Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2008, Blaðsíða 1
35. árg. I 52. tbl. I Vestmannaeyjum 30. desember 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is FRAMHALDSSKÓLANUM var slitið laugardaginn 20. desember og hér eru stúdentarnir fimmtán sem útskrifuðst af haustönn. Auk þess útskrifuðust tíu sjúkraliðar. Mynd Óskar Pétur. Engar bætur fyrir skipalyftuna - Málið aftur á byrjunarreit: Þingmenn fá falleinkunn -segir talsmaður Skipalyftunnar - Skoða á aðra möguleika Á fundi framkvæmda- og hafnar- ráðs var upplýst að engar bætur komi til vegna tjóns sem varð á skipalyftunni fyrir rúmuin tveimur árum þegar verið var að taka Gandí VE upp. Síðan hafa upptökumann- virkin verið ónothæf en bundnar voru vonir við að bætur fengjust frá hinu opinbera. Samþykkti Alþingi bótagreiðslu 2007 en vonast var eftir hærri upphæð til að hægt yrði að byggja stærri lyftu. Á fundum formanns ráðsins og hafnarstjóra með fulltrúum sam- gönguráðuneytisins og Siglinga- stofnunar var upplýst að fyrir lægi úrskurður ESA dómstólsins í Brussel um að óheimilt væri að greiða tjónabætur til Vestmanna- eyjahafnar vegna tjónsins þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt slíka bóta- greiðslu vorið 2007. Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs var því lýst yfir að aðrir möguleikar verði skoðaðir í framhaldinu við að byggja upptökumannvirki í Vest- mannaeyjum. Stefán Jónasson, hjá Skipalyft- unni, segir þetta gríðarleg vonbrigði. „Það er búið að draga okkur á asnaeyrunum í meira en tvö ár í þessu máli. Eg get ekki betur séð en að það hafi aldrei verið alvöru áhugi fyrir því að endurbyggja skipalyft- una. Flestir þingmenn Suðurkjör- dæmis hafa ekki sýnt þessu máli mikinn áhuga. Þar má fyrstan nefna oddvita núverandi stjórnarflokka, fjármálaráðherra og viðskiptaráð- herra. Þá hefur aðkoma hafnar- stjómar verið innantóm því ef þeir ásamt bæjarstjóm hefðu lagst á eitt í þessu máli þá væri lyftan komin upp. Það var allan tímann raunhæf- ur möguleiki því það vantaði sára- lítið upp á að fjármagnið skilaði sér. Það var t.d. búið að tjónameta lyft- una eftir slysið en það fékkst svo ekki í gegn í Brussel. Þá var farið í B-Ieið þar sem ríki og bær ætluðu að endurbyggja lyftuna en aftur var því hafnað í Brussel á þeim forsendum að aðkoma ríkisins væri ekki lögleg vegna samkeppnissjónarmiða," sagði Stefán og minnti á að ríkið keypti flotkví á Akureyri og afhenti hafnaryfirvöldum sem síðan endur- leigir kvína til einkafyrirtækja. „Auk þess var það síðasta verk Islenskra aðalverktaka í ríkiseigu að byggja yfir slippinn í Njarðvík og eitthvað hefur það kostað ríkið. Það virðist því ekki vera sama hvar á landinu svona framkvæmdir eru og ég segi það að þingmenn kjör- dæmisins fá algjöra falleinkunn og þeir eiga að skammast sín. Auk þess finnst mér aðkoma ákveðinna embættismanna bæjarins mjög mátt- laus.“ Um áhrifin á rekstur Skipa- lyftunnar sagði Stefán að þeir haldi sínu striki. „Við erum með tuttugu menn í vinnu og það hefur gengið til þessa. Þetta er bara svo óöruggur rekstur og við sjáum ekki langt fram í tímann varðandi verkefni. Við hefðum hins vegar verið í kjör- aðstöðu til að fjölga íbúum hér því góð lyfta hefði kallað á fjölgun iðnaðarmanna hjá okkur og nú sæk- ist fólk eftir því að flytja út á land. Við erum sárir og svekktir en höld- um okkar striki," sagði Stefán. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, segist sjá mest eftir tímanum sem fór í að vinna við regluverk ESB. „Auð- vitað eru það mikil vonbrigði að fá afgerandi neitun frá Brussel. Verra var samt að láta draga sig svona lengi á svörum enda þessi niður- staða búin að liggja í loftinu í langan tíma. Á fundi núna í desember skýrðu svo fulltrúar Samgönguráðu- neytis og Siglingastofnunar frá því að fyrir lægi úrskurður ESA dóm- stólsins í Brussel um að óheimilt væri að greiða tjónabætur til hafnar innar þrátt fyrir að Alþingi hafí samþykkt slíka bótagreiðslu vorið 2007. Nú liggur það sem sagt fyrir að ekki er króna að koma til þessarar framkvæmdar frá ríkinu, ef hér við situr, og það sem verra er að ekki verður einu sinni staðið við tjóna- bætur eins og stefnt var að,“ sagði Elliði. Hann segir Vestmannaeyjabæ þó ekki hvika af stefnu sinni varðandi uppbyggingu upptökumannvirkja skipa. „Seinagangur og ótrúlegt flækjustig í samskiptum við Brussel hefur nú kostað okkur á þriðja ár. Engu að síður þá er strax betra að vera kominn með svar. Við munum á næstu dögum funda með hags- munaaðilum og skoða aðra möguleika við að byggja upp upp- tökumannvirki í Vestmannaeyjum og fjármögnun slíkra framkvæmda. Vestmannaeyjabær, sem er eigandi Vestmannaeyjahafnar, hefur ekki breytt stefnu sinni en ein getum við ekki ráðist í framkvæmdir upp á hundruð milljóna, slfkt myndi setja höfnina á hnén.“ Skólaslit FÍV: 25 út- skrifast Framhaldsskólanum var slitið laugardaginn 20. desember sl. I allt útskrifuðust 25 nemar frá skólanum á haustönn, tíu sjúkra- Iiðar og fimmtán stúdentar. Við skólaslit kom fram að óvenju margir nemendur voru við skólann í haust. Mestur var fjöldinn 347 nemendur en í Iok annarinnar voru þeir 318. Ekki eru allir nemendur í fullu námi og nemendaígildi og í upphafi annar voru nemendur skráðir í 5003 einingar og stóðust þeir 3796 einingar. Nemendur standast því 76% þeirra eininga sem lagt er af stað með. Þegar skoðaður er námsárangur nemenda, þá eru 2% nemenda með ágætiseinkunn í meðal- einkunn, ágætiseinkunn er eink- unn yftr 9. Um 35% nemenda hafa meðaleinkunn á bilinu 7,25 til 9, en það telst fyrsta einkunn. Um 37% nemenda eru því að standa sig mjög vel í náminu. Síldin flokkuð Síldveiðar og vinnsla gekk vel í upphafi vertíðar, stærsti hlutinn feit og góð síld sem unnin var til manneldis. í byrjun desember fór að bera á sýkingu í síldinni og mikil óvissa ríkti um framhaldið því allt benti til þess að sfldin væri ekki hæf til frystingar og færi þar af leiðandi í bræðslu. Það þýðir mikið tekjutap fyrir alla sem koma að veiðum og vinnslu sfld- arinnar. Vinnslustöðin brást við þessum aðstæðum með því að breyta vinnsluferlinu. „Við stöðvuðum veiðar um tíma og breyttum aðeins vinnsluferlinu og náðum að flokka skemmdu síldina frá,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar þegar hann var spurður út í stöðu síldarvinnslunnar. „Við erum í samstarfí við íslensk heil- brigðisyfirvöld og erlenda kaup- menn og þessi vinnsluaðferð geldc vel. Skemmda sfldin var tínd frá og send í bræðslu og stærsti hluti aflans frystur. Þetta borgar sig fyrir alla, fyrirtækið og starfs- fólkið." Vinnslustöðin á talsvert eftir af sfldarkvóta og veiðar hefjast aftur í janúar. „Við eigum eftir að sjá hvert ástand síldarinnar verður eftir áramótin. Þetta lukkaðist nokkuð vel hjá okkur," sagði Binni en dæmi eru um að afli, sem veiddist seinni hluta desember- mánaðar, hafi allur farið í bræðslu. SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA VÉLA- OG BÍLAVIÐGERÐIR mar VÉLA- OG BlLAVERKSTÆÐI &> ÞJÓNUSTUAÐILI í EYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! FLATIR 21 / S. 481-1216 / GSM. 864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.