líkasta því sem gerist á leik- skóla þannig að börnin komi vel undirbúin þegar þau hefja skólavist þar. „Bömin fá morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu auk þess sem við erum með ávexti á milli mála. Við erum með ákveðið dagskipulag sem byggist upp á útiveru, leikjum, föndri, sögustund og svo er hvíldar- tími nauðsynlegur fyrir svona ung börn,“ segir Dagný og þær ætla að leggja áherslu á söng og skapandi leiki með börnunum. „Við höfum safnað að okkur leik- föngum en ef bæjarbúar eiga leik- föng og barnabækur sem þeir mega missa þá er það vel þegið,“ segja Ása Sif og Dagný Sjöfn en þær eru báðar félagar í Félagi dagforeldra á Suðurlandi. Nýr Glitnir fjármagnar smíði á Þórunni Sveins Á fimmtudaginn undirrituðu Ós ehf., útgerðarfélag Sigurjóns Ósk- arssonar og fjölskyldu, og Nýi Glilnir samning um fjármögnun á smíði nýs 39 m togveiðiskipi, Þórunnar Sveinsdóttur VE. Skipið verður smíðað hjá dönsku skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft A/S. Samningur þess efnis höfðu reyndar undirritaður á vordögum 2007 en í ljósi mjög breyttra og versnandi aðstæðna á fjármálamörkuðum, m.a. vegna óhagstæðrar þróunar gengis taldi útgerðin rétt að fara ítarlega yfir allar áætlanir sínar. Niðurstaðan, sem er einkar ánægjuleg, er að halda ótrauð áfram smíðinni eins og áætlað var og fá nýja Þórunni Sveins til Eyja á haust- dögum 2009 en þá á útgerðarfélagið einmitt fjörtíu ára starfsafmæli. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis var ánægð með samninginn. „Það er Nýja Glitni ánægja að staðfesta aðkomu sína að smíðinni og tryggja fjármögnun hennar allt til loka verksins. Við teljum þetta mikilvægt í ljósi þeirrar staðreyndar að útgerðin Ós ehf. er samfélaginu í Vestmannaeyjum gríðarlega mikilvæg. Þarna eru enn- fremur með reyndari útgerðarmönn- um landsins með um 40 ára farsæla útgerðarsögu. Það er bankanum gleðiefni að finna að hann nýtur þess trausts að fjármagna svo stórt verk sem snýr að grunnatvinnuvegi landsins. Það er einnig mikilvægt að styðja vel við það öfluga byggðarlag sem Vestmannaeyjar er, þar sem áræðni og bjartsýni er ríkjandi í samfélaginu," sagði Bima. Friðar- ganga og jólatré Næsta föstudag verður kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Áður en athöfnin hefst verður friðarganga frá Landakirkju og hefst hún klukkan 16.45. Gengið verður frá kirkjunni niður á Stakkó og ljósin tendruð á trénu klukkan 17.00. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar. Páll Marvin Jónsson, formaður fjöl- skyldu- og tómstundaráðs, tlytur ávarp. Sr. Kristján Bjömsson sér um helgistund og Litlu læri- sveinarnir syngja jólalög undir stjórn Védísar Guðmundsdóttur. Það verður engin önnur en Leiðindaskjóða sem tendrar ljósin á jólatrénu og að sjálf- sögðu verða jólasveinar á staðnum sem gefa góðum og glöðum krökkum góðgæti. Frostrósir á þriðjudaginn Frostrósir verða með jólatónleika í Höllinni næsta þriðjudag Tón- leikarnar verða ekki eins um- fangsmiklir og í Reykjavík en hingað koma þrjátíu manns til að skemmta Vestmannaeyingum. Helstu söngvarar á tónleikunum á þriðjudag eru Margrét Eir, Hera Björk, Jóhann Friðgeir, Edgar Smári og Guðrún Ámý auk bamakórs. Strengjakvartett og hluti Stórhljómsveitar Frost- rósa leikur undir. Samúel Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Frostrósa, sagði að tónleikamir hæfust klukkan 20.00 og að bæjarbúar gætu keypt miða á midi. is eða á Pósthúsinu í Vestmannaeyjum. Jólatónleikar Frostrósa hafa notið mikilla vinsælda í Reykja- vík og nú stefnir í að 10 til 15 þúsund manns sæki jólatónleika þeirra í ár. Miðaverð er 3.490 krónur en þetta er í fyrsta skipti sem Frostrósir fara um landið með tónleika. Upplýsingar óskast Fimmtudaginn 20. nóvember sl. um klukkan 18.00 ók ég bifreið minni um Hamarsveg í vesturátt. Skuggsýnt var og skyndilega keyrði ég á stein sem var á veg- inum og varð bfllinn minn fyrir umtalsverðu tjóni. Lögmaður minn hafði samband við starfsmenn Gámaþjónust- unnar sem voru að vinna við flutninga á efni frá fyrirhuguðu knattspymuhúsi á þessum stað. Þeir neita að bera nokkra ábyrgð og segja ekkert grjót hafa verið á veginum af þeirra völdum. Vegna þessa bið ég þá sem vom á ferðinni þama umræddan dag og geta veitt upplýsingar um framangreint að hafa samband við mig í síma. Með fyrirfram þökk fyrir upplýsingarnar, Lovísa Gísladóttir, Dverghamri 30. Sími 422-5541 eða 481-2031. ÍJtgefandi: Eyjasýn elif. 480*478-0549 - Vestinannaoyjuin. Ritstjóri: Ómar (lanlaissnu. Blaúainenri: (iudlijörg Sigiirgeiisdóttir og Jnlíiis Ingason. Iþróttir: Ellert Selieving. Ábyrgdarmenn: Omar (iarilaisson & (iísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjiun. Aðsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. MyndritL 481-1*493. Netfang/rafpóstur: frettir@cyjafrettir.is. Veffang: http/Avvvw.eyjafivttir.is EHÍÍTfllt koma útalla fimmhidaga. Blaðið er selt í áskriftog einnig í laiisasölu á Kletti, Tvistiimm, Toppniim, Vöinval, llerjólfi, ITiighafnarveishminni, Kríinimni, Isjakaniim, verslun 11-11 og Skýlinu í Kriðarliöfn.. ITtÉ'iTIK eru prentaðar í 2000 eintökum. ERÉTTER eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðrihin, notkun ljósmynda og annað er óheimilt iiema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.