Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 18. desember2008 / Kári Bjarnason - Ur sjóði Sagnheima: Fyrsta jólatréð í Vestmannaeyjum Á þessu ári munu vera rétt 230 ár síðan fyrsta jólatréð kom til Vestmannaeyja en hér er jólatréð sem stendur á Stakkagerðistúni í ár, börnum á öllum aldri til ánægju. Á þessu ári munu vera rétt 230 ár síðan fyrsta jólatréð kom til Vest- mannaeyja. Voru það sýslumanns- hjónin Michael Marius Ludvig Aagaard og kona hans, Agnes Mathilde Adelaide Grandheaner, er fluttu það til landsins. Svo háttar til að í skjalasafninu okkar er að finna dagbók Agnesar, persónu- legur og einlægur vitnisburður úr fjarlægri fortíð. Dagbókin er jafn- framt einkar vel skrifuð og er þar margt forvitnilegt að frnna um Vestmannaeyjar og þá er þar byggðu - enda löngum sagt að gloggt sé gestsaugað. Áður en vikið er að frásögn frúarinnar af hinu fyrsta jólatré hér er rétt að kynna örfáum orðum þau góðu hjón. Aagaard kom út til Vestmannaeyja einhleypur maður árið 1872. Nokkrum árum síðar hljóp ígerð í hönd hans og var hann sendur aftur til Danmerkur að leita sér lækn- inga. Meðan sýslumaður var ytra kynntist hann danskri konu af frönskum ættum og felldu þau hugi saman. Varð úr að þau giftust og flutti hún með honum til Eyja þar sem þau dvöldu samfellt í 15 ár eða frá 1875 til 1890. Gagntekin af fegurð Eyjanna Frú Aagaard lýsir einkar vel hversu fegurð Eyjanna gagntók hana. En um leið sótti að henni einmanaleiki og depurð yiir því hversu fjarri hún væri sínum nánustu. Undi hún því hag sínum aldrei svo sem skyldi. Árið 1890 flutti hún lil Reykjavíkur með börn þeirra hjóna, fjóra syni. Fimmta soninn höfðu þau eignast en liann andaðist hvítvoðungur. Ári síðar bauðst sýslumanni emb- ætti í Danmörku og fluttu þau þangað úr þessari sögu. Þó eru þau ekki með öllu horfm. Dagbókin er hér enn sem og örnefnið Sýslu- mannskór. Samkvæmt heimaslod.is mun hann að ftnna framan í Hánni, norðan við Hástein. Sagt er að hjónin hafi löngum stundum setið við bergopið og litið þá dýrð sem lítt hefur breyst síðan. Agnes Aagaard ritaði dagbók sína vitaskuld á dönsku. Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarfógeti þýddi frásögn hennar og birti í jólablaði Fylkis árið 1963. Er hér endurbirt hans vandaða útgáfa nálega samhljóða. Á jóladag (1878) vorum við Signe, vinnukona frúarinnar, önnurn kafnar við jólatréð. Það var eins bert og hönd mín. Hvergi sást á því barr. Ætlunin hafði verið að þekja það með lyngi, en frostið kom í veg fyrir að hægt væri að ná í það. Hálfum mánuði áður hafði ég náð í lítilsháttar af lyngi og með því vöfðurn við toppinn. Þó að það væri ljótt og visið, var það þó betra en ekki neitt. Við Signe höfðum á hverju kvöldi í heila viku verið önnum kafnar við að búa til skraut og þegar við höfðum lokið við að skreyta tréð fannst okkur öllum það sérlega snoturt. Þið ættuð bara að vita hvernig við rændum öllu, sem til var í húsitiu, til þess að við gætum gert pappírsskraut: sápu, kaffibæti, súkkulaði. Við tókum allt, því mamma hafði ekkert sent af slíku. Kl. 6 borðuðum við steikt kinda- kjöt og drukkum með því spánskt rauðvín. Síðan fórum við öll þrjú til messu og mér er óhætt að segja, að aldrei hafa sést slíkir kirkjugestir. Við Signe vorum svolítið örar - myrkt var af nóttu og snjór á jörð. Leiðin lá um eintómar þúfur og hrösuðum við um þær hvað eftir annað. Loks komumst við í kirkj- una og stólana okkar. Kirkjan var uppljómuð og mjög snotur. Við skildum ekkert af ræð- unni og sálmasöngurinn var þetta kvöld hræðilegri en nokkru sinni áður. Við þorðum ekki að líta á hvert annað til þess að kíma ekki. Um leið og messunni var lokið flýttum við okkur heint. Eins og fyrri duttum við hvað eftir annað og lofaði ég mér því, að ég skyldi ekki í bráð fara í kirkju. Það var eins og hvert annað öfugmæli. Þegar ég kom heim kveikti ég á jólatrénu og tók litla Gunnar [næst elsti sonurinn, þá á fyrsta ári] minn á arminn. Það er ekki hægt að lýsa gleði barnsins. Hann dansaði á handleggnum og vildi blása á kertaljósin. Hinsvegar var Dodo [elsti sonurinn, fæddur 1876] þögull. Hann fékk Örk Nóa, en Gunnar blístru. Signe fékk nokkra smámuni og hún gaf mér fallegan bolla með nafni mínu áletruðu. Þegar við slökktum á jólatrénu fengum við okkur kaffi og spjöll- uðum síðan þangað til tími var kominn til að ganga til náða. Jólamorguninn færði Signe okkur te í rúmið. Kl. 2 borðuðum við morgunverð og læknirinn [Þor- steinn Jónsson], borðaði með okkur. Um kvöldið átti aftur að kveikja á jólatrénu fyrir 11 gest- komandi börn. Þau komu kl 4 og læknirinn, Bjarnasen [Gísli, versl- unarstjóri] og kona hans [María Ásmundsen]. Fyrst gáfum við þeim kaffi. Síðan var þeim hleypt þar sem jólatréð stóð og voru þau alveg undrandi yfir þeirri sjón, sem þau sáu. Eng- inn hér í eyjunni hefur nokkru sinni fyrri séð jólatré og öll voru þau stórhrifin. Við gáfum hverju barni smáhlut, sem við höfðum gert, auk fléttaðra krossa, rósa og slíkra muna. Veit- ingamar voru: Piparhnetur, rúsínur og brjóstsykur, sem Maríus hafði soðið. Ég held að kvöldið hafi verið öllum ánægjulegt. Hér er vagga frystiiðnaðarins s á Islandi -segir Stefán Runólfsson, sem vill koma upp safni í gömlu ísfélags- og Fiskiðjuhúsunum Fyrir þessi jól kemur út bók um lífshlaup Stefáns Runólfssonar, bók sem jafnframt er merkilegt og gott innlegg í sögu fiskvinnslunnar á ísiandi. En Stefán lætur sér ekki nægja að segja frá í rituðu máli. Hann er með einkar athyglisverðar hugmyndir um það hvað eigi að gera við hið gamla húsnæði ís- félagsins og Fiskiðjunnar og vill koma þar upp sjávarútvegssafni þar sem sögu frystihúsanna verði gert hátt undir höfði. „Upphaflega er þessi hugmynd komin frá Sigmund Jóhannssyni, teiknara og uppfinningamanni. Við erum góðir kunningjar enda var hann um árabil starfsmaður hjá mér. Hann sýndi mér teikningar af hugmyndum sínum um framtíð húsanna og ég hreifst strax af þeim enda er þetta mjög spennandi við- fangsefni," segir Stefán. Hann segir enn fremur að þeir Sigmund hafi kynnt þessar hug- myndir bæði fyrir Isfélagsmönnum sem og Sigurgeiri Brynjari hjá Vinnslustöðinni og fengið jákvæðar undirtektir. Þá hafi þetta einnig verið kynnt fyrir Elliða Vignissyni, bæjarstjóra, sem hafi fundað með þeim Stefáni og Sigmund um málið núna í desember. „Menn verða að hugsa til fram- tíðar þrátt fyrir böl og alheimsstríð, eins og stendur í gömlum þjóðhá- tíðarbrag, og þótt nú um stundir sé eitthvert kreppuástand í þjóðfélag- inu þá varir það ekki að eilífu," segir Stefán. „Hugmynd okkar er sú að byggt verði yfir sundið ntilli húsanna og það verði glerbygging. Þar yrði til 800 til 900 fermetra torg sem við Sigmund höfum kallað Eyjatorg. Það gæti nýst fyrir alls kyns uppá- komur. En meginhugmyndin er þó að koma upp frystihúsasafni, svona eitthvað í iíkingu við það sem var gert af myndarskap með Sfidar- minjasafnið á Siglulirði og Saltfisk- setrið í Grindavík. Slíkt frysti- húsasafn er ekki til á landinu og að okkar viti á það hvergi betur heima en á þessum stað þar sem í raun er vagga frystiiðnaðarins á íslandi. ísfélagið var stofnað þarna árið 1901 og í Vestmannaeyjum voru lengi vel tjögur stærstu og öflug- ustu frystihús á landinu. Tvö þeirra eru raunar enn starfandi af miklum krafti,“ segir Stefán. „Tíminn líður hratt og breytingar eru örar,“ bætir hann við. „En ennþá er nánast allt til sem getur minnt á þetta og verið uppistaðan í slfku safni. Þarna yrði hægt að setja upp sýningar, þar sem sýnd yrði aðgerð, flökun, pökkun, vigtun og frysting, sem sagt hvernig þetta var.“ Stefán segir að hvað svo sem menn segi um Bakkafjöru, þá sé það ljóst að ferðamönnum eigi eftir að stórfjölga í Vestmannaeyjum vegna þeirra breytinga sem þær samgöngur muni hafa í för með sér. „Ekki bara um þúsundir heldur tugþúsundir," bætir hann við. „Og eitt af því sem ferðamenn vilja skoða, eru lifandi söfn. Það er óhemju pláss í þessum húsum og fleiri aðilar gætu fengið þarna inni, t.d. náttúrugripasafnið. Menn verða að hugsa um þær breytingar sem eru framundan í Vestmanna- eyjurn með nýjum samgöngumáta og þessar hugmyndir okkar Sig- munds eru hluti af þeim breyt- ingum. Ég er ekki í vafa um að safn á borð við þetta og á þessum stað á eftir að verða Vestmannaeyj- um mjög til framdráttar," sagði Stefán Runólfsson að lokum. HUGMYNDIN er að byggt verði yfir sundið milli húsanna og það verði glerbygging. Þar yrði til 800 til 900 fermetra torg sem þeir fé- lagar kalla Eyjatorg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.