Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 16
(FRÉTTIRl f sun investmenCs S.L FASTEIGNASALA Á SPÁNI LINDA RÓS Frétta- og auglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 (0034) 646 930 757 lindarosg@hotmail.com www.suninvestmentsl.com plús f/W ‘M’ ™ H SumflRFERÐ,B MÍM ?/SÚhsssMM Lr&lllk£JIj2J£LlJJ ÆJ-tj "Húsasmíði er mitt fag og þjónustu mína veiti. Hríngdu í mig strax í dag og húsinu þínu ég breyti." Snkkarnn | SigurðurOddur | húsasmiður I I sími: 899-2576 | eyjar1@hotmail.com | Á LAUGARDAGINN opnar Björgvin Kúnarsson Volcano Café í Drífanda. Þar ætlar hann að reka kaffihús og skemmtistað. Sjá bls. 2. Bakkaflug rætt í bæjarstjórn: Slæmt að flug liggi niðri yfir vetrartímann -Flugleiðin hefur verið markaðsett sem ein af samgöngu- æðum Vestmannaeyja og talin sjálfbær, segir Páll Scheving Á síðasta fundi bæjarstjórnar var rætt um stöðuna sem upp er komin á flugleiðinni Vestmannaeyjar - Bakki eftir að Flugfélag Vestmannaeyja tilkynnti að það ætlaði ekki að sinna flugi á flugleiðinni frá og með 13. nóvembertil I. apríl 2009. Ástæðan er mikil fækkun farþega hjá félaginu eftir að ríkisstyrkt flug hófst á flug- leiðinni Vestmannaeyjar-Reykjavík árið 2006 en frá þeim tíma hefur farþegum á flugleiðinni Vestmanna- eyjar-Bakki fækkað um 25%. Kristín Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi V lista, hóf umræðuna og lýsti yfir áhyggjutn vegna stöðunnar sem upp er komin í samgöngumálum Vest- mannaeyinga. „Flugfélag Vest- mannaeyja hefur lagt mikla peninga í markaðsetningu á þessari leið og ég hef áhyggjur af stöðunni þar sem margir ferðamenn hafa nýtt þessa samgönguleið. Ég er hrædd um að það geti valdið misskilningi þegar flugáætlun er breytt á þann veg að flug til og frá Bakka er ekki í boði á veturna heldur bundið við sumar- tímann. Því miður sé ég ekki neina lausn á þessu en þetta er áhyggju- efni þar sem samgöngur skipta okkar verulegu máli, “ sagði Kristín. Páll Scheving, bæjarfulltrúi V list- ans, sagði rétt að málið hefði verið rætt á síðasta fundi bæjarstjórnar. „Það er slæmt fyrir samfélagið að þessi flugleið liggi niðri yfir vetrartímann en hún hefur verið markaðsett sem ein af samgöngu- æðum Vestmannaeyja. Þessi leið hefur hingað til verið talin sjálfbær og ég held að það sé erfitt að sækja ríkisstyrk á þessa leið. Vestmanna- eyingar væru þá með þrjár rfkisstyrktar samgönguleiðir. Það hefur margt breyst síðan þessi fiug- leið var opnuð t.d. strangari reglu- gerðir og kostnaðarsamara rekstrar- umhverfi en á móti hefur farþegum fjölgað og fargjöld hafa líka hækkað," sagði Páll þegar hann var spurður út í málið. Fréttir hafa fyrir því heimildir að aðilar séu að velta þvf fyrir sér að fylla upp í það skarð sem Flugfélag Vestmannaeyja skilur eftir sig. Telja þeir að hægt sé að reka fiugið með hagnaði þó vissulega hafi farþegum fækkað. Horfa þeir líka til næsta sumars og benda á að bætt þjónusta þýði meiri eftirspurn. Margir eru líka reiðir ákvörðun FV, ekki síst þeir sem lögðu félaginu lið í að ná aftur sjúkrafiuginu. Það tókst fyrr á þessu ári og var það af hálfu félagsins talin forsenda þess að hægt væri að halda uppi flugi á Bakka allt árið. Námskeið í Landakirkju: Kvíði og væntingar í nánd jóla Nú þegar jólin nálgast koma kvíði og depurð slundum í veg fyrir væntingar og góða jólagleði hjá fólki. Það á ekki síður við núna þegar efahagsmál þjóðarinnar hafa verið í miklu uppnámi og margir hafa orðið fyrir fjárhagslegum hremmingum eða þekkja einhvern sem hefur orðið fyrir skakkaföllum. í dag, fimmtudaginn 4. desember, gefst bæjarbúum kostur á að sækja stult námskeið í Safnaðarheimili Landakirkju undir yfirskriftinni kvíði og væntingar í nánd jóla. Landakirkja stendur fyrir nám- skeiðinu í samstarfi við ýmsa aðila en kirkjan hefur áður boðið nám- skeið sem tengist sorg og kvíða í nánd jóla. Sr. Kristján Björnsson flytur er- indi og að því loknu verða umræð- ur. Kristján segir að búist sé við því að fieiri Islendingar muni leita eftir aðstoð Hjálparstofnunar kirkj- unnar en undanfarin ár enda glími margir við atvinnumissi og breytta íjárhagslega afkomu. „Ovissan er líka mikil hjá mörgum. Við vitum að margir hafa hnút í maganunt og ástæðurnar geta verið margvíslegar. Staðan er ekki eins slæm hérna og á höfuðborgarsvæðinu en margir hafa miklar áhyggjur af ættingjum og vinum. Við förum yfir væntingar sem tengjast jólum og raunhæfar áætlanir um það hvernig við viljum uppfylla venjur og hefðir og hvernig við getum það. Inn í þetta spilar svo missir á liðnum árum þegar einhvern vantar í sætið sitt sem tengist þessum hefðum.“ Hann leggur áherslu á að horft sé til hins eilífa þegar hverfulleikinn verður svona áberandi í samfélag- inu. Kristján segir að þegar afkoma fólks skerðist sé nauðsynlegt að setjasl niður og fara yfir málin og reyna að finna út hvaða úrræði eru fyrir hendi. Ég hvet fólk til að sýna hófsemi og stilla innkaupum í hóf og leggja áherslu á samvistir með fjölskyldu og vinunt. Mesta gjöf sem við getum gefið er kær- leikurinn. í honum er hin stóra jóla- gleði fólgin,“ sagði Kristján og býður alla velkomna á námskeiðið sem hefst kl. 18.00 og stendur í klukkutíma. VIKUTILBOÐ 4. -10. des MS smámdl 0,51 verð nú kr 68,- verð áður kr 84,- Diet pepsi 21 verð nú kr 98,- verð áður kr 208,- Fizzy Jóla sleikjó 4.h. verð nú kr 488,- verð áður kr 598,- Ora Maiscorn v,d. verð nú kr 198/“ verð áður kr 238,- Kjarnafæðis lambakót. í raspi verð nú kr/kg 1848,- veri óður kr/kg 2242,- Búrf. hangialcgg verð nú kr 318,- verð áður kr 420,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.