Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 31

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 31
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2008 31 stuttur tími leið frá því að Stein- gnmur veiktist og þar til hann komst undir læknishendur í Reykjavík. Það líða innan við tveir tímar frá því hann kennir sér meins og þar til hann er kominn á sjúkrahús í Reykjavík. Það var mjög slæmt veður og myrkur og þess vegna er grundvallaratriði að hafa sjúkraflugvél til taks á Vestmannaeyjaflugvelli. Það var líka sérstætt að flugmaðurinn sem var með vélina sá neyðarljósin og heyrði í sjúkrabílnum sem flutti Steingrím á sjúkrahúsið. Hann gerði þá ráð fyrir að það yrði sjúkraflug og gerði sig kláran og var tilbúinn þegar óskað var eftir fluginu. Það gekk þar af leiðandi allt upp og læknar í Reykjavík sögðu okkur seinna að miklu skipti að sjúklingur fái rétta meðhöndlun innan við tvo tíma eftir svona áfall. Læknarnir sögðu einnig að ef ég hefði misst meðvitund úti í kirkju hefði ég alls ekki lifað þetta af. “ Þrjár sex tíma aðgerðir á einni viku Steingrímur fór strax í sex tíma heilaskurðaðgerð á þriðjudags- morgninum en þær urðu þrjár á einni viku. „Aðalsérfræðingur Landspítalans á þessu sviði var í útlöndum og afleysingalæknir skar hann og aðgerðin tók sex tíma, “ segir Þóranna. „Steingrímur var ofboðslega veikur daginn eftir og daginn þar á eftir. Mér var sagt að það væru 90% líkur á að hann lifði þetta af og ég sagði bara já, já, gott, ég var engan veginn að meðtaka þetta. Læknirinn sem skar hann var ekki ánægður og ákvað að skera hann aftur og opnaði aftur sömu megin og áður og hann lá svo áfram mikið veikur á gjörgæslunni. Aðalsérfræðingur spítalans kom frá útlöndum og var ekki sáttur við hvemig Steingrími heilsaðist og ákvað að skera hann á mánudags- kvöldinu en þá var liðin vika frá því hann veiktist. Þá var hann skor- inn hinum megin á heilasvæðinu, læknirinn hreinsaði eitthvað út þar og aðgerðin tók, eins og þær fyrri, sex tíma. Eftir það fór hann að ná bata.“ Þegar Steingrímur er spurður út í þennan tíma segist hann lítið muna enda hafi hann sofíð mikið. „Ég man aðeins eftir fólki en þoldi hljóð og birtu illa, ég fékk morfín til að lina kvalirnar. Ég er hræddur um að það hafi reynt mikið á Þór- önnu þennan tíma. Ég vissi sjálfur lítið af mér,“ segir hann og lítur á konu sfna. Hefði getað hreingert heilt hús Þóranna ætlaði með manni sínum í sjúkrafluginu en það var ekkert pláss í vélinni því bæði læknir og sjúkraflutningamaður fylgdu honum til Reykjavíkur. „Ég kvaddi hann uppi á spítala og mér var sagt að ég gæti hringt á Landspítalann til að fá fréttir um nóttina. Sem betur fer voru tveir af krökkunum okkar heima og ég sendi hinum SMS, Björk var heima hjá sér, og Rikki og Daníel voru báðir í út- löndum. A svona stundum veit maður ekki alveg hvort maður á að vekja fólk um hánótt eða hvað er best að gera. Ég svaf ekki dúr og adrenalfnið í fullum gangi, ég hefði getað hrein- gert heilt hús þessa nótt. Ég hringdi svo á Landspítalann upp úr kl. sex um morguninn og þá var mér sagt að ég fengi engin svör fyrr en læknir gæti gefið mér upplýs- ingar. Seinna var hringt og mér sagt að Steingrímur væri f aðgerð. Þetta var akkúrat viðgerðardagur Herj- ólfs, ég var búin að sjá það auglýst og hugsaði þá að ég yrði nú ekkert á ferðinni þann daginn. En nú lá á, að komast til Reykjavíkur, og sem betur fer var flug klukkan 10.00.“ Skrítið að vera að- standandi á gjörgæslu Þóranna segir skrítið að vera að- standi á gjörgæslu. „Ég var auð- vitað mikið inni á stofunni hjá Steingrími og þar var mikið af SAMHENT HJÓN -Hafi ég einhvern tíma elskað þessa konu þá er það núna, segir Steingrímur sem hér smellir kossi á hana Þórönnu sína. -Þegar við lcndum í áfalli er mikilvægt að spyrja spurninga eins og, hvernig ætlum við að vinna okkur áfram? segja þau. ýmsum tækjabúnaði. Aðstandendaherbergið er mjög vel búið, hægt að fá kaffi og góðir stólar og sófar. En það setur mann enginn inn í hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Þarna hitti ég eldri konu sem hafði verið aðstandandi á gjör- gæslu í 100 daga og hún fræddi mig mikið um gang mála. Enginn spurði mig hvernig ég svæfi eða hvemig ég hefði það. Svo er svo margt að gerast þarna. Inni lá sjúklingur með alvarleg brunasár og það var komið með ungan pilt sem var illa haldinn og ég horfði upp á niðurbrotna for- eldra og aðstandendur. Ósjálfrátt var maður kominn inn í þessi mál. Ættingjar skiptust á um að vera hjá sínu fólki og voru að hringja og láta vita hvemig gengi. Ég fór að hugsa með mér að þetta væri nú ekki svo erfitt hjá mér. Ég væri ekki í sömu sporum og fólkið sem ætti fimmtán ára pilt á gjörgæslu. Ég hélt líka alltaf í vonina og var viss um að Steingrímur næði sér upp úr þessu." Ákveðinn í að koma heim Þóranna og Steingrímur segja þennan tíma vissulega hafa verið mjög erfiðan. Steingrímur leið miklar kvalir þó svo hann svæfi mikið og væri haldið sofandi með sterkum verkjalyíjum. „Hann var svo fluttur af gjörgæslu yfir á heila- og taugadeild og sótti svo mjög stíft að koma heim á sjúkrahúsið hér,“ segir Þóranna og Steingrímur sagðist hafa verið mjög ákveðinn í að komast heim. „Raunveruleikaskynið var ekki í lagi og ég hefði átt að vera lengur í Reykjavík. Ég var í viku á gjör- gæslu og síðan í viku á heila- og taugasjúkdómadeild. Ég var ákveðinn í að fara heim og hálfum mánuði eftir áfallið var mér var ekið í sjúkrabifreið út á flugvöll og hjálpað til sætis í flugvélinni en ég flaug með áætlunarvél til Eyja. Þegar þangað var komið beið sjúkrabíll eftir mér en ég var rosa- lega þreyttur, ég gekk frá borði en mér var nær lífsins ómögulegt að stíga upp í bfiinn. Ég var í tíu daga á sjúkrahúsinu og þá fannst mér ég vera fullfær um að fara heim. Það sem gerist er að líkaminn hressist mjög mikið en hugsunin er annars staðar," segir Steingrímur og gerði sér ekki grein fyrir því þá, að batinn eftir svo mikil veikindi tekur sinn tíma. Svaf frá mánudegi til föstudags Þóranna rifjar upp ferð sem þau fóru til Reykjavíkur í lok maí- mánaðar eða fimm vikum eftir að hann veiktist. „Það var fundur með forstöðumönnum safnaða og við vorum að veltast með það fram á síðustu stundu hvort við ættum að fara eða ekki. Við fórum með seinni ferð Herjólfs til Þorláks- hafnar í blíðskaparveðri á föstudegi og vorum eina nótt í Reykjavík og til baka aftur á laugardeginum. Þegar við komum heim var Stein- grímur uppgefinn," segir Þóranna og bætti því við að hann hafi nánast sofið samfellt í 80 tíma eftir að þau komu heim. „Ég var svo þreyttur að ég svaf meira og minna frá mánudegi til föstudags," segir Steingrímur. „Ég man að Þóranna sagði mér að fara úr rúminu og ég fór fram í stofu og settist í stól og hélt áfram að sofa þar. Þetta segir svolítið um ástandið á mér. Eftir á að hyggja fór ég alltof fljótt af stað, það voru allir boðnir og búnir á sjúkrahúsinu og mér var sagt að koma ef eitthvað væri að. Mér var sagt að hreyfa mig og ég fór í gönguferðir og náði smám saman upp þreki líkamlega þegar leið á sumarið. Það sama verður ekki sagt um andlegt þrek því það tók lengri tíma og ég var engan veginn búinn að ná mér. Maður áttar sig ekki alveg sjálfur á því hver staðan er. Ég fór að vinna í október en ég fann að ég mátti við svo litlu álagi og hætti í janúar. Ég réði ekki við starfið því að ég varð svo þreyttur og fannst ég ekki ná utan um starfið og þætti sem áður höfðu verið létt verk.“ Aldrei verið eins ein- mana Steingrímur þurfti að takast á við nýjar og breyttar aðstæður. Það sem flestum þykir sjálfsagt, eins og að ganga hress og glaður til vinnu á hverjunt degi, var ekki fyrir hendi í hans lífi. „Mér leið illa við þessar aðstæður. Ég held ég hafi aldrei verið eins einmana," segir Stein- grímur enda var hann oft einn heima, allir að vinna eins og gengur. „Ég gerði mér ekki grein fyrir hvernig honum leið, hélt hann gæti bara horft á sjónvarpið," segir Þóranna. „Ég þurfti að staldra við, ég var sjálf upptekin í vinnu, námi og mínu lífi. Steingrímur segir að hann hafi ekki hafa haft eirð í sér til þess að horfa á sjónvarp og það er ekkert langt síðan hann fór aftur að lesa sér til ánægju. Steingrímur og Þóranna hvetja fólk sem lendir í svipuðum að- stæðum að leita til fagfólks á þessu sviði. „Kirkjan veitti okkur gríðar- legan styrk og við áttum viðtöl við lækna, presta og fólk með sér- þekkingu. „Ég hvet fólk til þess að leita sér hjálpar hjá aðilum sem hafa til þess þekkingu, mér finnst það afar mikilvægt,“ segir Stein- grímur. Þóranna segir að hún hafi ákveðið að líta inn á við og gefa sér tíma. Læknar hafi sagt þeim að það tæki eitt og hálft til tvö ár fyrir einstak- ling að ná sér eftir svona áfall og það kom heim og saman. „Nú fyrst hefur hann úthald og hefur náð upp andlegu og líkamlegu þreki,“ segir Þóranna og Steingrímur tekur undir það. Svo kemur gott úr þessu „Við fórum saman á Heilsustofn- unina í Hveragerði í mars á þessu ári og þar var unnið með líkamlegu og ekki síður andlegu heilsuna. Það var í október sl. sem mér fór allt í einu að líða vel. Ég er kominn aftur í vinnu hjá Kertaverksmiðjunni, byrjaði I. nóvember, ég var þar í fimmtíu prósent starfi áður en ég veiktist. Þó ég sé ekki alveg orðinn fílhraustur aftur þá líður mér vel. Ég er þakklátur, ég er 54 ára og heilbrigður. Svo kemur gott út úr þessu Við hjónin höfum átt frá- bæran tíma og unnið í okkar málum. Við höfðum farið í gegnum mikinn missi þegar við misstum drenginn okkar og litla stúlku sem fæddist ófullburða. Allt í einu kom þetta upp og það varð til þess að við fórum í gegnum það sem hafði gerst í lífi okkar,“ segir Steingrímur og vill meina að Þóranna eigi stærstan hlut í því. Úrvinnslan hefur hjálpað okkur Þóranna hóf sálgæslunám frá HÍ í janúar 2007 og var að klára ritgerð daginn sem Steingrímur veiktist. „Ég var í vafa hvort ég ætti að halda áfram en á haustönn sá ég í boði námskeið sem hét Sorgin og dauðinn. „Mér fannst það mjög áhugavert og taldi felast í því tækifæri því mér fannst mikilvægt að við tækjumst á við okkar mál. Það var ekki mikill tími til úr- vinnslu eftir að sonur okkar lést. Það eru ýmsar mikilvægar spum- ingar sem vert er að athuga í sorg- arferli. Spurningar eins og hvernig líður okkur, t.d. tveimur eða þremur árum eftir ástvinamissi?" Þegar Sigurjón lést voru systkini hans þriggja, átta, tíu, sextán og tuttugu ára. Þóranna bendir á að þau hafi þurft að halda heimilinu gangandi. „Við þurftum að halda áfram að lifa og höfðum ekki tekið tíma til að vinna úr þessari reynslu. í fyrra- haust fómm við í þessa úrvinnslu og ég lagði t.d. spurningar fyrir bömin okkar og í svörum þeirra kemur fram hvernig þeim leið, hvernig þeim líður í dag og hvaða áhrif bróðurmissirinn hafði á líf þeirra. Út frá svömm þeirra skrifaði ég ritgerð um sorg bama. Þegar við lendum í áfalli er mikil- vægt að spyrja spurninga eins og hvemig ætíum við að vinna okkur áfram? Ætlum við að vera reið? Hvemig hef ég unnið með sorg- ina?“ segir Þóranna og Steingrímur tekur við. „Þessi úrvinna hefur hjálpað okkur mikið. Náð Guðs og blessun er alltaf meiri en áfallið sem við verðum fyrir. Þessi úr- vinnsla hefur dýpícað samband okkar. Ég er heill heilsu, það er ótrúlegt hvemig batinn hefur komið síðustu mánuði. Hafi ég einhvern tíma elskað þessa konu þá er það núna, “ segir Steingrímur og lítur á konu sína.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.