Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Þriðjudagur 30. desember 2008 Drangavík VE komin heim eftir breytingar: Gott skíp orðið enn betra -segir Magnús skipstjóri sem er mjög ánægður með hvernig til tókst Drangavík VE 80 kom til Vest- mannaeyja á annan dag jóla eftir miklar breytingar og endurbætur í Gdansk í Póllandi. Skipið var smíð- að í Portúgal 1991 og Vinnslustöðin hefur gert það út síðan 1994. Drangavík, sem er ísfiskveiðiskip, hélt til Póllands þann 15. júlí sl. og kom í heimahöfn rúmum fimm mánuðum seinna. „Ég er mjög ánægður með hvernig til tókst með breytingar og lag- færingar á skipinu. Verkið var dálítið á eftir áætlun en hún er komin og útkoman góð. Nú er verið að setja í hana aðgerðarkerfi og gera klárt. Við vonumst til að hún fari betur með áhöfnina en áður og skili betri afla í land,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Magnús Ríkarðsson, skipstjóri, sigldi skipinu heim en hann hefur verið skipstjóri á Drangavík síðan 1992. „Ég kom með Drangavíkina nýja og það má segja að ég hafi komið með hana nýja núna. Skipið lofar góðu, við fengum brjálað veður á leiðinni heim og það reynd- ist vel,“ sagði Magnús en breytingin á skipinu er mikil. „Skipið var lengt um 3 metra, skipt var um brú sem var sett á nýtt dekk, og byggt yfir síðuna. Settur var veltitankur í skipið, ný togspil og stjórnbúnaður við þau. Ný skrúfu- blöð og hringur, auk þess var sett ný stýrisblaðka. Vinnsludekk var endurnýjað og nýr vinnslubúnaður frá Vélaverkstæðinu Þór settur í skipið. Auk þess ný ískrapavél til forkælingar á fiski, lestarkæling endurnýjuð sem er spíralkæling í stað blásturs. Nýr borðsalur er í skipinu og eldhús og gólfefni í öllum rýmum endumýjuð og þá var ýmis rafeindabúnaður endumýjaður í brú. Skipið var einnig sandblásið, galvaníserað og málað." Magnús sagði að upphaflega hafi verið reiknað með að breytingarnar tækju þrjá mánuði en verkið hafi dregist og tekið fimm mánuði. „Ólafur Friðriksson hjá Skipa- lyftunni var yfir verkinu úti og ég og Gunnar Jónsson, vélstjóri, vorum úti í tvo mánuði. Guðni Ingvar Guðnason, útgerðarstjóri Vinnslu- stöðvarinnar bar síðan hitann og þungann af verkinu í heild sinni," sagði Magnús en öll aðstaða um borð batnar og stækkar til mikilla muna. „Brúin er ný og þetta er nánast eins og nýr vinnustaður. Veltitankur róar hreyfingar skipsins og það fer því betur með mannskap- MÆTTUR á Verðandiafmælið Magnús lét sig ekki vanta á afmæli Verðandi á laugardaginn og hér er hann á spjalli við Sindra Oskarsson, skipstjóra á Frá. inn um borð og með nýjum tækja- búnaði náum við að koma með betra hráefni að landi.“ Drangavík fer væntanlega á sjó um miðjan janúar en enn er eftir að ljúka tengingum við togspil og vinnu við millidekk er ekki lokið. Sex manna áhöfn var um borð á heimsiglingunni en slæmt veður varð til þess að skipið náði ekki heim fyrir jól. „Við áttum ekki von á því að vera úti á sjó um jólin og hefðum náð heim ef veðrið hefði verið þokkalegt. Við reiknuðum með að koma heim á aðfangadag en fengum brjálað veður á leiðinni og komum þar af leiðandi við í Dan- mörku og stoppuðum þar í 16 tíma. Við hefðum að sjálfsögðu viljað vera heima með okkar fólki um jólin." Tíu skipverjar verða á Drangavík sem er sami fjöldi og verið hefur. „Kjaminn er sá sami og verið hefur og nokkrir búnir að starfa saman í yfir tuttugu ár. Ég er mjög ánægður með hvernig tekist hefur til með breytingamar á skipinu sem gerir gott skip enn betra. Það tekur ákveðinn tíma að fínstilla og læra á nýjan tækjabúnað en menn eru fljótir að aðlagast. Kvótastaðan hjá okkur er góð og það verður spenn- andi að halda á veiðar aftur.“ BÆTT AÐSTAÐA Vinnuaðstaða á dekki, millidekki og lest er mun betri eftir breytingarnar. Magnús með Stefáni Halldórssyni og Páli Grétarssyni. Fráærir tónleikar Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins vom á sunnudaginn í Safnaðarheimilinu þar sem hljómsveitin Mandal tróð upp með íslensk og ensk jólakvæði og nýárskvæði. Áhersla var á lög við kvæði séra Jóns Þorsteinssonar sem sennilega þjónaði í Vestmannaeyjum á árinu 1611 og þar til hann var drepinn í Tyrkjaráninu 1627. Segir í kynningar- og textabæklingi að hann hafi verið eitt þekktasta skáld síns tíma. Orti hann auk sálma rímur og Biblíusálma. Mandal skipa Chris Foster og Bára Grímsdóttir úr dúóinu Funa og Helga Jónsdóttir og Amór Hermannsson sem víða hafa komið við í tónlistinni og eru m.a. í Hippabandinu. Öll em þau þrautþjálfaðir tónlistarmenn sem í samstarfi við Þekkingarsetrið, Sögusetur 1627 og Fandakirkju buðu upp á þessa tónleika gest- um að kostnaðarlausu, góð jólagjöf það. Vopnuð gítar, langspilum, lítilli hörpu og eigin röddum náðu þau að gæða lífi allt að 400 ára gömul lög svo unun var á að hlýða. Raddir þeirra féllu vel saman og þau eru með hljóðfæraleikinn á hreinu. Útkoman var hreint frábærir tón- leikar og vonandi eiga þau eftir að vinna meira saman á þessum vettvangi Arnór, Helga, Bára og Chris. Hulda í Vatnsdal skrifar: Vanþakk- látt starf Formenn Drífanda stéttarfélags standa í sérkjarasamningum við Vestmannaeyjabæ. Eru þeir tregir í taumi samkvæmt venju. Það er hrikalega vanþakklátt starf að að vera formaður verkalýðsfélags. Lykilatriðið til að ná árangri í kjaramálum er að félagsmenn standi þétt að baki formönnum félagsins. Ég varð fyrir þeirri lífsreynslu að mæta á fund í Ráðhúsinu fyrir tveimur eða þremur árum með yfirmönnum bæjarins og formanni Drífanda. Ég varð gersamlega miður mín eftir þennan fund. Lítilsvirðingin við formann Drífanda var með ólíkindum. Þegar við vorum á leið frá ráðhúsinu spurði ég hann hvemig hann gæti staðið í þessu. Hann svaraði því til að þetta vendist með tímanum. Þama gerði ég mér ljóst að formenn Drífanda eiga svo sannarlega skilið hvatn- ingu og stuðning sinna félags- manna. Að lokum! Mér skilst að mikill tími formanna félagsins fari í að leiðrétta brot á kjarasamningum við félagsmenn. Það kemur mér ekki á óvart eftir tæplega sextán ára starf hjá Vestmannaeyjabæ. Hulda Sigurðard. Tiíshjrfar 'KraíiÍMvóm 'Vesímunnaeijjum mih.’ihiítyinny. /ntmétr,ijtmúírs/nj, 6f. ir.oo Tlaal vtr&ur aí nlauha/aanaa fni tvtimur Hóéum, arman vtýtr fn Shrfrif&a oy hins vtjar fni Siemsslóéum 7,ílttinjtr* (utém ríoéum íí fnfst tvo f.I « 00. jiurMtja Göngustyrkt- arhlaupið Hressó vill minna á Göngu- styrktarhlaup til styrktar Krabba- vörn í Vestmannaeyjum sem fer fram á gamlársdag á vegum Hressó kl.l 1.00. Þetta er í annað árið sem þetta er gert en í fyrra safnaðist um ein milljón króna sem mnnu óskiptar til Krabbavamar. Nú verða í boði tvær leiðir, þar sem verður byrjað við Stórhöfða og hins vegar við Steinsstaði. Þátttakendur ganga eða hlaupa síðan niður Höfðaveg, lllugagötu, Hlíðarveg, inn Strandveg og endað í Volcano Café þar sem í boði verða veit- ingar frá Volcano Café og Einsa kalda. Þátttökugjald er 1500 krónur og við höfum leitað til fyrirtækja og þau eru örlát á styrki. „Miklu máli skiptir að allt styrktarfé og þátttökugjald rennur óskipt til Krabbavarnar sem er krabba- meinsfélag í Vestmannaeyjum. I fyrra safnaðist um ein milljón króna og við vonumst eftir svipaðri þátttöku og styrktarfé á þessu ári,“ sagði Hafdís Kristj- ánsdóttir sem hefur veg og vanda af uppákomunni. Skráning í göngustyrktarhlaupið fer fram á Hressó í síma 481 1482. ÍJtgefandi: Eyjasýn elif. 480^78-0549 - Yostmnnnaeyjuin. BitBtjóri; Óinar Garðarsson. Blaðamenn: Gudbjörg Sigurgeii'sdóttir og Júlíns Ingason. Iþróttir: Ellert Scheving. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Ibentvinna; Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestniannaeyjiun. Aðsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. Simar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1393. Netfang/rafpóstnr frettir@eyjafrettir.is. Veffang: bttp//www.evjafrettir. is FRÉTTER koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt i óskrift og einnig í lansasölu á Ivletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Ilcrjólfi, Flngbafnarversluninni, Krónunni, lsjakanum, verslnn 11-11 og Skýlinu í Eriðarhöfn.. FRÉTHR eru prentaðar í 3000 eintökum. FRÉTTLR eru aðilar að Samtökum bœjar- og hcraðsfréttablaðiu Eftirprenhin, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheinúlt nenia beimilda sé getid.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.