Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Þriðjudagur 30. desember 2008 HEIÐRAÐIR Bergur Páll, formaður ásamt Þórði Rafni, Bergvin, Ágústi og Grími. Glæsileg afmælishátíð Verðandi Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum hélt upp á það á laugardaginn að þann 27. nóvember sl. voru 70 ár frá stofnun félagsins. Afmælisveislan fór fram í Höllinni þar sem mikið var um dýrðir og voru nokkrir heiðraðir við það tækifæri. Stofnendur voru 60 talsins, allt starfandi skipstjórnarmenn í Eyjum en félagið var stofnað til að vinna að byggingu vitans á Þrídröngum. Bergur Páll Kristinsson, formaður félagsins, var mjög ánægður með hvernig til tókst á laugardags- kvöldið. Bergur Páll heiðraði, fyrir hönd félagsins, þá Þórð Rafn Sigurðsson, útgerðarmann í Eyjum fyrir sjávarútvegssafn sitt og Grím Karlsson úr Njarðvík sem smíðað hefur fjölda bátalíkana í gegnum tíðina. Ágúst Bergsson, fyrrum skipstjóri á Lóðsinum og líka oft kenndur við Kap VE og Bergvin Oddsson á Glófaxa VE voru gerðir að heiðursfélögum. Einnig var Björgvin Sigurjónsson, hönnuður Björgvinsbeltisins heiðraður. „Við fengum líka góða heimsókn þegar Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjó- manna, mætti. Hann upplýsti að í fyrsta skipti í mörg ár hefði enginn sjómaður farist á íslenska skipa- Botanum. Er vonandi að það hald- ist þá daga sem eftir eru ársins," sagði Bergur sem afhenti skólanum 1 milljón að gjöf til tækjakaupa. Veislan var á allan hátt mjög glæsileg og hófst með margrétt- uðum galdinner sem Einar Björn og hans fólk galdraði fram. Tríkot lék undir borðum en á eftir tróðu lista- menn úr Reykjavík upp með sýningar þar sem sómakonurnar Janes Joplin og Tina Tumer voru í aðalhlutverki. Einnig tróðu upp Reiðmenn vindanna, með Helga Björnsson fremstan meðal jafningja." Þessu lauk síðan með dansleik þar sem SSSól lék fyrir dansi fram á nótt. „Við getum ekki annað en verið ánægðir því kvöldið heppn- aðist í alla staði frábærlega og verður öllum ógleymanlegt," sagði Bergur Páll en í skemmtinefnd voru Guðmundur Huginn Guðmundsson, Birgir Þór Sverrisson, Gylfi Viðar Guðmundsson, Gunnar Friðriksson, Guðmundur Ingi Guðmundsson og Sigurbjöm Árnason. „Loks vil ég svo þakka gjafir og kveðjur sem félaginu bárust," sagði Bergur Páll að endingu. ÞEIR voru lengi sanian á Vestmannaey VE, Guðmundur Alfreðsson, MYNDARLEG GJÖF Bergur Páll, formaður Verðandi, afhendir Eyjólfur Pétursson og Birgir Þór Sverrisson. Hilmari, skólastjóra Slysavarnaskólans myndarlega gjöf. EINAR á Kapinni var mættur með sitt fólk.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.