Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 2
2 Frcttir / Fimmtudagur 4. desember 2008 Drífandi stéttarfélag í samningaviðræðum við Vestmannaeyjabæ: Eðlilegt að ná almenn- um lágmarkslaunum -Krafa um hækkun í launaflokkum og jafnrétti í launum Sérákvæði vegna launa- flokka og jafnréttismál Á gildistíma aðalkjarasamnings- ins skuiu starfsmenn raðast 2 launaflokkum hærra en samn- ingurinn segir til um. Þó skal enginn starfsmaður taka lægri laun en sem nemur launaflokki 119 sé ætlunin að ráðning hans standi lengur en 3 mánuði. Aðilar eru sammála um að gerð verði úttekt á launa- myndun kvenna og karla, starfshlutfalli þeirra og jafnra mögulcika kynjanna til starfa og starfsþróunar þeirra sem eru í starfi hjá Vestmannaeyjabæ. Stefnt verði að því að niður- stöður úttektarinnar liggi fyrir eigi síðar en 31. ágúst 2009 svo þær megi nýtast báðum samn- ingsaðilum til áframhaldandi framþróunar í jafnréttismálum í tengslum við kjarasamninga. Félagsfundur bæjarstarfsmanna í Drífanda stéttarfélagi á mánudaginn lýsti yfír eindregnum og fullum stuðningi við samninganefnd félags- ins í samningaviðræðum við bæinn. Segir fundurinn þær hóflegu kröfur sem samninganefndin er með um- fram samning Launanefndar sveitar- félaganna aðeins örlítið skref í áttina að leiðréttingu lægstu launa og aukins launajafnréttis kynjanna. Skorar fundurinn á bæjaryfirvöld að fallast á hófsamar kröfur samn- inganefndarinnar enda sé ástandið gott í Eyjum og engin ástæða til að gera samdráttar- og kreppusamning eins og gert hefur verið víða um landið. Þetta var samþykkt á fundinum og sagði Arnar Hjaltalín, formaður Drffanda, að þarna væri verið að taka mið af ástandinu í Eyjum. „Hér er ekkert kreppuástand eins og víð- ast annars staðar á landinu. Við höfum stundum þurft að taka mið af slæmu ástandi í Eyjum við okkar samningagerð en núna þegar staðan er nokkuð góð, ekki síst hjá bæjar- sjóði finnst okkur rétt að tekið sé mið af því,“ sagði Arnar. Reyndar sagði hann kröfur félags- ins mjög hófsamar og megintilgang- urinn sé að koma þeim lægst launuðu upp í lögbundin lágmarks- laun og rétta hlut kvenna. I greinargerð sem send var bæjarstjórn er vísað til þess að nokkur stéttarfélög innan Starfs- greinasambandsins hafi skrifað undir samning við Launanefnd sveitarfélaganna 29. nóvember sl. í framhaldinu hittust fulltrúar Launa- nefndar og Drífanda 2. desember til viðræðna um kjarasamninginn. Önnur útfærsla á launa- flokkum „Við vorum með kröfu um aðra útfærslu á launaflokkum samn- ingsins, kröfu um yfirlýsingu vegna jafnréttismála auk smávægilegra breytinga á sérákvæðum. Gat launa- nefndin ekki orðið við þessunt kröf- um og benti okkur á að hafa sam- band við fulltrúa bæjarins sem var og gert eins og venja hafði verið til. Eftir nokkur samskipti kom fram ósk af hálfu bæjarins um að kröf- urnar yrðu sendar beint til bæjar- ráðs,“ segir í greinargerðinni og hefur það verið gert. Helstu kröfurnar eru breytingar á júníuppbót til handa starfsmönnum sem ráðnir voru fyrir 29. maí 2005 og muni það eðli málsins samkvæmt hafa sífellt minni kostnaðaráhrif fyrir Vestmannaeyjabæ. Malbikun og jafnrétti Þá er íárið fram á breytingar vegna malbikunarvinnu. Að upphæð fata- peninga verði hækkuð í samræmi við hækkun verðlags frá mars á árinu 2001. „Þetta mun jafnvel engin áhrif hafa á útgjöld Vest- mannaeyjabæjar þar sem stendur til eftir okkar upplýsingum að leggja malbikunarstöðina niður, en óveru- leg útgjöld ef malbikað verður af bæjarstarfsmönnum, þar sem þetta er greitt í mjög skamman tíma í senn,“ segir í greinargerðinni. Yfirlýsing um jafnréttismál vegur þungt en félagið telur mjög brýnt að skoðuð verði launamyndun karla og kvenna hjá Vestmannaeyjabæ til að sjá hver staðan er raunverulega í þessum málum í dag. Þannig að báðir aðilar geti í framtíðinni gert kjarasantninga sem taka mið af niðurstöðum úttektarinnar og gert úrbætur ef í ljós kemur að hallar á annað hvort kynið. „Jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar tekur ekki sem slík á þessu máli. Stéttarfélagið er reiðubúið að koma að þessu með sérfræðiþekkingu frá Alþýðusam- bandi íslands og vonast eftir góðu samstarfi um þetta mál.“ Um röðun í launaflokka segir að í almennum samningum sé ákvæði um lágmarkslaun. Eru þau kr. 145.000 í dag og verða a.m.k. kr. 157.000 þann 1. mars nk. Laun í nýgerðum kjarasamningi Launa- nefndarinnar nái ekki almennum lágmarkslaunum fyrr en í launa- flokki 118. „Við teljum eðlilegt að vinnandi fólk nái almennum lág- markslaunum. Nýbúið er að gera samning við HS og hljóðar hann upp á krónutöluhækkun og 2 launaflokka í hækkun að auki. Víða á Suðurlandi er greitt mun hærra fyrir sambærileg störf, t.d. á Hellu er greiddur launaflokkur 122 fyrir að- stoðarstörf í eldhúsi en launaflokkur ARNAR sagðist ekki eiga von á öðru en að bæjarstjórn tæki kröfum félagsins vel. 115 í Vestmannaeyjum fyrir sömu störf. Er það víðar þannig að hærra er greitt án þess að við teljum það upp hér. Síðast en ekki síst þá er ástandið gott í Vestmannaeyjum, bæjarsjóður og fyrirtækin standa vel eftir okkar heimildum og ekki fyrirsjáanleg breyting þar á og þvf engin ástæða til að innleiða kreppu- samning við þær aðstæður. Það er því sanngjörn og eðlileg krafa að starfsmenn raðist 2 launaflokkum hærra en Launanefndarsamningur- inn gerir ráð fyrir og lágmarks- launaflokkur sem greiddur er fyrir fólk í föstu starfi sé launaflokkur 119. Að framansögðu er ljóst að kröfur félagsins fyrir hönd félagsmanna eru hógværar og væntum við þess að þær verði samþykktar af bæjar- ráði,“ segir í lokaorðum greinar- gerðarinnar. Arnar sagðist ekki eiga von á öðru en að bæjarstjórn tæki kröfum félagsins vel og bæti jafnvel í frekar en hitt. „Þær eru ntjög hóflegar og við höfunt stundum setið eftir þegar illa hefur árað. Nú eru aðstæður tiltölulega góðar og því teljum við þetta frekar réttlætismál," sagði Arnar að endingu. Vel sótt friðar- ganga Á föstudag var efnt til firðar- göngu frá Landakirkju að Stakkagerðistúni. Áður en gangan hófst var samveru- og bænastund í Landakirkju sem prestar kirkjunnar og Hvítasunnusafnaðar leiddu. Þátttaka í samveru og göngu var fín og síðan var gengið á Stakkagerðistún þar sem tendrað var á jólatrénu og mikil hát- tíðarhöld. Börnin hittu jólasveina og þáðu af þeim góðgæti og sannkölluð hátíðarstemmning enda jólin framundan. Ég bið að heilsa Ut er kominn geisladiskur með nokkrum af þekktustu og vin- sælustu lögum Inga T Lárus- sonar. Það er Kór Fjarða- byggðar sem gefur diskinn út en kórinn samanstendur af söng- fólki sem að mestu leyti kemur úr kirkjukórum í Fjarðabyggð. Kórinn var stofnaður árið 1998 í því augnamiði að stofna til gagnkvæmra kynna kórfólks í Fjarðabyggð og til að hægt væri að takast á við stærri og metn- aðarfyllri flutning á kórverkum. Kórinn hefur staðið fyrir og tekið þátt í flutningi á mörgum verkum bæði kirkjulegum og veraldlegum, auk þess hefur kórinn tekið þátt í flutningi stærri verka með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands. Stjórnendur kirkjukóranna í Fjarðabyggð hafa að langmestu leyti haft veg og vanda af starfi hans en stundum hafa verið fengnir gestastjómendur til að lyfta undir og krydda starfið. Einvalalið hljóðfæraleikara leikur undir á diskinum en út- setningar fyrir hljómsveitina gerði Norðfirðingurinn Stefán Arason. Einsöngvari í þremur lögum er Tinna Árnadóttir sem er fædd og uppalin á Eskifirði. Það er Kári Þormar, sem stjórnar kórnunt en hann er forstöðu- maður Kirkju- og menningar- miðstöðvar Fjarðabyggðar á Eskifirði. Kári stundaði nám í píanóleik hjá Jónasi Ingimundar- sy'ni og orgelleik hjá Herði Áskelssyni. Textahefti fylgir diskinum og er þar einnig að finna æviágrip textahöfundanna og að sjálf- sögðu er fjallað um skáldið Inga T. Lárusson. Magnús Ingimars- son útsetti flest lögin á diskinum en einnig gerðu það Karl Billich og Ágúst Ármann Þorláksson. Upptökur fóru fram í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð í apríl sl. undir stjórn Sveins Kjartanssonar. Með góðri kveðju, jyrir hönd Kórs Fjarðabyggðar, Elma Guðmundsdóttir. Saga GV fæst í Golfskálanum Nokkuð hefur verið spurst fyrir um bókina Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár, en bókin kom út í sumar í tilefni af 70 ára afmæli klúbbsins. Bókin, sem að sjálfsögðu er hin ágaætasta jólagjöf til golfáhugamanna, fæst í Golfskálanum og kostar 5000 krónur. Útgefandi: Eyjiisýii elif. 480278-0549 - Vcstmannacyjum. Bitetjóri: ðmar (iiinlaisson. Blaðamemi: Guðbjörg Sigurgeii-silóttír og Júlíiis Ingason. íþróttír: Ellert Scheving. Ábyrgðarmenn: ðniar (iaiöaisson & Gísli Valtýsson. Prentvinna; Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestniiinnaeyjuin. ASsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. SimaK 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstuK frettir@cyjafrettir.is. Veffang: http/Avww.eyjafretti r. is FRÉTi'itt konia ót alln fininitiidiigii. Blaðið er sclt í áskrift og eiiinig í lansasölu á Kletti, Tvistinuni, Toppnnm, Vöruval, Herjólfi, ílnghafnarvei'sluninni, Krónunni, Isjakanuin, veislun 11-11 og Skýlinu i Friðarhöfn.. FBÉTHR eru prentadar i 3000 eintökum. FRÉ'iTiB eru aðilar ad Samtökum hæjar- og héraðsfréttablaða. Eftírpi'entun, hljóðritun, notkiin ljósmynda og ánnað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.