Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Blaðsíða 1
Viðgerðir
og smurstöð
- Sími 48 7 3235
Réttingor
og sprautun
Bílaverkstæði - Flötum 20 " Simi 48 i 1535
38. árg. I 13. tbl. I Vestmannaeyjum 31. mars 2011 I Verð kr. 300 I Sími 481-1300 I www.eyjafrettir.is
Fræðslu- og
menningarráð:
Skráning
og mat á
lista-
verkum
A síðasta fundi fræðslu- og menn-
ingarráðs lá fyrir erindi frá Kára
Bjamasyni, forstöðumanni Bóka-
safns Vestmannaeyja, þar sem
hann leggur til að fengnir verði
sérfræðingar til að meta lista-
verkasafn Vestmannaeyjabæjar.
Ráðið þakkar ábendinguna, en
yfir 500 listaverk - mörg menn-
ingarlega mikilvæg og sum ómet-
anleg, eru í eigu bæjarins og því
mikilvægt að standa vörð um þau.
Ráðið felur framkvæmdastjóra
stjómsýslu og fjármálasviðs að
útfæra þetta nánar í samráði við
Kára. Áætlaður kostnaður við
mat safnsins er allt að kr.
100.000.- f framhaldinu er Kára
falið að endurskoða útlánareglur
safnsins með tilliti til verðmæta.
Vélstjórar
stofna deild
Á aðalfundi VM-félags vélstjóra
og málmtæknimanna síðastliðin
laugardag var samþykkt að stofna
deild í Vestmannaeyjum sem hluta
af félaginu.
Til deildarinnar var stofnað
samkvæmt 18. grein laga VM-
félags vélstjóra og málmtækni-
manna með 35 undirskriftum fé-
lagsmanna VM í Vestmannaeyj-
um. Stofnfundur deildarinnar
verður í kvöld, fimmtudaginn 31.
mars 2011 kl 19:30 í Básum á
Básaskersbryggju og er það von
aðstandenda að sem flestir félags-
menn sjái sér fært að mæta á
stofnfund VM deildar í Vest-
mannaeyjum.
Aðdragandi að þessari þróun er
töluvert langur, eða allt frá því að
sameining við VSFÍ varð á sínum
tíma og Vélstjórafélag Vest-
mannaeyja var lagt niður. Síðar
sameinaðist VSFI Félagi járn-
iðnaðarmanna í VM- félag vél-
stjóra og málmtæknimanna að því
er kom fram hjá Friðrik Björg-
vinssyni, vélstjóra.
LANDBURÐUR af físki. Fiskirí hefur verið mjög gott eftir að tíðin breyttist til hins betra. Gengur vel bæði hjá netabátum og
togskipum og er mikil vinna í öllum húsum. Þessi mynd er úr Vinnslustöðinni þar sem verið er að vinna fisk í salt. Sjá bls. 2 og 6.
Þolinmæðin á þrotum
s
-Sigurður Ass: Skil það vel - Skandia vinnur við mjög erfiðar aðstæður
Þolinmæði Vestmannaeyinga vegna
Landeyjahafnar minnkar nú með
hverjum deginum og er nánast á
þrotum. Á stórum samgöngufundi í
Höllinni var talað um að það tæki
fjóra til fimm daga að opna höfnina.
Nú hálfum mánuði síðar hefur
höfnin ekki enn verðið opnuð þrátt
fyrir gott veður undanfama daga.
„Ég skil vel óþolinmæði Vest-
mannaeyinga og er mjög ósáttur
með þetta,“ sagði Sigurður Áss
Grétarsson hjá Siglingastofnun
þegar hann var spurður út í málið. „I
suðvestan öldu koma alltaf stakar
öldur sem vilja taka dýpkunarskipið
og kasta því til. Það eru því erfíðar
aðstæður í Landeyjahöfn og verk-
takinn er að þjösnast á tækjunum.
Búnaðurinn er oft að bila og verkið
að stöðvast og mesta hættan er að
.
í suðvestan öldu koma alltaf
stakar öldur sem vilja taka dýpk-
unarskipið og kasta því til.
Myndina tók Hermann Sigur-
geirsson sem er í áhöfn Skandia.
Skandia verði fyrir alvarlegu tjóni
og hún stöðvist í einhvem tíma,“
sagði Sigurður Áss og var þá
spurður hvers vegna tímasetningar
stæðust ekki.
„Við höfum reynt að spá fyrir um
hvenær höfnin opnast en það hafa
náttúrulega verið spár og með fyrir-
vara. Ein leiðin er að segja ekki
neitt og kannski er það best en þá
verða menn ósáttir með það. Von
mín um að það tæki fjóra til fimm
daga að dýpka höfnina er ekki að
ganga eftir. Við þurfum líklega tvo
daga til viðbótar í vinnu til að höfnin
opnist.“
Þegar Sigurður var spurður hvort til
greina hefði komið að fá Perluna til
starfa við Landeyjahöfn ásamt
Skandia sagði hann Perluna vera að
dýpka á ísafirði. „Þar fyrir utan þá
gæti hún ekkert dýpkað í hafnar-
mynninu þar sem flöskuhálsinn er.
Höfnin á eftir að standa í marga
áratugi og þeir erfiðleikar sem við
stöndum í núna em vegna nátt-
úruhamfara og byrjunarörðugleika.
Eftir að höfnin opnast núna þá er
allt sem bendir til þess að við náum
að halda henni opinni m.t.t. dýpis
um ókomin ár. Það verður í undan-
tekningartilfellum að höfnin komi
til með lokast vegna dýpis. Við
emm ekki búnir að útiloka að höfnin
opnist aðfaranótt fimmtudags en
vegna veðurs þá verður ekki unnt að
sigla fyrr en á laugardag, samkvæmt
nýjustu ölduspánni. Við munum
gefa út fréttatilkynningu um málið á
morgun [miðvikudag] en þá liggur
þetta betur fyrir,“ sagði Sigurður
Áss.
Síðstu spár benda til þess að Land-
eyjahöfn verði ekki opnuð fyrir
helgi.
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI
MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND
Eeimskip
_________)
6eim$kip
VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA...
...SVOÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI
SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ÞJÓNUSTUAÐILI IO/O l/\ í EYJUM
FLATIR 21 / S. 481-1216 / GSM. 864-4616