Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 29

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 29
1 Urvinnslan lykilatriði -Þóranna og Steingrímur í viðtali við Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur þar sem þau segja frá lífi sínu, trúnni, sonarmissi og alvarlegum veikindum bóndans sem gekk undir þrjár heilaaðgerðir á einni viku Hjónin Steingrímur Á. Jónsson og Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir taka vel á móti blaðamanni þegar hann heimsækir þau á hlýlegu og fallegu heimili þar sem frábært útsýni yfir Stakkagerðistúnið blasir við út um stofugluggann. Stein- grímur og Þóranna fluttu ásamt Ríkharði syni sínum til Vestmanna- eyja haustið 1977 og bjuggu sér heimili í húsi númer 7 við Hilmis- götu, þremur árum seinna. Þar hafa þau búið síðan og átt sínar gleði- og sorgarstundir. Gleðin var mikil þegar börnin komu eitt af öðru og urðu sex í kot- inu, Sigurjón, Björk, Daníel, Kristný og Gunnar fæddust öll í Vestmannaeyjum. Sorgin kvaddi dyra þegar Sigurjón lést í bílslysi, aðeins 17 ára gamall, í maf 1996. Auk þess tókust hjónin á við erfið- leika þegar Steingrímur veiktist hastarlega í apríl 2007. Þau segja hér frá reynslu sinni og hvemig þau tókust á við erfiðleikana og sorgina. Alltaf tekið þátt í kristi- legu starfi „Okkur langaði bæði að flytja út á land,“ segir Steingrímur um ástæðu þess að þau settust að í Eyjum. Steingrímur er fæddur og uppalinn í Reykjavík og Þóranna í Kópavogi. „Gísli Friðgeirsson og Lilja Sigurðardóttir eru góðir vinir okkar og við heimsóttum þau nokkrum sinnum og það átti sinn þátt í því að við fluttum hingað. Við heim- sóttum þau 1975 og 1976 og komum hingað í ágúst 1977 í tengslum við sumarstarf á vegum Ungs fólks með hlutverk og sáum um samkomuhald í KFUM&K húsinu. Við komum til að vera í einn mánuð og erum hér enn,“ segir Steingrímur og brosir. „Við vorum bæði í trúboðsskóla í Englandi veturinn áður og fólkið sem var með okkur í ágúst var upptekið og það vantaði fólk í starfið hér og því ekkert annað að gera fyrir okkur en að flytja hing- að,“ segir Þóranna en hjónin hafa alltaf tekið þátt í kristilegu starfi. „Það er okkar líf og yndi,“ segir Steingrímur og Þóranna tekur undir það. „Tíminn úti í Englandi var dýr- mætur og við ferðuðumst mikið á þessum tíma. Við vorum búin að eignast elsta drenginn og hann var með okkur úti og við ferðuðumst m.a. til ísraels, Italíu, Krítar og Grikklands,“ segir Þóranna og Steingrímur bendir á að nú séu óeirðir og mótmæli í Grikklandi. „Þegar ég heyrði fréttirnar rifj- aðist það upp að við vorum í fyrsta hópnum sem fékk að hafa úti- samkomu sem ekki var boðað til af yfirvöldum. Herforingjastjórnin var við völd og var að gefa eitthvað eftir en við gátum samt sem áður ekki fengið opinbert leyfi. f lokin var samkoman leyst upp, við viss- um ekki af hverju, hvort fólkið sem safnaðist saman var of margt, við fengum enga skýringu." Komu fljótlega eftir gosið Steingrímur og Þóranna hafa verið hér í 31 ár og segjast ekki alltaf hafa verið viss um hvort þau væru fullgildir Vestmannaeyingar. „Það er stundum talað um AKP og það er auðvitað svolítil mótsögn þar sem við erum búin að vera lengur í Eyjum en margur sem er dreginn fram á hátíðarstundum eins og á gosafmælum. „Við komum hingað fljótlega eftir gosið og það má segja að við höfum tekið þátt í uppbyggingar- starfinu. Fimm af börnum okkar eru fædd í Vestmannaeyjum og aðeins yngsta bamið eftir hér heima," segir Steingrímur en þau vom búin að vera hér í tíu ár þegar þeim fannst samfélagið viðurkenna þau sem Eyjamenn. „Við fórum í skóla árið 1987 og vomm í burtu í fjóra mánuði. Þegar við komum til baka kom ótrúleg- asta fólk að tala við okkur og segja hvað það væri ánægt að við værum komin aftur. Það hafði tekið eftir að garðurinn var í órækt o.s.frv. Það var þá sem við upplifðum okkur sem sanna Vestmannaeyinga. Þetta var ótrúlega gott og skipti okkur miklu máli,“ segir Þóranna og Steingrímur tekur undir. „Samhugur bæjarbúa er engu líkur þegar eitthvað bjátar á. Það er ómetanlegur þáttur, það fundum við þegar við misstum son okkar og ég hef fengið mikinn stuðning í veik- indum mínum. Fólk er að spyrja mig hvernig ég hafi það og auð- vitað þykir mér vænt um þegar fólk sýnir umhyggjusemi," segir Steingrímur. Fékk hræðilegan höfuðverk Steingrímur og Þóranna segja sam- hug bæjarbúa mikinn og ómetan- legan þegar á móti blási í lífinu. Steingrímur veiktist mjög alvarlega þann 23. apríl 2007 og var fluttur með hraði til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir þrjár stórar að- gerðir á einni viku. Steingrímur var forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins og segir engan aðdraganda hafa verið að því sem gerðist. „Eg var úti í kirkju og var að ganga frá dagsverkinu. Allt í einu fékk ég hræðilegan höfuðverk og hélt að mín síðasta stund væri upp runnin. Orsökin var æðagúll við heila en þá gefur æðin eftir og fer að safna blóði. Mér var sagt seinna að hugsanlega hafi ein eða tvær litlar æðar sprungið. Ég var einn þegar þetta gerðist og ákvað að reyna að komast heim en þetta eru rétt rúmlega 100 metrar. Ég fór stystu leið og var svo kval- inn að ég var að gá eftir þvf á leiðinni hvort einhver gæti hjálpað mér. Um leið og ég kom heim bað ég Þórönnu að hringja strax í lækni og sjúkrabíl, “ segir Steingrímur en hann lagðist fyrir í ganginunt um leið og hann kom inn heima. Grundvallaratriði að hafa sjúkraflugvél „Ég hringdi strax í lækni og hann sagðist koma strax og benti mér á að hringja í sjúkrabíl," segir Þór- anna og læknir og lögregla komu skömmu síðar og fluttu Steingrím á sjúkrahús. „Það mátti ekki konta við mig, ég var svo kvalinn í öllum líkamanum. Ég hugsaði, ég er að deyja en þorði ekki segja það við Þórönnu,“ segir Steingrímur og stuttu eftir að hann var kominn á sjúkrahúsið var ákveðið að senda hann til Reykjavíkur með sjúkra- flugvél. Þóranna telur mikla mildi hvað

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.