Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 9
JÓlin2008 Fimmtudagur 4. desember 2007 9 £ Skiptu með sér sítron „Ég fór með Sjöfn frá Skuld, vinkonu minni, til Noregs þegar við vorum sextán ára eða eftir að við höfðum lokið gagnfræðaprófi. Við höfum verið vinkonur rá því við byrjuðum í 1. bekk í barnaskóla og erum alltaf í sambandi og tölum saman oft í mánuði. Ég var oft heima hjá henni í Skuld á daginn þó svo að ég byggi í Baldurshaga. Við flugum til Oslóar en þá var sex tíma flug þangað. Við vorum í Noregi í eitt og hálft ár og vorum í Lillehammer um jólin. Við fórum í kirkju á aðfangadag og kirkjan var full af fólki. Þegar jólalögin voru sungin fórum við að hugsa heim og tárin runnu niður kinnarnar hjá okkur báðum. Við vorum í Noregi stuttu eftir stríð og bjuggum á þremur stöðum þar sem við unnum fyrir okkur við ýmis störf. Við unnum á heilsuhælinu í Lillehammer og svo við Lýðháskólann í Vors og þegar skólastjórinn flutti sig til Bergen fluttum við með honum. Þetta var stuttu eftir stríðið og ekki mikið til og lítið um peninga. Við fórum oft á flottan veitingastað á kvöldin þar sem fólk kom saman og hlustaði á lifandi tónlist. Við pön- tuðum okkur alltaf eina sítronflösku og skiptum með okkur. Frá Bergen tókum við næturlest til Kaupmanna- hafnar og þaðan heim með Gullfossi. Þetta var mikið ævintýri," segir Birna og brosir þegar hún rifjar þetta upp. Það endaði með því að hann keypti og rak það þangað til að það komu reglur um að ekki mætti selja ógerilsneydda mjólk. Það var alltof dýrt að setja upp tækjabúnað fyrir svo lítið bú og þá var sjálfhætt. Þá setti hann upp hænsna- bú og var með það fram að gosi. Meðan hann var með kúabúið fór hann alltaf fyrr á aðfangadag til að mjólka og gaf betur yfir hátíðis- dagana. Ég fór stundum með honum og einu sinni þegar við komum út, eftir að hafa sinnt búpeningnum, voru jólin gengin í garð. Það varð allt heilagt þegar jólin voru hringd inn. Mér fannst líka að kýrnar fyndu að það var eitthvað breytt, það var ein- hvern veginn friður yfir öllu.“ Jdlin koma Birna segir að þó svo að það þrengi að hjá þjóðinni þá komi helgi jólanna. Það var oft lítið um peninga, ég man eftir mönnum sem fóru út á morgnana til að leita að vinnu. Það var kannski útskipun og þeir voru valdir úr sem fengu vinnu. Þessir menn voru allir með Qölskyldur Það var samt aldrei neitt krepputal. Hlutirnir voru bara svona og ekkert annað að gera en að taka því. Jólin koma með allri sinni helgi og friði, “ segir Birna að lokum og víst að hún talar af mikilli reynslu. Friður yfir öllu Stuttu eftir að Birna kom aftur til Eyja giftist hún Magnúsi Magnússyni og þau hófu búskap. „Þá fór ég að hafa mín eigin jól,“ segir hún en þau Magnús eiga þrjár dætur. „Pabbi flutti til okkar og bjó hjá okkur alla tíð, meðan hann lifði. Eftir að við eignuðumst börn, tengdabörn og barnabörn þá vildi maður hafa alla heima á aðfangadag og það var oft þröngt við matarborðið. Ég byrjaði snemma að undirbúa því þá var ég farin að vinna úti. Ég fékk hjálp hjá dætrunum mínum þannig að þetta var mjög skemmtilegt og gekk allt vel. Fyrstu árin höfðum við alltaf svið á aðfangadag og allir hlökkuðu til. Svo fór þetta allt að breytast og við buðum upp á London lamb. Við erum alltaf með hangikjöt um jólin sem er alveg ómissandi þáttur í jólahaldinu." Þið voruð með Dalabúið um tíma, það hefur þurft að sinna bústofninum yfir hátíðir sem aðra daga ? „Maggi var alltaf með kindur og svo var hann beðinn um að taka að sér Dalabúið. Þá átti bærinn búið og svo vildu þeir að hann tæki það að sér. „Við vorum alltaf með jólatré með lifandi kertum sem var sett upp á borðstofuborðið. Þá voru ekki komnar Ijósaseríur eins og núna Mamma og pabbi skreyttu tréð eftir að við systurnar vorum sofnaðar á Þorláksmessu og pökkuðu inn gjöfunum. “ Wao: 20tn40% afsláttur af jólaskrauti Ljósakrónur Lampar Kertastjakar Dúkar Löberar Púðar Mikið úrval af kertaluktum Sía barnalínan og jólaskraut I lome art gjafavörur Mesta kertaúrval bæjarins 3-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.