Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 4. desember 2008 15 J Handbolti 1. deild karla - IBV 19 - ÍR 20 Tap þrátt fyrir hetjulega baráttu -Fyrirliðinn sleit hásin - Frá keppni út tímabilið IBV mætti toppliði Gróttu á laug- ardaginn, Eyjamenn hafa ekki sýnt sitt rétta andlit í vetur og sátu í 6. sæti deildarinnar fyrir leikinn. Gróttumenn hafa hins vegar leikið á als oddi í vetur og höfðu fyrir leik- inn ekki tapað leik og sátu í topp- sætinu. Eyjamenn báru enga virð- ingu fyrir andstæðingunum en urðu að sætta sig við eins marks tap, 19:20 þrátt fyrir hetjulega frant- göngu. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en Eyjamenn urðu fyrir gríðar- legu áfalli um miðjan fyrri hálfleik þegar Sigurður Bragason sleit hásin. Leikmenn ÍBV létu þó ekki bugast, þjöppuðu sér saman, komu tvíefldir til leiks og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Gaman var að sjá baráttuandann í liðinu en hann hefur ekki sýnt sig fyrr en í þessum leik. I seinni hálfleik byrjuðu Gróttu- menn af miklum krafti og náðu fljótt yfirhöndinni. Sóknarleikur Eyja- manna var þunglamalegur og auðséð að fjarvera Sigurðar hafði mikið að segja. Grótta komst yfir en þá kom til sögunnar hinn efnilegi Brynjar Karl Oskarsson. Hann reif upp leik Eyjamanna og færði hraða og áræðni í sóknarleikinn. Grótta komst mest þremur mörkum yfir 16:19 en þá náðu Eyjamenn góðum kafla, þar sem Brynjar Karl fór á kostum, og jöfnuðu leikinn þegar rétt rúm mínúta var eftir. Grótta skoraði úr síðustu sókn sinni með frábæru marki þegar 40 sek- úndur voru eftir, Eyjamönnum mis- tókst hins vegar í sinni síðustu og þar við stóð. Lokatölur því 19-20 Gróttu í vil. Gaman var að sjá vaska framgöngu Brynjars Karls en ef hann stendur sig áfram vel gæti hann verið hugsanlegur arftaki Sigurðar Braga- sonar. Gríðarleg blóðtaka Blaðamaður Frétta náði tali af Svavari Vignissyni þjálfara Eyja- manna eftir leikinn en hann var nokkuð ánægður með leik sinna manna. „Eg var ánægður með vöm- ina og markvörsluna, við reyndum að vera skynsamir í sókninni en það verður að segjast að þetta var nú ekki fallegur sóknarleikur hjá okkur.“ Eyjamenn misstu Sigurð Bragason af velli unt miðjan fyrri hálfleik, Flottur árangur hjá Fimleika- félaginu Um helgina var keppt á íslandsmóti í 3. til 6. þrepi og tóku átta stelpur frá Fimeikafélaginu Rán þátt í mót- inu. Þær stóðu sig vel á mótinu og unnu til þrennra verðlauna. Þórey Helga Hallgrímsdóttir varð í 3. sæti á dýnu, Emma Bjamadóttir varð í 2. sæti á trampólíni og María Rós var í 2. sæti samanlagt í 6. þrepi. Þar sem einungis 2 keppendur voru í 6. þrepi var aðeins gefið fyrir samanlagt. María var hærri á trampólíni, gólfi, þær voru með sömu einkunn á stökki en hinn keppandinn var með hærri einkunn á dýnu og það dugði henni til sigurs. Þar með er María Rós fyrst til að ljúka 6. þrepi hjá Fimleikafélaginu. Einnig fór Meistaramót fram en þar stóðu stelpurnar sig líka vel og voru að bæta sig verulega en einungis eru gefin verðlaun fyrir samanlagðan árangur á Meistaramóti. LEIFUR átti góða spretti í leiknum gegn ÍR hversu mikið áfall var það? „Að missa Sigga er auðvitað gríðarleg blóðtaka þvf hann er driffjöðrin í sóknarleiknum hjá okkur. Eg held einnig að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu mikilvægur hann er fyrir okkur. Ef hann á ekki skotið í sókninni þá á hann yfirleitt stoð- sendinguna. Við leitum mikið til hans í sókninni svo þetta er hrika- legur missir." Hefur þú trú á því að_ hann spili meira með í vetur? „Eg veit að aðgerðin tókst vel og ef ég þekki Sigga rétt þá mun hann ekki sitja aðgerðarlaus að minsta kosti ekki hlaupa f spik.“ Brynjar Karl Oskarsson átti frá- bæra innkomu í leikinn og mun eflaust fá fleiri tækifæri hér eftir. „Binni kom vel inn í leikinn og hann mun án efa fá fleiri mínútur í næstu leikjum. Við verðum þó að passa okkur á því setja ekki alltof mikla ábyrgð á herðar hans því hann er nú bara rétt 17 ára og er enn í þriðja flokki." Þegar ljóst er að Sigurður Bragason verður ekki meira með á tímabilinu fer væntanlega meiri ábyrgð yfir á aðra leikmenn. „Nú þurfa eldri og reynslumeiri leikmenn eins og Sindri, Benedikt og Grétar Þór að stíga upp og taka af skarið. Sindri Haraldsson er þó því miður að fara frá okkur um áramótin sem gerir stöðu okkar enn erfirðari.” Næsti leikur liðsins er gegn Aftureldingu á heimavelli á laugar- dag. Hvernig leggst leikurinn í liðið? „Hann leggst mjög vel í okkur, Afturelding er með ungt lið sem er mjög líkamlega sterkt þannig að þetta verður enn ein prófraunin fyrir okkur. Ég vona bara að sem flest fólk haldi áfram að mæta á leikina. Leikurinn gegn Gróttu var skemmti- legur, það var góð stemming og það getur skipt miklu máli fyrir okkur.“ Eins og spark í öklann „Mér fannst eins og einhver hefði sparkað fast aftan í ökklann á mér. Ég sneri mér við til að athuga hvað hefði skeð og þá vissi ég það,“ sagði Sigurður Bragason, aðspurður um það þegar hann sleit hásinina í leiknum. Hann var borinn út á börum og inn í sjúkrabfl og honum keyrt á sjúkrahús þar sem hann fór beint í aðgerð. „Ég var skorinn upp og sinin sett saman en hún var reyndar frekar illa slitin á tveimur stöðum." Sigurður býst ekki við því að spila meira með á þessu tímabili og ætlar að einbeita sér að því að ná bata. „Eins og staðan er núna þá er ég ekki að hugsa um handbolta. Ég vonast til að fara í spelku eftir rúman mánuð og þá ntun ég byrja að reyna að ganga og þjálfa þetta upp.“ Ér þetta endirinn á ferlinum? „Ég veit það ekki, maður verður að sjá til, ég er lítið að hugsa um það núna en engu að síður yrði leiðinlegt að enda ferilinn svona." Mikil blóðt^ka fyrir efstu deildarlið ÍBV Atli samdi við Askar í Noregi Atli Heimisson, leikmaður meist- araflokks IBV í knattspymu, samdi í vikunni við norska 2. deildar liðið Asker til þriggja ára. Atli átti frábært tímabil í sumar, var valinn besti leikmaður 1. deildarinnar og var einnig næstmarkahæstur í deildinni á eftir Sævari Þór Gíslasyni. Atli, sem er 21 árs, er afar spenntur fyrir þvf að halda til Noregs og leika með nýja félaginu. „Mér líst mjög vel á nýja félagið, þetta er í 2. deild, margir segja; -hvað er hann að pæla? og segja að þetta sé ekkert betra en úrvalsdeildin hér heima. En maður verður að Iíta á stóru myndina og allt sem er í gangi hér á Islandi. Ég lít á þetta sem stökk upp á við fyrir mig. Það sjá fleiri til mín og ég valdi mér líka lið, þar sem ég veit að ég á að vera lyk- ilmaður. Fæ að leika sem skiptir miklu máli þegar maður tekur þetta stökk að fara út. Margir gleymast og sitja á bekknum. Ég vil það ekki, mig langar að spila fótbolta því það er það skemtilegasta sem ég geri og með þessu stökki fæ ég að æfa tvisvar á dag og bæta mig sem fót- boltamaður." ATLI fagnar einu af mörkununi sem hann skoraði í sumar. Atli segist þó eiga margt að þakka IBV og mun sakna Eyjanna sárt. „Ég lít líka á þetta sem smá hjálp fyrir IBV. Það eru ekki mörg íslensk lið sem eiga peninga í dag. Mörg eru í vandræðum peningalega séð og ég vona bara þeir nýti hann vel til að hjálpa og þá helst bara félögum mínum í Eyjum sem ég á eftir að sakna sárt. Eg á eftir að sakna ÍBV mjög mikið. Þessi tvö ár voru góð og þeir sem komu nálægt meist- araflokki eiga hrós skilið fyrir síð- asta sumar. Vil ég sérstaklega þakka Matt Garner fyrirliða og Bjartey konu hans fyrir hjálp þeirra á meðan á dvöl minni í Eyjum stóð.“ Eyjamenn fengu liðsstyrk í síðustu viku og Atla líst vel á nýju fram- herjana. „Ég held að Viðar Kjart- ansson og Elías Ingi Amason eigi eftir að koma sterkir inn og vona að Eyjafólkið taki jafn vel á móti þeim og þau tóku á móti mér. Manni leið eins og maður væri fæddur í Eyjum þegar maður kom þangað fyrst. Ég mun sakna Vestmannaeyja mjög mikið,“ sagði Atli við blaðamenn Fótbolta.net Iþróttir Dolli pípari sæmdur heið- urskrossi ÍSÍ Adolf Oskarsson íþróttafrömuður úr Vestmannaeyjum var á 80 ára afmæli sínu, 30. nóvember sl„ sæmdur heiðurskrossi ISI fyrir framúrskarandi framlag í þágu íþróttahreyfíngarinnar. Olafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, afhenti Adolf heiðurskrossinn í afmælis- samsæti sem haldið var honum til heiðurs á Hrafnistu. Adolf var á árum áður einn fremsti frjálsíþróttamaður þjóðar- innar en vann einnig ötullega að knattspyrnumálum í Vestmanna- eyjum. Heimir Hall- grímsson svarar fyrir sig Gunnlaugur Jónsson, nýráðinn þjálfari 1. deildarliðs Selfoss, gagnrýndi vinnubrögð IBV harð- lega í viðtali á Fótbolti.net í viku- lok og sagði m.a. að Eyjamenn hefðu haft uppi óheiðarleg vinnu- brögð og segir Selfyssinga ekkert hafa vitað af undirskrifl Viðars Kjartanssonar sem gekk í raðir ÍBV frá Selfossi. Nú hefur Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, svarað Gunnlaugi þar sem hann segir m.a. að stjórn- armenn Selfoss hafi verið með í ráðum frá upphafl. „Ég tel mig knúinn að svara þeirri gagnrýni sem kom á IBV í grein Gunnlaugs Jónssonar þjálf- ara Selfoss í framhaldi af félagsskiptum Viðars Arnar Kjartanssonar í IBV. Þar sem ég sá að mestu leyti um samskipti við leikmanninn og stjóm Selfoss vil ég útskýra og svara nokkrum ásökunum úr grein Gunnlaugs," segir Heintir en svar hans í heild má má lesa á eyjafrettir.is. Framundan Laugardagur 6. desember Kl. 14.00, IBV-Afturelding, meist- araflokkur karla. Kl. 17.30, HK-ÍBV, 4. flokkur kvenna. Kl. 18.30, ÍBV-HK, 4.flokkur kvenna Sunnudagur 7. desember Kl. 10.00, Fram-ÍBV, 4. flokkur kvenna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.