Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 4. desember 2008 Blogghcimar Aldís Gunnarsdóttir: Með gjald- eyri upp á 55 evrur Minn gjaldeyrir ... samanstendur af 55 evrum.... Það eru miklir peningar í dag 184 * 55 = 10.120. Ég fæ mikið fyrir þetta í Vestmanna- eyjum. Ég mæli með að fólk fari til Vestmanna- eyja í versiunaferðir.í alvöru talað..verðbólgan er ekki ennþá farin að kikka inn þar. Leikföng, föt og húsbúnaður eru mun ódýrari...ég hef séð sömu vörur á hátt í helm- ingi hærra verði hér í Reykjavík. Ég er allavega búin að vera í vægu sjokki síðan ég kom hingað, þvílíkt verð... Ég rambaði inn í fallega barna- fataverslun á Laugaveginum og rakst á kjól fyrir Karítas Ósk, sem er eins árs síðan í september, á 22.000 krónur...common 22.000....það er skemmst frá því að segja að ég gekk út úr búðinni með báðar hendur tómar... http://baldis.blog.is/blog/baldis/ Sigurður Jónsson: Rétt hjá Styrmi? Hvernig getur Styrmir Gunnarsson fullyrt að meiri- hiuti Sjálfstæðis- manna sé á móti aðild að Evrópu- bandalaginu? Styrmir Gunnars- son fullyrðir að hinn þögli meiri- hluti Sjálfstæðis- manna sé á móti aðild að ESB. Þetta eru fullyrðingar út í loftið og furðulegt að þær skulu settar fram nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að skoða þessi mál frá öllum hliðum. Það er mjög óheppilegt að Styrmir sem einn af áhrifamönnum í Sjálfstæðisflokkn- um skuli skella svona fullyrðingum á borðið. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar á næstu vikum að meta kosti og galla aðildar að ESB. Ég vænti þess að formaður flokksins muni á landsfundi leggja fram tillögu um að kannaðar verði aðildarviðræður því að öðrum kosti getum við ekki dregið fram í dagsljósið hvernig samningum við getum náð við ESB. íslenska þjóðin kveður svo upp sinn dóm. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki útilokað aðild að ESB svona fyrir- fram eins og Styrmir gerir. http://sjonsson. blog. is/blog/sjons- son/ Búkolla baular - Ragna Birgisdóttir Oþolandi Gjörsamlega óþolandi að hlusta... ..á forríka ráð- herra innvílaða í siðspillt græðgis- batterí landsins, láta þetta út úr sér. Kannski séu laun útvarpsstjóra of há. Hvað er að þessu liði? Hvemig er hægt að taka fólk eins ÞKG trúanlegt þegar það er sjálft svo mikið stóreignafólk að það er löngu búið að missa taktinn gagnvart venjulegu launafólki í landinu. Þetta er viðþjóður og farsælast væri að losna við þessar ofurríku manneskjur úr ábyrgðastörfum fyrir þjóðina.Það bara passar ekki. BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ. http://bukollabaular.blog.is/ Fyrsta deskaffið klikkar ekki GALVASKAR Eykyndilskonur, Steina, Erla, Ágústa og Guðbjörg. Hið árlega 1. des kaffi var haldið í Höllinni á miðvikudag í síðustu viku. Eins og alltaf er þéttsetinn bekkurinn í Höllinni en salurinn rúmar tæplega fimm hundruð matargesti. Kaffisamsætið er í umsjón Kvenfélagsins Líknar og er jafnframt stærsta fjáröflun félagsins ár hvert. Veisluborðin svignuðu hreinlega undan kræsingunum í Höllinni þennan dag en Líknarkonur baka allt bakkelsi sjálfar. Þannig voru t.d. bakaðir 180 tertubornar í cldhúsinu á Heilbrigðis- stofnuninni í Vestmannaeyjum en Líknarkonur fá afnot af eldhús- inu. Allur ágóði Líknar rennur einmitt óskiptur til stofnunar- innar. Talið er að um sex- hundruð manns hafi komið við í Höllinni og fór cnginn svangur út, enda voru bakaðar 105 rjómatertur, 40 stórar brauð- tertur, 40 rúllubrauð, tvær stórar plötur af lagtertum, 800 pönnu- kökur, 35 súkkulaðikökur, 30 heitir réttir og kleinur voru steiktar úr 30 kg af hveiti. Auk kaffiboðsins var hinn árlegi jólabasar í Höllinni þar sem Líknarkonur selja handverk sem þær hafa unnið, kökubotna, kleinur, kökur, sultur og fleira. Um 30 Líknarkonur vinna við kaffisöluna og basarinn og dætur þeirra aðstoða einnig. Daginn eftir kafHboðið bættu Höliin og Einsi Kaldi um betur, gáfu Líkn peningagjöf en auk þess fá Líknarkonur Höllina og eldhús hússins lánað endurgjaldslaust. Drífa Kristjánsdóttir, formaður Líknar sagði við afhendinguna að í því fælist líklega stærsti, árlegi styrkur Líknar. TALIÐ er að um sexhundruð manns hafi komið við í Höllinni og fór enginn svangur út. Gjöf frá Oddfellow til Heilbrigðisstofnunar í vikunni færðu Oddfellowstúkumar í Vestmannaeyjum Heilbrigðisstofnuninni að gjöf æfingahjól af gerðinni Motomed að andvirði um hálfa milljón króna. Hjól þetta er sérhannað til notkunar fyrir hreyfihamlaða og nýtist það vel fyrir þá sem bundnir eru við hjólastól eða geta af öðrum orsökum ekki notað venjuleg æfmgahjól. Hjól þetta er mjög góð viðbót við tækjakost endurhæfingardeildar Heilbrigðisstofnunarinnar sem sífellt verður betur tækjum búin fyrir tilstilli líknarfélaga og annara velunnara stofnunarinnar. Yfirmeistarar stúknanna, Ágústa Friðriksdóttir og Guðmundur Gíslason, afhentu hjólið og tók Elías J. Friðriksson við því fyrir hönd stofnunarinnar. Jólamarkaður um næstu helgi Um næstu helgi, 5. til 6. desember stendur hand- verksfólk í Vestmannaeyjum fyrir jólamarkaði í and- dyri Salnahúss. Þar verður að finna ýmsa skemmti- lega muni s.s. prjónavöru, hárskraut, bútasaum, kerti, glervöru, platta, grjónapunga, heimagerða sultu og margt fleira. Þetta er í fjórða skipti sem markaðurinn er haldinn í Safnahúsi en löng hefð er fyrir jólamarkaði í Eyjum. Oddný Bára Ólafsdóttir hefur verið fremst í flokki við skipulag markaðarins en aðrir handverksmenn sem sýna og selja eru Margrét Steinunn Jónsdóttir, Ingi Steinn Ólafsson, Hanna Júlíusdóttir, Eygló Ingólfsdóttir, Elva Birgisdóttir, Guðrún Guðnadóttir og systurnar Guðný og Sigfríð Björgvinsdætur. Markaðurinn verður opinn frá 13.00 til 18.00 á föstudag og frá 11.00 til 18.00 á laugardag. Kirkjur bazjarins: landakirkja Fimmtudagur 4. desember Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safn- aðarheimilinu. Gíslína og sr. Guð- mundur Örn. Kl. 14.30. Helgistund á Heilbrigðis- stofnun, dagstofu 2. hæð. Kl. 18.00. Kvíði og væntingar í nánd jóla. Fyrirlestur og umræður í umsjón sr. Kristjáns og Guðnýjar djákna Safnaðarheimilinu. Kl. 20.00. Biblíulestur. Sérstaklega farið yfir fyrstu 16 kaflana í Matteusarguðspjalli. Allir áhuga- samir velkomnir í hópinn. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landakirkju. Guðmundur Hafliði. Kl. 20.00. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju-KFUM&K í KFUM &K heimilinu við Vestmannabraut. Föstudagur 5. desember Kl. 13.00. Æfmg hjá Litlum læri- sveinum, yngri hóp. Védís og Ámi Óli. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlum læri- sveinum, eldri hóp. Kl. 16.45. Bænastund við Landa- kirkju og bænaganga yfir að jóla- trénu á Stakkagerðistúni. Kl. 17.00. Ljósin á jólatré bæjarins á Stakkagerðistúni tendruð. Laugardagur 6. desember Kl. 10.30. Útför Jónu Ólafsdóttur. Sunnudagur 7. desember, 2. sunnudagur í aðventu: Kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta. Kveikt á Betlehemskertinu á að- ventukransinum. Söngur, sögur og lofgjörð. Hópastarf 6-8 ára á sama líma. Barnafræðarar og sr. Guð- mundur Örn. Kl. 14.00. Messa á öðmm sunnu- degi í aðventu. Nýr blár aðventu- hökull tekinn í notkun, sem gefinn var til kirkjunnar í haust til minn- ingar um sr. Jóhann Hlíðar, fv. sókn- arprest Vestmannaeyinga. Sr. Kristj- án Björnsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kl. 15.30. NTT - kirkjustarf 9-10 ára í Fræðslustofunni. Þóra og Silja. Kl. 17.00. ETT - kirkjustarf 11-12 ára. Kl. 20.00. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju-KFUM&K í Safnaðar- heimilinu. Mánudagur 8. desember Kl. 18.00. Jólafundur í kirkjustarfi fatlaðra. Helgileikur í Landakirkju og samvera í Safnaðarheimili á eftir. Hulda Líney. Kl. 19.30. Vinir í bata, fundur í 12- spora andlegu ferðalagi. Þriðjudagur 9. desember Kl. 13.00. Heima-samvera í Arnar- drangi. Guðný djákni. Kl. 13.00 til 15.00 Opið “Heima- hús” í Amardrangi kl 13-15. Jólin - jólasiðir. Gestur Margo Renner Kl. 14.30. Fermingarfræðsla. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landa- kirkju. Kl. 20.00. Fundur æskulýðsfélags- ins í KFUM&K heimilinu. Miðvikudagur 10. desember Kl. 13, 13.45 og 14.30. Fermingar- fræðsla. Síðastu tímar fyrir jól. Viðtalstímar prestanna eru þriðjud. tilföstud. milli ll.OOog 12.00. Hvítasunnukirklan Fimmtudagur 4. desember Kl: 20.30 Sálmakvöld, Syngjum og rifjum upp sálma sem hluta af arfleifð okkar. Laugardagur 6. desember Kl: 20.30 Brauðsbrotning. Sunnudagur 7. desember Kl: 13.00 Samkoma Ræðumaður Guðbjörg Guðjónsdóttir. Komdu og njóttu samfélagsins. Bænastundir kl: 7.15 og Kyrrðar- stundir kl: 17.00 Alla virka daga. Verið hjartanlega velkomin. Bœnastundir alla virka morgna kl: 7.30, verið velkomin. Aðventkirkjan Laugardagur Vertu velkominn að rannsaka með okkur Biblíuna kl. 10:30. Sérstök dagskrá fyrir bömin. Sjáumst!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.