Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 35

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 35
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2008 35 Kristín Osk, formaður Ægis, ánægð með 20 ára afmælisdaginn: Dagurinn í raun ógleymanelgur -og margir komu færandi hendi í afmælisveisluna Þann 12. desember hélt Ægir, íþróttafélag fatlaðra, upp á 20 ára afmæli félagsins með pompi og prakt. Kristín Ósk Óskars- dóttir, formaður félagsins, er ánægð með hvað dagurinn heppnaðist með eindæmum vel. Afmælisveislan var haldin í Týsheimilinu og á milli 40 og 50 manns mættu í veisluna. „Dagurinn er í raun ógleyman- legur. Margir komu færandi hendi og það er ómetanlegt að fá allan þennan stuðning,“ sagði Kristín þegar hún var spurð út í daginn.„Lionsmenn færðu okkur 200 þúsund krónur. Lóa Skarphéðins, fyrsti gjaldkeri félagsins, og Maggi Kristins færðu félaginu 100 þúsund krónur frá þeim og Berg-Hugin. Þá komu sjúkraþjálfararnir færandi hendi og gáfu félaginu peninga til kaupa á nýju boccia- setti sem var kærkomin gjöf. Hin yndislega Dúfa okkar styrkti félagið um 20 þúsund krónur, sem sagt 1000 krónur fyrir hvert starfsár. Hún þekkir okkar fólk allt saman mjög vel, þar sem hún starfaði á Dag- og skammtíma- vistuninni á Búhamri að ég held nánast frá upphafi. Þau Maggi og Sigurlína, sem stýra MM flutningum og krön- um, komu svo eftir afmælisveisl- una og færðu félaginu styrk.“ Kristín sagði að lagt hafi verið upp með sælkerakvöld þar sem hver og einn átti að koma með heitan rétt, köku, smákökur eða konfekt. „Það tókst svo sannar- lega. Borðin hreinlega svignuðu undan kræsingum og var topp- urinn kakan sem Vilberg köku- hús gaf okkur í tilefni dagsins og Ivar Örn Bergsson bakaði. Jafnframt styrkti Kalli í Toppnum okkur með gos, Ingimar í Vöruval með diska og gaffla og Hlynur í kók sá til þess að við hefðum nóg af Svala og glösum. Við kunnum þessum einstak- lingum miklar þakkir fyrir. Til að slá botninn í þetta þá mættu þeir Sæþór Vídó og Jarl Sigurgeirsson með gítarana og var sko sungið hástöfum, ásamt nokkrum vel völdum danssporum þegar við átti. Þeir voru magnaðir og héldu uppi þvflíkri stemningu. Kærar þakkir fyrir þessa miklu skemmtun.“ Kristín er að vonum glöð með hvernig til tókst enda var undir- búningurinn góður og allt vel skipulagt. „Það gekk allt upp sem gat gengið upp og skilaði sér í frábærlega vel heppnuðum degi. Mig langar að nota tækifærið og þakka stjórninni sérstaklega, þjálfurum, foreldrum, vinum og vandamönnum, kærlega fyrir alla hjálpina. Þetta hefði ekki gengið svona vel án ykkar. Mig iangar líka að lokum að þakka Sigurjóni Lýðssyni kærlega fyrir alla hjálpina. Þótt hann hafi ekki komist til Evja daginn sjálfan þá aðstoðaði hann okkur mikið og var sá stuðningur ómetanlegur,“ sagði Kristín. SJÚKRAÞJÁLFARAR komu færandi hcndi, Hildur Sólveig, Anna Hulda og Kristín. ÞÆR systur, Júlíana og Dæja létu sig ekki vanta. EINBEITNING. STOLTIR verðlaunahafar. Feðgarnir Jón og Ólafur unnu til verð- launa í boccia á afmælismótinu. GLATT Á HJALLA Magnus, Þóra og Halli Steini í afmælisveislunni á laugardaginn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.