Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 12
12 J0lin2008 Fimmtudagur 4. desember2007 Jól að heiman - þær Susana og Marika spjalla um jólin í sínu heimalandi Undanfarin ár hefur erlendu fólki fjölgað mjög á íslandi þó eitthvað hafi fækkað undan- farnar vikur aftur. í Vestmannaeyjum er nokkur fjöldi erlendra íbúa en blaða- maður settist niður með þeim Susana Loreto Morales Gavilian, sem er frá Chile og Marika Fedorowicz, frá Póllandi, sem báðar vinna hjá Godthaab í Nöf Jól í Chile Susane er í sambúð með Willum Andersen og saman eiga þau fjögurra ára gamlan son. Susane hefur búið á Islandi í sjö ár en segir jól á Islandi mjög ólík því sem gerist í Chile. „Fyrir það fyrsta er sumar í Chile þegar við höldum jólin þannig að veðrið og umhverfið er allt öðruvísi en hér. I Chile eru langflestir kaþólskir og við erum með mikil veisluhöld yfir jólin. Við byrjum 24. desember, borðum saman öll fjölskyldan og eigum notalega stund saman. Flúsbóndi heimilisins sker kalkúninn á diska allra og fólk heldur fast í sínar hefðir. T.d. er rauðvín á öllum borðum og mikið drukkið af því. Við opnum svo gjafirnar á miðnætti og höldum svo partý um nóttina enda er fæðing Jesú Krists gleðiefni og á að fagna.“ Hvemig heldurðu jól á íslandi? „Við Willum höldum íslensk jól. Hann er auðvitað íslenskur og sonur okkar líka þannig að við höldum í þær hefðir sem eru í kringum okkur. Við eyðum yfirleitt aðfangadagskvöldi hjá tengdaforeldrum mínum og borðum auðvitað skötu á Þorláksmessu," segir Susane og Mariku hryllir við. „Ég borða aldrei skötu aftur," segir sú pólska og meinar greinilega hvert orð af því sem hún segir. „Ég reyndi það einu sinni og lyktin maður, hún er ógeðsleg." „Já lyktin er vond en þú heldur bara fyrir nefið. Þetta er mjög góður fiskur," segir Susane og blaðamaður tekur undir en Marika ekki. Jól í Póllandi „Það er mikill munur á íslenskum jólum og jólunum í Póllandi. Mjög mikill munur," segir Marika. „I Póllandi eru flestir kaþólskir eins og í Chile og þar snýst jólahátíðin um fæðingu frelsarans og Maríu mey. Hér finnst mér jólin snúast fyrst og fremst um að kaupa dýrar gjafir og setja sig á hausinn um leið. Við gefum ekki dýrar gjafir í Póllandi heldur leggjum áherslu á að koma saman sem fjöl- skylda, syngja jólalögin og borða góðan mat. Við byrjum jólahátíðina 24. desember með þölskylduhátíð en í kirkjan í Póllandi lagði bann við því á árum áður að kjöt væri borðað á jólunum. Það er reyndar breytt núna en flestir halda sig ennþá við gömlu hefðirnar og hafa bara fiskrétti á jólunum. Við útbúum tólf rétti fyrir jólamatinn, einn fyrir hvern lærisvein Jesú og leggjum svo alltaf einn aukadisk á borðið. Það gerum við ef gest ber að garði, sem kannski getur ekki haldið upp á jólin hátíðleg, þá er búið að leggja á borð fyrir við- komandi. 25. desember er svo veisla þar sem jólunum er fagnað vel,“ segir Marika og blaðamaður fær þann skilning að samkvæmt íslenskum hefðum væri ekkert jólalegt við veisluhöld í Póllandi 25. desember. Hvernig heldurðu jól á íslandi? „Ég er að fara að halda mín þriðju jól núna og sem betur fer er systir mín, Ania hérna þannig að ég er með smá hluta af minni fjölskyldu hjá mér. Við eyðum jólunum alltaf saman en höld- um íslensk jól með pólsku ívafi. Við erum t.d. með einhvern pólskan mat en maður Öniu er íslenskur og við erum á fslandi þannig að við höldum íslensk jól. En ég skil ekki þetta með jólaskrautið. Ég meina, það er ekki kominn desember og þá er allt út í jólaljósum og skrauti. Heima skreyt- um við daginn fyrir jól eða sam- dægurs." Beðið á netinu Susane segist oft sakna jólahátíðar- innar frá sínu heimalandi en hún heldur enn góðu sambandi við sitt fólk. „Ég bíð til dæmis alltaf til klukkan þrjú um nóttina á internetinu til að óska mínu fólki gleðilegra jóla og við grátum saman,“ segir hún og brosir. „Svo fórum við Willum til Chile í fyrra og héldum jól þar. Reyndar „En ég skil ekki þetta með jólaskrautið. Ég meina, það er ekki komin desember og þá er allt út í jóla- Ijósum og skrauti. Heima skreytum við daginn fyrir jól eða samdœgurs. “ eldaði mamma íslenskan mat fyrir Willum svo honum myndi líða vel en ég var auðvitað ekkert sátt við það. Búin að ferðast 2000 kílómetra til að komast í jólin heima og fæ þá bara íslensk jól í Chile,“ segir hún og hlær. Og að lokum vildu þær óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári á sínu tungumáli. „Feliz Navidad y Prospero Ano Nuevo," segir Susane á spænsku. „Wesofych Swi^t I Szcz^sliwego Nowego Roku,“ bætir Marika við á pólsku. Fottegp, pc&gEbeg' ofyvövutLuð bcwnaföt. I Hövwuxð á/börn/ fyrir börrv. ;úi'U/4-81-1617/899-2774 www. bfoHerg'. úv \

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.