Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 25

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 25
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2008 25 ina en verkefnið var nánast að búa til fyrirtæki og viðskiptaáætlun fyrir það. Öm segir að sitt verkefni standi sér nærri, hann bjó til viðskiptaáætlun fyrir upplýsingamiðstöð í Vest- mannaeyjum. „Þetta stendur mér kannski svolítið nærri því ég hef verið að sinna ferðamönnum á Nátt- úrugripasafninu og hef fundið þörf fyrir að taka upplýsingamál í Eyjum fastari tökum. Fyrir það fyrsta hefur upplýsingamiðstöðin verið svolítið á reki undanfarin ár og vantað fastan samastað. Með tilkomu Þekkingar- seturs og þess húsnæðis sem á að hýsa starfsemina, er upplagt að koma fyrir myndarlegri upplýsinga- miðstöð þar. Staðsetningin er góð, niðri við smábátabryggjuna og vel hægt að tengja þessa miðstöð við starfsemi Þekkingarseturs og bryg- gjulífsins. Þá vantar almennilegt netkaffi í Eyjum sem ætti vel heima þama og sömu leiðis minjagripaver- slun. Þessi miðstöð yrði rekin með aðkomu Vestmannaeyjabæjar og Þek k i ngarsetu rs i n s. “ Ertu með nafn á fyrirtækinu? „Já, en það var lengi að fæðast. Eg var búinn að velta þessu fyrir mér lengi hvað svona upplýsingamiðstöð gæti heitið en svo kviknaði hug- myndin einn morguninn þegar vekj- araklukkan hringdi, Vissan." Fenguð þið einkunn fyrir lokaverk- efnið? „Einkunnin fólst fyrst og fremst í lófaklappi þegar búið var að kynna viðskiptaáætlunina og ég held að ég hafi fengið gott klapp. þannig að ég er sáttur,“ sagði Örn að lokum. Sigríður Stefánsdóttir: Var sjálf að hefja rekstur Sigríður Stefánsdóttir fór á nám- skeið Nýsköpunarmiðstöðvar en hún hafði sama dag keypt fyrirtæki í samfloti með Eygló Guðmunds- dóttur, mágkonu sinni. Fyrirtækið, Total flytur inn sápuskammtara sem seldir em um allt land en höfuð- stöðvarnar em í Vestmannaeyjum. Signður segir að henni hafi fundist námskeiðið eiga vel við þar sem hún væri að fara út í fyrirtækjarekstur. „Eg reyndar sá auglýsinguna aðeins of seint, eða sama dag og við tókum við Total þannig að ég missti af fyrsta kennsludeginum. En ég var svo ákveðin í að komast inn á námskeiðið að ég hafði samband við Frosta og þeir voru svo Ijúfir að leyfa mér vera með. Mér fannst líka sniðugt að á sama degi og við fórum af stað sá ég auglýsinguna og fyrsti kennsludagurinn kom upp á sama degi. Ég hafði unnið í 27 ár hjá sama fyrirtækinu áður en við flutt- um út til Spánar og þó ég hafi unnið lengi hjá þessu fyrirtæki þá hafði ég enga reynslu af stjórnun eða rekstri fyrirtækis. Þetta námskeið var eins og sniðið fyrir mig.“ Hvemig unnu nemendur saman á námskeiðinu? „Við deildum upplýsingum okkar á milli en verkefnin voru auðvitað misjöfn eins og þau em mörg. Hins vegar veitti þetta manni gott aðhald, ég vildi auðvitað ekki mæta í tíma óundirbúin og vildi frekar vaka nótt- ina áður til að vera með eitthvað í höndunum,“ segir Sigríður bros- andi. Hún keypti ásamt eiginmanni sínum, Eyjamanninum Guðmundi Guðmundssyni, íbúð á Heiðarveg- inum í haust. Upphaflega hug- myndin var að eiga þar afdrep í heimsóknum til Vestmannaeyja og átti að mála íbúðina eftir að hún var keypt. „En þegar við byrjuðum sáum við að það var talsverð meiri vinna fyrir höndum, við þurftum að rífa út eld- húsinnréttinguna og skipta um gólfefni. Svo þegar öllu þessu var lokið þá var íbúðin orðin svo fín að okkur fannst ómögulegt að láta hana standa tóma stóran hluta ársins. Við tókum því þá ákvörðun að prófa að búa í Eyjum í eitt ár og sjá hvernig okkur líkaði," sagði Sigríður. Sjálf segist hún í fyrstu ekki hafa getað hugsað sér að búa í Vest- mannaeyjum enda fannst henni því fylgja of mikil einangrun. „Aður fyrr fannst mér það hræðileg til- hugsun að komast ekki til Reykja- víkur nema þegar öðrum hentaði að flytja mig þangað. En eftir að hafa búið erlendis þá sé ég að höfuðborg- in er ekki nafli alheimsins. Ef maður hefur eitthvað fyrir stafni þar sem maður er, þá er tilgangslaust að vera á einhverju flakki." Sigríður vann að viðskipta- og markaðsáætlun fyrir fyrirtæki sitt og Eyglóar, Total, á námskeiðinu. „Total er fyrirtæki sem var búið að vera í fjölskyldunni en sá sem var með fyrirtækið ætlaði að leggja það niður. Okkur Eygló fannst þessar vörur einfaldlega of góðar til að hætta að selja þær á Islandi og við ákváðum því að kaupa fyrirtækið. Við flytjum inn sápuskammtara en höfum bætt við tveimur vöru- flokkum, speglum og klósettrúllu- haldara með blaðagrind. Meiningin er að bjóða síðar upp á fleiri vöruflokka en vörur frá okkur eru nú þegar seldar út um allt land. Hér í Eyjum er Miðstöðin með vörur frá okkur. Svo er hægt að kaupa þetta í Alfaborg, Lena Bjerre í Kópavogi, Sturta.is, Draumalandi í Keflavík og svo var að bætast við verslun á Isafirði. Við erum bæði að selja þetta til einstaklinga og sömuleiðis fyrirtækja og ætlum að kynna þetta sérstaklega fyrir hótelum á næstunni enda sjáum við að svona skammtarar spari talsvert fyrir þau. Við erum með póst- verslun á netinu og reynum að flytja vörurnar sjálfar enda fylgir mikill kostnaður því að senda þær upp á land. Svo erum við með lítinn lager í Reykjavík sem við notum tals- vert.“ Nú kaupið þið fyrirtækið á við- sjárverðum tíma, bankahrunið kom stuttu eftir það. Hefur það ekki sett strik í reikninginn hjá ykkur? „Já, viku eftir að við fórum af stað hrundi allt. En við sluppum með vörusendingu stuttu áður og áttum því talsverðan lager. En við Eygló erum bjartsýnar enda erum við með auðseljanlega vöru. Við munum nota viðskiptaáætlunina sem ég vann á námskeiðinu í rekstri fyrir- tækisins og svo sjáum við hvort það gangi ekki eftir,“ sagði Sigríður að lokum. Anna Guðný Magnús- dóttir Laxdal: Ekki sinnt mark- aðsmálum Blaðamaður Frétta sá eina kynningu nemenda en það var Anna Guðný Magnúsdóttir Laxdal, saumakona, sem var að kynna fyrirtæki sitt, AGLaxdal. Anna Guðný sagði í samtali við Fréttir að hún hefði ekki sinnt rekstrinum sem skyldi. „Ég stofnaði saumastofuna AG- Laxdal vorið 2006 en hafði ekki sinnt markaðsmálum af neinu viti. Ég sá hins vegar auglýsingu um Sóknarbraut og hugsaði með mér að nú væri kominn tími til að læra að reka fyrirtæki, fyrst ég var með eitt slíkt á minni könnu. Sóknarbraut var akkúrat það sem mig vantaði og námskeiðið var alveg frábært. Ég lærði alveg helling um allar hliðar á rekstri fyrirtækja. Fyrirlesarar fengu mig til að hugsa aðeins út fyrir kassann en ég vissi ekki mikið um viðskiptaáætlanir, markaðsáætl- anir og þess háttar áður en ég byrj- aði á námskeiðinu. Ég vissi hins vegar að ef ég ætlaði að vera með þennan rekstur áfram, yrði ég að læra þetta.“ Hvernig fannst þér námskeiðið ganga? „Mér fannst umgjörð námskeiðsins mjög góð, leiðbeinendur voru mjög góðir og það var vel haldið utan um okkur nemendurna. Frosti var okkur alltaf innan handar og náms- efnið hentaði mér mjög vel. Svo var gott að vinna þetta í hópi því við gátum skipst á skoðunum, fengið aðra sýn á það sem við vorum að gera og sem dæmi þá voru strákarnir mjög duglegir að búa til slagorð fyrir AGÉaxdal," segir Anna. Hún segist sinna allri saumavinnu á stofunni sinni, viðgerðum, breyt- ingum og almennri saumavinnu. „Eg hef líka verið með ákveðna vöruflokka sem ég hef verið að þróa, m.a. barnalínu sem saman- stendur af vöggusettum, bílstóla- pokum og flísfatnaði. Það sem mig hefur vantað er að auglýsa þessar vörur en þrátt fyrir það hefur þetta gengið ágætlega. Svo hef ég líka verið að þróa svokallaðan tækni- fatnað en þá tek ég klassfskan tísku- fatnað, þræði LED-ljós inn í bróderingu þannig að fötin eru með Ijósum. Mér var bent á að sækja um styrk til að þróa þetta enn frekar í sjóðinn Atvinnumál kvenna, sem ég gerði og fékk styrkinn. Þannig að vonandi verður þetta nýjasta tískan innan skamms." Hvernig sérðu svo framtíð AGLaxdal fyrir þér? „Núna er verið að vinna í því að koma saumastofunni fyrir í eigin húsnæði en ég ætla að innrétta bíl- skúrinn hjá mér. En stefnan er fyrst og fremst að skapa mér atvinnu og hafa lífsviðurværi mitt af sauma- stofunni." Sísí gerði það gott í Knattspyrnuskóla Man United: Eina stelpan í 38 manna úrvali -sem valið var úr 20.000 nemendum skólans í sumar Sigrfður Garðarsdóttir er 14 ára Eyjamær en hefur þrátt fyrir ungan aldur náð ótrúlegum árangri í íþróttum. Og hún er ekki við eina fjölina felld í þeim efnum því hún stundar golf, knattspyrnu og hand- bolta, hefur náð frábærum árangri og unnið til fjölda verðlauna í þessum þremur greinum. En hápunkturinn var þó í haust þegar hún var eina stúlkan sem valin var í 38 manna úrval af 20.000 krökkum sem sóttu knattspymuskóla Manchester United í sumar. Var þeim boðið á framhaldsnámskeið í nóvember og fengu þau m.a. að æfa á sjálfum Old Trafford fyrir leik Man U og Hull. Sísí, eins og hún er venjulega kölluð, er eitt sólskinsbros þegar hún rifjar þetta upp með blaða- manni en upphafið var þegar hún fékk í fermingargjöf eina viku í knattspymuskóla Man U. Það gladdi Sísí mikið enda mikil áhugakona um ensku knattspyrn- una. Reyndar hélt hún með Liverpool en það átti eðlilega eftir að breytast. „Við fórum fjórar stelpur og einn strákur héðan í skólann í ágúst en í allt voru þetta um 90 krakkar frá fslandi. Annars voru þarna krakkar frá öllum lönd- um,“ sagði Sísí sem var mjög ánægð að hafa fengið þetta tækifæri til að kynnast innviðum ensku knattspymunnar. „Þetta var alveg geggjað og við æfðum alla dagana. Við fengum ekki að hitta stjömurnar en sáum einn leik hjá varaliðinu. Það var mjög gaman.“ Alls voru þau um 200 og var æft allan daginn en það sem Sísí vissi ekki var að þau söfnuðu stigum sem gefrn voru eftir hverja æfingu. „Ég vissi ekkert af þessu fyrr en í lokin en þá var tilkynnt að ég og ítalskur strákur hefðum fengið flest stig. Þetta hafði verið í gangi allt sumarið en í allt voru þetta um 20.000 krakkar á aldrinum átta til sextán ára sem voru í skóla Manchester United í sumar. Við vorum svo 38 sem vorum efst, 37 strákar og ég,“ sagði Sísí og Ijóm- aði af stolti þegar hún sagði frá þessu. Það var svo í síðasta mánuði sem hópurinn hittist í höfuðstöðvum United á Old Trafford. „Þar tókum við þátt í knattspyrnuþrautum í æfingahúsi við Old Trafford. Það var alveg frábært en mest var gaman að fá að koma á aðalvöllinn á Old Trafford. Það var á leiknum á móti Hull. Við fengum að spila á vellinum áður en liðin komu inn á til að hita upp og leika okkur í hálfleik. Þá var líka tilkynnt hvaða þrír hefðu fengið flest stigin í knattspymuskólanum." Sísf var ekki í þeim hópi en það eitt að hún skyldi hafa komist alla leið, vakti mikla athygli að sögn föður hennar, Garðars Garðarssonar. „Það var eins og enginn hefði reiknað með að stelpa gæti náð þetta langt," sagði Garðar stoltur af dótturinni. A sjálfum leiknum sátu þau á góðum stað aftan við annað markið og urðu vitni að hörkuleik þar sem United hafði sigur á Hull, 4:3. Ekki náðu þau að tala við goðin sjálf en Sísí segir að þetta hafi verið ótrúlegt ævintýri. „Við fengum að skoða allar aðstæður og þetta er ekkert smá flottur völlur. Það var líka æðislegt að sjá Ronaldo og alla hina spila en þetta var í fyrsta skipti sem ég fer á leik í ensku knatt- spyrnunni," sagði þessi fyrrum aðdáandi Liverpool. „Já, það er rétt, ég hélt með Liverpool og Torres er flottur en núna held ég að sjálf- sögðu með Manchester og Ronaldo er flottastur.“ Sísí slær ekki slöku við í íþrót- tum. Þar síðustu helgi var hún á landsliðsæfmgu í handbolta og helgina þar á undan á æfingu með knattspymulandsliðinu. Hún er ekki ennþá búin að gera upp við sig hvort handboltinn eða fótboltinn eða jafnvel golfið verður ofan á. „Ég veit ekki,“ sagði hún brosandi þegar hún var spurð hvort fót- boltinn yrði ekki fyrir valinu. „Það kemur að því að hún verður að velja,“ skaut pabbinn inn í. En það er sama hvert valið verður, þama koma IBV og Eyjamenn til með að eiga glæsilegan fulltrúa sem getur náð glæsilegum árangri. í BÚNINGSKLEFANUM hjá goðunum. Krakkarnir fengu að fara um allt svæðið og hér er Sísi við snagann hans Ronaldo sem hún segir þann llottasta í boltanum i dag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.