Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 23
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember2008 23 1 ■■ t wém. £ J&S9SI S* yawfel 11 JH i i I i ^ ■K- —7 [ y i L. . G ÚTSKRIFTARNEMAR og kennarar. Frosti, Leifur, Björgvin, Sigríður, Anna Guðný, Örn, Davíð og G. Ágúst. Sex útskrifuðust af Sóknarbraut Nýsköpunarmiðstöðvar: Lærðu að stofna og reka fyrirtæki Viðtöl Júlíus Ingason j u 1 i us @ eyjafretti r. is Síðastliðinn fimmtudag voru sex útskrifaðir af Sóknarbraut, nám- skeiði á vegum Impru, Nýsköpunar- miðstöð íslands í Vestmannaeyjum. Á námskeiðinu var farið yfir stofnun og rekstur fyrirtækja, unnið var að viðskiptahugmyndum einstakling- anna og flestir sem útskrifuðust eru þegar búnir að hrinda sínum viðskiptahugmyndum í fram- kvæmd. Og hugmyndimar vom fjölbreyttar eins og þær voru margar. I máli Frosta Gíslasonar, verkefnis- stjóra Impru á Nýsköpunarmiðstöð Islands kom fram að námskeiðið hafi verið í 36 kennslustundir og skipst í níu hluta. „Markmiðið var að veita þátttakendum hagnýta menntun og stuðning sem hvetur þá til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og nýta þau tækifæri sem eru til staðar. Yfirkennari var G. Ágúst Pétursson en honum til að- stoðar vorum við Sigurður Stein- grímsson, Selma Dögg Sigurjóns- dóttir og ég,“ sagði Frosti sem var ánægður með hvemig til tókst þegar blaðamaður Frétta ræddi við hann. „Já, ég er ákaflega ánægður með niðurstöður námskeiðsins. Fólkið lagði sig virkilega fram og vann mjög vel að sínum verkefnum sem þau komu með inn á námskeiðið. Það liggur mikil vinna að baki þegar fullmótuð viðskiptaáætlun er lögð fram en farið var mjög ítarlega í gegnum það í þessu námskeiði. Við fómm líka í gegnum það ferli sem felst í stofnun fyrirtækja, markaðs- setningu þess og fleira í þeim dúr.“ Frosti segir að þótt flestir hafi mætt á námskeiðið með ákveðnar hugmyndir í maganum þá haft hug- myndimar breyst og þróast talsvert á námskeiðinu. „Hugmyndimar þró- uðust hjá þeim sem útskrifuðust og vom í vinnslu allt fram á síðustu stundu. Það voru reyndar fleiri sem tóku þátt í námskeiðinu en þessir sex sem útskrifuðust en þeir útskrif- uðust ekki af ýmsum ástæðum." Er von á fleiri námskeiðum af þessu tagi hjá Impru á nœstunni? „Meginmarkmið Impm á Nýsköp- unarmiðstöð íslands er að vera með ÖRN: Þetta var þrælgaman en ég fór á námskeiðið fyrst og fremst til að opna augun fyrir rekstri, hvernig það er að stofna og reka fyrirtæki. öfluga stuðningsþjónustu og þekk- ingarmiðlun fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Eg á von á því að við höldum áfram að koma ýmiss konar hagnýtri þekkingu á framfæri hér í Eyjum í samstarfí við hina ýmsu aðila. Við munum gera það í formi námskeiða, funda eða með svo- kallaðri handleiðslu sem boðið er upp á fyrir fyrirtæki og fmmkvöðla en hún fæst án endurgjalds og felst í leiðbeiningum og upplýsingagjöf við undirbúning, stofnun og rekstur fyrirtækja. En þess má einnig geta að hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð em ýmiss konar styrkir og stuðn- ingsverkefni í gangi og vil ég nefna eftirtalin verkefni: • Krásir: Styrkupphæð allt að kr. 700.000. Verkefnið er fræðslu- og þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð fyrir fyrirtæki og einstak- linga á landsbyggðinni. • Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til smærri viðfangsefna og vegna snjallra nýsköpunarhug- mynda fmmkvöðla og lítilla fyrir- tækja á öllu landinu. • Framtak: Styrkupphæð allt að kr. SIGRÍÐUR: Við deildum upplýsingum okkar á milli en verkefnin voru auðvitað misjöfn eins og þau eru mörg. Hins vegar veitti þetta aðhald, og ég vildi auðvitað ekki mæta í tíma óundirbúin. 3.000.000. Styrkur til þróunar á þjónustu eða vöru í starfandi fyrirtækjum á landsbyggðinni. • Skrefí framar: Styrkupphæð allt að kr. 600.000. Styrkur til kaupa á ráð- gjöf til nýsköpunar og umbóta f rekstri fyrir fyrirtæki á landsbyggð- inni. • Fmmkvöðlastuðningur: Styrkupp- hæð allt að kr. 600.000. Veitir fmm- kvöðlum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni styrki til að þróa viðskiptahugmyndir. • Klasar: Styrkupphæð allt að kr. 3.000.000. Veittir eru styrkir til undirbúnings að klasasamstarfi og til einstakra verkefna innan klasa á landsbyggðinni. Þessi verkefni em hugsuð til að hvetja fmmkvöðla og fyrirtæki til þess að koma góðum hugmyndum sínum í framkvæmd Eftirtaldir aðilar kynntu verkefni sín og útskrifuðust: - Anna Guðný Laxdal Magnús- dóttir kynnti verkefni sitt sem fjall- aði um ÁGLaxdal saumastofu. Hún sýndi m.a. sérstaka bamabílstóla- poka sem hún hefur hannað og ANNA GUÐNÝ: Ég hef líka verið með ákveðna vöruflokka sem ég hef verið að þróa, m.a. barnalínu sem samanstendur af vöggusettum, bflstólapokum og flísfatnaði. þróað. Hún kynnti einnig þá þjón- ustu sem saumastofan býður upp á og hefur hún ýmist verið í nýsaum, viðgerðum og merkingum. Anna Guðný Laxdal hefur vefsíðuna www.aglaxdal.is - Björgvin Björgvinsson bygg- ingatæknifræðingur og Leifur Ársæll Leifsson hafa þróað við- skiptahugmynd í kringum hönnun, húsgögn og nytjahluti. Þeir sýndu dæmi um vörur sem þeir hafa þróað, m.a. fatastand og fatahengi, sem vom í formi vikapilts og Islands- korts. - Davíð Guðmundsson kynnti verk- efni sitt Tækni í traustum höndum, um aukningu á þjónustu Tölvunar, afritunarþjónustu bæði fyrir ein- staklinga og fyrirtæki, svokallaða fjarafritun. Þá eru afrit tekin af gögnum sem viðskiptavinir óska eftir ýmist daglega eða vikulega. Afritunin og gagnageymslan fer fram, sérlega varin, þar sem ýtrasta öryggis er gætt og beitt ströngum viðurkenndum dulkóðunaraðferð- um. www.tolvun.is - Sigríður Stefánsdóttir kynnti verkefni sitt um einfalda og stílhreina sápuskammtara sem hún flytur inn í fyrirtæki sínu Total (www.total.is). í verkefni sínu lagði hún áherslu á þægindi, prýði og sparnað fyrir notendur með notkun á sápuskömmturum fyrirtækisins. - Örn Hilmisson kynnti verkefni sitt um einkarekna upplýsingamið- stöð fyrir ferðamenn í Vestmanna- eyjum. Þar lagði Örn áherslu á per- sónulega og góða þjónustu við ferðamenn og heimamenn. Frosti Gíslason sagðist að lokum þakka öllum þeim sem komu að námskeiðinu og tóku þátt í því ýmist með beinni þátttöku eða kennslu en einnig vildi hann þakka Visku fyrir samstarfíð en Viska lagði m.a. til húsnæði undir kennsluna. Örn Hilmisson: Að opna augun fyrir rekstri Öm Hilmisson er einn sexmenn- inganna sem útskrifaðist af Sóknarbraut en hann var jafnframt eini þátttakandinn sem ekki var með fastmótaðar hugmyndir að rekstri þegar hann fór á námskeiðið. Hann segist engu að síður hafa haft gaman af því. „Mér líkaði mjög vel á nám- skeiðinu. Þetta var þrælgaman en ég fór á námskeiðið fyrst og fremst til að opna augun fyrir rekstri sem þessum, hvemig það er að stofna og reka fyrirtæki. Það kviknaði svo hugmynd hjá mér fimm mínútum fyrir fyrsta kennsludaginn hvað verkefni ég ætlaði að vinna en ég var sá eini í hópnum sem var ekki með rekstur í upphafi nám- skeiðsins." Hentaði formið á námskeiðinu? „Já, það hentaði mér ágætlega. Við byrjuðum að vera hálfsmánaðarlega í tímum en fljótlega vorum við einu sinni í viku, á fimmtudögum í fjóra tíma í senn. Stundum kom það reyndar fyrir að það væri ófært en formið var mjög fínt. Mér fannst alls ekki líða of langur tími á milli fyrirlestra enda hafði maður nóg að gera á milli tíma. Við fengum ein- mitt heimaverkefni sem við þurftum að fylgja eftir og klára fyrir útskrift-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.