Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 1
BÍLAVERKSTÆÐIÐ BrAGGINNsf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. I 50. tbl. I Vestmannaeyjum 11. desember 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is 3 LEIKFÉLAG Vestmannaeyja frumsýndi á Iaugardag, frumsamið jólaleikrit, Grýla gerir uppreisn. Verkið sömdu þær Alma Eðvalds- ^^^ dóttir, Arndís Ósk Atladóttir, Eva Lilja Arnadóttir og Steinunn Ragnhildur Guðmundsdóttir. Hér eru Grýla og Leppalúði. Bls. 14. « Biðlistar eftir leikskóla ían -Sagt jákvætt fyrir byggðarlagið - Leitað leiða til að leysa vandann sem fyrst Upp er komin sú staða að biðlistar hafa myndast eftir leikskólaplássum í Vestmannaeyjum og hefur slíkt ekki gerst síðustu ár. Guðrún Helga Bjarnadóttir, yfir- maður leikskólamála hjá Vest- mannaeyjabæ, segir þetta vera já- kvætt vandamál. „I september var staðan þannig að öll börn, 18 mán- aða og eldri, sem vildu, gátu fengið leikskólapláss. Svo í október breytt- ist þetta, aðsóknin fór að aukast og nú eru átta börn, á aldrinum þriggja til fimm ára, á biðlista. Eitthvað sem við höfum ekki séð í mörg ár. Fyrir mér er þetta jákvætt vandamál sem við þurfum að leysa og við erum einmitt að vinna að því þessa stundina." Guðrún Helga segir að þrátt fyrir fjölgun dagmæðra sé staðan sú að aðeins eitt pláss sé laust þar og ekki sé hægt að setja eldri börn með hvít- voðungum hjá dagmæðrum. „En Lífeyrissjóður Vm ekki dýr í rekstri í Morgunblaðinu í gær segir að Gildi lífeyrissjóður hafí ákveðið 10% lækkun launa hjá stjórnarmön- num sjóðsins og æðstu stjórnendum frá næstu áramótum. Munu fleiri sjóðir ætla að gera það sama. Kemur fram að forstjórar stærstu lífeyrissjóðanna hafí verið með 20 til 30 milljónir króna í árslaun. Hæstur var forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna með tæpar 30 milljónir króna og næstur forstjóri Gildis með 21,5 milljónir króna. I ársreikningi Lífeyrissjóðs Vest- mannaeyja fyrir árið 20007 kemur fram að heildarlaun og þóknanir til stjórnenda sjóðsins á árinu 2007 námu kr. 11,1 milljón að viðbættum kr. 160 þúsund. Þar er Torfi Sig- tryggsson, framkvæmdastjóri, með 7, 5 milljónir við leysum þetta mál. Við stækkum auðvitað ekki leikskólana en við munum engum vísa frá sem þarf á leikskólavist að halda og þetta mál hefur algeran forgang hjá okkur." Ástæðan fyrir þessu er sú að íbúum er að fjölga í Vestmannaeyjum. Guðrún Helga segir að hingað sé að flytja fólk af höfuðborgarsvæðinu, sem og útlendingar og einnig sé að koma hingað fólk sem verið hefur í námi ytra og kýs að setjast að hér frekar en á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta ástand er auðvitað ekki skemmtilegt fyrir börnin eða for- eldra þeirra, en okkur fínnst þetta jákvætt fyrir byggðarlagið og erum að leita leiða til að leysa þennan vanda á næstu dögum," sagði Guðrún Helga Bjarnadóttir. Utkall - Flóttinn frá Heirpaey og Edda: Arita Utkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa verið í efstu sætum metsölu- listanna í hálfan annan áratug og hafa verið gefnar út víða um heim. Nú eru Vestmannaeyjar sögusviðið og hefst atburðarásin aðfaranótt 23. janúar 1973 þegar um 1,8 km löng gossprunga myndast á Heimaey. Eldstrókar rísa með hvellum og drunum. 5.300 íbúar eru í hættu. Óttar, sem verður í Vestmanna- eyjum í dag, fimmtudag, til að árita bókina segist mjög ánægður með viðtökurnar, ekki síst í Eyjum. „Eyjamenn, sem ég hef rætt við, segjast fá nýja sýn á það sem gerðist í gosinu, ekki síst sjálfa gosnóttina. Það segir mér að ég hafí náð því fram sem ég ætlaði mér," sagði Óttar. I bókinni kemur m.a. fram að sumir afskrifuðu ástvini sína og fannst gossprungan komin inn í bæ. Fólk óttaðist um líf sitt og í fyrsta skipti kemur fram áhrifa- rík saga níu manna fjölskyldu á Heimaey^ þegar hjónin Sigvaldi Heiðar Árnason og Inga Ingi- bergsdóttir týna fjórum barna sinna í tæpa tvo sólarhringa. Saga Eddu er sögð í samnefndri bók Herdísar Egilsdóttur. Edda er með Óttari í för. „Við ætlum að nýta tímann og lesa upp úr bókunum í Grunnskólanum og svo áritum við bækurnar í Penn- anum frá kl. 14.00 til 14.45," sagði Óttar. Landeyjahöfn: Grjót frá Eyjum? Elliði Vignisson, bæjarstjórí staðfesti við Fréttir að Suðurverk hafi sýnt áhuga á að kaupa grjót héðan úr Eyjum. Hann sagði að slík ákvörðun verði þó ekki tekin nema að fyrir liggi að til sé nægt grjót í stórskipahöfn og aðrar mikil- vægar framkvæmdir. „Eg hef engan heyrt minnast á að til standi að fresta fram- kvæmdum við Landeyjahöfn enda í hróplegri andstöðu við yfirlýsingar ríkisstjórnar um að áfram skuli haldið með mann- frekar framkvæmdir og þá ekki síst mannfrekar," sagði Elliði. Þú færð allar vörurnar okkar í póstkröfu. Hringdu í póstkröfusímann 750*7000 e&a kíktu á heimasíðuna okkar! HERBERGIÐ • BAÐIÐ • HEIMILIÐ www.rumfatalagerinn.is SMURSTÖÐOGALHLIÐA VÉLA-OGBÍLAVIÐGERÐIR <® ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTAÍEYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI. net hamar \lt\ A. r\C RÍI AX/FRk'CTÆFll VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI FLATIR21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.