Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Þriðjudagur 30. desember 2008 Lögregla hvetur til aðgátar meö skotelda: Fleiri stútar þetta árið í ýmsu aö snúast hjú lögreglu um jölin: Reyndu að smygla sér inn á skilríkjum annarra Ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um ölvun við akstur og hafa þá alls 23 ökumenn verið stöðvaðir á árinu vegna gruns um ölvun við akstur á móti 19 á síðasta ári. Lögreglan hvetur fólk til að fara varlega með skotelda núna á næstu dögum og sérstaklega eru foreldrar hvattir til að ræða við böm sín um hætturnar sem fylgt geta notkun þeirra. Það er sérstök ástæða til að benda á að farið sé eftir þeim leiðbeiningum sem eru á skot- eldunum, bæði er varðar notkun þeirra og aldurstakmörk þeirra sem mega nota þá. Þar sem þetta er síðasta færsla ársins óska lögreglu- menn í Vestmannaeyjum, Eyja- mönnum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og farsældar á kom- andi ári og gangið hægt um gleð- innar dyr. Það var í ýmsu að snúast hjá lög- reglu í vikunni sem leið en engin alvarleg mál komu upp yfir hátíðarnar. Nokkuð var um stymp- ingar meðan á skemmtanahaldi stóð en engir alvarlegir áverkar sem hlutust af þeim. Nokkrum ungmennum var vísað út af skemmtistöðum bæjarins en þau reyndu að komast inn með því að framvísa skilríkjum annarra. Þá var að vanda nokkrum einstak- lingum ekið til síns heima þar sem þeir komust ekki leiðar sinnar af sjálfsdáðun. Ein líkamsárás var kærð til lögreglu og átti hún sér stað á Skólavegi aðfaranótt sunnudags. Þar hafði orðið ósætti á milli karl- manns og tveggja kvenna sem endaði með stympingum og gengu einhver högg á milli þeirra. Ekki var um alvarlega áverka að ræða. Sömu nótt var tilkynnt um skemmdarverk á veitingastaðnum Lundanum en talið er að gluggi hafi verið spenntur upp til að komast inn á staðinn. Leikur grunur um hver þarna var að verki en hins vegar liggur ekki fyrir kæra í málinu. Bæjarstjórn Vestmannaeyja tekur tilboði Steina og Olla: Stækkanlegt knattspyrnuhús -Ákvæði um að ákvörðun um efniskaup geti ráðist af gengi KNATTSPYRNUHÚSIÐ Um er að ræða stækkanlegt hús að stærð 60x75 metra með bogahvolfþaki úr stáli. Bæjarstjóm Vestmannaeyja ákvað á síðasta fundi sínum að taka lægsta tilboði í stækkanlegt knattspymu- hús. Tilboðið átti Steini og Olli ehf. og var að upphæð 349.929.966 kr. miðað við gengi Evm á 156. Um er að ræða stækkanlegt hús að stærð 60x75 metra með bogahvolfþaki úr stáli. í bókun bæjarstjómar er lagt til að bæjarstjóra verði falið að leita eftir samningum við lægstbjóðanda um breytingar á verkáætlun og fram- kvæmdafyrirkomulagi þannig að ekki komi til framkvæmda sem bera fyrst og fremst kostnað í erlendri mynt í núverandi efnahagsumhverfi. „í samræmi við áherslur bæjar- stjómar í verklegum framkvæmdum felur bæjarstjóm bæjarstjóra einnig að leita allra leiða til að haga framkvæmdum þannig að efnisval og verkhættir leiði til mannafls- frekrar framkværndar." Elliði Vignisson, bæjarstjóri, segir ákveðinn misskilning ríkja um það að lægsta tilboðinu hafi ekki verið tekið. „Hér er um misskilning að ræða því lægsta tilboði í stækkan- legt hús var tekið í samræmi við útboðsskilmála. Um er að ræða tilboð Steina og Olla í stækkanlegt hús í málunum 60x75 m með bogahvolfþaki úr stáli. í framhaldinu var mér svo falið að leita eftir samningum við verktakann um breytingar á verká- ætlun og framkvæmdafyrirkomu- lagi. Skýringin á þessu fyrirkomu- Samkvæmt upplýsingum frá Grunnskóla Vestmannaeyja liggja fyrir niðurstöður úr samræmdum prófum í stærðfræði og íslensku hjá nemendum 4. og 7. bekkjar. Er ár- angur ljórðu bekkinga mjög góður og eru þeir vel yfir landsmeðaltali, bæði í íslensku og stærðfræði. Landsmeðaltalið í íslcnsku er 6,4 en meðaleinkunnin hér er 6,7. Sú einkunn er einmitt meðaltals- einkunn á Norðurlandi eystra, sem er það landssvæði sem skorar hæst að þessu sinni, í íslensku í 4. bekk. í stærðfræðinni er staðan enn betri. Þar er nágrenni Reykjavíkur með hæsta meðaltalið, 7,1 og lands- meðaltal er 6,8. Nemendur okkar í 4. bekk eru hins vegar með 7,2 í meðaleinkunn og sitja því á toppn- um að þessu sinni. Níu nemendur voru með einkunnir á bilinu 9,0 til 10,0. Þetta verður að teljast glæsi- legur árangur og við erum afar ánægð með hann,“ segir Fanney Ásgeirsdóttir skólastjóri. í 7. bekk er meðaltalið í stærðfræði 6,2 og í íslensku 6,5. Lands- meðaltalið er 6,5 í stærðfræði og 7,1 lagi er að stór hluti af kostnaði vegna þessarar byggingar, t.d. stálið í hvolfþakið, er í erlendri mynt. Það væri fullkomlega ábyrgðarlaust að binda sveitarfélagið til að ráðast í slíkan kostnað þegar fyrir liggur að kostnaðurinn getur í skamman tíma hlaupið upp um hundruð milljóna. Þess vegna verðum við að geta ákveðið hvort við ráðumst í stál- kaupin þegar þar að kemur eða hvort í íslensku. „Vissulega hefði verið gaman að sjá þessar tölur hærri, en góðu fréttimar eru að þessi nem- endahópur er að sækja í sig veðrið. Þannig hafa 67% þeirra hækkað raðeinkunn sína, í stærðfræði, frá því í 4. bekk. Það þýðir að þeir okkur verður nauðugur sá kostur að bíða með að Ijúka verkinu í ein- hverja mánuði á meðan jafnvægi næst í gengi íslensku krónunnar. I samræmi við áherslur bæjar- stjómar í verklegum framkvæmdum vildi bæjarstjórn hins vegar ráðast strax í mannfrekasta hluta fram- kvæmdarinnar sem er uppsteypa á veggjum og frágangur þar að lút- andi. Stærstu aðilar á atvinnu- nemendur eru að standa sig betur miðað við jafnaldra sína nú en þeir gerðu fyrir þremur ámm. Margir em að standa sig mjög vel og nefna má að af þeim 64 nemendum sem tóku stærðfræðiprófið eru átta með ein- kunnir á bilinu 9,0-10,0. í íslensk- markaði hafa þegar boðað breyttar áherslur og seinkun framkvæmda og þá reynir á sveitarfélagið, eigi ekki að koma til uppsagna og atvinnu- leysis. Vestmannaeyjabær notaði góðærið til að hagræða í rekstri og greiða niður lán. Það gefur okkur nú tæki- færi til að ráðast í framkvæmdir til að halda uppi atvinnustigi." unni er staðan ekki alveg eins góð. Það lítum við á sem ögrandi verkefni og stefnum ótrauð á að gera betur á komandi misserum," segir Fanney. ÞÓR kominn með Hlödda að bryggju. Aldrei hætta á ferð -þegar Hlöddi VE 98 strandaði í inn- siglingunni Línubáturinn Hlöddi VE 98 strandaði í innsiglingunni, gegnt Klettsnefi snemma morguns á mánudag en báturinn var á útleið. Tveir vom um borð en þá sakaði ekki og í raun var aldrei hætta á ferð enda veður gott. Vel gekk að ná bátnum af strandstað en það var björgunarbáturinn Þór sem fór á staðinn og dró Hlödda til hafnar. Sigurður Hlöðversson, útgerðar- maður og skipstjóri, sagði í sam- tali við Fréttir að allt benti til þess að sjálfstýringin hafi bilað. Við það hafi báturinn orðið vélarvana og rekið fljótlega upp í fjöm. Ekki var ljóst hvort eða hvaða skemmdir urðu á bátnum þegar blaðamaður ræddi við Sigurð. „Mjög líklega hafa orðið ein- hverjar skemmdir en við vitum í raun ekki mikið eins og er. Núna vinnum við að því að taka bátinn á þurrt til að kanna skemmdir en það er ljóst að það em komin áramót hjá okkur, við förum ekki aftur út fyrr en á nýju ári.“ Báturinn var dreginn inn í lönd- unaraðstöðu smábátanna við Fiskmarkaðinn. „Við vorum búnir að draga einhverja níu bala og vorum með 1200 kfló og lönd- uðum því þama um morguninn. Við vomm hins vegar með línur úti og Petra VE sækir það fyrir okkur,“ sagði Sigurður. Grunnskóli Vestmannaeyja - Niðurstöður úr samræmdum prófum: Fjórðu bekkingar vel yfir landsmeðaltali

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.